Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Fundarsalur efri deildar Myndin sýnir fundarsal efri deildar Alþingis eftir að þingmenn I deildarforseta en framan þess er ræðustóll sá, sem margur próf- hafa horfíð til síns heima. Til vinstri á myndinni er „hásæti" I kjörskappinn horfír til. Alþingi í gær: Samnings- og verkfallsrétt- ur opinberra starfsmanna Stj órnarfrumvarp um sjómannadag Stjórnarfrumvörp settu svip á dagskrár beggja þingdeilda í gær. Þorsteinn Pálsson, fjár- málaráðherra, mælti fyrir tveimur stómarfrumvörpum. Annarsvegar um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Hinsvegar um heildar- löggjöf um tollheimtu og tolleftirlit. Matthías Bjamason, viðskipta- og samgönguráð- herra, mælti og fyrir tveimur stjómarfrumvörpum: frumvarpi til breytinga á lögum um hlutafé- lög og framvarpi um fólksflutn- inga með langferðabifreiðum. Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti fyrir stjóra- arframvarpi um sjómannadag. Kjarasamningar opin- berra starfsmanna Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra , mælti fyrir frumvarpi um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem byggt er á sam- komulagi fjármálaráðuneytis, BSRB, Launamálaráðs ríkisstarfs- manna innan BHM og Bandalags kennarafélaga. Frumvarpið felur m.a. f sén * 1) Hvert félag opinberra starfsmanna, sem uppfyllir tiltekin skilyrði, getur orðið samningsaðili óháð því hvort það er innan heildar- samtaka eða ekki. * 2) Ákvæði frumvarpsins taka til starfsmanna sveitarfélaga jafnt sem ríkisins. * 3) Heimild til verkfalls færist til éinstakra stéttarfélaga. Ekki er gert ráð fyrir því að sáttasemjara sé skylt að leggja fram sáttatillögu áður en boðað er til verkfalls. Um 200 hj úkrunarfræð- ínga vantar tíl starfa RAGNHILDUR Helgadóttir, heilbrigðisráðherra, sagði i fyrirspum- artíma á Alþingi á þriðjudaginn, að lauslega áætlað vantaði í heimilaðar stöður rúmlega 200 hjúkrunarfræðinga og öllu fleiri sjúkraliða. Ráðherra sagði, að þessar tölur væru breytilegar frá einum mánuði til annars. Mikil hreyfing væri á hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um í starfí. Þeir hyrfu frá um tíma en kæmu flestir til starfa á ný. Allmargir væru við nám umn lengri eða skemmri tíma, bæði hér heima og erlendis. Þeir væru nú um 65 í lengra námi, þ.e. eins til tveggja ára námi, og um 25 á styttri nám- skeiðum. Þegar fíölmennir hópar hjúkrunarfræðinga færu í fram- haldsnám setti það strik í reikning- inn. Núverandi stöðuleyfí fyrir þessar starfsstéttir segði þó ekki alla söguna, því að allmargar sjúkrastofnanir og heilsugæslu- stöðvar hefðu óskað eftir fleiri stöðuheimildum en þær hafa nú leyfí fyrir. Þá kom það fram í máli ráð- herra, að skortur á hjúkrunarfræð- ingum til starfa væri meiri í stofnunum í Reykjavík en úti á landsbyggðinni og tiltölulega mest- ur á öldrunardeildum, geðdeildum og bamadeildum. Hins vegar væri meiri skortur á sjúkraliðum til starfa úti á landi. í gildandi Iögum hefur kjara- deilunefnd það hlutverk að ákveða, hveijir skuli vinna, þrátt fyrir verk- fall, til að tryggja öryggis- og heilsugæzlu. Frumvarpið gerir hins- vegar ráð fyrir því annarsvegar að birtur skuli tæmandi listi yfír þau störf, sem undanþegin eru verk- falli, og hinsvegar að undanþágur verði veittar til að fírra neyðar- ástandi. Samkvæmt frumvarpinu falla niður ákvæði núgildandi laga um hlutverk Kjaradóms í kjaradeilum stéttarfélaga opinberra starfs- manna. Tollkrít og einfaldari tollmeðferð Þorsteinn Pálsson, fjármála- ráðherra, mælti ennfremur fyrir frumvarpi til tollalaga í 15 köflum og 150 frumvarpsgreinum. Megintilgangur frumvarpsins er; 1) Að setja heildarlöggjöf um tollheimtu og tolleftirlit. 2) Að gera tollmeðferð einfaldari og nútímalegri. 3) Að gera yfírstjón tollamála markvissari. 4) Að breyta tollumdæmum þannig að ná fram meiri hag- kvæmni. 5) Að samræma störf tollgæzlu- manna og setja skýrari ákvæði um yfírstjóm. 6) Að koma á greiðslufresti á aðflutningsgjöldum [tollkrít]. 7) Að selja skýrari reglur um úr- lausnir ágreiningsmála og stuðla að sem mestu réttaröryggi við úr- lausn tollamála. Tveir geta stofnað hlutafélag Matthias Bjaraason, viðskipta- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi til breytinga á hlutafélagalögum. Megitilgangur þess er að að sam- ræma hérlend hlutafélagalög hlið- stæðum lögum í grannríkjum. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir því að aðeins þurfí tvo einstaklinga [í stað 5] til að mynda hlutafélag. Ef hluthafar í félagi eru fjórir eða færri nægir, skv. frumvarpinu, að stjón félags skipi einn eða tveir menn. Skattur á hópferðir lagður niður. Matthías Bjarnason, sam- gönguráðherra, mælti og fyrir frumvarpi um skipulag fólksflutn- inga með langferðabifreiðum. Helztu breytingar, samkvæmt frumvarpinu, eru: I fyrsta lagi er Umferðamála- deild lögð niður. í annan stað er skattur á sér- leyfíshafa og hópferðaleyfíshafa afnuminn. í þríðja lagi eru ákvæði um rétt sveitarfélaga til einkaréttar á rekstri strætisvagna gerð skýrari og víðtækari en nú er. í fjórða lagi er fulltrúum í skipu- lagsnefnd fækkað úr sjö í fímm. Sérstakur sjómanna- dagnr Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti fyrir stjóm- arfrumvarpi, þessefnis, að fyrsti sunnudagur í júnimánuði ár hvert skuli vera almennur frídagur sjó- manna. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjó- mannadagur haldinn næsta sunnu- dag á eftir. Sjómannadagur skal vera almennur fánadagur. Ráðherra sagði nær hálfa öld liðna síðan sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátfðlegur og sýnist því tímabært að koma fastri skipan á frí sjómanna þennan dag. sÍlfe MMfMSI Atvinmiuppbygg- ing í sveitum: Skipu- legt átak - tillaga þriggja þing- manna Sjálfstæðisflokks Þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokks, Egill Jónsson, Halldór Blöndal og Árai Johnsen, hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu, þessefnis, að fjár- málaráðherra og Iandbúnaðar- ráðherra skuli hlutast til um „skipulegt átak til atvinnuupp- byggingar í sveitum til að vega upp á móti samdrætti i hefð- bundnum landbúnaði svo að byggðin í landinu treystist. Jafn- framt verði könnuð áhrif hinnar mörkuðu framleiðslu á afkomu bænda og ráðstafanir gerðar til úrbóta þar sem þeirra er þrörf Tillögumenn leggja áherzlu á: * Skipulegt framleiðslumarkmið í sveitum sem miðist við aukin at- vinnufæri. Þeir, sem vilja hefía búskap byggðan á nýjum búgrein- um, fái til þess hliðstæða aðstoð og veitt er vegna breytinga á bú- háttum. * Bændur, sem búa við þröngan kost í hefðbundnum greinum, verði veitt aðstoð til fjölþættari búskapar. * Fjárhagsleg úttekt verði gerð á stöðu bænda svo unnt sé að meta hvaða áhrif verðbólga og halla- rekstur síðustu ára hefur á afrakst- ur búanna. * Ráðgjöf, sem taki mið af breyttum háttum í landbúnaði. * Skipulegt átak til markaðsöfl- unar. * Búvörusamningur milli bænda og ríkisvalds verði framlengdur um tvö ár. Jarðskjálftasvæði Suðurlands: Viðvörunar- búnaður- rannsóknir Tillaga Árna Johnsen „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að afla fjár til þess að koma upp viðvöranarbúnaði og efla rannsóknir á Suðurlandi, einkum landmælingar og efna- mælingar á lofttegundum, vegna hættu á svonefndum Suðurlands- skjálfta". Svo hljóðar tillaga til þingsálykt- unar, sem Ámi Johnsen (S.-Sl.) hefur flutt á Alþingi. í greinargerð segir að í ráði sé að efna til sam- norræns verkefnis jarðskjálftafræð- inga, þar sem sinnt verði yfír- gripsmiklum þætti í jarðskjálfta- mælingum, en þar er ekki gert ráð fyrir að stundaðar verði landmæl- ingar né efnamælingar, „sem geti þó skipt sköpum í því að vara fólk við yfirvofandi hættu á skjálfta. Setja þarf upp hallamæla til land- mælinga og taka sýnishom í borholum sem em á svæðinu". Þar segir ennfremur að þegar spenna „vaxi undir jarðskorpunni, sem er aðdragandi jarðskjálfta eða eldsumbrota, myndist smáar spmngur í hana og þær hleypi í gegn geislavirkum lofttegundum sem bendi til þess hvers er að vænta".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.