Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 62 fícn/nAim þér að við unnum í happdrætt- inu stórvinning í síðustu viku! Við ákváðum að fara hvort í sína áttina í sumarleyfið, ef það gæti hjálpað upp á samkomu- lagið. — En hann bara kom ekki aftur! Matur með sýklatyggiói í Ágæti Velvakandi. Eg má til með að koma hér lítilli sögu á framfæri, sögu sem átti sér stað og vekur hjá mér bæði undrun og reiði. Við fórum tvær vinkonumar í júlí sl. á Gauk á Stöng, Tryggvagötu 22, til að fá okkur léttan hádegis- verð. Það er kannski ekki í frásögur færandi, en ég pantaði mér súpudisk ásamt fleiru. Súpan smakkaðist jú ágætlega þar til að ég fékk heila fyggigúmmísslummu upp í mig og viti menn, það var heldur betur búið að japla á klessunni þeirri. Viti mínu §ær af skelfmgu og ógeði kallaði ég þjóninn og sagði honum tíðindin. Hann vildi nú meina að almenn tyggigúmmínotkun ætti sér ekki stað í eldhúsinu og þótti þetta í meira lagi dularfullt. Og sem hann mælti þetta af innilegri sannfæringu tuggði hann sjálfur sitt jórturleður í gríð og erg. Okkur fannst þetta svo broslegt að það steingleymdist að benda honum á þetta. Ég fékk inneignamótu en þar sem ég hafði ekki áhuga á að snæða þama aftur gleymdist þetta með tímanum. I október rekst ég síðan á nótuna. Þar sem vinkonan, sú er snæddi með mér tyggjódaginn góða eða öllu held- ur vonda, átti afmæli hugsaði ég mér nú gott til glóðarinnar að af- greiða þessa inneign með því að fara á Gaukinn og bjóða henni upp á rauðvínsflösku og hafa það nota- legt. Taldi ég að veitingahúsið slyppi þar ódýrt og þar með væri þetta tyggjómál úr sögunni. En þá hófust nú vandræðin fyrst fyrir alvöm: Þjónustufólkið tjáði okkur kurteislega að þau gætu ekki tekið ákvörðun um þetta fyrr en eig- andinn kæmi, en hann var væntan- legur á hverri mínútu og tókum við því að sjálfsögðu með jafnaðargeði. Ég var nú komin á staðinn til að bjóða afmælisbaminu upp á rauðvínsstaup svo ég keypti eina flösku, renndi í glösin og sátum við í huggulegheitum um hríð. Eigand- inn, Guðvarður Gíslason (veitinga- stjóri), mætti skömmu síðar og bar ég erindið upp við hann, rólega og háttvíslega eins og vera ber. Hann hlýddi á frásögn mína með augljós- um vantrúarsvip og kvaðst þess fullviss að svona nokkuð gæti alls ekki hafa komið fyrir og þegar ég spurði hann hvort hann væri virki- lega að rengja mig um sannleiksgildi orða minn a rauk hann orðalaust frá borðinu. Ég sætti mig alls ekki við þessi málalok og tók hann því tali aftur, sagðist vilja ræða málið nán- ar, þar sem ég hefði ekki fengið viðunandi svör. Guðvarður hélt því þá fram fullum fetum að þjónninn, sem svo skemmtilega japlaði á tyggjóinu sínu fáum mánuðum áður, notaði aldrei tyggjó og hefði aldrei gert því að hann væri með svo skemmdar tennur! Benti hann okkur svo elskulega á, að þar sem við værum búnar að drekka sitthvort staupið af rauðvíni værum við óvið- ræðuhæfar sökum drykkju og tókst að gefa þessa stórfenglegu yfirlýs- ingu sína á fádæma ósvífinn hátt. Lauk hann svo máli sínu á því að ef ég vildi taka út veitingar á nót- una skyldi ég hringja daginn áður og tilkynna komu mína daginn eftir í mat. Það stoðaði lítt að segja hon- um að ég hefði ekki lyst á mat þama og með það rauk hann aftur burt og sendi mér langt nef. Á þessu stigi málsins var farið að íjúka í mig. Ef maðurinn hefði aðeins sagt mér kurteislega í bytjun að þeir afgreiddu aðeins mat, en ekki áfengi, eftir inneignamótum, í stað þess að koma fram af fullkom- inni ósvífni, rengja mig og vinkonu mína um sannleiksgildi orða okkar (og kalla okkur þar með lygara) og síðast en ekki síst að gefa í skyn að eftir sitthvort rauðvínsglasið vær- um við svo ölvaðar að ekki væri hægt að ræða við okkur af skynsemi. Guðvarður Gíslason ætti að vita það fullvel að hann er í þjónustuhlut- verki, hann ætti að gera sér far um að vera liðlegur við fólk sem kemur fram við hann af fýllstu kurteisi í stað þess að haga sér sem mdda- menni sem hann óneitanlega gerði þetta kvöld. Ég hef kynnst afburða- góðri þjónustu á mörgum reykvísk- um veitingastöðum og einnig á Gauk á Stöng, en þetta dæmi tel ég ljótan blett á veitingahúsinu. Og lesendur góðir, haldið þið að þó ég hafi kvart- að yfir tyggjóinu í súpunni minni hafí afgangnum af þessari „tyggjó- sýklasúpu" verið fleygt? Hrædd er ég um að svo hafi ekki verið. Ég ætti kannski að mæta þama í ein- hveiju hádeginu og fá mér forrétt, aukarétt, aðalrétt, aukarétt, eftirrétt og tvo aukarétti plús vatnsglas allt út á þessa aumlegu inneignarnótu til að gleðja þennan ágæta eiganda (veitingastjóra). Og lesendur enn spyr ég: Langar ykkur í mat með sýkla- tyggjói í, hvað þá svo mergjaða framkomu Guðvarðs Gíslasonar af því að þið voguðuð ykkur að fara fram á einfalda lausn á leiðinlega, hvimleiðu atviki. E.L. iGuðmundur J. Guðmundsson, formaður |Verk»manna.<iambandsins og Dagsbrúnar: ►agsbrún er ekkí að draga sig út úr samningaviðræðunumj I Ekki hægt að semja án Dagbrúnar segir Þórarinn V. Þórarinsson GUDMUNDUR i. G Guðtnundur ugði «ð afMaða þaflas VISA VIKUNNAR Hvað er nú með kapteininn, hví ber fleyið halla og rekur flóann út og inn undan straumi alla. Hákur Víkverji skrifar Sú stefna kínverskra ráða- manna að láta rekstur fyrirtækja bera sig og ýta und- ir einkaframtak í atvinnulífinu hefur ekki farið fram hjá nein- um. Nýlega var skýrt frá því, að í Sovétríkjunum væru stjórnendur einnig að átta sig á mikilvægi þess, að atvinnu- starfsemin skilaði hagnaði. Þar er einnig ætlunin að stíga örlítil skref í þá átt að heimila einstaklingum að njóta arðs af eigin vinnu. Gorbachev hef- ur hallmælt þeim skrifkerum, sem ráða ríkjum í áætlunar- nefnd ríkisins Gosplan. Hefur hann bent á, að enginn veiti þeim aðhald. Þeir fari sínu fram og njóti sín best, þegar leitað sé til þeirra um milljón rúblna fyrirgreiðslu eða þeir eru beðnir um að útvega 20 eða jafnvel 40.000 dráttarvél- ar. Sé það ætlun Gorbachevs að takmarka vald þeirra, sem stjóma framleiðslunni í Sov- étríkjunum, á hann eftir að komast að raun um, að það getur hann ekki án þeirrar samkeppni, sem markaðskerf- ið veitir. Víkverji fór að hugleiða þetta eftir að hafa lesið pistil í Tímanum síðastliðinn laugardag. Þar er ijallað um nýlegan fund SÍS með kaup- félagsstjórum. I frásögninni í Tímanum segir meðal annars: „Guðjón B. Ólafsson, hinn nýi forstjóri Sambandsins, flutti stutta en snaggaralega yfirlitsræðu á kaupfélags- stjórafundinum á laugardag- inn. Hann sagði þar að vandamál í rekstri kaupfélag- anna í dag væru mikil, en nú á dögum væri hins vegar að- eins ein leið til að bæta úr slíku, og hún fælist í því að vera með arðbæran rekstur. Hann kvaðst einnig myndu beita sér fyrir því að Samband- ið hjálpaði þeim kaupfélögum sem hjálpuðu sér sjálf í þeim efnum. Hér var vissulega ekki verið að skafa utan af hlutunum, en hitt er annað mál að líklega er ekki um annað ræða fyrir menn innan samvinnuhreyf- ingarinnar en að horfast í augu við það að hallarekstur gengur ekki nú á dögum.“ Síðan er minnt á það í Tímanum, að hinn nýi forstjóri SÍS komi „beint frá Banda- ríkjunum þar sem lífsmark fyrirtækja er dæmt á þann grjótharða mælikvarða hve há talan er sem myndar útkom- una neðst á rekstrarreikning- um.“ xxx að eru sem sé fleiri en ráðamenn í Kína og Sov- étríkjunum, sem eru að átta sig á því, að „hallarekstur gengur ekki nú á dögum". Hvenær hefur hann gengið? geta aðrir spurt. Það er furðulegt, hve þessi einfalda spurning hefur vafíst lengi fyrir mörgum. Um hana hefur verið deilt í stjórnmálum og menn hafa skipst í stjórn- málaflokka vegna svaranna við henni. Kenningarkerfi hafa smíðuð utan um þær hugsjón- ir, að unnt sé að halda uppi þjóðfélögum án þess að menn og fyrirtæki þeirra þurfi að standa á eigin fótum. Eru deil- ur um þetta að hverfa úr sögunni hér á landi eins og annars staðar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.