Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
29
Chile:
Aflétt banní við starf-
semi stjórnmálaflokka
Santiago, AP.
Herforingjastjórnin í Chile
samþykkti í gær lög, sem munu
heimila stjórnmálaflokkum að
starfa í landinu. Þar með verður
aflétt 13 ára banni við stjórn-
málastarfsemi í landinu.
Margir stjómmálamenn í Chile
lýstu í gær yfir megnri óánægju
með lögin. Heimilt er að mynda
stjórnmálasamtök ef ströngum
reglum stjómvalda varðandi skipu-
lag og rekstur þeirra er fylgt.
Flokkum verður ekki heimilt að
þiggja fjárstuðning erlendis frá og
stjómvöld verða að samþykkja nöfn
þeirra. Ennfremur er kveðið á um
að nýir formenn verði kjömir á
þriggja ára fresti. Þá er flokkunum
skylt að láta yfírvöldum í té nöfn
allra meðlima. Marxískum flokkum
verður ekki heimilt að starfa.
„Þeir flokkar sem heimilt er að
stofna samkvæmt þessum lögum
em flokkar sem stjómvöld vilja
starfrækja. Ekki verður um að ræða
samtök fijálsra einstaklinga," sagði
Carlos Briones, leiðtogi sósíalista-
flokksins.
Herforingjastjómin bannaði
starfsemi stjórnmálaflokka eftir að
hún rændi völdum árið 1973. Hins
vegar lagðist ekki öll stjórnmála-
starfsemi niður í landinu. Hinir
ýmsu flokkar hafa starfað leynilega
og hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu
til að hefta starfsemi þeirra frekar.
Ameríkubikarinn:
Svíþjóð:
Vildi játa á sig
morðið á Palme
AP/Símamynd
Áströlsku skúturnar Australia IV (fjser) og Kookaburra III sigla
hnífjafnar í undanúrslitum Ameríkubikarsins. Náði síðarnefnda skút-
an síðan forystu og hélt henni alla leið í mark.
- en var sleppt eftir yfirheyrslur
Stokkhólmi, frá Erík Liden, fréttarítara Morgunbladsins.
LÖGREGLAN í Stokkhólmi sleppti í gær rúmlega fertugum manni,
sem bar það upp á sjálfan sig að hafa myrt Olof Palme. Gat hann
ekki sýnt fram á, að hann hefði verið á eða nálægt morðstaðnum
28. febrúar í fyrra og því síður bent á morðvopnið.
Maðurinn var í yfirheyrslum hjá skamms láta fara frá sér skýrslu
lögreglunni vegna þess, að hann
hafði haft í hótunum um að myrða
bæði núverandi og fyrrverandi ráð-
herra en Palme var þó ekki á meðal
þeirra. I flestum morðmálum, sem
mikla eftirtekt vekja, skjóta upp
kollinum menn, sem vilja gangast
við þeim þótt yfirleitt sannist að
þeir hafi hvergi nærri komið.
Palmenefndin mun innan
um rannsókn málsins og er það
haft fyrir satt, að þar muni margir
fá illa útreið. Lögreglan og herinn
munu harðlega gagnrýnd fýrir slæ-
legan viðbúnað og einnig slök
fréttamennska ríkisútvarpsins og
sjónvarpsins. Þar á bæ hafa menn
þó tekið sér nokkurt tak því nú er
fréttum útvarpað á klukkustundar-
fresti alla nóttina.
Dicksqn vann þnðja
einvígið við Conner
Australia IV stóðst Kookaburra III ekki snúning*
Fremantle, AP. Reuter.
CHRIS Dickson hafði heppnina
með sér er hann sigraði Dennis
Conner í þriðja siglingaeinvígi
þeirra í undanúrslitum Ameríku-
bikarsins í gær. Conner náði
forystu í upphafi og var skútan
Brak úr flugvélunum dreifðist yfir þriggja ferkílómetra svæði í Salt Lake City.
Flugslysið við Salt Lake City:
Ratsjárbilun tal-
in orsök slyssins
Tíu manns fórust
Kearns, Utah, AP.
TIU manns fórust í fyrradag er lítil einkaflugvél rakst á far-
þegaflugvél í lofti yfir borginni Salt Lake City í Utah-fylki í
Bandaríkjunum. Að sögn starfsmanna á flugvellinum í Salt Lake
City kom einkavélin hvergi fram á ratsjá.
Áreksturinn varð í 7.000 feta
hæð yfir borginni og rigndi braki
yfir hús í nágrenninu. Mesta mildi
þykir að enginn skyldi slasast á
jörðu niðri. Að sögn sjónarvotta
rakst vinstri vængur einkavélar-
innar í nef farþegaflugvélarinnar,
sem var í eigu flugfélagsins
Skywest og var á leið frá Pocat-
ello í Idaho til Salt Lake City.
Átta menn voru um borð í far-
þegavélinni, sex farþegar og tveir
flugmenn, en í einkavélinni voru
tveir menn. Enn hefur ekki tekist
að bera kennsl á lík allra þeirra
sem fórust.
Einkavélin fór á loft frá litlum
flugvelli í nágrenninu 26 mínútum
áður en áreksturinn varð. Að sögn
flugumferðarstjóra á alþjóðaflug-
vellinum í Salt Lake City var
einkavélin ekki í talstöðvarsam-
bandi við flugtuminn þar og kom
ekki fram á ratsjá. Að sögn þeirra
fylgdi flugmaður farþegavélarinn-
ar fyrirmælum flugumferðar-
stjóra í hvívetna. Búnaður sem
skráði samtöl og flug vélarinnar
fannst í gær og hefur hann verið
afhentur yfirvöldum til rannsókn-
ar.
Þegar áreksturinn varð var
skyggni 50 kílómetrar og skýja-
hæð um 7.000 fet.
hans, Stars & Stripes, 21 sekúndu
á undan skútu Dickson, _ New
Zealand, við fyrstu bauju. Á öðr-
um áfanga leiðarinnar varð hins
vegar óhapp um borð hjá Conner
með þeim afleiðingum að Dick-
son sigldi hann uppi og komst
fram úr. Það sem eftir var leiðar-
innar hélt Dickson Conner fyrir
aftan sig með mikilli krókasigl-
ingu.
Kunnugir töldu að forskot Conn-
er í lok fýrsta 3,25 sjómílna (6 km)
áfanga af átta dygði til sigurs, en
þegar annar áfangi siglingarinnar
var hálfnaður brast festing í belg-
segli svo það hrundi niður og dró
úr hraða skútunnar. Þrátt fyrir
snör handtök við að koma seglinu
í samt lag tókst Conner ekki að
koma í veg fýrir að New Zealand
sigldi Stars & Stripes uppi og komst
Dickson fram úr andstæðing sínum.
Það sem eftir var leiðarinnar í
mark reyndi Conner ákaft en árang-
urslaust að komast fram úr Dick-
son. í því skyni venti Conner skútu
sinni samtals 132 sinnum í einvígi
gærdagsins, en Dickson átti alltaf
mótleik, sem dugði. Skúta hans er
liprari og snarari í snúningum og
náði hann að halda Stars & Stripes
fyrir aftan sig með því að venda
jafnóðum og Conner. Einvígið varð
því allsheijar krókasigling.
Á áttunda og síðasta 3,25
sjómílna kafla leiðarinnar gekk
hvað mest á. Venti Conner þá 55
sinnum í þeirri von að geta losnað
úr kjölfari Dicksons svo hann kæm-
Gengi
gjaldmiðla
London, AP.
GENGI Bandaríkjadollara hækk-
aði gagnvart helstu gjaldmiðlum
heims í gær. Verð á gulli hækk-
aði lítillega.
í Tókýó kostaði dollarinn 153,10
japönsk jen (152,40) þegar gjald-
eyrisviðskiptum lauk.
I London kostaði sterlingspundið
1,5160 dollara (1,5067) síðdegis í
gær.
Gengi annarra helstu gjaldmiðla
var á þann veg að dollarinn kost-
aði: 1,8456 vestur-þýsk mörk
(1,8345), 1,5500 svissneska franka
(1,5345), 6,1750 franska franka
86,3825), 2,0780 hollensk gyllini
(2,0670), 1.312,50 ítalskar lírur
(1.309,50) og 1,3633 kanadíska
dollara (81,3616).
í London kostaði trójuúnsa af
gulli 415,25 dollara (415,00).
ist upp með hlið hans og fengi þar
með tækifæri til raunverulegrar
kappsiglingar. „Dickson réð ferð-
inni að þessu sinni og á hrós skilið.
Hann er erfiður viðureignar ef hann
kemst fram úr. Bátur hans er betri
í krókasiglingu af þessu tagi,“ sagði
Conner eftir keppnina, en hann kom
38 sekúndum á eftir Dickson í
mark.
Staðan í einvígi Conner og Dick-
son er því 2-1 þar sem Conner vann
tvær fyrstu kappsiglingamar. Þeir
etja kappi aftur í dag, en sá þeirra
hlýtur sæti í úrslitakeppninni um
Ameríkubikarinn sem verður fyrri
til að vinna fjögur einvígi.
I flokki veijenda kom Kooka-
burra III 46 sekúndum á undan
Australia IV í mark. Hafði hún for-
ystu alla leiðina og er staðan í
einvígi þeirra nú 2-0 fyrir Kooka-
burra. Fyrsta kappsigling skútanna
var dæmd ógild.
Vestur-Þýskaland:
Skilyrt
fram sal
flugræningja
Bonn, AP.
TALSMAÐUR vestur-þýska
dómsmálaráðuneytisins sagði í
gær, að Líbaninn sem handtek-
inn var á Frankfurt-flugvelli sl.
þriðjudag og álitinn er eiga aðild
að ráni bandarískrar flugvélar
árið 1985 verði sennilega fram-
seldur til Bandaríkjanna, svo
framarlega sem stjórnvöld þar
skuldbyndu sig til að sjá til þess
að maðurinn verði ekki tekinn
af lífi.
Dauðarefsing er ekki í gildi í
Vestur-Þýskalandi og því mega
stjórnvöld ekki framselja einstakl-
inga til landa þar sem hætta er á
að þeir verði dæmdir til dauða,
nema gengið sé að vissum skilyrð-
um. í Bandaríkjunum er hægt að
dæma menn til dauða fyrir aðild
að flugráni. Líbaninn, Mohammed
Ali Hamadi, var handtekinn er
skarpskyggn tollþjónn athugaði
innihald vínflaskna, sem voru í
handfarangri, og reyndust inni-
halda efni er nota má við sprengju-
gerð. Annar Líbani var handtekinn
í Mílanó á Ítalíu sl. mánudag með
10 kg. af sprengiefni í farangrinum.
Verið er að athuga hvort um tengsl
geti verið að ræða milli þessara
tveggja manna.