Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Alþjóðlegl rúmtak
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Sú ásókn í myndlistarskóla,
sem nú stendur yfir, á vafalítið
eftir að skila af sér allnokkrum
dugandi og metnaðarfullum mál-
urum, teiknurum, grafíkerum og
myndhöggvurum.
Þó verður ekki ennþá séð fyrir
með öilu, hvers konar listamenn
þetta verða, hvort þeir leiti fanga
í umhverfí sitt eða líti heiminn í
gegnum gleraugu útlendra list-
jöfra.
Tíminn sker úr því sem öðru,
en harla þykir mörgum það nei-
kvæð þróun að sjá nútímalista-
söfn vestan hafs og austan
stöðugt líkjast hvert öðru meira
og meira. Stórsýningar eru að
vera líkt og markaðstorg höndl-
ara með myndlist, þar sem þeir
einir fá að vera með, sem falla
inn í ijarstýrt hagkerfí dagsins.
Hér verða sveiflur æ tíðari með
aukinni tæknivæðingu íjölmiðla.
Listin er strax komin inn í stofu
hjá hinum almenna borgara,
hvort sem honum líkar betur eða
verr og hvort sem það er í formi
beinna myndlistarþátta, auglýs-
inga eða annars, sem dregur dám
af tíðarandanum í listinni hveiju
sinni.
Þeir, sem rita um myndlist í
virtustu tímarit heimsins, eru í
sívaxandi mæli famir að benda á
þessa þróun í skrifum sínum, jafn-
framt því sem ýmsum áhrifavöld-
um í listheiminum stendur alls
ekki á sama. Nú eru listtímarit
beint og óbeint kostuð af list-
höndlurum, svo að þannig er verið
að tala á móti ríkjandi stefnu.
Menn taki einungis eftir því, hve
samræmið er mikið á milli greina
í ritunum og auglýsinga frá list-
galleríum. Engum skyldi detta í
hug, að hann rati á síður þessara
blaða fyrirhafnarlaust og fyrir
verðleikana eina og upphafna
hugsjón. Slíkt er ekki nútímalegt
og mun trúlega nefnast fordild
og íhaldssemi á máli viðkomandi.
En skyldi ekki þessi þróun ein-
mitt leiða til þess að vekja upp
andhverfu sína svo sem jafnan í
listinni, þannig að einn góðan
veðurdag verði það nútímalegt
að vera sem ólíkastur öllum hin-
um?
Að sjálfstæði og sérkenni þjóða
verði vísað til öndvegis? Það ætti
að vera meira en trúlegt.
En eitt mun hér alveg víst, að
ef listin er ekki sprottin af innri
þörf gerandans og áhrifum úr
nánasta umhverfí ásamt því að
Peugeot 205. „Besti bíll í heimi“
Peugeot 205 hefur verið valinn „besti bíll í heimi"
annað árið í röð af hinu virta þýska bílablaði
„Auto Motor und Sporf'.
Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi,
öryggi og sparneytni betur en nokkur annar bíll í sínum
verðflokki að mati kröfuharðra Pjóðverja.
Peugeot 205 er framdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill
og hljóðlátur.
Komið, reynsluakið og sannfœrist.
Verð frá kr.: 305.000.-
Peugeot 309.
Nýr bíll frá Peugeot
Við bjóðum velkominn til íslands nýjan glœsilegan
fulltrúa frá Peugeot, Peugeot 309.
Miklar rannsóknir og reynsla af Peugeot 205,
hárnákvœm vinnubrógð, því hann er að mestu settur
saman af vélmennum, tryggja hátœknileg gœði.
Peugeot 309 er 5 dyra framhjóladrifinn og með
fjöðrun í Peugeot gœðaflokki. Pað ásamt eyðslu -
grönnum vélum og lágri bilanatíðni gera 309 að bíl fyrir
íslenskar aðstœður.
Verð frá kr.: 386.200.-