Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Bókaútgáfan Vaka: Ný bók eftir Halldór Laxness - meðal þeirra bóka sem koma út fyrirjól BÓKAÚTGÁFAN Vaka-Helga- fell sendir frá sér 45 bókatitla fyrir jólin, skáldverk, ljó'ðabæk- ur, fjöifræðibækur, heimildarit og handbækur fyrir fullorðna auk barnabóka. Meðal þeirra er ný bók frá Halldóri Laxness, bók Ára Trausta Guðmundssonar jarðeðlisfræðings „íslandseldar", er fjallar um eldstöðvar og eld- virkni á íslandi í 10.000 ár, og þýðing bókarinnar „Þjóð bjarnar- ins mikla.“ í bókinni um íslandselda eru á annað hundrað litmyndir auk tuga skýringarmynda og korta. „Af menningarástandi" nefnist bók Halldórs Laxness, en í henni eru valdar greinar um menningar og þjóðmál sem voru birtar í blöðum og tímaritum hérlendis og erlendis á árunum 1920-1930. Friða Á. Sigurðardóttir hefur íslenskað skáldsöguna „Þjóð bjam- arins mikla" eftir Jean M. Auel, en sagan gerist fyrir 30.000 árum, við upphaf siðmenningar. „Laxness og þjóðlífið" heitir bók eftir dr. Áma Siguijónsson bók- menntafræðing. I bókaflokknum íslensk öndvegisskáld kemur út heildarútgáfa á verkum Steins Steinarr. Níu lyklar nefnist smá- sagnasafn Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar. Fríða Á. Sigurðardóttir sendir frá sér skáldsöguna „Eins og haf- ið.“ „Sjöstjaman í meyjarmerkinu" nefnast ljóðabók eftir Jónas E. Svaf- ár, bókin er myndskrett af höfundi, og Gunnar Gunnlaugsson yfírlæknir sendir frá sér fyrstu Ijóðabók sína, sem heitir „Flýgur yfír bjarg." „Um höfn til hafna" nefnist minn- ingarbók Jóns Steingrímssonar fyirum skipstjóra, og „Á matarslóð- um“ nefnist bók Sigmars B. Haukssonar, en í henni er m.a. að fínna upplýsingar um staði, rétti, drykki og ferðaslóðir í nágranna- löndunum. Bókaútgáfan Örn og Örlygur: Alfræðibók gefin út á íslensku UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur a milli Bókaútgáfu Arnar og Örlygs og Gyldendal bókaútgáfunnar í Kaupmanna- höfn um útgáfu alfræðibókar á íslensku og er ráðgert að bókin komi út haustið 1988. „Bókaútgáfa Amar og Örlygs hefur löngum sérhæft sig í útgáfu stórra og mikilla rita,“ sagði Örlyg- ur Hálfdánarson bókaútgefandi. „Okkar næsta átak er tveggja binda alfræðibók á íslensku sem unnin verður í samvinnu við Gylendals útgáfuna í Kaupmannahöfn. Þetta er mikið verk og ljóst þegar í upp- hafi að eðlilegast væri að ná samningum við erlenda aðila sem reynslu hafa á þessu sviði.“ Örlygur sagði að útgáfa Ensk- íslensku orðabókarinnar sem mikil ánægja er með hefði ýtt undir út- gáfu alfræðibókarinnar. Á næstu mánuðum hefst undirbúningsvinna en leitað verður til sérfræðinga um aðstoð á íslenskum sérsviðum og við þýðingar. Hjá Gylendals útgáf- unni vinna 15 ritstjórar hver að sínum efnisflokkum að endurskoð- un dönsku útgáfunnar, sem fyrst kom út árið 1973 og hefur verið endurútgefín tvisvar síðan. í íslensku útgáfuna verður bætt inn því sem séríslenskar aðstæður krefjast eftir því sem þörf krefur. Ætlað er að verkið verði með um 50 þús. uppsláttarorðum í tveimur bindum og gefíð út í um 10 þús. eintökum. Tæknideild Gyldnedal hefur þróað tölvukerfí til vinnslu verksins og veitir aðgang að gagna- banka sínum. Skipað hefur verið útgáfuráð að undirbúningi íslensku alfræðibókar- innar. í því eiga sæti Ásgeir S. Bjömsson lektor, útgáfustjóri verksins, Helgi Magnússon bóka- vörður, dr. Jón Skaftason deildar- stjóri, Kristinn Gestsson lögg. endurskoðandi, Steindór Steindórs- son fyrrverandi skólameistari, dr. Þuríður Kristjánsdóttir aðstoðar- rektor, Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi og Ömólfur Thorlac- ius rektor. í undirbúningsnefnd sem starfa mun til aðstoðar útgáfustjóra og útgáfuráði em þeir Bjöm Jóns- son, dr. Jón Skaftason og Jörgen Pind. „Lífsháski í Ljónadal" nefnist nýjasta skáldsaga Ken Folletts og „Astardraumar rætast" er heiti skemmtisögu eftir Georgette Heyer. Þá sendir Vaka frá sér bókina „Drykkir við allra hæfí“, bókin er sænsk að uppmna en þýðinguna gerði Einar Öm Stefánsson, í bók- inni em m.a. uppskriftir að 260 drykkjum af ýmsum gerðum. „Ha- blamos Espanol" er heiti kennslu- bókar í spænsku fyrir almenning, bókin er tengd sjónvarpsþáttum um sama efni sem hefjast eftir áramót. „Stjómandinn til starfa" er ný bók í flokknum um mínútustjómun, eftir þá Kenneth Blanchard og Rob- ert Lorber. „Allt um inniplöntur" nefnist handbók sem Fríða Bjöms- dóttir hefur þýtt og staðfært. Af bama og unglingabókum má fyrsta nefna „Emil og Skunda", verðlaunabók Verðlaunasjóðs íslenskra bamabóka eftir Guðmund Ólafsson. „Hvalveiðimenn í bjam- arklóm“ er heiti nýjustu bókarinnar í bókaflokknum „Ævintýraheimur Ármanns“ og „Ferðin til Kalajoki" heitir ævintýrabók fyrir böm eftir Carl Andreas Norrlid og Tord Ny- gren, bókina þýddi Fríða Á. Sigurð- ardóttir. Leikbækur nefnast smá- bamabækur fyrir yngstu kynslóð- ina, tvær bækur koma út í þeim flokki að þessu sinni, Furðufés og Furðulúðar og auk þess koma út nokkrar bækur með þykkum og plasthúðuðum spjöldum fýrir yngstu kynslóðina, bækumar nefnast „Leikföngin mín,“ „í dýragarðin- um,“ „Fötin mín“ og „Dýrin mín smá.“ Morgunblaðið/Júlíus Finn Per Jacobsen deildarstjóri hjá Gyldendal bókaútgáfunni í Kaup- mannahöfn og Orlygur Hálfdánarson bókaútgefandi við undirskrift samningsins um útgáfu alfræðibókar á íslensku. Leyndarmál Lax- dælu eftir Her- mann Pálsson BÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs hefur gefið út ritið Leyndarmál Laxdælu eftir dr. Hermann Pálsson pró- fessor í Edinborg’. Hermann Pálsson. Um bókina og höfundinn seg- ir á kápu: „Leyndarmál Laxdælu er önnur bókin í flokknum ís- lensk ritskýring sem dr. Hermann Pálsson prófessor í Edinborg. hóf þegar Uppruni Njálu og hugmyndir kom út 1984. Fjallar Hermann f hinni nýju bók sinni um athyglisverða staði í Laxdælu sem er eitt ágæt- asta og frægasta listaverk íslendingasagna. Telst rit þetta að ýmsu leyti af öðru tæi en bókin um Njálu, þar eð Hermann Pálsson fjallar lítt um hver vera muni höfundur Laxdælu en legg- ur ríka stund á að kanna baksvið hennar, orðafar og stílfræðilega tilurð. Mun Leyndarmál Lax- dælu þykja ærinn fengur eins og aðrar bækur þessa snjalla og hugkvæma fræðimanns er leit- ast við að bregða nýju ljósi á fom rannsóknasvið. Skiptist Leyndarmál Laxdælu í sjö meg- inkafla, en í bókarlok em skrár um spakmæli í Njálu og Lax- dælu, svo og heimildarit. Hermann Pálsson er í hópi menntuðustu og mikilvirkustu íslenskra fræðimanna nú á dög- um og jafnframt sérstæður og listrænn rithöfundur. Vinnur hann að framhaldi á bókaflokki þessum, og munu næstu bindi taka til athugunar Eglu, Fóst- bræðra sögu, Gísla sögu og konungasögur." Leyndarmál Laxdælu er 174 bls. að stærð. Kápu gerði Sigurð- ur Öm Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Meðal gesta á aðalfundinum voru ráðherramir Jón Helgason og Þorsteinn Pálsson. Dómaraþing: Alþingi send ályktun um stj ómarskrármálið AÐALFUNDUR Dómarafélags íslands var haldinn í nýjum ráð- stefnusal á Hótel Sögu dagana 27.-29. nóvember sl. I tengslum við fundinn var einnig haldin ráðstefna Skýrsluvéla rikisins um notkun tölvu við dómstóla, þ. á m. notkun tölvunnar við þinglýsingar. í fundarbyrjun fluttu gestir fund- arins ávörp. Voru það ráðherramir Jón Helgason og Þorsteinn Pálsson. Ennfremur Sveinn Snorrason for- maður Lögmannafélags íslands. í skýrslu formanns Dómarafé- lags íslands, Ásgeirs Péturssonar bæjarfógeta, kom fram að stjóm félagsins hafði ásamt stjómlaga- nefnd félagsins gengið frá tillögum um að senda Alþingi ítarlega álits- gerð um stjómarskrárákvæði um mannréttindi, dómstóla og réttar- far. Þriggja manna nefnd var kosin fyrir þrem árum til þess að móta afstöðu dómarafélagsins til þessara þátta væntanlegrar stjómarskrár. Höfðu þær tillögur verið ítarlega ræddar á fundi, sem félagið efndi til í Lögbergi, aðsetri lagadeildar Háskóla íslands í október sl. Steingrímur Gautur Kristjánsson bæjardómari flutti framsögu fyrir stjómarskrártillögunum á aðal- fundinum og voru þær sfðan bomar upp og samþykktar eftir nokkrar umræður og fara nú til Alþingis, væntanlega til stjómarskrámefnd- ar þess til athugunar. Þá var rætt um endurmenntun dómara og greint frá fyrirkomulagi þeirra mála hjá nágrannaþjóðum okkar. Einnig kom fram að dr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.