Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 04.12.1986, Page 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 Paul Watson segir menn sína hafa skemmt frystigeymslur í Hvalfírði: Varar Japani við skemmdu hvaUdöti „Frystigeymslurnar eru í Hafnarfirði, “ segir Krislján Loftsson Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjununi höfum skyrt sendiraðum Japans í Kanada og í Bandaríkjunum frá því, að talsvert af hvalkjöti hafi skemmst i frystigeymslum Hvals hf. í Hvalfirði,“ sagði Paul Watson í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins i gær. Kanadíska stórblaðið Toronto Sun birti frétt siðastlið- inn mánudag, þar sem því er einnig haldið fram, að hvalkjötið hafi skemmst. Þegar Morgunblaðið leitaði álits Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., á þessum fullyrðingum, sagði hann, að allt kjöt væri flutt til Hafnarfjarðar og ekkert geymt í hvalstöðinni. Watson sagði, að megintilgangur skemmdarverkanna hefði verið að vinna sem mest tjón í hvalstöðinni. Hvalbátunum hefði hins vegar verið sökkt til að vekja sem mesta at- hygli fjölmiðla. Sagði hann, að 37 falla í Líbanon Beirút, AP. SKÆRULIÐAR Frelsissamtaka Palestínu og sveitir amal-shíta áttu í heiftarlegum bardögum í Beirút og Suður-Líbanon i gær. 37 manns, aðallalega óbreyttir borgarar, létu lífið og um 80 særðust. 374 hafa failið í bardögum fylk- inganna tveggja síðustu tíu daga, að sögn lögregluyfírvalda í Beirút. 11 óbreyttir borgara týndu lífí á götum Beirút í gær þegar skærulið- ar hófu storskotaliðsárásir á úthverfí borgarinnar. Bardagar höfðu Iegið niðri um nóttina og var fy'öldí fólks á ferli þegar fallbyssu- kúlum tók að rigna yfír borgina. 26 manns týndu lífi í bardögum um bæinn Maghdousheh nærri hafnarborginni Sídon í Suður- Líbanon. Harðir bardagar geisuðu einnig í nágrenni Rashadieyh- flóttamannabúðanna, sem eru skammt frá Sídon. í Rashadieyh dveljast 30.000 palestínskir flótta- menn og hafa amal-shítar setið um búðimar frá 1. október. frystivélar í hvalstöðinni hefðu ver- ið skemmdar og frystigeymslur opnaðar. Hefði þá talsvert af kjöt- inu þiðnað þar eð ekki hefði orðið vart við þetta í 30 klukkutíma og þijá daga hefði tekið að koma frystivélunum í gang aftur. „íslendingar em að reyna að selja japönskum neytendum skemmt hvalkjöt," er haft eftir Craig Van Note, talsmanni bandaríska Monit- or-sambandsins, í upphafí fréttar- innar í Toronto Sun á mánudaginn. Van Note staðhæfir ennfremur í fréttinni, að Islendingar haldi þessu leyndu af ótta við að Japanir neiti að kaupa hvalkjötið. Toronto Sun hefur það eftir Jan- et McGill, matvælafræðingi, að endurfryst hvalkjöt geti valdið al- varlegum veikindum eða jafnvel dauðsföllum. „Það er ekkert hvalkjöt geymt í hvalstöðinni í Hvalfírði. Meðan á vertíðinni stendur er fryst í litlum frystiklefa og frystigám en síðan er kjötið flutt strax í frystihúsið í Hafnarfirði. Þessar yfírlýsingar eru því uppspuni og út í hött," sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á ummælum Pauls Watson og fulltrúa Monitor-samtakanna. Sagði hann, að vertíðinni hefði lok- ið 29. september og allt kjötið verið komið til Hafnarfjarðar 3. október. „Þetta sýnir hins vegar vel vinnu- brögð þessara manna og einnig það samspil, sem er á milli Monitor og Sea Shepherd. Ýmis umhverfís- vemdarfélög hafa svarið fyrir allt samband við Watson en þess ber að geta, að þessi sömu félög eru aðilar að Monitor-samtökunum," sagði Kristján Loftsson. / VIGAMÓÐ AP/Símamynd Herínn í Punjabhéraði á Indlandi var kallaður út í gær til bæla niður óeirðir sem brutust út eftir að fjórir síkar myrtu 24 hindúa á sunnudag. 646 menn hafa týnt Iífi í átökum í Punjab það sem af er þessu ári. Myndin sýnir herskáan síka, sem hefur dregið fram skjöld sinn og sverð og er reiðubúinn til átaka. Vopnasalan til íran: Reagan hvattur til að víkja embættismönnum úr starfí Washington, AP, Reuter. BANDARÍSKIR þingmenn lýstu ánægju sinni í gær vegna yfirlýs- ingar Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta um að skipa beri óháðan rannsóknardómara til að kanna vopnasölumálið til hlítar. Jafnframt hvöttu nokkrir áhrifa- miklir þingmenn forsetann til að víkja fleiri embættismönnum úr starfi. Dagblaðið The Washing- ton Post skýrði frá því í gær að greiðslur írana fyrir bandarísk vopn hefðu runnið til afganskra frelsissveita og Contra-skæru- liða í Nicaragua. George Bush varaforseti lýsti í gær yfír fullum stuðningi við vopna- söluna til íran en kvaðst ekki hafa vitað um að greiðslurnar hefðu far- ið í vasa skæruliða. Bush lagði áherslu á að tilraunir til að bæta samskiptin við írani hefðu hafíst þremur árum áður en Bandaríkja- menn voru teknir í gíslingu í Líbanon. Mjög er nú þrýst á Bandaríkja- forseta að víkja fleiri embættis- Sovétmenn fullsaddir af bjart- sýnisrausi o g embættismönnum - segir Yevtushenko, ljóðskáld og málsvari Gorbachevs Stokkhólmi, Reuter. GREIN eftir sovéska ljóðskáld- ið Yevgeny Yevtushenko, sem hefur verið dyggur talsmaður umbótastefnu Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkj- anna, birtist í gær í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter. Þar hvetur skáldið til þess að Sovétborgarar fái að fara fijálsir ferða sinna auk þess sem Yevtushenko segir almenn- ing í Sovétríkjunum búinn að fá sig fullsaddan af biðröðum og matvælaskorti. Greinin nefnist „Það sem Sov- étborgarar vilja í raun“. Yevtus- henko kveðst sannfærður um að almenningur myndi ekki flykkjast vestur yfir Jámtjaldið þótt ferða- lög til útlanda yrðu leyfð. Þá lýsir Yevtushenko því yfír að yfírvöld eigi að gefa þeim sem vilja flytj- ast frá Sovétríkjunum fararleyfí. „Fólk er orðið langþreytt á að þurfa að bíða í biðröðum eftir nauðsynjavörum. Biðraðir minna menn á stríðsárin," segir einnig í greininni. Yevtushenko bætir við að almenningur eigi rétt á að njóta lífsins gæða og nefnir sérstaklega skort á húsnæði og takmarkað framboð á tískuvamingi máli sínu til stuðnings. Þá fullyrðir skáldið að Sovét- menn hafí ævinlega verið áhuga- samir um vestræna menningu og hvetur til þess að heimiluð verði útgáfa erlendra bóka og hljóm- platna. „Sovétmenn vilja ekki lifa samkvæmt forskriftum embættis- manna og þeir kæra sig kollótta um bjartsýnisraus í stefnuyfírlýs- ingum kommúnistaflokksins," segir í greinin Yevgenys Yevtush- enko. Yevtushenko mönnum úr starfi vegna vopnasölu- málsins. Leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings hvatti Donald Regan, starfsmanna- stjóra Bandaríkjaforseta, til að segja af sér í gær. Er þetta í annað skiptið á jafnmörgum dögum sem Regan berst slík áskomn. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að embættismenn hefðu hugs- anlega blekkt Reagan forseta og ef svo væri ætti að refsa viðkom- andi mönnum. Weinberger lét þessi orð falla í útvarpsviðtali í Lúxem- borg og lagði jafnframt áherslu á að viðleitni Reagans til að bæta samskiptin við Iran hefði á allan hátt verið réttmæt. The Washington Post skýrði frá því í gær að greiðslur írana fyrir vopnin hefðu runnið inn á reikning bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) í Sviss. í blaðinu sagði að hálfur milljarður Bandaríkjadala hefði verið lagður inn á reikninginn og að þeir peningar hefðu m.a. runnið til afganskra frelsissveita og Contra-skæruliða. Fullyrt var að Bandaríkjaþing hefði samþykkt 250 milljóna dala fjárstuðning við skæruliða í Afganistan í leynilegri atkvæðagreiðslu og að Saudi- Arabar hefðu lagt sömu upphæð af mörkum. Sjá einnig fréttir á bls. 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.