Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
Hugleiðingar um
framtíð sjávarútvegs
eftirBjörn
Dagbjartsson
Það finnst líklega mörgum æði
mikið í ráðist að ætla að gera þess-
um mikla málaflokki einhver skil í
stuttri grein. Eg verð því að fara
heldur fljótt yfír flesta þætti.
Til að bytja á byijuninni, auðlind-
inni, fískstofnunum, þá stefnum við
í enn eitt metaflaárið 1986. Stór-
felldur vöxtur rækjuveiðanna ræður
mestu um verðmætaaukninguna en
loðnan í fyrravetur eykur magnið.
Samkvæmt mati fískifræðinga og
reyndar margra fleiri erum við nú
nálægt hámarki afrakstursgetu
allra fískstofna og sums staðar
komnir fram yfír það. Við ættum
að vita það af reynslu, jafnvel þótt
enginn fískifræðingur væri til, að
þorskafli yfir 400 þús. tonn kemur
fram í aflasamdrætti síðar. Minnk-
andi afli af grálúðu og karfa á
sóknareiningu í ár og undanfarin
ár er a.m.k. vísbending um ofveiði
og jafnvel skarkolinn er nú líklega
fullnýttur. Við skulum því ekki gera
ráð fyrir neinni aflaaukningu,
hvorki í lengd né bráð, í mesta lagi
„ Við ættum að vita það
af reynslu, jafnvel þótt
enginn f iskifræðingur
væri til, að þorskaf li
yf ir 400 þús. tonn kem-
ur fram í aflasamdrætti
síðar.“
svipuðum afla en setja stórt spurn-
ingamerki við rækjuaflann.
Við höfum líka séð að flotinn
okkar hefur ekki verið í neinum
vandræðum með að ná í þennan
afla. Þvert á móti hafa skipin mörg
hver ekki haft nóg að gera allt árið.
Það sýnir aftur að fískiskipastóllinn
er meira en nógu stór. Það má
liggja á milli hluta hversu mörgum
skipum er ofaukið en það væri al-
gert glapræði að láta hann stækka
meira en orðið er. Viss endumýjun
er nauðsynleg og hún er hafín, en
það verður að gerast þannig að ný
skip veiði ekki meira en eldri sem
þá hverfa og alls ekki að nýju skip-
Björn Dagbjartsson
I. grein
in fái aukinn skerf úr sameiginleg-
um kvóta.
Fiskveiðistefnan
Þetta leiðir auðvitað talið að físk-
veiðistefnunni. Það er nú óþarfí að
rifja upp allt sem á hefur gengið í
sambandi við kvótakerfíð svokall-
aða. Allir vita að það hefur verið
samþykkt sem skömmtunaraðferð
á fískafla þijú undanfarin ár af
yfírgnæfandi meirihluta þeirra sem
að fískveiðum starfa og af Alþingi;
fyrsta árið með naumum meirihluta
en sl. haust með miklu meiri mun
og þá til 2ja ára.
Allir viðurkenna að það þarf
veiðitakmarkanir og óheft veiði á
t.d. þorski mundi fljótt leiða til
ófamaðar. Allar skömmtunarað-
gerðir em óvinsælar og umdeildar,
en þessi aðferð, að skipta afla á
skip, er sú sem flestar þjóðir
hafa tekið upp í eigin landhelgi.
Hér hefur það verið gert samkvæmt
frammistöðu fyrri ára, en það var
talið fyrst í stað skárra en að allir
bátar af sömu stærð fengju sama
kvóta. Greinilega er þróunin þó í
átt til útjöfnunnar með sóknar-
markinu. Andstæðingar kvótakerf-
isins, en þá er einkum að finna
milli Öndverðamess og Hombjargs,
hafa trú á því að óbeinar skömmt-
unaraðgerðir, svo sem lögbundin
veiðistopp og svæðalokanir, dugi.
Engin önnur fiskveiðiþjóð í
heimi, a.m.k. ekki í V-Evrópu og
N-Ameríku, telur þeim aðferðum
treystandi. Reynslan sýnir okkur
líka að svo er ekki og einungis
fáeinir útvegsmenn og sjómenn
vilja hverfa aftur til skrapdaga-
kerfisins.
Það má sleppa því hér að fara
nánar út í kosti og galla kvótakerf-
isins. Eitt er víst að það verður
tekist á um það næsta haust einu
sinni enn. En afkoma útgerðar er
góð um þessar mundir hjá flestum
skipaflokkum þó að einstök mjög
skuldug skip séu enn til. Að ein-
hveiju leyti stafar þetta af því að
menn hafa notfært sér kosti kvóta-
kerfisins, jafnvel hálfþartinn neyðst
til þess eins og að hefla rækjuveið-
ar, sem vom ævintýralega arðbærar
sl. sumar. Lækkun á olíuverði og
hátt verð á ferskum físki ásamt
verðbólguhjöðnun hafa þó sennilega
ráðið mestu um góðæri í útgerð.
Ég vil vekja sérstaka athygli á þvl
hvað verðbólguhjöðnun og vaxta-
lækkun hafa mikið að segja fyrir
afkomu útgerðar og sjómanna
lika eins og þjóðarinnar allrar.
Nú vil ég bara vara útvegsmenn
við því að fjárfesta um of í bjart-
sýni augnabliksins, því það munu
koma magrari ár en þetta.
Skip hafa gengið kaupum og
sölum að undanfömu á talsvert
hærra verði en raunhæfu mats-
virði. Það er gott að gera út um
þessar mundir, en auðvitað er verið
að selja veiðiréttinn, kvótann, með
skipum þessum. Þó er það gjaman
svo að þeir sem hæst hafa boðið
hyggja gott til glóðarinnar með
rækjuveiðar eða frystingu á sjó.
Sigursveitin með Flugleiðabikarinn. Frá vinstri eru Arinbjörn Gunn-
arsson, Þröstur Þórhallson og Davíð Ólafsson.
Flugleiðaskákmótið:
Ríkisspítalarnir
urðu hlutskarpastir
SVEIT Ríkisspítalanna vann
Flugleiðaskákmótið sem fór
fram í 9. sinn um síðustu helgi.
24 þriggja manna sveitir tóku
þátt í mótinu og tefldu einfalda
umferð, og var 15 mínútna um-
hugsunartími á skák. Sigursveit-
ina skipuðu Þröstur Þórhallsson,
Davíð Olafsson og Hannes Hlífar
Stefánsson.
Sveit Ríkispítalanna hlaut alls
52,5 vinninga en sveit Flugleiða,
sem kom næst, endaði með 51 vinn-
ing. í þriðja sæti varð sveit Háskóla
íslands, með 50,5 vinninga, og í
4.-5. sæti urðu sveitir Búnaðar-
banka íslands og Skákfélags
Akureyrar. í sveit Flugleiða tefldu
Elvar Guðmundsson, Róbert Harð-
arson og Arinbjöm Gunnarsson, en
í sveit Háskólans tefldu Jóhannes
Gísli Jónsson, Jón Friðjónsson og
Jón Þ. Þór.
Bestum árangri á einstökum
borðum náðu Bjöm Þorsteinsson á
1. borði, 19 vinningum, Jón Þ. Við-
arsson á 2. borði, 19,5 vinningum,
og Hannes Hlífar Stefánsson á
þriðja borði, 19,5 vinningum.
Mótið fór fram í Kristalssal Hót-
els Loftleiða og skákstjóri var
Guðmundur Amlaugsson.
Fjöldi áhorfenda fylgdist með Flugleiðaskákmótinu sem fór fram
um síðustu helgi.
Steinar h.f
Fjórar nýjar hljómplötur
á markaðinn fyrir jólin
Leikaramir Örn Áraason, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigur-
jónsson bregða á leik á plötunni „Sama og þegið“.
STEINAR H.F. gefa út fjórar
nýjar íslenskar hljómplötur
fyrir jólin. Þær eru „Jól alla
daga“, með sjö þekktum söngv-
urura, grínplatan „Sama og
þegið“ með leikurunum Sigurði
Siguijónssyni, Erni Araasyni
og Karli Ágústi Úlfssyni, fjög-
urra laga plata, „Ljónaskógar"
með hljómsveitinni Rauðir flet-
ir og platan „No Limits“ með
Mezzoforte.
Jólaplatan „Jól alla daga“ inni-
heldur 10 jólalög sem flutt em
Eiríkur Hauksson syngur tiltil-
lag jólaplötunnar „Jól alla
daga“ og nýtur þar aðstoðar 9
ára nemenda sinna.
af sjö þekktum söngvumm, þeim
Eiríki Haukssyni, Emu Gunnars-
dóttur, Helgu Möller, Ladda,
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Eyjólfí
Kristjánssyni og Jóhönnu Linnet.
Átta laganna em erlend jólalög
sem notið hafa vinsælda erlendis
undanfarin jól, en hafa ekki kom-
ið út áður með íslenskum textum.
Tvö laganna em ný, samin sér-
staklega fyrir þessa plötui Annað
var samið af George Hargreaves,
sem m.a. samdi lög fyrir söng-
konuna Sinittu. Hitt er eftir
Gunnar Þórðarson, en hann sá
jafnframt um upptökustjóm og
útsetningar.
Hinir landskunnu gamanleikar-
ar Sigurður Sigurjónsson, Öm
Ámason og Karl Agúst Úlfsson
bregða fyrir sig léttu gríni á plöt-
unni „Sama og þegið". Á plötunni
spauga þeir og grínast í 50 mínút-
ur samfleytt og taka lagið, m.a.
í lögunum „Hjálpartækjabankinn,
Suðurlandeyjablús, Stoppistöðv-
arbúgí" og fleiri Iögum. Með
hverri plötu og hljóðsnældu fylgir
sérstakt grínleyfí undirritað af
þeim félögum. Sérstakur tónlist-
arráðunautur þeirra og undirleik-
ari á plötunni er Jon Kjell
Seljeseth.
Hljómsveitin Rauðir fletir send-
ir frá sér fmmsmíð sína á hljóm-
plötunni „Ljónaskógar". Þeir
flytja fjögur framsamin lög, en í
fréttatilkynningu frá Steinum h.f.
er þess getið að Bubbi Morthens
telji Rauða fleti efnilegustu hljóm-
sveit landsins um þessar mundir.
Hljómplatan „No Limits" kom
út hér á landi fyrir nokkm og
hefur hlotið ágætar viðtöku hér
heima. Platan hefur einnig verið
gefín út í nokkram löndum Evr-
ópu og selst mjög vel. Hefur hún
hlotið mikið lof gagnrýnenda ytra
að því er segir í fréttatilkynningu
Steina h.f. Mezzoforte hefur að
undanfömu verið á hljómleika-
ferðalagi erlendis og hefur verið
uppselt á nánast alla tónleika
hljómsveitarinnar.