Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 43 Séð frá Latínuskólanum vestur Skólabrú. Hús Jónassens landlæknis. og Þorsteins Tómassonar fremst og mynda eins konar hlið niður að Dómkirkjunni.- Smiðja Teits Finnbogasonar að sjálfsögðu löngu horfin. Kvennaskólinn við Austurvöll, síðar Sjálfstæðishúsið, reist 1878. Húsið ber meistara sinum, Helga Helgasyni tónskáldi, glæsilegt vitni. Lækjargata 2 i upphaflegri tnynd, nyrðri hlutinn eldri og aðeins ein hæð. á hús borgarinnar við Tjörnina, sem viðgerð eru og öll í fullri notkun. Eg geri Lækjargötuna hér að sérstöku umtalsefni, bæði vegna þess, að nýjar hugmyndir eru komn- ar fram um meðferð sumra húsanna frá öðrum en höfundum skipulags- tillögunnar, svo og vegna þess, að húsin austan Lækjargötunnar hafa hlotið verðuga uppreisn eftir mikið stríð, og þau kalla á viðeigandi meðferð húsanna á móti. Hér er einnig sögulegur hluti Reykjavíkur. Hér er hægt að rekja sig áfram eftir gömlu húsunum með nöfnum þjóðþekktra íbúa, sem settu svip sinn á bæinn og þjóðlífíð á sinni tíð. — Sigfús Eymundsson átti hús- ið nr. 2, sem lengi var við hann kennt, og stækkaði það í það horf, sem það hefur nú að mestum hluta, en áður átti það Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur. — í Lækjargötu 4 bjó Þorlákur Ó. Johnsen, einn þekktasti menningar- og framfara- maður bæjarins á sínum tíma, og þar „var fyrsti verzlunarskólinn, þar var „Hermes", þar var stúkan „Ein- ingin" stofnuð, þar var stofnað Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, þar var fyrsta heildverslun á ís- landi, Ó. Johnson & Kaaber til húsa og þar var 17. júní fyrst minnzt með tyllidagsbrag" (Lúðvík Kristj- ánsson: Úr heimsborg í Gijótaþorp). — í Lækjargötu 6 var Guðmundur Gamalíelsson með bókaverzlun sína og Jónassen landlæknir bjó á nr. 8, og Þorsteinn Tómasson reisti nr. 10, sem fyrr segir. — Þeir, sem hyggja að sögu Reykjavíkur, munu fljótt kannast við þessi mannanöfn og þykja nokkurs um vert. Öll þessi hús tengjast sögu Reykjavíkur og hefur t.d. þáttur Þorláks Johnsons og Sigfúsar Eymundssonar í menn- ingarsögu borgarinnar vart enn verið metinn að verðleikum. í framhaldi af þessari umfjöllun um Lækjargötu vil ég síðan fara nokkrum orðum um fáeina staði aðra í miðbænum, þar sem ég tel að þurfi að fara mjög varlega í sakimar. Austurstræti 22, húsið sem Kamabær er nú í, áður Haraldarbúð og enn fyrr prestaskólinn og enn áður hús Trampes stiftamtmanns, og húsið sem Jörundur hundadaga- konungur settist að í þann skamma tíma, sem hann ráðskaðist hér, er illa komið af misþyrmingum langra tíma, en það ætti fortakslaust að fá sína uppreisn hið ytra og betra samræmi við húsin til beggja hliða. — Hér er hvort eð er vafasamt að reisa hátt hús, því að hér kemur enn sólskinið niður í Austurstrætið, sem er ekki allt of vlða, enda safn- ast fólkið þangað í birtuna á góðviðrisdögum. — Sama er að segja um Landfógetahúsið, þar sem lengi hefur verið Hressingarskálinn, en skipulagshöfundar hafa nú að vísu komið nokkuð til móts við vemd Trampehússins, og eins Lækjargötu 2, með því að teikna hærra hús á bak við þau og láta gömlu húsin standa að hluta eins og fyrir framan. — Að minnsta kosti er þetta virðingarverð tilraun til að láta eitthvað af hinu gamla sjást. Vestar við Austurstræti stendur enn ísafoldarhúsið gamla, sem Bjöm Jónsson ritstjóri reisti og bjó í og prentaði Isafold, og þar var Morgunblaðið prentað lengi framan af. Þetta er prýðisfallegt hús, þótt sætt hafi harkalegri misþyrmingu. Það ætti tvímælalaust að standa, enda er einnig prýði að því frá Austurvelli, og var þó enn betra áður en hinn afarslæmi blái litur kom á það. (Litaval margra þessara gömlu húsa í seinni tíð eru kapítuli fyrir sig, en stundum líta þau út eins og trúðar í gervi, og eykur það ekki á virðingu manna fyrir þeim.) — Úti við Austurvöll, rétt við ísa- foldarhúsið, stendur enn gamla kvennaskólahúsið þeirra Thoru og Páls Melsteds, að vísu nær óþekkj- anlegt nú en var eitt af þessum fögru húsum í nýklassískum stíl, me hálfsúlum, lágum kvisti og dyra- og gluggabjór, sem átti sér fyrir- mynd í grísku hofunum frá hámenningartíð Grikkja. — Þetta hús er enn tíðast kallað Sjálfstæðis- húsið og hlaut hroðameðferð á stríðsámnum, eða um það bil. — Ef það fengi kastað álagahamnum og risið í sinni fyrri dýrð vekti það ekki síður eftirtekt en öll blómadýrð Austurvallar á sumardegi, og myndu bæði þessi síðastnefndu hús njóta nálægðar hvors annars og mynda fallega samstæðu, ekki sízt þegar búið verður að opna Vallar- stræti á milli þeirra, eins og gert er ráð fyrir og er mikið fagnaðar- efni. — En sé litið þar inn í sundið sést, að því er lokað af skúmm, sem vekja furðu og spilla öilu í kring um sig, en meiri furðu vekur, að gert sé ráð fyrir að rífa Hótel Vík, glæsifagurt hús og sérstætt með miklu skrauti, og ætti hiklaust að gera við það og láta það fá sinn fyrri glæsileik, sem var enn meiri en nú er. A þessum slóðum em hins vegar hvað mestu skúraþyrpingar bæjar- ins og hafa tillöguhöfundar gert ráð fyrir að þeir hverfí, einmitt til að opna lokaðar götur og nýjar göngu- leiðir, svo og torg vestur við Aðalstræti, og sameinist þar Hótel- íslandstorgið og Steindórsplanið. Veitir enda ekki af að hreinsa skúrana burt, enda er inn á milli þeirra skotið öskutunnum með til- heyrandi óþrifnaði, sem getur ekki sæmt miðborg höfuðborgar á norð- lægum slóðum. 1 Neðsti hluti Grjótaþorps er óhjá- kvæmilega hluti af þessu miðbæjar- hverfi, enda er það með í skipulagstillögunni. — Mikið óhappaverk var að Fjalakötturinn svonefndi skyldi rifínn og því er mikil óvissa, hvort þar komi aftur hæfílega stórt hús, sem taki mið af Aðalstræti 10, sem allir munu gera ráð fyrir að standi, enda er það með elztu húsum Reykjavíkur, eitt af húsum innréttinganna. En illt er að horfa. upp á, að lagt sé til að Aðalstræti 16 hverfí, en það er að stofni til, neðri hæðin, talið ör- ugglega eldra en húsið nr. 10 og eitt af upphaflegu húsum Innrétt- inganna. Þetta er prýðisfallegt hús, nema viðbyggingamar aftast, en líður fyrir mikla vanhirðu. Mætti varpa því fram hér, hvort ráð væri að flytja húsið nr. 10 út á lóðina nr. 14, hið næsta Aðal- stræti 16, og þar stæðu bæði þessi gömlu hús framvegis og styddu þannig hvort annað. — Þar stóð í eina tíð hús af sömu gerð, og þama gætu bæði þessi hús farið vel og þá auðveldlega með heilsteypta uppbyggingu norður eftir Aðal- stræti. — En þar má ekki byggja of hátt vegna byggðarinnar í Gijótaþorpi. Að lokum vil ég víkja suður fyrir Kirlqustræti, að þeirri hugmynd, sem hvað verst er útfærð, en er ekki á ábyrgð þeirra skipulags- höfunda, en það er hin fyrirhugaða bygging Alþingis. Svo mun hafa verið ætlazt til, er boðið var til samkeppni um ný- byggingu Alþingis á lóðum þess, að taka skyldi mið af gamla Al- þingishúsinu. Það yrði áfram fundarstaður Alþingis, en nýbygg- ingamar skrifstofur og vinnustofur þingmanna og hýsti aðra starfsemi þingsins. Arangur þessarar verðlaunasam- keppni er vægast sagt hreint tilræði við yfírbragð gamla miðbæjarins, enda -hafa þeir, sem látið hafa álit sitt í ljös á prenti verið næsta sam- mála um, að hér sé ekki vel farið. Enginn hefur skrifað um verðlauna- tillöguna af hrifningu, og það er skoðun mín, að hér sé um að ræða slíkt ferlíki, hús sem ætlað er að ná allt frá hominu við Thorvalds- ensstræti og vestur að Tjamargötu, að það kaffæri alla byggð í ná- grenni þess. Gamla Alþingishúsið verður ekki áberandi þungamiðja þingbygginganna, sem vera bæri. Verður nú bara að vona, að þessi teikning verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og í staðinn komi mun hæverskara hús sem taki tillit til að gömlu húsin standi. — Eins og það birtist nú minnir það helzt á sundhöll í útliti og tekur á engan hátt mið af gamla þinghúsinu, þótt sýnt sé úr steini svipað og það. Höfundar skipulagstillögunnar höfðu upphaflega gert ráð fyrir, að timburhúsin sunnan Kirkjustrætis yrðu látin standa, enda hafði einu sinni komið fram tillaga frá húsa- meistara um nýbyggingar Alþingis í þá veru, að byggð yrðu vinnuhús Alþingis að mestu á baklóðunum og af hæfilegri stærð og umfangi. — En í útboðslýsingum samkeppn- innar, sem þingið ákvað sjálft, var svo áskilið, að höfundar skyldu gera ráð fyrir í tillögum sínum, að þessi hús hyrfu öll fyrir nýbyggingunni. Er slæmt, að Alþingi skuli ekki ganga hér fram fyrir skjöldu og sýna metnað til þess að vemda menningararf af þessu tagi, ekki sízt þar sem um gervalla Evrópu er verið að vinna stórkostlegt átak í flestum borgum um varðveizlu menningarminja, einkum gamallar byggðar, og þar ganga opinberir aðilar í fararbroddi. Nægir að minna á samþykkt Evrópuráðsins um það efni, sem ísland mun stað- festa innan tíðar. Ein tillaga í samkeppninni um nýju þingbygginguna gerði ráð fyr- ir, að tvö gömlu húsin stæðu á sínum stað og nýbyggingin kæmi að baki þeirra, með framhlið til suðurs, og þá yrði hús Skúla Thor- oddsens, Vonarstræti 12, flutt norður að Kirkjustræti í framhaldi af röð þessara húsa. Sú tillaga var að vísu keypt og merkir það að hún hafí þótt athyglisverð, en ekki fékk hún verðlaun sem fullnægjandi, enda forsendur ekki fyrir hendi, svo sem framan segir. Hér þarf að fara fram af mikilli varkárni. Alþingi má ekki ganga á undan og láta ryðja burt því, sem sett hefur svip á borgina um langa tíð og gæti með góðu móti nýzt þinginu framvegis, rétt eins og sést með Vonarstræti 12, þar sem nú eru skrifstofur þingmanna. Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna. Það er því mikil ábyrgð, sem hvílir á herðum ráða- manna borgarinnar um útlit og vemd hennar. Ég hvet þá til að íhuga vel allt það sem gert er í skipulagsmálum og byggingarmál- um gömlu hverfanna. Þetta snertir ekki heldur aðeins landsmenn. Hingað kemur líka vaxandi fyöldi útlendinga, og þeir vilja sjá sér- kenni hvers staðar, geta séð þróunarsögu borga og ekki aðeins það, sem alls staðar annars staðar má sjá. 1 Orðið skúr nota ég í þeírri merk- ingu, sem ég lærði fyrir norðan í ungdæmi mínu og hef alltaf notað, það er timbur- eða jámskúr, minni en svo að geti kallast hús. — Hins vegar er þetta orð, svo og orðið kofi, sem þar merkti torfhús, mold- arkofa, gjaman haft í annarri merkingu hér syðra. Hér eru þau oft höfð í óvirðingarskyni um stæði- leg hús, meira að segja hef ég heyrt menntaskólann kallaðan kofa, en það er nú langt síðan. — Á sama hátt voru ekki kallaðar fúaspýtur aðrar en þær, sem voru fúnar, en hér stundum haft um heil hús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.