Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 21 ÞAÐ ER EKKERT GLER Á fimm ára afmæli óperuhúss við Ingólfsstræti eftir Þorstein Gylfason Einlægasti óperuvinur sem ég þekki er fimm ára. Upp á síðkast- ið hefur Aida verið eftirlætið hans. Hann frétti að von væri á henni. Nú byggir hann kastala og svo tekur hann plastfólk sem hann á og raðar því saman í sveitir Egypta og Eþíópíumanna. Þar eru þeir Amonasro ofe Radames hvor á sínum stað. Svo er piluð plata: Radames himinlifandi yfír Aidu og vill hún verði konan sín, Amon- asro reiður við hana og ætlar að fara í stríð. Þetta er mikil skemmtun, og vinir þessa vinar míns hafa lært af honum leikinn með glöðu geði. Einn þeirra spurði á dögunum þegar leikurinn stóð sem hæst: Hvað er eiginlega óp- era? Svarið hófst á þessa leið: Hún er æðisleg. Það er ekkert gler. Ópera er vissulega æðisleg. En hún er dýr. Það kostar til dæmis rúmar sjö milljónir króna að svið- setja Aidu í Islensku óoperunni, og svo mátti sjá Aidu fyrir ekkert á nýársdag, inni á gafli hjá sér í gegnum gler. Samt er þessi fjár- hæð ekki nema brot af því sem það kostar að efna til óperusýn- ingar í öðrum löndum. Þar er það líka algengast að óperuhús afli sjálf ekki nema tíunda hlutans af því sem það kostar að reka þau með einhverjum brag. Hinir níu eru styrkir frá ríki, byggðum og fyrirtækjum. Það þykir því krafta- verki líkast víða um lönd að íslenska óperan skuli afla 70 — sjötíu — hundraðshluta af tekjum sínum sjálf. Ríkið hefur lagt af mörkum 20% af tekjum hennar til þessa. Þeim 10% sem þá eru eftir hefur Óperan tapað á rekstr- inum, með þeim afleiðingum að hún skuldar nú, á fímm ára af- mæli óperuhússin’s, um 10 milljón- ir króna. Mér skilst það sé sama fjárhæð og efnafólk borgar fyrir dálítið veglegt einbýlishús. Kraftaverkin eru fleiri en þetta eitt. Annað er að þessi þjóð, ekki stærri en hún er, skuli eiga sér svo ágæta söngvara að hér sé hægt að sýna hveija óperuna af annarri eins og ekkert sé, og það með fullum sóma. Þriðja krafta- verkið er að þessi ungi og óharnaði félagsskapur sem ís- lenska óperan er skuli eiga sér hús. Það voru eins og allir vita þau Helga Jónsdóttir og maður hennar Sigurliði Kristjánsson kaupmaður sem gáfu Óperunni mikla fjárhæð. Gjöfín gerði það kleift að kaupa Gamla bíó og breyta því í óperuhús. Þau veittu líka jafnháum fjárhæðum til Borgarleikhúss í Reykjavík, Lista- safns ríkisins og Háskóla íslands. Þessi rausn á sér engan líka á íslandi, hvorki fyrr né síðar. Það er mikið af auðæfum í heiminum sem enginn fær að nota til göf- ugra hluta. Það er ennþá meira um fólk — þar á meðal listafólk — sem fær ekki að njóta sín af því það vantar peninga. Og því miður heyrir það til kraftaverka að til að mynda góðri list hlotnist miklir peningar. Að vísu er allt sem nú er talið ekki nema hálf sagan um Islensku óperuna. Óperan varð fyrst til, og heldur áfram að vera til enn sem komið er, fyrir ótrúlegar fómir þeirra sem að henni standa. Þar er þrælað frá morgni til kvölds, og oft fram á rauða nótt, fyrir ótrygg laun og stundum engin. Þetta mæðir mest á söngvurun- um, jafnt kór sem einsöngvurum. Óperan berast í bökkum dag af degi. Satt að segja líður hún sára nauð. Samt er gengið hér til verka af stakri gleði. Vinnugleðin á sér eina uppsprettu öðrum fremur; ewftir fimm ára starf teljum við okkur vita það að þessi mikla vinna — sem ætti að vera orðin leiðinleg fyrir löngu — ber mikinn árangur. Svo virðist sem Óperunni hafí tekizt það sem hana dreymdi um í öndverðu: að setja á svið óperusýningar sem stæðust fylli- lega samanburð við þær sem tíðkast í öðrum löndum. Með fómum hefst það, og líka með metnaði. Metnaðurinn veldur því meðal annars að Óperan fær ágætustu atvinnumenn úr fræg- um óperuhúsum til verka, einkum æfíngastjóra og hljómsveitar- stjóra. Og þetta góða fólk kyndir svo undir fyrir sitt leyti. Það kem- ur í ljós að það trúir ekki sínum eigin eyrum að svona góður söng- ur fari fram í litlu kvikmyndahúsi á hjara veraldar. Það kemur aftur og aftur. Til að mynda er Aida þriðja óperan sem Gerhard Deck- ert, úr Ríkisóperunni í Vínarborg, stjómar í Reykjavík. Gagnrýnend- ur hafa líka borið mikið lof á allt þetta starf, og áhorfendur tekið því með þakklátum fögnuði. Tón- listárfrömuður í Austurríki skrif- aði á þessa leið um Töfraflautuna haustið 1982: „Töfraflautan er afburðavinsæl ópera, og fyrir vikið hættir ópem- húsum til að láta hana sjá um sig. í Reykjavík var það nú eitt- hvað annað! Fyllilega samhæfður söngflokkur, útsmogin leikstjóm, skarpviturleg hljómsveitarstjóm, frábær Mozarthljómsveit: allt er á eina bók lært, og hlutdéild áhorfenda er líka öldungis eftir- tektarverð. íslenzkan, sem er mjög sönghæft mál, virðist eiga sinn þátt í velfamaði sýningarinn- ar.“ Haustið 1986 birtust mikils- verðar lofgjörðir í norrænum blöðum um sýningu Óperannar á II Trovatore. „íslenska óperan er glitrandi perla," sagði danskur gagnrýnandi í Morgunblaðinu. Þegar vel gengur dreymir okk- ur stóra drauma. Okkur dreymir um að geta gert áætlanir svolítið fram í tímann í stað þess að lifa á hriflingabjörgum ár frá ári, í tómri óvissu um hvað bíður okk- ar. Kannski við fáurri bráðum að gera almennilega áætlun til þriggja ára eða svo, og getum þá ráðið söngvara til þeirra verka sem þar stæðu og goldið þeim full laun þennan tíma. Annar draumur er að stækka leiksviðið. Við höfum látið reikna það út að fullnægjandi svið með tumi þyrfti ekki að kosta nema 67 milljónir króna í byggingu, og að fyrír annað eins til viðbótar mætti bæta allt húsið í hólf og gólf að það yrði fullnægjandi til flestra hluta. Þegar ég segi við og tala um okkur er ég ekki að tala í nafni íslensku óperannar fyrst og fremst, heldur í nafni allra ópera- gesta. Óperahús er á endanum eitt hljóðfæri, og á það spila menn eins og Mozart eða Verdi. Hver einasti óperagestur, sem sjáandi sér og heyrandi heyrir, er lifandi partur af þessu hljóðfæri. Hér er ekkert gler. Eins er hann ekki nema lítill partur af lífínu sem hann lifír. Þar er vonandi ekkert gler heldur. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Hún vetningafélagsins Átján sveitir taka þátt í sveita- keppninni og er lokið 4 umferðum. Staða efstu sveita: Guðni Skúlason 86 Cyras Hjartarson 79 Steinn Sveinsson 78 Kári Sigurjónsson 77 Eggert Einarsson 76 V aldimar Jóhannsson 73 Næstu 2 umferðir verða spilaðar á miðvikudaginn kemur kl. 19.30 í Félagsheimili Húnvetningafélags- ins í Skeifunni. Hreyfill — Bæjarleiðir Fjórar umferðir era búnar í aðal- sveitakeppninni og er staða efstu sveita þessi: Jón Sigtryggsson 91 Sigurður Olafsson 80 Gísli Sigurtryggvason 70 Jón Sigurðsson 66 Kristján Jóhannesson 63 Alls taka 11 sveitir þátt í keppn- inni. Fimmta umferð verður spiluð á mánudag kl. 19.30 í Hreyfils- húsinu, 3. hæð. Bridsfélag Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar Vetrarstarfið hófst 16. septem- ber sl. með fisléttum tvímenningi. Lokastaðan: Jónas — Hörður 123 Einar — Sigurður F. 119 Búi —Gísli 115 Úrtökumót vegna Austurlands- móts í tvímenningi þijú kvöld: Aðalsteinn — Sölvi 1026 Kristján — Sigurður H. 932 Auðbergur — Guðgeir 896 Landstvímenningur, 16. október: Jóhann — Hafsteinn 176 Guðmundur — Jónas 174 Kristján — Bogi 173 Nýliðakeppni fór fram 4. nóv- ember og mættu aðeins 3 með nýliða: Hallgrímur — Sigurður 154 Rúnar Olsen — Auðbergur 137 Sigurbjörg — Ingibjörg 137 Fjögurra kvölda meistarakeppni var spiluð 11. nóvember til 9. des- ember: Jóhann — Hafsteinn 1189 Kristmann — Magnús 1169 Aðalsteinn — Sölvi 1134 Konfektkassatvímenningur 16. desember: Garðar — Garðar 234 Rúnar — Andrés 233 Gísli — Guðni 229 Jólamót 29. desember: Ásgeir — Friðjón 193 Bjarni — Hörður 185 Jóhann — Hafsteinn 173 Sjötta janúar sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur og urðu úrslit þessi: A-riðill: Svala — Ingibjörg 121 Sölvi — Kristján 117 Aðalsteinn — Svavar 116 Sigurður — Einar 116 B-riðill: Bjami — Hörður 96 Jóhannes — Atli 95 Haukur — Búi 94 (Umsjónarmaður þáttarins hvetur Austfírðinga til að lúta heyra tíðar frá sér og láta föðumöfn spil- ara fylgja með.) FLUGÁHU6A- Flugskólinn Flugtak efnir til bóklegs einkaflugmannsnámskeiðs sem hefst hinn 2. febrúar nk. Námskeiðið stendur yfir í u.þ.b. 10 vikur og fer kennsla fram á kvöldin. Einnig hyggst skólinn halda sérnám- skeið í bóklegum og verklegum greinum fyrir fólk á aldrinum 30 ára og eldri, ef næg þátttaka fæst. Nemendum býðst nú eftirfarandi greiðslufyrirkomulag á námskostn- aði: Einnig fer fram á vegum skólans kennsla fyrir verklegt atvinnuflugmannspróf og blindflugs- áritun. Flugskólinn Flugtak er nú einn elsti starfandi flugskóli landsins og hefur á sínum vegum góðar flugvélar og flugkennara með yfir- gripsmikla þekkingu og reynslu. 1. Einliðapróf (sóló) á allt að 6 mánaða greiðslukjörum. 2. Einkaflugmannspróf ásamt bóklegu nám- skeiði á allt að 12 til 18 mánaða greiðslu- kjörum. 3. Einkaflugmönnum býðst nú að taka vélar skólans á leigu fyrir laegra verð en áður. FLUG ER HEILLANDI TÓMSTUNDAGAMAN FYRIR FÓLK Á „ÖLLUM“ ALDRI Líttu inn hjá okkur, það er alltaf heitt á könn- unni, eða hringdu í síma 28122 og fáðu nánari upplýsingar. MeÖ bestu kveÖju FUJGTAK FhtgskóK gamla flugturninum, Reykjavíkurflugvelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.