Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.12.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. „Ekkert verður undan dregið“ Akvörðun Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, að óska eftir útnefningu óháðs rannsóknardómara til að kanna vopnasöluna til Irans ofan í kjölinn er mikilvægt skref í þá átt að reyna að end- urheimta traust almennings og bandamanna og endurreisa virðingu bandaríska forseta- embættisins. Hvort tveggja hefur beðið alvarlegan hnekki á undanfömum dögum. Áður hafði Reagan skipað sérstaka nefnd til að kanna alla anga málsins í Hvíta hús- inu og hann hefur þegar vikið einum starfsmanna sinna úr embætti og fallist á lausnar- beiðni öryggismálaráðgjafa síns. Nú hefur hann stigið skrefí lengra og því ber að fagna. „Ekkert verður undan dregið og ef í Ijós kemur að lög hafi verið brotin verða hin- ir seku látnir gjalda þess,“ sagði forsetinn í sjónvarps- ávarpi til bandarísku þjóðar- innar á þriðjudaginn. Uppljóstrunin um hina leynilegu vopnasölu Banda- ríkjamanna til írans hefur vakið upp ýmsar spumingar um orð og athafnir á vettvangi alþjóðastjómmála. Á sama tíma og Bandaríkjamenn lögðu hart að bandamönnum sínum að selja ekki vopn til Irans og annarra ríkja er halda hlífi- skildi yfir alþjóðlegum hermd- arverkamönnum stunduðu þeir sjálfir slíka sölu. Bandaríkja- menn hafa fært fram þau rök, að hemaðarlegt mikilvægj Ir- ans réttlæti tilraunir til að bæta samskipti ríkjanna og vopnasalan hafi verið liður í þeirri viðleitni. Þessi réttlæting vopnasölunnar er ekki sann- færandi í ljósi allra aðstæðna. Hitt er þó verra, að upplýsing- ar um umfang þessara við- skipta stangast verulega á. Hið sama er að segja um notk- un fjárins, sem fékkst fyrir vopnin. Fullyrt hefur verið, að vinnubrögð náinna samstarfs- manna Reagans forseta hafi verið með þeim hætti að líklega hafí lög verið brotin. Það er heldur ekki traustvekjandi, ef rétt reynist, að ofursti í starfs- liði bandaríska Þjóðarörygg- isráðsins hafí séð sig knúinn til að eýðileggja mikilvæg skjöl málsins. í slíkum tilvikum hafa menn augljóslega ekki hreinan skjöld. Spumingum um vitneskju George Shultz, utanríkisráð- herra, Caspars Weinberger, vamarmálaráðherra, Donalds Regan, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Williams Casey, yfirmanns leyniþjón- ustunnar, um vopnasöluna hefur ekki verið svarað á full- nægjandi hátt. Er það út af fyrir sig sérstakt hneyksli, ef utanríkisráðherrann og vam- armálaráðherrann hafa verið leyndir vopnasölunni. Að von- um spyija menn líka, hvemig það getur gerst að vopn hverfí í stómm stíl úr vopnabúrum B andaríkj ahers án þess að vamarmálaráðherrann fái vitneskju um það. Öllum þessum spurningum og fleiri álitaefnum, þ.á m. um vitneskju Reagans forseta um einstaka þætti vopnasölunnar, verður vonandi svarað í hinni fyrirhuguðu rannsókn. Málið er á því stigi, að ekkert nema undanbragðalaus upplýsing kemur til greina. Það er raun- ar ekki ástæða til að búast við öðru í ljósi þess, hvemig stjómkerfí og réttarkerfí Bandaríkjanna em. í opnu lýð- ræðisþjóðfélagi verður sann- leikurinn ekki hulinn. I því liggur styrkur hinnar vest- rænu þjóðfélagsgerðar. Bandaríkjamenn hafa reynslu af viðamikilli opinberri rann- sókn af því tagi sem nú er að hefjast. Þar er átt við Water- gate-málið, sem leiddi til afsagnar Nixons, þáverandi forseta, og íjölmargra annarra háttsettra manna. Watergate- málið lamaði Bandaríkin inn á við og út á við um árabil, en Ronald Reagan hefur einmitt verið talið það til tekna að honum tókst að endurheimta traust þjóðar sinnar á forseta- embættinu og styrk Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi. Það væri því raunalegt, ef mistök hans eða skortur á dómgreind í vopnasölumálinu ætti eftir að veikja forysturíki lýðræðis- þjóðanna á ný. Að svo stöddu er ótímabært að vera með vangaveltur um vitneskju for- setans eða skort á vitneskju um einstaka þætti þessa ein- kennilega máls. Hins vegar em þær ráðstafanir, sem hann hefur nú fyrirskipað og átt fmmkvæði að, skynsamlegar og traustvekjandi. Er stefnt að Heil- brígðisstofnun Isl eftír Ólaf Örn Arnarson Hugsanleg sala á Borgarspítal- anum í Reykjavík hefur komið flestum í opna skjöldu. Umræður um rekstrarmál sjúkrahús hafa ekki verið mikið á döfinni undanfarið, nema í sambandi við fjármögnun spítalanna, þ.e. hvort greitt skyldi eftir föstum fjárlögum eða dag- gjaldakerfi. Margir eru vafalaust búnir að gleyma því að fyrir u.þ.b. 6—7 árum fór fram mikil umræða um þessi mál, m.a. í tengslum við heilbrigðisþing, sem þáverandi heil- brigðisráðherra, Svavar Gestsson stóð fyrir. Þá höfðu Ríkisspítalar nýlega verið settir á föst fjárlög og því haldið fram, að með því einu að breyta fjármögnunarleið mætti spara einhver lifandis ósköp í rekstri spitalanna. Undirritaður ræddi þessi mál á heilbrigðisþinginu og komst að þeirri niðurstöðu, að enda þótt margt færi gott um þessa leið að segja væri ljóst að hún hefði í sjálfu sér engan spamað í för með sér. Undir þessa skoðun tóku um- bættismenn Reykjavíkurborgar nýlega í sambandi við úttekt á málefnum Borgarspítalans. Annað mál, sem mikið var rætt um voru niður svokallaðrar endu- skoðunamefndar um greiðslur sjúkratrygginga, sem Svavar Gestsson fyrrverandi ráðherra og núverandi formaður Alþýðubanda- lagsins, setti á laggimar. Niður- stöður nefndarinnar setti einn nefndarmanna, Sigurður Þórðar- son, núverandi deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, fram í tveim greinum í Morgunblaðinu, 13. og 14. mars 1980. Svo sem við mátti búast komst nefndin að þeirri niður- stöðu helst að _ stofna bæri Heil- brigðisstofnun íslands, sem skyldi hafa það hlutverk að fara með yfir- stjóm rekstrar ákveða verkaskift- ingu heilbrigðisstofnana, sjá um uppbyggingu á nýrri aðstöðu, gera tillögur um fjárframlög til rekstrar , og veita stjórvöldum á hveijum tíma upplýsingar um þá þjónustu, sem heilbrigðisþjónustan innir af hendi og nýtingu fjármagns. Hér átti semsagt að stofna bákn, sem hefði u.þ.b. 5000 manns í vinnu og um yrði að ræða langstærsta fyrir- tæki landsins og mestu miðstýring- arhugmyndir, sem fram hafa komið hér á landi e.t.v. fyrr og síðar. Magnús heitin Kjartansson viðhafði þau ummæli um svipaðar hugmynd- ir að hér væri ekki sósíalismi á ferð heldur hreinn Stalínismi. Þessum hugmyndum Sigurðar Þórðarsonar og félaga var fálega tekið og þær lagðar til hliðar og vafalítið allir talið þær úr sögunni. Einn af vinsælustu frösum, sem upp var fundinn á þessum tíma var að saman yrði að fara „rekstrar- ábyrgð og flárhagsábyrgð". Það sem ríkið greiddi fyrir þjónustu yrði það að reka hana lika, aðeins með því móti væri tryggt að fjármagnið kæmi að sem bestum notum. Það er fróðlegt að skoða þessi slagorð í ljósi umræðna, sem farið hafa fram um gjaldþrot Útvegsbankans og ábyrgð þess opinbera í því sam- bandi. Tryg-gingar eða ölmusa Áður fyrr var tryggingahugtakið allsráðandi á þessu sviði. Menn borguðu iðgjöld til sjúkrasamlaga og síðar almannatrygginga og þetta þótti góð fyrirhyggja. Á tíma vinstri stjómarinnar 1972 var þessu breytt og nú skyldi greitt fyrir þjónustuna beint úr ríkissjóði. Síðan hafa menn ruglað hlutunum dálítið og segja að ríkið borgi þetta allt og því sé öll heilbrigðisþjónustan í raun ríkis- rekin þó rekstrarfyrirkomulagið sé með ýmsu móti. Þetta er svona álíka og að segja að öll réttingaverk- stæði séu rekin af tryggingafélög- um, vegna þess að bifreiðatrygging- ar borgi kostnað við viðgerðir. Eða að öll verktakafyrirtæki, sem vinna að vegaframkvæmdum eða öðrum opinberum framkvæmdum séu rek- in af ríkinu, vegna þess að fjárfram- lög komi af fíárlögum. Ég vil líta svo á að ýmsar stofnanir og ein- staklingar, sem vinna í heilbrigði- skerfínu séu nokkurs konar verktakar, sem fá greitt fyrir sína þjónustu eftir samningi úr okkar sameiginlega tryggingasjóði. Þess- vegna er fráleitt að halda því farm Ólafur Örn Arnarson að ríkið þurfí sjálft að reka alla þjónustu. Föst fjárlög eða dag-- gjöld Á þessum vettvangi ætla ég ekki að ræða kosti og galla þessara tveggja greiðslukerfa. Þegar öllu er á botninn hvolft er munurinn í sjálfu sér sára lítill, það sem skiftir öllu máli er hvemig staðið er að töku ákvarðana um fjármagnið. Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítala hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði í Morgunblaðinu 18. mars 1980: „Stjómunarleg nauðsyn, að staðreyndir fjárlaga og raunvemleikinn fari saman". Þama er komið að kjama málsins. Hvort kerfíð heitir föst fjárlög eða dag- gjöld er ekki aðalatriðið heldur hitt hvemig staðið er að ákvarðanatö- kunni sjálfri. Ákvarðanir hins opinbera um þessar fjárveitingar hafa undanfarið verið byggðar á allt of veikum grunni. Heilbriðisnefnd Sjálfstæðis- flokksins hefur oft rætt um þessi mál og gert um þau samþykktir, sem hafa komið fram í landsfund- arályktunum. Nú síðast fyrir nokkmm mánuðum sendi nefndin ráðherra eftirfarandi samþykkt: „Sett verði á stofn í heilbrigðisráðu- neytinu hagdeild, sem hafí það hlutverk að safna upplýsingum um Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól: Fjórða hæðin af sex að rísa Gíróseðlar sendir á heimili til styrktar framkvæmdum FRAMKVÆMDIR við umönnun- ar- og hjúkrunarheimilið Skjól, sem nú ris í Laugarási við Hrafn- istu í Reykjavík, ganga sam- kvæmt áætlun og er búið að safna helmings þess fjár sem áætlað er að byggingin kosti, eða um 140 millj. kr. Enn er þó langt í land með að endar nái saman og verða gíróseðlar, ásamt jólagjafamerkj- um, sendir á heimili um allt land á næstunni og þess farið á leit að fólk láti 200 kr. af hendi rakna tii heimilisins. á málinu, frumathugun og áætlana- gerð. Það varð síðan úr að ASÍ, Reykjavíkurborg, Sjómannadagsráð, Stéttarsamband bænda, Samband lífeyrisþega ríkis og bæja og Þjóð- kirkjan bundust árið 1985 samtök- um um stofnun umönnunar og hjúkrunarheimilis. Nú er unnið við að reisa §órðu hæð hússins og er gert ráð fyrir að því verki verði lok- ið fyrir hátíðamar. Aætlað er að opna fyrsta hluta hússins 15. nóvember nk. og þá fyrstu visthæðina af þremur. Hinar tvær verða síðan opnaðar 1. nóv. 1988. Áætlað er að ljúka frágangi hússins árið 1989. Eldhús og þvotta- hús Hrafnistu mun þjóna Skjóli. Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi er haldinn var í gær um Skjól. Byggingin er um 6.000 fer- metrar á sex hæðum. Heimilinu er ætlað að þjóna öllu landinu og verð- ur rými fyrir þá aldraða sem sér- stakrar umönnunar þarfnast, 90 rúmliggjandi, 15 í dagvistun, auk sex herbergja, sem annaðhvort geta verið fyrir þá sem þurfa á stuttri orlofsdvöl að halda eða að vera skammtíma gistirými fyrir skyldulið utan af landi. Samband lífeyrisþega ríkis og bæja hreyfði því innan Oldrunarráðs íslands á sínum tíma að brýn þörf væri á átaki til úrlausnar vandanum. Öldrunarráðið féllst á að gera úttekt Frá blaðamannafundi Skjóls { gær. Frá vinstri: Sigurður Helgi Guðmi varðsson og Halldór Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.