Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
49
Menntamálaráðuneytið:
Uthlutun styrkja úr Menn-
A _
ingarsjóði Islands og Finnlands
STJÓRN Menningarsjóðs íslands
og Finnlands kom saman til fundar
19. og 20. þ.m. í Helsingfors í Finn-
landi til að ákveða árlega úthlutun
styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrest-
ur var til 15. október sl. og bárust
alls 123 umsóknir, þar af 101 frá
Finnlandi og 22 frá Islandi. Úthlut-
að var samtals 105.000 finnskum
mörkum eða rúmlega 800 þúsund
krónum, og hlutu eftirtaldir um-
sækjendur styrki sem hér segir:
1. Ferðasjóðurjarð-oglandfræði-
nema í Háskóla íslands, 5.000
mörk, til náms- og rannsóknar-
ferðar til Finnlands.
2. Blásarasveit Tónlistarskólans á
Akureyri, 5.000 mörk, til
hljómleikaferðar til Finnlands.
3. Guðrún Bjartmarsdóttir, cand.
mag., 4.000 mörk, til að kynna
sér þjóðfræðirannsóknir í
Finnlandi.
4. Gunnar Salvarsson, skólastjóri,
5.000 mörk, til að kynna sér
gerð og notkun fréttaþátta fyr-
ir heymarlausa við útvarps-
stöðina í Rovaniemi í Finnlandi.
5. Marjatta Isberg, fil. maist.,
5.000 mörk, til Finnlandsfarar
vegna þýðingar og útgáfu bók-
ar á finnsku um islenska
þjóðhætti.
6. Sigurlaug Jóhannesdóttir, vef-
ari, 5.000 mörk, til að setja upp
einkasýningu í Helsingfors
haustið 1987.
7. Þorgeir Ólafsson, dagskrár-
Bókln
um
létt vín
gerðarmaður, 4.000 mörk,
ferðastyrkur til að kynna sér
gerð fraaðslu- og menningar-
þátta við sænskudeild Ríkisút-
varpsins í Helsingfors.
8. Messíana Tómasdóttir, lista-
maður, og Patrick Kosk, 5.000
mörk, til að undirbúa leikgerð
á verkinu „7 reflections“.
9. Félagsstofnun stúdenta við
Háskólann í Ábo, 3.000 mörk,
vegna þátttöku 2 íslenskra
myndlistarmanna í myndlistar-
sýningu með Boekie-Woekie-
lokknum.
10. Helsingin Juniorijouset
(strengjahljómsveit unglinga),
5.000 mörk, til að kaupa verk
til flutnings eftir Hafliða
Hallgrímsson
11. Mikko Perkoila, vísnasöngvari,
4.000 mörk, til hljómleikaferð-
ar til Islands.
12. Heikki Arppo og Maijatta Nu-
oreva, grafíklistamenn, 5.000
mörk, til að halda grafíksýn-
ingu á Islandi.
13. Sirkka Könönen, textíllista-
maður, 4.000 mörk, til að halda
sýningu á íslandi.
14. Olli Tamminen, lektor við List-
iðnaðarháskólann í Esbo, 4.000
rriörk, til að kynna sér nytjalist
á íslandi.
15. Tammerfors-háskóli, 5.000
mörk, til gestaleiksýningar á
Íslandi.
16. Lasse Hjelt, leikari, 3.000
mörk, til að vinna að gerð leik-
rits fyrir brúðuleikhús í sam-
vinnu við íslenska aðila.
17. Maj-Lis Holmberg, lektor,
5.000 mörk, til að vinna að
nýrri sýnisbók á sænsku um
íslenska nútímaljóðlist.
18. Dr. Pekka Lankinen, dr. Ja-
akko Lumme og Ari Riihimaa,
fíl. kand., 5.000 mörk, til rann-
sókna á bananaflugum (Dro-
sophila melanogaster) á
íslandi.
19. Pertti Hurme, fll. lic., 2.000
mörk, til hreinritunar og útgáfu
á ritgerð um framburð íslenskr-
ar tungu.
20. Caj Westerberg, rithöfundur,
5.000 mörk, til að dvelja um
skeið á Islandi og safna efni í
bók.
21. Eila Erkkila, ritstjóri,_ Öster-
myra, 4.000 mörk, til íslands-
ferðar til að kynna sér og skrifa
um íslenskan heimilisiðnað.
22. Suvi Ahola, ritstjóri, Helsing-
fors, 4.000 mörk, til íslands-
farar til að kynna sér íslenskar
nútímabókmenntir.
23. Lýðháskólinn í Austurbotni,
5.000 mörk, til íslandsfarar
nemenda til að kynnast æsku •
lýðsstarfi á ísiandi.
24. Juko Hemmi, ferðamálafulltrúi
í Rovaniemi, 4.000 mörk, til
að undirbúa skiptiferðir til ís-
lands.
Stofnfé sjóðsins var 450.000
fínnsk mörk sem fínnska þjóðþingið
veitti í tilefni af því að minnst var
1100 ára afmælis byggðar á íslandi
sumarið 1974. Stjóm sjóðsins skipa
Matti Gustafson, deildarstjóri í
finnska menntamálaráðuneytinu,
formaður, Juha Peura, fíl. mag.,
Kristín Þórarinsdóttir Mántylá,.
skrifstofustjóri og Þórann Braga-
dóttir deildarstjóri. Varamaður af
fínnskri hálfu er Ann Sandelin, fíl.
mag., en af íslenskri hálfu Þórdís
Þorvaldsdóttir borgarbókavörður.
•; f, f l|fC p
ÞAÐ MÆLIR ALLT MEÐ ÞVI AÐ ÞU BREGÐIR
ÞÉR MEÐ BEINU FLUGI TIL ORLANDO.
Bókum
léttvín
BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg-
ur hefur gefið út Bókina um létt
vín eftir Pamelu Vandyke Price
í þýðingu dr. Araar Ólafssonar.
Ritstjórar Gestgjafans, þau Elín
Káradóttir og Hilmar B. Jónsson,
rita formála bókarinnar og segja
þar m.a.: „Það er okkur bæði ljúft
og skylt að fylgja þessari bók úr
hlaði með nokkrum orðum. Ljúft,
þar sem fyrir löngu var orðið tfma-
bært að út kæmi á íslensku bók
með almennri fræðslu um vín,
vínvið og vínræktun. Skylt, þar eð
við lögðum lítilsháttar að mörkum
við þýðingu þessarar bókar og við
að fínna og búa til ýmis hugtök um
vín.“ Og ennfremur „Til þess að
geta boðið upp á rétt vín með mat
þarf gestgjafinn að vita eitthvað
um vín og Pamela Vandyke Price
er góður leiðbeinandi. Bók hennar
ætti því að geta frætt fáfróða um
allt er lýtur að víni, eytt fordómum
og ýmsum misskilningi um vín og
aðstoðað lesendur bókarinnar til
þess að verða, ef ekki hinn full-
komni gestgjafí, þá allt að því.“
Bókin um létt vín er sett og
umbrotin hjá Ljóshnit. Kassagerðin
annaðist filmuvinnu og prentun en
Amarfell sá um bókbandið.
Þaðersagtað veðrið hafi aldrei veriðbetra. Eittervíst. Verðiðhefur
sjaldan verið betra. Dollarinn erá góðu verði - ogþín bíða lystisemdir
Flórída, allt frá dýrindis mat og ævintýraheimi Walts Disneys til tónleika
og skemmtana undir berum himni.
Líttu til dæmis á þennan útreikning:
Ver ð* Hótel Staður Dvöl
A Kr.21.488 Days Inn Orlando 11 dagar
B Kr, 23.952 Dayslnn Orlando 18dagar
C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11 dagar
D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar
Innifalið flugferðir, akstur til og frá flugvelli og gisting.
* Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö böm undir 12 ára aidri). Gildir til 15. des. 1986.
'é
T)
I
£
»>
Ótal fleiri ótrúlega ódýrir möguleikar.
Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiöa, umboösmenn og ferðaskrifstofur.
Söluskrifstofan Lækjargötu sími 690100, Hótel Esju sími 690100, Alfabakka 10 sfmi 690100.
V ' ,
* -■Id
FLUGLEIDIR
Upplýsingasími: 25100