Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. JÓLATRÉNU frá íbúum Oslóborgar var skipað upp í gær | fjölda ára hefur það glatt borgarbúa og svo er um önnur og verður það innan tíðar komið á sinn stað á Austurvelli. jólatré frá vinabæjum Islendinga á Norðurlöndum. Fundi samninganefnda frestað um miðnættið DAGAR TIL JÓLA Slegist var um hvora sjónvarps- "■stöðina áttí að velja að fallast á. „Það er þó ekki útilok- að að hægt sé að ná samkomulagi, því það er afar mikið í húfi að það takist að tryggja vinnufrið og stöð- ugleika á næsta ári. Þess vegna viljum við halda áfram, en það er ljóst að þetta er mjög erfitt," sagði Þórarinn. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, tók í sama streng og Þórarinn og sagði að viðræðumar væru nokkuð jám í jám. „Menn sitja svo sem og engjast ennþá. Við viljum reyna að fínna einhvem flöt, sem gæti orðið til samkomulags og ég held að það sé ekki hægt að segja meira að svo komnu," sagði As- mundur. Hagfræðingar aðila hafa kannað ýmsar leiðir, sem gætu orðið til samkomulags. „Það er ljóst að við emm að tala um verulega hækkun lægstu launa. Það er bara spuming hvort takist að ná saman um samn- ing sem takmarkast við hina lægst iaunuðu og leiðir ekki til launa- skriðs, þannig að þeir verði verr settir en áður og öll efnahagsmark- mið ijúki út í veður og vind. Við getum ekki samið um eitthvað sem er óskhyggjan ein og leiðir til þess að menn fá fleiri krónur en smærri," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, enn- fremur. Verðbólgan stefnirí 11% á þessu ári HORFUR eru á að verðbólgan verði um 11% í stað 10% á árinu eftir að laun hækkuðu um 4,59% 1. desember sl. að sögn Þórðar Friðjónssonar efnahagsráðgjafa rikisstjórnarinnar. Þórður sagði, að með þessari hækkun yrði heildarhækkun Iauna rúmlega 21% á árinu. Laun opin- berra starfsmanna hafa hækkað um rúmlega 22% en annarra launþega um 21%. OSLOARTREÐ A SINNSTAÐ Morgunblaóið/Porkeli VAL MILLI sjónvarpsstöðva gengur ekki átakalaust á sumum heimilum og í vikunni þurfti að kalla á lögreglu til að skakka leikinn á heimili einu í Reykjavík. Átökin urðu á heimili erlendrar konu sem gift er íslendingi. Dótt- ir konunnar af fyrra hjónabandi, sem er erlendur ríkisborgari og dvaldi hér á landi um stundarsak- ®(r, var ekki sátt við þá stöð sem bam hjónanna hafði valið. Til átaka kom á milli þeirra, en að sögn lögreglunnar urðu þó engin meiðsli á heimilisfólkinu. Málið var leyst með því að dótt- ir konunnar fór af heimilinu um tíma. Efnahagsnefnd fundaði áfram FUNDI samninganefnda ASÍ, VSÍ og VMS, sem hófst klukkan níu í gærkveldi, var frestað upp úr miðnætti, en efnahagsnefnd aðila héit áfram fundarhöldum fram eftir nóttu og óvist hvenær fundi hennar myndi ljúka. Samn- ingamenn vildu lítið gefa upp um árangur viðræðnanna, en þó er Ijóst að þær eru mjög erfiðar og talsvert sem ber á milli. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði viðræð- umar mjög erfiðar. Þó engin formleg boð hefðu gengið á milli aðila, þá væru kröfur ASÍ hærri, en vinnuveitendur teldu raunhæft RLR kannar upptök eldsins í Hofsj ökli RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins rannsakaði í gærkvöldi og í nótt eldsupptök um borð í flutningaskipinu Hofsjökli. Eldurinn kom upp á sunnudag, er skipið var statt út af Græn- landi. Eldsupptök voru ekki kunn í gærkvöldi. Hvarflað hefur að skipveijum hvort um skemmdarverk kunni að vera að ræða, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bentu fyrstu rannsóknir til að eldurinn hafi kviknað út frá geymasambönd- ~^tim. Rannsóknarlögreglan tók í gærkvöldi bifreið þá sem eldurinn kom upp í til sérstakrar rannsóknar. heldur til SH og er ráðamönnum fyrirtækjanna ekki ljóst hvemig sá kvittur komst á kreik. HinS vegar voru öryggisráðstafanir við verk- smiðjur Coldwater og Iceland Seafood, dótturfyrirtækis Sam- bandsins, auknar eftir að hvalbát- unum var sökkt í Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt sömu heimildum benti fyrsta skoðun RLR til að eldur hefði kviknað út frá geymasambandi í notaðri bifreið sem um borð var. Helgi Guðjónsson, skipstjóri á Hofsjökli, staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að grunur skipveija beindist að því hvort hugsanlega gæti hafa verið um skemmdarverk að ræða. Hann sagði að skipveijum hefðu borizt til eyma fréttir um að annað hvort kynnu að verða unnar skemmdir á fískréttaverksmiðju Coldwater í Everett í Bandaríkjun- um eða skipinu. Hafnarsvæðið hefði því verið vaktað, en ekkert hefði gerzt ytra. Hins vegar hefði snögg- lega komið upp eldur í skipinu eftir þijá daga í hafi. Hofsjökull er gerður út af Jöklum hf., sem að stærstum hluta er í eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Samkvæmt upplýsingum SH í gær- kvöldi hefur engin hótun borizt til Goldwater í Bandaríkjunum né Ekki er vitað hvenær eldurinn kom upp í einni af lestum skipsins en hans varð vart á sunnudag, er skipveijar sáu reyk liðast upp úr öftustu lestinni. Hún var þegar opn- uð og kom þá í ljós að talsverður eldur og mikill reykur var í lest- inni. Skipveijar brugðust skjótt við HofsjökuII í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Morgunblaðið/Jú!iu8 og slökktu eldinn fljótlega aðallega með sjódælum og komust niður í lestina með því að nota reykköfun- artæki. Á millidekki í lestinni voru þijár bifreiðar, einn snjóbíll og físk- verkunarvél og skemmdust þessi tæki nokkuð. Ennfremur urðu tals- verðar skemmdir á klæðningu í lestinni. Amar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, varðist í gærkvöldi allra frétta af gangi mála, en sagði, að rannsóknarlögreglan hefði verið beðin um það af sjórétti að rann- saka upptök eldsins. Þar yrði gerð grein fyrir niðurstöðum. Sjóréttur verður í Hafnarfírði síðdegis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.