Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 63 Þessir hringdu . . . Góð þjónusta í „Bókinni" Eyjólfur hringdi og vildi koma á framfæri kæru þakklæti til af- greiðslumanna fornbókaverslun- arinnar „Bókarinnar". Hvar var Borg- arbær? Gamall Reykvíkingur vill beina þeirri spurningu til fróðra manna hvort þeir viti hvar Borg- arabær var í Reykjavík? Og þá í framhaldi af því hver Borgarabæj- arsystkin voru? Skrifið nú í Velvakanda, eða hringið, ef þið vitið svörin. Ljóðakvöldið frábært Sesselja Guðmundsdóttir hringdi: Miðvikudaginn 26. nóvember fór ég á ljóðakvöld í A. Hansen í Hafnarfirði. Þakka ég öllum þeim er stóðu að sýningunni fyrir frá- bæra kvöldstund. Leifélag Hafnarfjarðar sá um ljóðakvöldið og var stefíð ástin í öllum sínum myndum. Tóku leikendur fyrir ástarmál, alvöruþrungin og gam- ansöm, allt frá tímum Eddukvæða til dagsins í dag. Bestru þakkir Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir mjög góða frammistöðu og sér- stakar þakkir fær sögumaður kvöldsins fyrir skemmtilega fram- komu. Eru þeir alveg stikkfríir? Hneykslaður Reykvíkingur hafði samband: í tilefni af árás ungmenna á lögregluna nýlega langar mig til að spyija hvort þessir unglingar geti alltaf skákað í því skjólinu að þeir séu undir lögaldri? Verður ekki að láta unglingana sæta ein- hverri ábyrgð jafnvel þó aldurinn sé ekki hár? Það sér hver maður að það má ekki ala ungdóminn upp í þeirri fírru að þeir séu frið- helgir og því engum manni heimilt að láta hart mæta hörðu sem verð- ur fyrir árás þeirra. Ætlar lög- reglustjórinn að gera eitthvað í þessu máii? Mikið yrði snáð- inn feginn ef hann fengi hjálminn aftur Móðir hringdi: Síðastliðinn vetur safnaði sjö ára strákur í marga mánuði til að geta keypt sér hjálm. Kátur mjög hjólaði hann svo í sumar með hvíta BMX-hjálminn sinn. En eitt sinn gleymdist hjálmurinn við húsdyr í austurbæ Kópavogs og þar hirti einhver þennan dýr- grip hans. Mikil var sorgin. Þegar ég nú les bréf frá vænu fólki, sem lætur vita um óskila- muni hér í Velvakanda, vaknaði von um að einhver vissi nú um hjálminn þó langt sé um liðið, en hann hvarf síðast í ágúst. Að minnsta kosti held ég að foreldrar hljóti að taka eftir því ef bamið þess birtist með stóran hjálm. Gripurinn var semsagt hvítur BMX, með deri og munnhlíf, sem losa má af, og merktur innan við fóðrið. Mikið yrði snáðinn glaður ef hann fengi nú hjálminn sinn aft- ur. Síminn er 41039. Alltgerttilað koma starfsfólki ekki á óvart Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra Samvinnufé- laga, hafði samband við Velvak- anda vegna fyrirspurnar frá „starfsmanni" síðastliðinn laugar- dag. Hann kvaðst vona að ummæli í fréttaviðtali hefðu ekki valdið óþarfa áhyggjum starfsmanna. Nokkrir erfíðleikar hefðu verið í rekstri fyrirtækja á vegum versl- unardeildar Sambandsins, og þar sem þeir væru mestir, hefði ástand og horfur verið ræddar við starfsmenn. Guðjón sagði hins vegar að menn yrðu að horfast í augu við það að þar sem ekki tækist að snúa við hallarekstri yrði að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Allt yrði gert til þess að tryggja að þær kæmu starfsfólki ekki á óvart. Þar er jóla- stemmningin Fullorðin kona hringdi og vildi vekja athygli borgarbúa á versl- uninni „Jólabúðinni" við Grettis- götu. Hún sagði þar jólaandann svifa yfír viðskiptavinum, jóla- skreytingar væru fallegar, vörur margar ódýrar og afgreiðslufólkið vinalegt og hjálpfúst. Hvar fæst „Há- tíðni-Högni“? H hringdi og spurði eftir „Há- tíðni-Högna", sem er víst tæki til að fæia mýs. Ef þú verslar með slík tæki láttu þá Velvakanda vita. Prófkj ör sraunir Ágæti Velvakandi Það er skrýtin tík, þessi pólítík, sagði karlinn forðum og þótti góður af. Mér duttu þessi sannindi í hug, eftir að hafa fylgst með prófkjörs- raunum flokkanna víðast hvar. Sannast þar hið fomkveðna, því eins og Grímur Thomsen kvað: „í bróðemi vegur þar hver annan." Svona er nú lífíð skrýtið. Það glottir sennilega margur baráttu- jaxlinn og byltir sér í gröfínni þegar hann horfír á þessi bræðrarvíg próf- kjöranna. í þessi tilefni kom heilag- ur andi yfír mig og þessi vísa varð til: Prófkjör! Af Norðurlandi er nóg að frétta nú er komin framboðsspretta. Þingmenn iðka þrætulist! Sumir þutu í hitt og þetta en því miður urðu að detta. Framsóknar í frægri vist! Þótt ég ljóði upp á Norðurlandið og vissan flokk, þá virðist mér það sama gilda um land allt og um flesta flokka. Er nú ekki stefnt í óefni, þegar slagkraftur fiokkanna fer að mestu í innanflokkseijur. f pólitíkinni hér forðum urðu átökin mest og stóryrðin stærst á milli fíokka í sjálfum alþingiskosningun- um. Nú er þessu öfugt farið, því að stærstu átökin eru í hinum illvígu prófkjörum. Þar treður hver skóinn af öðrum og þykja þeir kannski mestir af sjálfum, er iðka orð- hengilshátt og gerast hælbítar. í framhaldi af þessu kom andinn aftur yfír mig og þessi vísa varð til: Sök! Oftast er það segin saga um sekan mann. Að vilja sífellt naga og naga í náungann. Segja aldrei orð til sátta í sektarbrag. Verða alltaf utangátta i orðaslag. Svo mörg voru þau orð, en ein spuming er þó eftir. Hvað kostar þetta brambolt? Menn þeytast um fold og hjam. Fjölmiðlar em stútfullir af auglýs- ing^urn og slagorðum. Heill her af stuðningsmönnum lyðst fram á rit- völlinn og hvimleiður símakliður er um allt land. Ágæti og mannkostir frambjðenda em tíundaðir á þann hátt að slíkt mannval hefur sjaldan sést. Og allt dagar þetta svo uppi Grimur Thomsen í eigin hjómi og það fyrir Iítið. Þeg- ar allt kemur til alls, var þá ekki betur heima setið? Ég spyr, en fæ lítil svör. Ólafur Þór Ragnarsson „í bróðerni vegur þar hver ann- an“, kvað Grimur Thomsen. Aths. ritstj. í dálkum Velvakanda í gær var • sagt frá hringingu frá aðila, sem ekki vildi láta nafn sitt koma fram í blaðinu, en taldi, að ritstjóri Helgarpóstsins ætti að víkja vegna upplýsinga, sem fram hefðu komið um viðskipti hans við Haf- skip hf. í Morgunblaðinu í fyrradag birtist hins vegar grein eftir Ing- ólf Margeirsson, ritstjóra Helgar- póstsins, þar sem hann leggur fram kvittanir til að sýna, að hann hefði greitt flutningsgjöld á búi sínu til íslands. Dálkur Velvakanda er unninn með nokkmm fyrirvara, þannig að umrædd klausa var frágengin til birtingar áður en grein Ingólfs Margeirssonar birtist í blaðinu. Það vom að sjálfsögðu mistök ritstjómar Morgunblaðsins, að stöðva ekki birtingu umræddrar klausu, eftir að grein ritstjóra Helgarpóstsins var komin í blað- inu. Morgunblaðið biður Ingólf Margeirsson afsökunar á þessum mistökum. RYMINGARSALA Vegna uppsetningar á nýjum sýningarinn- réttingum seljast núverandi sýningareldhús og baðinnréttingar með góðum afslætti. Innhverf íhugun • Einföld, huglæg tækni sem er iðkuð 20 mín. kvölds og morgna. • Myndar einstakt hvíldarástand í líkamanum sem losar um djúp- stæða streitu og endurnærir taugakerfið. • Eykurorkuogalmennavellíðan. • Stuðlar að alhliða vitundar- þroska. Almennur kynningarfyrir- lestur verður haldinn í kvöld, 4. desember kl. 20.30 í aðalbyggingu Há- skóla íslands, stofu 7 (2. hæð). Maharishi Mahesn Yogi Alþjóða íhugunarfólagið sfmi 28791. Gullermahnappar og bindisnælur fyrir herrann Gull og démantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður. Aðalstræti 7, sími 11290.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.