Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 3 >»•»•** ' Morgunblaðið/RAX Sólrún Brag’adóttir og Gabriel Chmura á æfingu í gær Sinfóníuhljómsveit íslands: Tryggingabætur hækka um 4,59% TRYGGINGABÆTUR hækk- uðu 1. desember um 4,59% eins og almenn laun. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins verða upphæðir helstu tryggingabóta frá og með 1. desember síðast- liðnum sem hér segir og er miðað við mánaðagreiðslur til einstakl- inga: Ellilífeyrir verður 6453 krónur, full tekjutrygging verður 9454 krónur, heimilisuppbót verður 2844 krónur, bamalífeyrir 3951 króna, mæðralaun fyrir 1 barn verða 2476 krónur, fyrir 2 böm 6488 krónur og fyrir 3 böm 11.507 krónur. Fullt fæðingaror- lof verður 28.851 króna á mánuði. Stórvíðrí á loðnumiðimum Flest skipin í land með slatta STÓRVIÐRI var á miðunum fyrir Norður- og Austurlandi í gær og loðnuflotinn hélt þá all- ur til hafnar, margir aðeins með smá slatta. Skipunum gekk flestum vel á landleiðinni, en eitt þeira, Albert GK, fékk á sig brot út af Fontinum og varð að snúa undan veðri, austan stormi. Nokkrar skemmdir urðu á skipinu, en engins slys á mönnum. son RE 100, Höfrungur AK 120, Súlan EA 200, Gullberg VE 60 og Júpíter RE 530 lestir. Svartur aur eftir Skaft- árhlaup Sólrún Bragadóttir syng- ur einsöng á tónleikum SJÖTTU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í kvöld, fimmtudags- kvöld, og verða tvö verk á efnisskránni, Sinfónia nr. 39 í Es-dúr eftir Wolfgang Ama- deus Mozart og Sinfónía nr. 4 í G-dúr eftir Gustav Mahler. Einsöng í sinfóníu Mahlers syngur Sólrún Bragadóttir, sópransöngkona, en stjórnandi tónleikanna að þessu sinni er Gabriel Chmura. Sólrún stundaði fyrst söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólann í Reykjavík, en árið 1982 hélt hún til Banda- ríkjanna, þar sem hún hefur lært við tónlistardeild háskólans í Ind- iana. í fyrra vakti Sólrún mikla athygli í Indiana, þar sem hún fór með hlutverk Donnu Önnu í óper- unni Don Giovanni eftir Mozart. Einnig hefur hún haldið tónleika bæði hér heima og í Bandaríkjun- um. Síðar í vetur er hún ráðin til að syngja aðalhlutverkið í Sög- unni af Saltana keisara, óperu eftir Rimsky-Korsakoff, þegar hún verður fnimflutt í Indiana. „Ég útskrifast frá háskóianum næsta sumar og reyndar við hjón- in bæði. Maðurinn minn, Bergþór Pálsson, er líka í söngnámi við sama skóla,“ sagði Sólrún í sam- tali við blaðamann. „Við hjónin vorum á ferð um Þýskaland og Austurríki nú fyrir stuttu og sung- um fyrir umboðsmenn á báðum stöum. Ég hef verið ráðin í tvö ár sem fyrsti sópran við óperuna í Keiserslautern í Þýskalandi.“ Sólrún mun syngja þar m.a. hlutverk Mimiar í La Bohem. Hún sagði að tækifærin væru fleiri í Þýskalandi fyrir unga söngvara en í Austurríki. „Maðurinn minn hefur hinsvegar ekki fastan samn- ing ennþá, en hann reynir bara aftur. Aður en við lögðum í at- vinnuleitina, gerðum við sam- komulag okkar á milli um að ef annaðhvort okkar fengi vinnu, fylgdi hitt með á þann stað, en yrði húsmóðir fyrst um sinn svo hann verður að taka því, a.m.k. um tíma,“ sagði Sólrún. Gabriel Chmura er fæddur í Póllandi, en fluttist til ísraels 1957. Þar lærði hann ungur píanóleik og fékkst við tónsmíðar. Seinna stundaði hann framhalds- nám í Vínarborg og París, en þar var Gary Bertini á meðal kennara hans. Árið 1971 vann hann eftir- sótt verðlaun, kennd við hljóm- sveitarstjórana Guido Cantelli og Herbert von Karajan. Chmura var síðast gestur Sinfóníuhljómsveitar íslands í desember 1983 en hann hefur verið að góðu kunnur hér á landi allt síðan 1978, er hann kom hingað fyrst á Listahátíð með sænsku söngkonunni Birgit Nils- son. Hann er nú aðalstjómandi Fílharmóníusveitarinnar í Bochum í Þýskalandi. . - Vegna veðursins var engin veiði í gær, en á þriðjudag tilkynntu samtals 30 skip um afla, samtals 13.860 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morg- unblaðinu, voru eftirtalin með afla á þriðjudag: Hrafn GK 600 lestir, Víkurberg GK 500, Þórshamar GK 400, Erling KE 600, Keflvík- ingur KE 380, Sighvatur Bjama- son VE 500, Eldborg HF 830, Bjami Ólafsson AK 600, Huginn VE 400, Gísli Ámi RE 450, Guð- mundur RE 400, Fífill GK 500, Dagfari ÞH 350, Helga 11 RE 100, Albert GK 300, Pétur Jóns- RENNSLI í Skaftá hefur minnk- að hægt til þessa eftir hlaupið i ánni um helgina. Rennslið minnk- aði mest í gær, en þó er ekki ennþá komið á vegasamband milli bæja, þar sem áinn tók veg- inn í sundur. Gert er ráð fyrir að vegasamband komist á í dag. Þegar hlaupið náði hámarki var vatnsrennsli árinnar um 1600 rúm- metrar á sekúndu, sem jafngildir um fimmtánföldu meðalrennsli Þjórsár að vetrarlagi. í hlaupinu hefur Skaftá borið fram mikinn svartan aur, að sögn Sigurjóns Rists, vatnamælingarmanns. Föt .. kr. 9.450 Skyrta .. kr. 1.390 Bindi .. kr. 590 Kjóll ... kr. 7.300 Herrapeysa .. kr. 2.190 Dömupeysa.... .. kr. 2.890 ^SbKARNABÆR Laugavegi 66, sími 45800. DAGLEGA NÝJAR VÖRUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.