Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.12.1986, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1986 Nú í DÝRTÍÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJÖRNU JÓLAKORTIN Tvær góðar til afþreyingar Bækur Frottesloppar frá kr. 1.790.- 8 gerðir — bundnir og með rennilás, hálfsíðir og FÁST í FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM SÍðir. lympíi LITBRA HF. SÍMAR 22930 - 22865 Laugavegi 26. s. 13300 - Glæsibæ. s. 31300 Jóhanna Kristjónsdóttir Harper í tvísýnu tafli Gissur Ó. Eriingsson þýddi Útg. Skjaldborg 1986. HARPER er brezkur ævintýramað- ur, sem á og rekur stóra skútu fyrir auðmenn við Bermúdaeyjar. Einn viðskiptavina hans, Nurul Khan frá Bangladesh, biður hann koma í heimsókn og heitir honum sumar- leyfi þar, engu öðru líku. Harper fer á staðinn og það stenzt á endum, fyrsta kvöldið er ráðherra myrtur að honum viðstöddum, skömmu síðar varpar hann sér útbyrðis til að bjarga ungri stúlku Mercedes, hvar þau eru að sigia í mestu mak- indum, hann að hitta Nurul Khan, hún að leita Mánablómsins. Þau eru handtekin og stúlkan pynduð, en síðan er Harper allt í einu sleppt og von bráðar er hann orðinn skipstjóri á gömlum ryðkláfi og siglir viðsjár- verðar kvíslir Ganges. Atburðimir gerast nær því á hverri síðu og flest- ir, sem verða á vegi Harpers eru margfaldir í roðinu og fáum að treysta. En Harper er sem betur fer ekki bara með tvísýnt tafl, hann sér ýmsa leiki fram í tímann og klórar sig út úr furðulegustu kröggum. Leiðir hans og Mercedes liggja aftur saman og þau taka til sinna ráða, afhjúpa eiturlyfjasmyglara, fínna Mánablómið og sleppa að lok- SPENNUSAGA ARS/NS HHinr LÍFSHÁSKI í LJÓNADAL M Hér er komin nýjasta skáldsaga breska met 'W söluhöfundarins Ken Folletts, sem meö.al annars er kunnur fyrir bækur sínar Þrenning, Lykillinn aö Rebekku, Nálarauga og Maðurinn frá Sánkti Pétursborg. Lífsháski í Ljónadal hefur komiö út víöa um heim, vakiö mikla athygli og veriö talin besta spennusaga ársins af gagn- rýnendum. í Lífsháska í Ljónadal er meistaralega ^ tvinnaö saman hraöa, spennu og ástar- ævintýrum þar sem ung bresk kona, franskur læknir og bandarískur blaðamaður lenda í óvæntum átökum og ævintýrum. Jk Njósnir, starfsemi skæruliða og mögnuö átök setja svip á þessa frábæru spennusögu snillingsins Ken Folletts. o VJUCArjljrtgafdl um sæmilega heil frá öllu saman. Þetta er spennusaga eins og hún gerist hressilegust.Framandleg dul- úð Austurlanda, ókyrrt stjórnmála- ástand og hörmung Bangladesh fléttast inn í, býsna haganlega.Og Bangladesh er heldur ekki eintóm eymd og harmur, þar er líka fegurð og þar er alþýðufólk gott og grand- vart. Siglingarsagan er skemmtileg og eiginlega var mig farið að langa til að sækja heim þetta land, að lestri loknum. Og Harper væri áreið- anlega spennandi í kynningu.En hann er sennilega kominn aftur til Bermúda og kannski búinn að gift- ast henni Mercedes. Þýðingin er nokkuð góð, en kápumyndin fannst mér ekki nógu skemmtileg. Allt fyrir þig eftir Danielle Steel Þýðandi:Skúli Jensson Útg. Setberg 1986. Það gildir hið sama um allar síðustu bækur Danielle Steel, að þær eru varla komnar úr prentsmiðjunni, þegar þær tróna á metsölulistum í Bandaríkjunum og Bretlandi og kannski víðar. Ég hef áður minnzt á nokkrar bækur Steel og reynt að skyggnast fyrir um ástæður vin- sældanna. í þessari nýju bók Allt fyrir þig, sem ég hafði áður lesið á ensku, gilda ámóta lögmál. Höfund- urinn hefur náð leikni í að segja sögu, þótt listræn tilþrif séu ekki til að hrópa húrra fyrir. En nokkurn veginn er hægt að ganga út frá því sem gefnu, að bók eftir Danielle Steel er þægileg lesning. í upphafínu segir frá Ward Thy- er, sem er ríkur og myndarlegur pabbastrákur. Hann kemst í kynni við Faye Price, sem er ein allra efni- legasta leikkonan í Hollywood. Þau fella hugi saman, en margt þarf að íhuga, á hún að fóma frægð og frama fyrir mann og böm? Og hvem- ig stendur á því að auðæfin em allt í einu gufuð upp og hjónabandið allt í vitleysu. Ward er veikgeðja og gefst upp og fer frá konu og fímm Danielle Steel, :»w4íí5 Marcus Aylward börnum þeirra. En Faye er ekki fisjað saman, hún fær tækifæri til að spreyta sig sem aðstoðarkvik- myndaleikstjóri og líður ekki á löngu unz Oscarsverðlaunin fara að streyma til hennar. Ward snýr heim og fyrir hvatningu Faye nær hann sér á réttan kjöl og hamingjan blas- ir við þeim. Þó er bókin varla hálfnuð. En bömin fimm eru að vaxa úr grasi. Þau em hvert með sínu móti og glíma við ólíklegustu vandamál. Foreldramir hafa vanrækt þau, með- al annars vegna starfa sinna og hvað þau vom upptekin hvort af öðm. Seinni hlutinn er raunsærri og betur gerður, að því er mér finnst, en rómantíski bríminn í fyrri hlutan- um. Þýðing Skúla Jenssonar er ágætlega gerð, eins og hans er vandi. Eins og ljóð =i s Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir: Eins og hafið. Útg. Vaka-Helgafell 1986. Hús í litlum bæ úti á landi, kom- ið að hmni og til óprýði í plássinu. Einhvem tíma gerðust skrítnir at- burðir í þessu húsi, jafnvel ævintýri — var ekki sagt að riddarinn hefði komið á hvíta hestinum að hitta draumadísina sína. En það hvílir einhver leyndardómur yfir öllum þeim útgáfum, sem ganga manna á meðal í bænum um húsið. Kannski draga íbúamir dám af húsinu. Em í álögum. Altjend em þeir í einhvers konar upplausnarástandi. Kannski vegna ytra ástands eða innri vanlíð- unar. Fríða lætur okkur um að komast að niðurstöðu um það, hvert og eitt vænti ég. Persónur hennar ení íbúamir í húsinu, margir, dregnir hörðum dráttum, virðast daufar útlínur við fyrstu kynni. En höfundir fyllir upp í mynd þeirra, hvers og eins hér um bil án þess að maður taki eftir því. Sagan virðist að mörgu leyti þraut- hugsuð þótt hún sé ekki viðamikil, né stór um sig. Stúlkan Svana er kannski ekki frumleg persóna, hún er konan sem alla tíð elskar þennan eina mann og lætur það gott heita þótt hún sæti ámæli og umtali og atlögum fyrir vikið. Hún hefur ekki sinnt bömum sínum vegna þessa manns, þótt hann sé faðir stúlkunnar Gullý. En þó Svana sé ekki nýstárleg sem slík em henni gerð afar hugþekk skil og dóttirin Gullý verður kannski bezta persónan í sögunni. Ég held, Fríða Á. Sigurðardóttir að Fríðu sé raunár mjög lagið að skrifa um böm og unglinga, það hefur komið fram í fyrri bókum hennar. Þetta fólk hefur búið í húsinu óratíma en nú hefur einn íbúanna móðgað eigandann, og þeim er öll- um sagt upp. Og hvað verður þá um þau? Geta þau átt sjálfstætt líf utan þessa húss? Eða byrjar lífið kannski þegar þau komast héðan? Á síðum sögunnar em mikil átök, þótt hljóðlát séu. Fólk og hús tvinn- ast ævintýralega saman. Fríða hefur ekki bara frásögnina á valdi sínu, heldur ekki siður stemmningu húss- ins. Eins og hafíð er kannski saga. Á mig virkaði hún eins og ljóð. Ljóð sem verður að lesa oft og segir allt- af eitthvað fleira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.