Morgunblaðið - 17.01.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
5
Alþjóðlegt skák-
mót á Egilsstöð-
um í sumar:
Verðlauna-
upphæðin
nemur 2,8
miljónum
ALÞJÓÐLEGT opið skákmót
verður haldið á Egilsstöðum dag-
ana 1. til 10. júní i sumar og er
heildarverðlaunaupphæð 2,8
miljónir króna. Mótið er á vegum
sveitarfélaganna á Austurlandi
og Jóhann Þórir Jónsson, sem
átti hugmyndina að mótinu og
sér um framkvæmd þess, segist
búast við að minnsta kosti 500
þátttakendum víðsvegar að úr
heiminum.
Verðlaunaféð, sem nemur alls 70
þúsund bandaríkjadölum eða 2,8
miljónum íslenskra króna, skiptist
á sjö styrkleikaflokka. Stærstur
hluti verðlaunanna verður veittur í
flokki þeirra sem hafa 2400 og
fleiri ELO stig, eða ein miljón króna,
og þar af eru fyrstu verðlaun 480
þúsund krónur, önnur verðlaun 240
þúsund krónur og þriðju verðlaun
120 þúsund krónur.
Verðaun verða einnig veitt efstu
keppendum í flokkum 2200-2399
ELO stiga, þar sem fyrstu verðlaun
verða 240 krónur,2000-2199 ELO
stiga þar sem fyrstu verðlaun verða
160 þúsund krónur, 1800-1999
ELO stiga þar sem fyrstu verðlaun
verða 160 þúsund krónur,
1600-1799 ELO stiga þar sem
fyrstu verðlaun verða 160 þúsund
krónur, 1400 til 1599 ELO stiga
þar sem fyrstu verðlaun verða 80
þúsund krónur og loks í flokki
þeirra sem hafa færri stig en 1400
en í þeim flokki eru fyrstu verðlaun
80.000 krónur. Fimm til átta efstu
menn í hverjum flokki fá verðlaun.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jóhann Þórir Jónsson að kynning
væri þegar hafin á mótinu erlendis
og hefðu sér borist um 300 fyrir-
spurnir frá erlendum skákmönnum
en skráningu fyrir erlenda þátttak-
endur á að ljúka 1. mars. Jóhann
sagðist búast við að minnsta kosti
500 þátttakendum í mótið.
Gott verð
í Þýska-
landi
ÁGÆTIS meðalverð hefur
fengist fyrir ísfisk í Þýska-
landi undanfarna daga, en
verðið er ennþá lélegt í Eng-
landi.
Tvö skip seldu í Grimsby í gær.
Karlsefni RE seldi 262 tonn fyrir
11 milljónir kr. og var meðalverð
því 41,81 kr. á kíló. Sólberg ÓF
seldi 117 tonn fyrir 8,5 milljónir
kr. Meðalverð 47,79 krónur.
Þijú skip seldu í Bremerhaven.
Engey RE fékk 11 milljónir kr.
fyrir 117 tonn og var meðalverðið
því 56,79 kr. Ottó N. Þorláksson
seldi 239 tonn á 12,3 milljónir,
meðalverð 51,34 kr. Þá seldi Víðir
HF 176 tonn á 10,7 milljónir.
Meðalverð 60,65 krónur.
Jón Baldvinsson RE er að selja
í Frakklandi í dag, laugardag.
^terkurog
U hagkvæmur
auglýsingamiðill!
JtorfwiriM&foit)
L.:25
Ráðlagöur Hæfilegur
Aldurshópur dagsskammtur mjólkurskammtur
ár (RDS)afkalkiímg (2,5 dl glös)
Böm1-10
'Unglingar 11-18
800
1200
Fullorönir karlar
ogkonur*
* Margir sérfræðingar telja að kalkþörf kvenna eftir tíðahvörf
sé mun hærri eða 1200-1500 mg/dag. Reynist það rétt er
hæfilegur mjólkurskammtur ekki undir 3 glösum á dag.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, íþróttamaður ársins:
..Æfi 6 tíma á dag
boröaréttog
drnkk irdkið af nijólk!’
„Þú kemst ekki á heimsafrekslista og setur ekki vel á annað hundrað
íslandsmet eða Norðurlandamet eins og Eðvarð án þess að hugsa um hvað þú
lætur ofan í þig“, segir þjálfari Eðvarðs, Friðrik Ólafsson. Með eftirtektarverðri
samvinnu og skipulegri uppbyggingu hefur þeim tekist að ná stórkostlegum
árangri og stefna enn hærra. Veigamikill þáttur þjálfunarinnar er heilbrigt
mataræði. Það hefur áhrif á alla starfsemi líkamans, hvort sem um er aö ræða
skaphöfn, taugaviðbrögð, styrk eða annað.
Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegu fæði allra þeirra sem hugsa um
andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hún er ótrúlega auðug uppspretta af fjölbreyttum
bætiefnum. Úr mjólkinni fáum við kalk, magníum, zink, A og B vítamín,
steinefni, amínósýrur og fjölmörg önnurefni, sem eru líkamanum
lífsnauðsynleg.
Vegna þessa mikilvægis mjólkurinnar verður aldrei of oft brýnt fyrir ungum
sem öldnum aö tryggja líkamanum nægilegt magn af mjólk eða
mjólkurmat á hverjum degi.
Hvað er hæfileg mjólkurdrykkja?
eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson
MJÓLKURDAGSNEFND
íþróttamaður ársins, Eövarð Þór
Eðvarðsson, sem hefur skipað sér
sess á meðal besta sundfólks í heimi
er vel meðvitaður um mikilvægi
mjólkur f alhliða likamsuppbyggingu.
Engir sætudrykkir geta komið í stað
mjólkurinnar. Mjólkeða mjólkurmatur
er sjálfsagður hfuti af hverri máltfð.
-ULVMiiAa