Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 64
MORÓÚNBLAÐIÐ, FÍMMTUDAGÚR 4. DESEMBER 1986 FIMMTUDAGINN 20. nóvember sl. tók formaður ÍBR og íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavfkur, Júlíus Hafstein, fyrstu skóflu- stunguna að nýju húsi sem íþróttafólagið Leiknir ætlar að byggja á íþróttasvæði félagsins. í húsinu verða böð og búnings- klefar og aðstaða fyrir smærri fundi. Það var ekki fjölmennur hópur er var viðstaddur er Júlíus tók fyrstu skóflustunguna, en senni- lega er sá hópur í forsvari fyrir eitt stærsta íþróttafélag Reykja- víkur. Félagið telur nú á annað þúsund félaga. Boðið vartil kaffidrykkju af form- anni ÍBR og íþrótta- og tómstund- aráðs í Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Þar afhenti Júlíus Haf- stein formanni Leiknis, Ómari Kristvinssyni, bréf sem greinir frá því að Leiknir hefur nú umráðarétt yfir íþróttasvæði því er nefnt hefur verið Fellavöllur og er austan við Fellaskóla. Einnig er um að ræða svæði það sem tyrft hefur verið og ráðgert að þar komi grasvellir. Með þessari ákvörðun er umráðaréttur yfir þessu svæði færður frá Fella- og fjölbrautaskólanum til íþrótta- félagsins Leiknis. Það þýðir hins vegar ekki það, að skólarnir hafi ekki aðgang að íþróttasvæðinu því Leiknir mun hér eftir sem hingað til kappkosta gott samstarf við skólana. • Manute Bol er 231 cm á hæð og hefur Ifkams- bygging hans vakið mikla athygli. Bol leikur með Bullets f NBA og hefur ekki enn fengið tækifæri til að sýna allt sem f honum býr. Eins og sjá má á myndinni er Bol heldur hærri en dómarinn, sem samt er meðalmaður á hæð. íþróttafélagið Leiknir byggir f Breiðholti Manute Bol: Risinn í bandaríska körfuboltanum vekur mikla athygli Á tímum allskonar afþreyingar sem í mörgum tilfellum er hin au- virðilegasta er mikil og brýn nauðsyn á því að hafa öflugt íþrótta- og æskulýðsfélag. íþrótta- félagið Leiknir er íþrótta- og æskulýðsfélag fyrir Hóla-, Berg og Fellahverfi. Einnig hafa sumir íbúar í Seljahverfi séð ástæðu til að taka þátt í starfi féiagsins. Á þessum merku tímamótum í sögu félagsins er því beint til íbúa í þessum hverf- um svo og annarra, að öll aðstoð er vel þegin við að koma húsinu sem fyrst upp. Stjórn Leiknis stefnir að því, að flugeldasala fé- lagsins um næstu áramót fari fram í hinu nýja húsi. • Júlíus Hafstein tekur hór fyrstu skóflustunguna að nýju húsl íþróttafélagsins f Breiðholtí. ingarnar voru ekki vandamál, en verra var það með fæðið. Bol hafði aldrei borðaö fisk og hafði ekki áhuga á að byrja á því. Engu að síður þyngdist hann um rúm 13 kg, en Bol var 90 kg í lok síöasta keppnistímabils. Fólk spurði ekki aðeins hvað hann væri hár, heldur var nú einnig forvitnast um þyngdina. í haust hefur Bol ekki fengið að sýna það sem í honum býr, því Moses Malone leikur nú með liðinu, en þeir leika sömu stöðu. Malone hefur þrisvar verið kjör- inn besti leikmaður NBA og þó hann sé 23 cm lægri en Bol, ber hann höfuð og heröaryfir Súdan- manninn í öllu sem viðkemur leiknum. Því hefur Bol aðeins leikið 16 mínútur að meðaltali í leik í haust, hindrað tvö skot og skoraö færri en þrjú stig að með- altali í leik. „Vegna meiðsla Guys fékk ég að leika mikið i fyrra, en nú er Moses Malone hérna. Engu að síður vil ég vera meira með, því það angrar mig að fá ekki að spila. Fólk segir að minn tími eigi eftir að koma, en ég get ekki beðið. Ég er mun betri núna en í fyrra og vil sýna hvað ég get,“ sagði Bol. Mark Eaton, leikmaöur með Utah Jazz, sem hindraöi flest körfuskot í NBA 1984 til 1985, spáði í lok síðasta tímabils, að Bol myndi ekki hindra fleiri en sex skot að meðaltali í leik í ár, því andstæðingarnir gæfu hon- um ekki færi á fleiri hindrunum. Hann hefur reynst sannspár. í leikjunum í haust hefur Bol hindr- að skot á níu og hálfrar mínútu fresti að fneðaltali, en gerði slíkt hið sama á fimm og hálfrar minútu fresti í fyrra. „Bol hefur ávallt verið lítil- magninn," sagði Chuck Douglas, aðstoðarþjálfari Bullets. „Fólk sagði að hann myndi aldrei leika í háskólakeppninni. Hann gerði það. Þá var sagt að hann fengi aldrei tilboð um að gerast at- vinnumaður. Hann varð tilkvadd- ur. Fólk taldi að hann kæmist aldrei í lið og hann kollvarpaði þeim hugmyndum. Hann yrði aldrei lykilmaður - hindraði flest skot í deildinni í fyrra. Og nú er sagt að hann verði aldrei mikil- vægur í sóknarleiknum, en við skulum sjá til." FÁIR íþróttamenn vekja eins mikla athygli og Manute Bol, körfuknattleiksmaðurinn frá Súdan, sem leikur með Washington Bullets f bandarfsku körfuboltadeild- inni NBA. Það er Ifkamsbyggingin, sem vekur athygli, en Bol er 231 cm á hæð og Iftið fer fyrir vöðvum að ekki só talað um spik. í stuttu máli er sem maðurinn só að detta f sundur og áhorfendur standa á önd- inni, þegar þeir sjá þennan hávaxna „spóalegg" f leik. Manute Bol vakti áhuga bandarískra fyrir fjórum árum, en þa'lék hann með landsliði Súdan. Hann lék í bandarísku háskóladeildinni í eitt ár, en gerð- ist síðan atvinnumaður í íþrótt- inni - sagði að hann þyrfti á peningunum að halda til aö hjálpa systur sinni í Súdan. Bol byrjaöi vel og á síðasta keppnistímabili hindraði hann 397 körfuskot, sem var meira en nokkur annar nýliði hafði áður gert. Þetta var einnig besti ár- angur í deildinni í fyrra og hann lék að meðaltali 26 mínútur í leik. Á undirbúningstímabilinu í sumar fékk Manute Bol sérstaka þjálfun til að styrkja líkamann. Mackie Shilstone, sem lagði á ráðin varðandi þjálfun og nær- ingu Michaels Spinks, heims- meistara í boxi, hafði yfirumsjón með uppbyggingunni. Líkamsæf- t Bremen kaupir Norðmann WERDER Bremen keypti á sunnu- daginn norska varnarleikmann- inn Rune Bratseth frá Rosenborg fyrir um 170.000 mörk. Samning- urinn er til tveggja og hálfs árs og mun Bratseth fá um 200.000 mörk f árslaun og við það bætast síðan aukagreiðslur ef hann kemst í liðið hjá þeim. Norsk blöð skýrðu frá því í gær ^ i>lovflunMntiit> iiTOIIiij að það gæti vel verið að Bratseth ætti eftir að reynast Bremen erfið- ur. „Hann er dálítið öðruvísi en flestir atvinnumenn í knattspyrnu," sagði í Verdens Gang. Það sem blöðin eiga við er að hinn 25 ára Norðmaður er mjög MARCO van Basten, marka- hæsti leikmaður hollensku 1. deildarinnar, verður frá vegna meiðsla næstu sex vikur. Van Basten er 22 ára og leikur með Ajax og hefur verið einn besti leikmaður hollensku knattspyrn- trúaður og hingað til hefur hann látið knattspyrnuna gjalda þess ef einhverjir árekstrar hafa verið. „Guð er númer eitt hjá honum, síðan kemur fjölskyldan, þá vinir hans og knattspyrnan er í fjórða sæti," segir í Verdens Gang. unnar síðustu árin. Hann þarf að fara í uppskurð vegna meiðsla á ökla og getur ekki leikið aftur fyrr en í febrúar. Hann kemur því til með að missa af landsleik Hol- lands og Kýpur sem fram fer 21. desember. Van Basten í uppskurð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.