Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir ÓLA BJÖRN KÁRASON
Með auglýsingu hámarksvaxta hefði
Seðlabankinn unnið gegn stefnu ríkisstjórnarinnar
Alþingi veitti undanþágu frá okurlögunum árið
1983 og staðfesti í raun að okurlögin væru úrelt
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
JÓHANNES
NORDAL
DÓMUR Hæstaréttar í
okurmálinu svokallaða kom
líklegast flestum ef ekki
öllum á óvart. Niðurstaða
dómsins er sú að frá
ágústmánuði 1984 og allt til
loka árs 1985 hafi engir
hámarksvextir verið í gildi
og því refsiheimild
okurlaganna ekki fyrir
hendi.
í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur orðið
grundvallar breyting á stjóm peningamála,
og skiptir kerfísbreytingin í vaxtamálum,
sem vikið verður að síðar, mestu. Þegar í
upphafi lýsti ríkisstjómin því yfír að gerðar
yrðu breytingar á bankamálum og síðustu
daga fyrir jólaleyfi 1983 veittu alþingismenn
undanþágu frá okurlögunum. Þá þegar var
mönnum orðið ljóst að okurlögin væm úr-
elt. Matthías Á. Mathíesen, þáverandi
viðskiptaráðherra, ætlaði að afnema okur-
lögin í kjölfar aukins vaxtafrelsis, en honum
vannst ekki tími til þess. Eftirmaður hans
Matthías Bjamason, féll hins vegar frá þess-
um áformum, eftir að okurmálið, svokallaða,
kom upp í nóvember 1985.
í framsöguræðu fyrir Seðlabankafrum-
varpinu 5. febrúar á síðasta ári sagði
viðskiptaráðherra að nauðsynlegt væri að
breyta gildandi ákvæðum okurlaga til sam-
ræmis við ákvæði frumvarpsins um vaxta-
frelsi: “Hefur verið ákveðið að leggja til að
ákvæðin verði færð í fmmvarp til vaxtalaga
sem lagt verður fyrir Alþingi innan skamms.
(Fmmvarpið hefur ekki enn komið fram og
er raunar í vinnslu í ráðuneytinu, innsk.
Mbl) Ákvæði þessa fmmvarps gera ráð fyr-
ir að innlánsstofnanir muni við gildistöku
nýrra seðlabankalaga njóta frelsis til að
ákveða vaxtakjör sín nema Seðlabanki telji
nauðsynlegt að nota heimild sína í 10 gr.
seðlabankafrv. (Með því getur bankinn grip-
ið inn í vaxtaákvarðanir ef vaxtamunur
verður óhóflegur eða raunvextir hærri en í
viðskiptalöndum, innsk. Mbl) Að öðm leyti
verði lánamarkaðurinn bundinn í vaxtaák-
vörðunum sínum af hæstu útlánsvöxtum
banka og sparisjóða eins og þeir verða
skráðir hjá Seðlabanka á hverjum tíma nema
sérlög mæli á annan veg.“
Okurlög og vaxtafrelsi
ósamrýmanleg
Yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar,
forsætisráðherra, vegna dóms Hæstaréttar
hafa verið óvenjulegar. Hann hefur sakað
yfírmenn Seðlabankans um vanrækslu og í
fyrstu krafðist hann opinberrar rannsóknar
á starfsemi bankans, en hann hefur tekið
hefur verið óvenju harðorður í
garð Seðlabankans, en hann
telur bankann bera ábyrgð á því
hvernig fór f okurmálinu.
Ef Seðlabankinn hefði ákveðið
og auglýst hámarksvexti hefði
hann verið að vinna gegn stefnu
og vilja ríkisstjórnarinnar.
um og hallarekstrar í ríkisbúskapnum og
hins vegar vegna samdráttar í afla og erfið-
leika á útflutningsmörkuðum.
Aðgerðir stjómarinnar í ríkisfjármálum,
peninga- og lánamálum miðuðu að því að
draga úr þenslu, með því að fresta ríkis-
framkvæmdum, lækka útgjöld ríkis, breyta
skipulagi í ákvörðun vaxta, eins og síðar
verður vikið að, hækka almenna sparisjóðs-
vexti um 2%, auka heimild Seðlabankans
til innlánsbindingar, sem þó var ekki nýtt,
og takmarka erlendar lántökur innlánsstofn-
ana. Með breytingum á vöxtum átti að
hvetja til aukins spamaðar og draga úr
útlánum til neyslu og fjárfestingar. Þá var
auknu lánsfé beint til útflutningsatvinnu-
veganna, með tilfærslu afurðalána til
bankanna og þau hækkuð. Auk þessa vom
ýmsar ráðstafanir gerðar í málefnum sjávar-
útvegsins, sem ekki verða raktar hér.
Ríkisstjórnin
gekk lengra
í fréttatilkynningu ríkisstjómarinnar seg-
ir um vexti: „Ríkisstjómin vill hvetja til
aukins spamaðar og er því samþykkt að
Seðlabankinn hækki vexti af almennum
sparisjóðsbókum tímabundið um 2%. Jafn-
framt veitir Seðlabankinn innlánsstofnunum
svigrúm til sjálfstæðrar ákvörðunar annarra
innlánsvaxta og útlánasvaxta, en þess verði
þó gætt, að þetta leiði ekki til aukins vaxt-
amismunar. “
Samkvæmt þessu var bönkum og spari-
sjóðum heimilt að ákveða inn- og útláns-
vexti, að undanskildum almennum spari-
sjóðsbókarvöxtum, vöxtum afurðalána og
dráttarvöxtum, sem Seðlabankinn ákvað.
Ákvarðanir innlánsstofnana vom þó háðar
samþykki Seðlabanka. Seðlabankinn ákvað
Árangur af f rjálsrœAinu 1984 kom m.a. annars f ram í því
að sparifó bar í fyrsta skipti jákvœða raunvexti f heild frá
sjöunda áratugnum. Vextir af almennum sparisjóðsbókum
voru neikvœðir um 16% árið 1982 og um 21,8% 1983.
Árið eftir voru þeir jákvæðir um 1,2°/o, en 1985 neikvæðir
um 12% og á síðasta ári um 2,8%.
þá kröfu til baka. Forsætisráðherra er ekki
sjálfum sér samkvæmur og bera yfírlýsing-
ar hans keim af komandi kosningabaráttu
og endurspegla skoðanaágreining innan
ríkisstjómarinnar. Ætlun viðskiptaráðherra
um að afnema okurlögin ber þess vitni að
menn gerðu sér grein fyrir því að ákvæði
þeirra laga og frelsi innlánsstofnana í vaxta-
málum em ósamrýmanleg. Þetta var eða
mátti öllum vera Ijóst, ekki síst ráðhermm.
Ríkisstjómin samþykkti á fundi 30. júlí
1984 umfangsmiklar ráðstafanir í efnahags-
málum. Þrátt fyrir mikinn árangur undan-
gengna 12 mánuði, vom blikur á lofti.
Fyrstu sex mánuði ársins hafði innflutning-
ur aukist meira en reiknað hafði verið með
og vom horfur á að viðskiptahalli yrði 4%
af þjóðarframleiðslu í stað 2%, eins og fyrri
spár gerðu ráð fyrir. Þetta ásamt erfiðleik-
um í sjávarútvegi, einkum togaraútgerðinni,
knúði ríkisstjómina til aðgerða. Mikill við-
skiptahalli og erfíðleikar í sjávarútvegi
stefnu að óbreyttu árangri í efnahagsmálum
í hættu.
í fréttatilkynningu ríkisstjómarinnar 30.
júlí segir að orsakir þessa vanda séu annars
vegar vaxandi eftirspurnarþensla innan-
lands, vegna jafnvægisleysis í peningamál-