Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1987 Tannlækn- irinn Mikið er gott að vera kominn heim nefndist fimmtudagsleik- ritið. Höfundurinn er Ólafur Ormsson sem er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur í það minnsta þeim er hér ritar, því sjaldan skemmti ég mér betur við morgunkaffið en þegar Ólaf- ur tekur á rás hér á síðum um hverfi borgarinnar okkar góðu. Ólafur Orms- son hefir einhvem veginn lag á því að gæða sprangið persónulegri nánd þannig að í það minnsta undirritaður fylgir í fótsporin undir ilmandi krónur tijánna í Hlíðunum að vorlagi eða niðrá Hlemm þar sem iðandi mann- þröngin varpar ljóma á strætin. En hvemig tekst þá Ólafi Ormssyni til með leikskáldskapinn? Leikritið Mikið er gott að vera kom- inn heim lýsir tvennum hjónum. Annarsvegar tannlækninum Finni og konu hans Bám sem em nýkomin úr fímmhundruðþúsundkróna Evrópu- ferð. Fyrsta verk Bám er að hringja í bestu vinkonuna Jómnni er býr með kommanum Begga í tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum. Jómnn býður í matarveislu en þegar veislukertin em komin á borðið em þau Finnur og Bár? skilin, íbúðin þeirra á nauðungar- uppboði vegna stórfelldra skulda Finns sem hann kennir um hálfbyggða ein- býlishúsinu í Grafarvoginum. Ólafur virðist sum sé halda að hátekjumenn- imir safnist í Grafarvoginn sem er mikill misskilningur því þar er mikið um samhent lágtekjuhjón sem er nú reyndar önnur og meiri saga. En áfram með smérið. Þau Finnur og Bára láta sig, einsog áður sagði, vanta í matarveisluna og ætti Jómnni ekki að koma á óvart sú fjarvist því daginn áður hafði Bára mætt á tannlækna- stofuna hjá Finni og sat þá ekki Jómnn í stólnum þótt ekki væri nú búið að opna. Ég rek ekki frekar þráð þessa fímmtudagsleikverks Ólafs Ormssonar því ég vil alls ekki svipta verðandi hlustendur ánægjunni af að hlusta á verkið þegar það verður endurflutt í næstu viku en ég tel persónulega að verkið sé þess virði að eyða í það svona 45 mínútum. Þessa skoðun byggi ég fyrst og fremst á því að mér virðist sem Ólafur Ormsson hafí næmt auga fýrir kostulegu söguefni og kunni þá list að stefna fólki til óvæntra sam- funda. Gæti ég trúað að Ólafur Ormsson ætti erindi á hið sýnilega leiksvið með hinar kostulegu hug- myndir. Nóg er af alvarlegum leikrita- höfundum á landi vom er halda varla vatni yfir voli og víli heimsins. Að mínu mati sárvantar íslenskt leikhús skopleikjahöfunda er rýna íslenskan vemleika. Broadway-farsamir eiga því miður oft lítið erindi til íslenskra áhorfenda. En þótt ég hafí nú hrifíst af hinum kostulega söguþræði fímmtudagsleikrits Ólafs Ormssonar þá er ekki þar með sagt að ég telji hann fullnuma í listinni. Ólafur á margt ólært varðandi hin léttu og leik- andi tilsvör er einkenna magnaðan leiktexta. Og hér kviknar hugmynd: Á dögunum veitti Davíð Oddsson borgar- stjóri Leikfélagi Reykjavíkur vilyrði fyrir greiðslu launa fjögurra nýrra starfsmanna í tilefni 90 ára afmælis LR. Hvemig væri að ráða Ólaf Orms- son baksviðs svo hann mætti kynna sér nánar innviði leikhússins? Eins og sjá má af fyrrgreindum texta var undirritaður bara nokkuð ánægður með leikritið hans Ólafs Ormssonar en hvað um þá leikara er vöktu textann af prentsvertublundin- um? Sigurður Karlsson lék Finn tannlækni. Ég verð að segja eins og er að ég var mjög óánægður með frammistöðu þessa annars ágæta leik- ara. Heyrðist mér Sigurður stirðmælt- ur og samleikur hans og Margrétar Ákadóttur (Bára) stirðbusalegur, einkum í upphafsatriðinu þá þau hjón- in setjast við arineld minninganna í Breiðholtsíbúðinni. Eitthvað liðkaðist samleikurinn er hitnaði í kolunum undir lok leikritsins en ég er persónu- lega þeirrar skoðunar að flutningur fyrrgreinds fímmtudagsleikrits hafí lítt verið til sóma hinu metnaðarfulla Skúlagötuleikhúsi. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Rás 1: Sagt frá Nonna MH Klukkan hálf-tíu 9 30 í morgun hefst þátturinn í morgunmund á Rás 1. Um- sjón hans annast Heiðdís Norðfjörð, en í dag verður flutt dagskrá um rithöfund- inn Jón Sveinsson, eða Nonna, eins og flestir þekkja hann. Samantekt dagskrár- innar annaðist Odda Margr- ét Júlíusdóttir, en ásamt henni flytja hana þijú tíu ára böm. Þau heita: Aðal- heiður Konráðsdóttir, Hrönn Haraldsdóttir og Ómar Þ. Ámason. Lesin verða brot úr þeim bókum Nonna sem fjalla um bemsku hans og munum við fylgja honum frá Möðruvöll- um í Hörgárdal, þar sem hann fæddist, og Ákureyri, þar sem hann sleit bams- skónum, til borgarinnar við Sundið, Kaupmannahafnar. Rjthöfundurinn og Jes- úítapresturinn Jón Sveins- son, drengurinn Nonni, fæddist á Möðruvöllum hinn 16. nóvember 1857. Á Akur- eyri er heimili hans, Nonna- húsið, öllum opið — þökk sé hinum ágætu konum í Zonta-klúbbnum á Akureyri, en þær starfrækja það og Lalda minningu Nonna þannig í heiðri. Jón Sveinsson lést í Köln í Þýskalandi árið 1944, þar sem hann sat við skriftir á einum af orrustuvöllum Evr- ópu og í Köln er hann grafínn, fjarri fjörunni sinni við Eyjafjörð. RÚV Sjónvarp: Satyricon ^■BI I kvöld verður 00 40 sýnd Fellini- myndin Satyric- on, sem er ítölsk og frá árinu 1969. Myndin gerist á valda- skeiði Nerós og er Róma- veldi mjög farið að hnigna. Þessi mynd segir frá lífí nokkurra íbúa borgarinnar eilífu, en ólíkt flestum öðrum myndum er ekki fjallað um hið ljúfa (les: spillta) líf að- alsins, patríarkanna. Hér er fylgst með hinum lægra settu. Þrællinn Giton er ungur bráðlaglegur piltur í eigu Encolpíusar. Hann hverfur og Encolpíus hefur leit að honum. Giton lendir í mikl- um hrakningum fram og til baka, líkt og eigandi sinn leitandi. Tekið skal fram að atr- iði í myndinni eru hreint ekki við hæfi barna. /k UTVARP f) LAUGARDAGUR 17.janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tón- um. Umsjón: Hafdís Norð- fjörð. (Frá Akureyri). 10.00 Fréttir. . 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Oktett í Es-dúr op. 20 eftir Felix Mendelssohn. Smet- ana- og Janacek-kvartett- arnir leika saman. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.46 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á liðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Olafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllur- inn" eftir Patriciu Wrightson í leikgerð Edith Ranum. Annar þáttur: Leyndarmálið mikla. Þýðandi: Hulda Val- týsdóttir. Leikstjóri: Þórhall- ur Sigurðsson. Leikendur: Árni Benediktsson, Einar Benediktsson, Stefán Jóns- son, Þórður Þórðarson, Jón Aðils, Ásdís Þórhallsdóttir og Brynja Birgisdóttir. Sögu- maður: Margrét Guð- mundsdóttir. (Áður útvarpað 1976). 17.00 Að hlusta á tónlist. Fimmtándi þáttur: Hvað er sjaconna? Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 Islenskt mál. Gunnlaugur Helgason flytur þáttinn. 18.16 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Skriðið til skara. Þáttur í umsjá Halls Helga- sonar og Davíðs Þórs Jónssonar. 20.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- SJÓNVARP ■O. LAUGARDAGUR 17. janúar 14.55 Enska knattspyrnan — Bein útsending Newcastle — Tottenham 16.45 Ég vil lifa (Nature of Things: Myn Goal is to Live) — Kanadísk heim- ildamynd um hugrakka konu sem þjáist af band- vefsbelgvexti en svo nefnist arfgengur og hættulegur öndunarfærasjúkdómur. Þýðandi og þulur Jón 0. Edwald. 17.10 íþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. 18.35 Ævintýri frá ýmsum löndum Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Helga Jónsdóttir. 19.00 Gamla skranbúðin (The Old Curiosity Shop) — 7. þáttur. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í tíu þáttum, gerður eftir sam- nefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Stóra stundin okkar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Lottó 20.35 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) — 4. þáttur. Bandarískur gaman- myndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýð- andi Guðní Kolbeinsson. 21.05 Með lóggum skal land byggja (Law and Disorder) — Bandarísk bíómynd í léttum dúr gerð árið 1975. Leik- stjóri Ivan Passer. Aðalhlut- verk: Ernes Borgnine, Caroll O'Connor og Karen Black. Ibúar í hverfi einu í New York stofna hjálparsveit til að stemma stigu við glæpa- faraldri í hverfinu. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.40 Satyricon ftölsk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Federico Fellini. Aöahlutverk Martin Potter, Hiram Keller, Salvo Randone og Max Born. Sögusviðið er Róm um daga Nerós. Ungur maður tapar þræli sínum og er sá honum mjög kær. I leit sinni að horfnum vini ratar hinn ungi Rómverji í undarleg ævintýri og ótrúlegustu mannraunir. Þýðandi Steinar V. Árnason. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.50 Dagskrárlok STÖDTVÖ LAUGARDAGUR 17. janúar 16.00 Hitchcock. Bandarískur sakamálaþáttur. 17.00 Stríðsleikir (War Gam- es). Davíö er venjulegur unglingur, en hann hefur aðeins eitt áhugamál: tölv- una sína. Með hennar hjálp situr hann á sama stað, en er samt að feröast, breytir einkunnum sínum í skóla- tölvunni og leikur sér að alls konar leikjum sem ekki eru enn komnir á markaöinn. Hann kemst í alvarlega klipu þegar hann kemst inn á ónafngreint tölvukerfi með spennandi stríösleikjum. Þessi leikur reynist þó ekki ætlaður eirðarlausum ungl- ingum. Gúmmibirnirnir. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur lögregluþáttur. 20.45 Ljós í myrkri (Second sight — A love story). Bandarísk bíómynd. í aöal- hlutverkum eru Elisabeth Montgomery, Barry New- man og Nicholas Pryor. Alex hefur verið blind frá þvi á táningsárunum og neitað allri hjálp. Hún trúir því ekki að hún geti verið elskuð eins og hún er og iokar sig inni í sínum örugga og dima heimi. Allt þetta breytist þegar hún hittir Richard og nýr heimur opnast fyrir henni. 22.15 í greipum dauðans (First Blood). Bandarísk kvik- mynd frá 1984 með Sylvest- er Stallone í aðalhlutverki. John Rambó er fyrrum her- maður, sem fékk æðstu viðurkenningu fyrir frækn- leik í Víetnam. Hann hefur verið leystur undan þjón- ustu, en samlagast borg- aralegu samfélagi illa. Lögreglustjóri smábæjar nokkrurs telur að um venju- legan flæking sé að ræða og fer með Rambó sem slíkan. Þar skjátlaöist hon- um, eins og hann og þjóövaröliöið fá svo sannar- lega að súpa seyðið af. 23.45 Fangavörðurinn (Fast Walking). Bandarísk kvik- mynd frá 1981 með James Woods, Kay Lenz, Tim Mclntire og Robert Hooks í aðalhlutverkum. Miniver (Woods) er rólyndur fanga- vörður sém stendur oft í ströngu í starfi sínu. Mest- um erfiðléikum veldur þó frændi hans. Hann virðist samviskulaus með öllu og svífst einskis til að ná sér niöur á Miniver. Leikstjóri er James B. Harris. 01.40 Myndrokk. Hundrað vin- sælustu lögin í Evrópu. Stjórnandi er Eric De Svart. 04.00 Dagskrárlok. son. 20.30 Piazza Navona, torg í Róm. Einar Ólafsson rithöf- undur. 21.00 íslensk einsöngslög. Garðar Cortes syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson og Sigfús Halldórsson. Krystyna Cort- es leikur með á píanó. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomu. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir. 00.05 Míðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 17. janúar 9.00 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannesdóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlíst, iþróttir og sitt- hvað fleira. Umsjón: Sigurð- ur Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka i tali og tónum. 18.00 Hlé 20.00 Kvöldvaktin. Gunnlaug- ur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ás- geiri Tómassyni. 3.00 Dagskrárlok SVÆÐISUTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera Þáttur fyrir unglinga og skólafólk um hvaðeina sem ungt fólk hefur gaman af. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. 989 BYLGJAN LAUGARDAGUR 17. janúar 08.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og 10.00. 12.00—12.30 f fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vinsdóttir og Randver Þorláksson bregða á leik. 12.30-15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel i góðu stuöi enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Ásgeir Tómas- son á laugadegi. Léttur laugardagur meö Ásgeiri, öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir kvöld- ið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA Kristileg útvarpistU, FM 102,9 LAUGARDAGUR 17.janúar 13.00—16.00 Skref i rétta átt, nýr þáttur þeirra félaga Þor- valdar Daníelssonar, Magnúsar Jónssonar og Ragnars Schram. 16.00—18.00 Léttir sprettir, í umsjón Johns Hansen. 18.00—20.00 Á rólegu nótun- um með Eiríki Sigurbjörns syni. 20.00—22.00 „Vegurinn til Parísar". Þáttur í umsjón Ólafs Jóns Ásgeirssonar. Óli leikur fyrir okkur kristi lega tónlist og segir okkur frá þeirri stóru gjöf sem Jes ús Kristur er fyrir alla þá sem við honum taka. 22.00—24.00 Kvöldstund. Lit- ið i ritninguna og heilagur andi ræður ferðinni. 24.00—03.00 Næturhrafnarn ir, Hafstein Guðmundsson og Johns Hansen, stytta okkur stundir með blandaðri tónlist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.