Morgunblaðið - 17.01.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 17.01.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 23 endurspegla persónu hans, upp- lag og menntun, býr hún hvorki yfír mikilli lífsmögnum né miklum lífslíkum til lengdar, hversu vel sem hún er fram borin. Hér er enginn að mæla með einangrun né nesjamennsku og því síður þjóðlegri kostagerð landslagsins, því að umhverfí nútímamannsins býður upp á svo ótal marga möguleika. En þetta spursmál er harla áleitið, hvort menn eigi að vera trúir sinni eigin listrænu og mót- uðu sannfæringu eða einhverra úti í heimi og taglhnýtinga þeirra í nánasta umhverfí. Þessar hugleiðingar bera svip af því, að þetta er fýrsti list- dómur minn á árinu og svo er ég nýkominn úr skoðunarferð í New York og Ffladelfíu þar sem ég varð áþreifanlega var við hve nútímalistin er í nánum tengslum við umhverfíð. Ósjálfrátt kom því allt þetta og margt fleira upp í huga mér við skoðun sýningar Jóns Sigur- pálssonar í galleríinu Svart á hvítu, við Óðinstorg. Allt er þar prýðilegt, slétt og fellt og líkast því sem listaspíran hafí byijað á efstu hæðinni í margra hæða byggingu. En það virðist vera mögulegt að fá list- rænt fjárfestingarleyfí fyrir slíku, þótt undir sé tómarúm. Til að orðaleikurinn skiljist til hlítar vísa ég til þess, að íjárfest- ingarleyfí fékkst fyrir fimmtu hæð Morgunblaðshússins á sínum tíma, en áður en bólaði á leyfí fyrir hinni fjórðu og var þá úr vöndu að ráða um áframhaldið, enda engir listsagnfræðingar meðal byggingameistaranna! Sýning Jóns Sigurpálssonar er verð allrar athygli, vel úr garði gerð, myndmálið alþjóðlegt og kemur mjög kunnulega fyrir sjón- ir, en einhvemveginn virðist þetta ekki nóg. Og þó má vel vera, að listamað- urinn ungi hafí fundið sitt myndmál í upphafi og eigi eftir að rækta hér vel og skilmerkilega sitt hlutverk. Það gerði og að sjálfsögðu þessar hugleiðingar mínar ómerkar og tæki ég þá ofan fyrir honum. Ólafsvík: Nýr bæjarrit- ari ráðinn Ólafsvfk Bæjarritaraskipti urðu hér í Ólafsvík um áramótin. Jónína Kristjánsdóttir sem verið hefur bæjarritari síðastliðin tvö ár sagði starfi sínu lausu skömmu fyr- ir jól og óskaði útgöngu á áramót- um. Starfíð var þá auglýst og sóttu fjórir um. Nú hefur verið ráðinn til starfans Ólafur Amfjörð formaður Alþýðuflokksfélags Olafsvíkur. Helgi Vterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sjúkraflutninga- námskeið Borgarspítalinn og Rauði kross íslands efna til sjúkraflutninganámskeiðs dagana 30. mars—10. apríl nk. Kennsla fer fram að mestu í Borgarspítal- anum frá kl. 8—17 daglega en eftir það gefst þátttakendum kostur á veru á sjúkra- og slysavakt Borgarspítalans og Slökkvistöðvar Reykjavíkur. Innritun og nánari upplýsingar á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 21, R., s. 91-26722, (Ásgerður). Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. iRauði Kross'lslands 505---205 Peugeot 505. Flaggskipið frá Peugeot Peugeot 505 hefur sannað ágœti sitt með margra ára reynslu við íslenskar aðstceður. Peugeot 505 er rúmgóður, þœgilegur, traustur og spameytinn bíll. Peugeot 505 er fáanlegur bœði sem fjögurra dyra fólksbíll og skutbíll með sœtum fyrir allt að átta. Peugeot505 er kraffmikill bíll með fjöðrun í sérflokki og splittað drif að aftan o.fl. o.fl. Verð frá kr.: 580.200.- Peugeot 205 GTI Bíllinn sem sigraði Evrópu nú loks fáanlegur á íslandi. Peugeot 205 GTI, fremstur á meðal jafningja, hefur vegna frábœrra aksturseiginleika verið valinn „Sportlegi bíll ársins' af flestum virtustu bílablöðum Evrópu. Peugeot 205 GTI er fáanlegur með 115 hestafla vél með viðbragð 8,6 sek. í 100 km hraða og 130 hestafla vél með viðbragð 8,1 sek. í 100 km hraða. Þegar sest er undir stýri er orðið „stjómklefi' efst í huga ökumannsins. Sœtið gefur réttan stuðning og öllum mœlum og sljómtœkjum komið svo fyrir að ökumaður hafi góða yfirsýn og gröiðan aðgang. Innifalið í verði: Álfelgur, litað gler, þokuljós að framan, snúningshraðamœlir, olíuþrýstimœlir, digitalklukka o.fi. Verð frá kr.: 592.100.- Opið laugardag, 17/1, kl. 13-17. Opið sunnudag, 18/1, kl. 13-17. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 ÞÓRHILDUR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.