Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986
Meðal gesta í samkvæmi FuUbrightstofnunarinnar var Nicholas
Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna, sem er lengst til vinstri á þessari
_ mynd. Við hlið hans stendur Peggy Oliver Helgason sem er varamað-
ur í stjórn stofnunarinnar af hálfu Bandaríkjanna. Til hægri eru
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og Sigmundur Guðbjamason,
rektor Háskóla íslands.
Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna:
Samstarf tekið upp við
fyrirtæki og einstaklinga
um námsmannastyrki
Menntastofnun íslands og um. í dag taka 120 ríki þátt í
Bandaríkjanna, Fulbrightstofn-
unin, hélt árlegt samkvæmi sitt
i síðustu viku. Þar komu saman
núverandi bandarískir styrk-
þegar, islenskir styrkþegar sem
em á leið utan næsta haust og
þeir sem nýlega em komnir heim
úr námi. I hófinu vom einnig
fulltrúar menntamálaráðuneytis-
ins, bandaríska sendiráðsins,
Háskóla íslands og meðlimir
Fullbrightnefndarinnar.
í fréttatilkynningu stofnunarinn-
ar kemur fram að í ár eru fjörutíu
ár liðin frá því að námsmanna-
skipti í nafni J. Willam Fullbright
hófust. Fullbright var öldungadeiid-
arþingmaður Arkansasfylkis í
Bandaríkjunum, sem vildi með
þessu leggja skerf til friðar í heimin-
námsmannaskiptum við Banda-
ríkin, og hafa um 100.000 útlend-
ingar notið styrkja stofnunarinnar
auk um 56.000 Bandarikjamanna.
Um 350 íslendingar hafa hlotið
styrki Fullbrightstofnunarinnar, og
hafa meira en 75 bandaríkjamenn
dvalið hér með styrk hennar.
Arið 1987 verður þrítugasta
starfsár Fullbrightstofnunarinnar á
Islandi. I tilefni afmælisins er ætl-
unin að víkka starfssvið hennar.
Tekin verður upp samvinna við ein-
staklinga og fyrirtæki til að styrkja
menn til æðra háskólanáms. Gef-
endum byðist að tilgreina sérstak-
lega þá námsgrein sem þeir vildu
styrkja, og bæru styrkimir nafn
þeirra.
Hafnarfjörður:
Frystitogarinn Yenus
kominn til heimahafnar
FRYSTITOGARINN Venus HF 519 var væntanlegur til heimahafnar
í Hafnarfirði í nótt. Hann hét áður Júní GK 345, en hefur nú verið
breytt í frystiskip, sem er í eigu Hvals hf. Fyrri eigandi var hlutafé-
lag í eigu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbæjar.
Aætlaður kostnaður við breytingar
milljónir króna, en það kostaði um
Togarinn var byggður á Spáni
1973 og var þá 942 lestir. Skipt
var um vél í honum árið 1980. í
byrjun apríl var byrjað á breyting-
um á togaranum í Dannebrogs
Værft í Arósum og átti þeim að
vera lokið í seinni hluta ágústmán-
aðar. Verkið hefur hins vegar tekið
um helmingi lengri tíma en áætlað
var og stafar það fyrst og fremst
af því, að nægur mannsskapur var
ekki fyrir hendi í skipasmíðastöð-
inni að sögn Kristjáns Loftssonar,
forstjóra Hvals. Hann sagði enn-
fremur í samtali við Morgunblaðið,
að vegna þess hefði komið upp
ágreiningur um verð, sem nú hefði
verið leystur og virtust þessar
viðamiklu breytingar kosta um 200
milljónir króna. Hann sagði það
mjög bagalegt að ekki hefði verið
að he§a veiðar á þessu ári, en svo
virtist hæpið nú. Skipið væri skráð
og endurbætur a skipinu er 200
100 milljónir er það var keypt.
á sóknarmarki, sem þýddi að því
væri óleyfilegt að selja kvóta. Því
væri þorskurinn þeirra vonandi óá-
reittur í sjónum enn sem komið
væri.
Eftir breytingamar mælist tog-
arinn Venus 1.002 brúttólestir og
er með MaK-vél frá 1980, 2.354
hestöfl. Meðal annars hefur skipið
verið sandblásið, trolldekk og
vinnsludekk verið endurbætt og
lestar einangraðar. Þá hafa frysti-
vélar og -tæki verið sett upp svo
og vinnsluvélar fyrir algengustu
físktegundir og rækju. Allt spilkerf-
ið hefur verið endumýjað og
„Autotrawl-búnaður" verður settur
í skipið við heimkomuna. Skipt hef-
ur verið um brú á skipinu og íbúðir,
eldhús og aðrar vistarverur verið
endurbættar. Þá hafa flest tæki í
brú verið endumýjuð.
ATHYGLISVERÐ BÓK
UM DULRÆN MÁLEFNI
DRAUMAR
OG ÆÐRI
HANDLEIÐSLA
Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógværð
og vandvirkni frásagnir Aðalheiðar Tómasdóttur,
eiginkonu sinnar.
Helgi Vigfússon skrifar formála.
Aðalheíöur Tómasctóttir
DRACIMAR
OG ÆÐRI HANDLEIÐSLA
Skfásetl a( tngvari Agnajssyra
Dyngja bókaútgáfa,
Borgartúni 23 105 Reykjavík, s 91-36638, 91-28177 og 91-30913.
Varanlega af
rafmagnað.
Engar óþægi
legar snerting
Auðvelt að
hreinsa
Teflon-húðað
Mjög slitsterkt
Antron Excel
þráður
Antron'
Fiberen til kvalitetstæpper
Teflon
m
Sendum gegn póstkröfu um land allt — Góð
aðkeyrsla — Næg bílastæði.
TomsTunonHusiÐ hf
Laugavegi 164, sími 21901