Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 fclk í fréttum Pálína Ásgeirsdóttir í flóttamannabúðunum í Khao-I-Dang. íslensk hjúkrunarkona í Thailandi Rauði kross íslands hefur tekið þátt í hjálparstarfí við landa- mæri Thailands og Kambódíu allt frá árinu 1980 er flóttamannabúðir voru fyrst stofnaðar þar. Starf Rauða krossins felst fyrst og fremst í því að ráð hjúkrunar- fræðinga til starfa í búðunum og þar vinna þeir á vegum Alþjóðaráðs samtakanna, sem ber ábyrgð á rekstri búðanna. Búðirnar eru í Khao-I-Dang, en u.þ.b. 240.000 flóttamenn dveljast nú í ýmsum búðum innan landamæra Thailands. íslensku hjúkrunarfræðingamir eru yfirleitt um eitt misseri í senn, en alls hafa sautján íslendingar verið þama frá 1980. Nú dvelst Pálína Ásgeirsdóttir við störf þar og nýlega barst Rauða krossi íslands bréf frá henni og þar segir m.a.: „Lífið hér í Khao-I-Dang gengur sinn vanagang, en samt er nokkur spenna í lofti. Ástæða þess er tvíþætt; annars vegar hótun Thai- lenskra yfirvalda um að loka flótta- mannabúðunum hér fyrir árslok og hins vegar sú staðreynd að nú er að heíjast þurrkatímabil, en á und- anfðmum árum hafa átök á landa- mærunum aukist þá. Enginn veit hvað gerist nú, en margar sögu- sagnir eru á kreiki, Gróa gamla í essinu sínu." Pálína segir að óvenju annasamt hafi verið undanfama þtjá mánuði, þrátt fyrir að í ár hafi verið tiltölu- lega friðsamt þama miðað við síðastliðin fimm ár. „Það er skrýtið fyrir mig, sem fædd er löngu eftir seinna stríð, að upplifa þetta, heyra stundum sprengjur falla, eða hleypt af byss- um á nætumar og sjá svo afleiðing- amar, stríðsslasað fólk... Það er erfitt að átta sig á því hvort er ömurlegra að horfa upp á, sveltandi fólk í Eþíópíu, eða illa slasað fólk eftir sprengjur og byssukúlur." Þrátt fyrir allt og allt segir Pálína það kraftaverki líkast hversu mikið megi gera þó aðstæður séu frum- stæðar, tækjakostur lítill og lyf af skomum skammti. „Hér er notast við það sem til er... Það er ekki i talað um launakjör, húsaleigu, upp- vaskið eða bílinn, allt slíkt er víðs íjarri hér í Khao-I-Dang.“ Pálína ásamt innlendum samstarfsmanni og ein- um sjúklinga þeirra, en hann missti neðan af baoum fotum í sprengfingn. AP/Símamynd. Fullveldisfagnaður í Lundúnum Hinn fyrsta desember var haldinn fullveldisfagnaður íslendinga í Lundúnum. Var hann haldinn í The Royal Festival Hall og var margt manna samankomið þar. A myndinni má sjá nokkra þeirra, sem þar voru viðstaddir. Frá vinstri eru: Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra; Steindór Ólafsson, formaður íslendingafélags- ins; Ólafur Egilsson, nýskipaður sendiherra íslands; Ragna Ragnars, eiginkona hans; Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður; David Bellamy, grasafræðingur, og Kenneth East, fyrrum sendiherra Breta á íslandi. Rauða-Kína: Brúðkaup að hætti Konfúsíusar Brúðkaup eru með ýmsum hætti eftir því hvar á hnattkúlunni þau eru haldin. Flestir á Vesturlöndum eiga að venjast kirkju- brúðkaupi eða borgaralegri vígslu þar sem brúðurin klæðist hvítu og brúðguminn svörtu. í Alþýðulýðveldinu Kína er ekki farið eins að, því þar er fólk gift hvort öðru samkvæmt kennibókum kommúnista. Að undanförnu hefur þó borið á ýmsum breytingum í fijáls- ræðisátt og má nefna að ekki er lengur bannað að íj'alla um kenningar Kung Fu-Tse, eða Konfúsíar eins og Vesturlandabúar nefna hann. Hefur þetta gengið svo langt að Ferða- skrifstofa Alþýðulýðveldisins, Jinan, hefur gengist fyrir hjónavígslum útlendinga að hætti Konfúsíusar. Athöfnin fer fram skömmu eftir sólarupp- rás og hefst með því að brúðhjónin, sem að sjálfsögðu klædd í sérstaka brúðkaupsbún- inga, eru borin í burðarvögnum til vígslustað- arins, en á meðan beija vegfarendur bumbur, COSPER COSPER Áður en frúin fer á sviðið vil ég vekja athygli á að við sýnum „La Traviata“ í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.