Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 44
44 EINSTOK ORMSSONHF LÁCMÚIA 9 SÍMI 38820 /Á 1 1 MÖRGUNÖtÍAÐÍt), FÍÍÍIiítUD'AGtíR l DgSÉMfiER 1986 UM GÓÐAN ÁRANGUR ER-7700 glæsilegur heimilisofn. Hvítur og brúnn. Kr. 23.655.- stgr. ER-5710gullfallegur heimilis- ofn. Hvítur. Tölvuklukka. Kr. 16.900.- stgr. ER-5210. fyrir (Ekki snúningsd Kr. 12.900.- stgr. TOSHIBA ÖRBYLGJl OFNARNIR gefa þér stórkostlega mögulega. Landsþekkt þjónusta: Námskeið, uppskriftir, leiðbeiningarog mat- reiðsluklúbbur. VIÐ, ÞÁ KEMSTU \UN UM AF HVERJU OFNARNIR 'NA VINSÆLIR. ARESTVEIT i. CO HF. )ASIRAII I0A - SIM| «6995 Ríkisskóli, einkaskóli Athugasemdir við könnun dr. Braga Jósepssonar eftir Wolfgang Edelstein Forvitnileg fyrirsögn á bls. 2 í Mbl. 21. nóv. sl. vekur athygli lesenda sem áhuga hafa á skólamál- um: „Einkaskólar betri en rikis- skólar að mati foreldra." Skyldi fræðsluráð hafa látið gera rannsókn á gengi óskabams síns, Tjamar- skólans? Lesi menn greinina kemur í ljós að ýmislegt er missagt í þess- ari stuttu fyrirsögn. Könnun dr. Braga Jósepssonar, sem sagt er frá í greininni tók aðeins til eins skóla úr flokki einkaskóla (í fleirtölu). Það er ísaksskóli, eins og raunar kemur fram í lok greinarinnar — eftir liðlega þijá hálfdálka. Og for- eldrar lögðu ekki mat á það hvort sé betra, einkaskóli eða ríkisskóli, heldur svömðu spumingum um mat sitt á aðstæðum, námi og námsár- angri í skólanum sem 7 ára böm þeirra sækja. Greinin hefði því með réttu mátt bera fyrirsögnina: Isaks- skóli kemur betur út en aðrir skólar í Reykjavík í könnun á viðhorfum foreldra til ýmissa þátta skólastarfs. Þetta hefði kannski ekki þótt nýnæmi, því öll- um sem þekkja til skóla í Reykjavík er vel kunnugt um að ísaksskóli er gróinn skóli sem einkennist af góðum anda enda byggir hann á uppeldislegu nýbreytnistarfi ísaks heitins Jónssonar. Nýbreytniskólar verða að byggja gengi sitt á traustu foreldrasamstafi til að veita skólan- um aðhald og brautargengi. Þetta hefur Isaksskóla tekist afar vel um margra áratuga skeið, því að ný- breytni upphafsins er löngu orðin rótgróin hefð í skólanum. Og því hugsa fæstir um einkaskóla þegar þeir minnast ísaksskólans, heldur um virtan, virkan og gróinn skóla í Reykjavík. Könnun könnuð Þó að síst komi á óvart að saman- burður milli skóla í Reykjavík sé þessum uppeldisvirka skóla í vil, er vert að staldra við og skoða könnun dr. Braga nokkuð nánar. Fyrst er áberandi hversu jákvæð svör for- eldra em þegar á heildina er litið. Oft er munur milli skólagerða lítill, þó hann kunni að verða marktækur tölfræðilega. En eins og Lee Cron- bach hefur bent á er ekki allt merkilegt (relevant) sem er mark- tækt (significant). Munur sem nemur einu greindarstigi á greind- arprófi, eða einum fjórða eða tíunda úr einkunn getur verið marktækur ef fjöldinn í úrtakinu er nægilega stór og skiptist heppilega. En hvort þessi munur hafí einhveija þýðingu í raun ræðst af öðru. En látum svo vera að sinni og snúum okkur að skýrslunni í einstökum atriðum. Niðurstöður um skólana — súlnarit og tíðnitöflur — skiptast í átta kafla: I. Miðlun upplýsinga; II. sam- skipti foreldra og kennara; III. hin uppeldislega hlið skólastarfsins (þ.e. tillit skólanna til þroska nem- enda); IV. hin félagslega hlið skólastarfsins; V. skipulag og fram- kvæmd kennslunnar; VI. kennsla og námsárangur bama; VII. heim- anám bama; VIII. sjálfstæð vinnu- brögð skólabama. Þessum köflum fylgir kafli um áhrif félagslegra og annarra þátta á niðurstöður for- eldrakönnunar, sem kemur meira við sögu hér á eftir. Síðast dregur höfundur saman niðurstöður í kafla X. Víða er munur milli skólategunda lítill. Mest sker ísaksskóli sig úr í þrem flokkum spuminga: Tillit til þroska (III), skipulag kennslunnar (V) og námsárangur (VI). Þá at- hugasemd verður að gera að við vitum ekki, hveiju foreldrar vom að svara. Gagnstætt venju fylgir sjiurningaskráin ekki skýrslunni. Oneitanlega vekja spumingar um heimanám, námsárangur og sjálf- stæð vinnubrögð 7 ára nemenda (svo eitthvað sé nefnt) ýmsar efa- semdir. Hætt er við að foreldrar leggi ekki allir sama skilning í þessi orð. Það getur farið eftir hefðum hvers skóla, hvaða væntingar for- eldrar ala með sér og hvaða skilning þeir leggja í orðin. Samskipti við skólann, foreldrasamstarfíð getur ráðið miklu um mótun viðhorfa. Og þar sem ekki er um könnun á raun- verulegu námi og skólastarfí að ræða, heldur um viðhorf foreldra gagnvart þeim, skiptir sá skilningur sem foreldrar leggja í spumingam- ar megin máli fyrir útkomuna. En: Engar upplýsingar fylgja skýrsl- unni um gildi og áreiðanleika spuminganna — þó að þessar kenni- stærðir séu forsendur þess að hægt sé að treysta niðurstöðum og túlka þær. Hins vegar er foreldrum í aðal- atriðum ætlað að gefa afdráttarlaus svör — já eða nei — sem ekki leyfa að beita varfæmislegum og um leið markvissari úrvinnsluaðferðum. (Ég kem að því síðar). Annað dæmi: Isaksskóli hefur rækt samskipti sín við 7 ára nemendur sína helmingi lengur en flestir aðrir skólar — tvö forskólaár. Það hlýtur að hafa af- gerandi áhrif á þessa þætti, og það því fremur sem foreldrar hvað- anæva að úr borginni hafa sjálfir leitað eftir skólavist fyrir böm sín í skólanum, en aðrir skólar eru hverfísskólar sem foreldrar leita til nauðugir viljugir. Höfundur tekur hins vegar ekki tillit til þess hve lengi börnin hafa dvalist í skóla og hve mikil hefð er komin á sam- skipti foreldra við hann. Samt er líklegt að svör verði eindregnast jákvæð að öðm jöfnu þar sem skóla- vist er lengst og kynnin af skólanum nánust. Að þessu leyti em skólarn- ir ósambærilegir og kastar það auðvitað löngum skugga á allar ályktanir. Þá er og eftirtektarvert, að mun á námsárangrl milli skóla (töflur í kafla VI sem nær yfir 13 af 49 súlnaritum skýrslunnar) er frekar hægt að rekja til opnu skólanna, sem fá tiltölulega fleiri neikvæð svör frá foreldmm en hinir. Hefði höfundur reynt að prófa þennan mun tölfræðilega, hefðu líklega all- Iðnaðarmenn — verslunareigendur Fjármálaráðgjöf aðstoðar einstaklinga, sem eru með sjálf- stæðan rekstur við fjármálastjórn s.s., bókhald, áætlana- gerð, kostnaðarútreikninga o.fl. Áramótin nálgast. Losið ykkur við óreiðuna og byrjið nýtt ár á skipulegan hátt. Hafið samband f síma 91-622211 kl. 15.00-18.00. FJÁRMÁLARÁÐGJÖF, Grundarstíg 2. ir hefðbundnu skólamir (að Isaks- skóla meðtöldum) myndað einn flokk og opnu skólamir annan. Það er athyglisvert út af fyrir sig en það styður auðvitað ekki staðhæf- inguna um ágæti einkaskóla í samanburði við ríkisskóla. En auðvitað ætti slík niðurstaða að vekja athygli rannsóknarmanns- ins. Ef taka á mark á því að neikvæð (eða þá jákvæð) svör falli öðm jöfnu frekar í einn flokk en annan, verður að vera hægt að treysta því, hvort vel hafi tekist til að heimta óbrengl- ..-•if.. 23 að, þ.e. sambærilegt, úrtak svar- enda. Og þá rekur lesandi augun í það að hlutfall heimtra svara í opnu skólunum er töluvert lægra-' en í „einkaskólanum" — u.þ.b.68% á móti 87%. Hvað veldur þessu mikla brottfalli? Þar sem foreldrar mega almennt teljast jákvæðir í garð skól- anna í mati sínu og marktækur munur ísaksskóla í vil merkir frek- ar að þeir meta hann enn meira en foreldrar meta aðra skóla, kynnu menn að forvitnast um það hvort gagnrýnir foreldrar í opnu skólun- um hafí notað tækifærið til að koma óánægju sinni til skila, en ánægð- ari foreldrar frekar látið undir höfuð leggjast að svara. Höfðu opnu skól- amir minni aga á heimtum svar- anna frá heimilunum? Um þetta vitum við ekkert, en við verðum að gera ráð fyrir því að heimtumar hafí haft áhrif á útkomuna. Brott- fallið getur skekkt gildi niðurstaðn- anna og leitt til rangrar túlkunar. Þegar nánar er að gáð geta 5—15 neikvæð atkvæði riðið baggamun- inn um það hvort tafla verður marktæk „einkaskólanum" í vil. Höfundur hefur engan fyrirvara um þetta, því miður. Ahrif félagslegra aðstæðna I grein Morgunblaðsins segir: „Bragi kannaði einnig hvort munur væri á félagslegum aðstæðum for- eldra bama í einkaskólanum og í öðmm skólum og kom í ljós að enginn marktækur munur er á þess- um aðstæðum." Þetta væri merki- leg frétt út af fyrir sig: Ef ísaksskóli er einkaskóli á annað borð, hljóta menn að búast við einhveijum fé- lagslegum mun milli þeirra sem sækja hann að yfirlögðu ráði og hinna sem senda bömin sín í næsta hverfísskóla af því að þeir vilja ekki, vita ekki eða geta ekki ann- að. En meginspurningin er hér: Hefur höfundur gætt þess, hvort umræddar breytur hafí ekki áhrif á útkomuna, sem höfundur rekur til gæða einkaskólans eða hvort þær geti ekki alfarið skýrt útkomuna? Lítum til dæmis á upplýsingamar sem dr. Bragi veitir okkur um fjöl- skyldugerð og stéttarstöðu foreldra í safni sínu. Fyrst kemur fram að einstæðir foreldrar (47 af 370 alls) kveðast verr upplýstir (tafla V, 1); þeir telji að böm þeirra sýni lélegri námsárangur (V, 2) og leggi minna kapp á heimanám (V, 3); þeir segjast auðvitað hafa minni tíma til að veita baminu aðstoð (V, 4); þeir halda því fram að þeir þekki námsefnið miður (V, 5); og að böm þeirra hafí minni áhuga á heima- vinnu fyrir skólann (V, 6). (Raunar megum við ekki túlka svörin á þenn- an veg. Foreldrar urðu í aðalatrið- um að svara játandi eða neitandi. Þetta veldur því að ekki er hægt að beita varfæmislegri og um leið markvissari úrvinnsluaðferðum í stað töflugreiningar, eins og hægt hefði verið að gera ef leitað hefði verið eftir svörum sem tilgreina stigsmun eða styrkleikamun. Töl- umar greina því ávallt tíðni nei- kvæðra eða jákvæðra svara: Hlutfallslega fleiri einstæðir for- eldrar kveðast illa upplýstir o.s. frv.). Alls staðar birtist mjög marktækur munur á svömm ein- stæðra foreldra og hinna. En auðvitað er mikill meiri hluti bama einstæðra foreldra í svonefndum ríkisskólum (er þeim dreift jafnt í þá?), en hlutfallslega færri (9,4% á móti 13,8%) em í „einkaskóla". Ef hlutfall einstæðra foreldra ætti að vera jafnt í báðum skólaflokkunum, þyrftu ísaksskóla að bætast 7 börn úr þessum hópi. Nú höfum við áður nefíit að 5—10 atkvæði geta riðið baggamuninn um það hvort tafla verður marktæk — „einkaskólan- um“ í vil. Svo að þessi litli munur á þátttöku einstæðra foreldra í ólík- um skólagerðum getur haft í för með sér, að útkoman verði betri fyrir ísaksskóla en ella væri. Aðeins tvær töflur (VIII, 1 og VIII, 2), báðar mjög marktækar, sýna áhrif stéttarstöðu á mat for- eldra. Önnur birtir mat foreldra á námsárangri bama í skóla. Hin sýnir þekkingu foreldra á námsefni að eigin mati. Hlutfallslegur fjöldi neikvæðra svara í „þriðja þjóðfé- i T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.