Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
ísrael:
Vinsældir stjórnar-
innar fara dvínandi
Tel Aviv, AP.
VINSÆLDIR ríkisstjórnar ísra-
els hafa minnkað verulega frá
því Yitzhak Shamir, leiðtogi
Likud-bandalagsins, tók við for-
sætisráðherraembættinu fyrir
þremur mánuðum. Kemur þetta
Bretland:
Enginn
árangur af
Gíbraltar-
viðræðum
- segir Francisco
Femandez Ordonez,
utanríkisráðherra
Spánar
London. Reuter.
SPÆNSK stjórnvöld hafa
varað við þvi, að samskipti
Spánar og Bretlands geti beð-
ið hnekki, takist ekki að leysa
aldagamla deilu landanna út
af yfirráðum á Gíbraltar.
„Að mínum dómi varð enginn
árangur af þessum fundum,"
sagði Francisco Fernandez Or-
donez, utanríkisráðherra Spán-
ar, á fundi með fréttamönnum,
eftir að tveggja daga viðræðum
hans við breska utanríkisráð-
herrann, sir Geoffrey Howe,
Iauk á miðvikudag án þess að
samkomulag næðist.
„Það er ákaflega óeðlilegt,
að aðildarþjóð NATO skuli reka
nýlendu í landi annarrar aðildar-
þjóðar sömu samtaka," sagði
spænski utanríkisráðherrann,
áður en hann hélt tómhentur
heim á leið.
„Gíbraltarhöfðinn mun að öllu
óbreyttu varpa skugga á sam-
skipti Englands og Spánar, bæði
tvíhliða samstarf landanna og
samstarf þeirra innan NATO og
Evrópubandalagsins," sagði Or-
donez.
Bresk stjómvöld kváðu við-
ræðumar hafa verið vinsamleg-
ar og opinskáar, en oddviti
stjómarinnar á Gíbraltar, Sir
Joshua Hassan, sem tók þátt í
viðræðunum, sagði, að aðeins
sárafáir íbúanna þar mundu
kjósa að gangast undir stjóm
Spánverja. í allsherjaratkvæða-
greiðslu, sem fram fór á Gíbralt-
ar 1967, kaus yfirgnæfandi
meirihluti áframhaldandi stjóm
Breta.
fram í skoðanakönnun sem birt
var í gær.
46% aðspurðra kváðu ríkisstjóm-
ina standa sig vel en í skoðanakönn-
un, sem birt var í september þegar
Shimon Peres var forsætisráðherra,
svöruðu 62% þeirri spumingu ját-
andi. Könnunin var gerð um
áramótin og tóku 1.200 manns þátt
í henni. Fram kom að ísraelar voru
einkum óánægðir vegna framgöngu
ríkisstjómarinnar á sviði efnahags-,
utanríkis- og félagsmála.
í könnuninni kom einnig fram
að Likud-bandalagið myndi fá 27
þingsæti ef gengið yrði til kosninga
nú. í síðustu kosningum árið 1984
fékk flokkurinn 36 þingmenn
kjöma. Verkamannaflokkur Shim-
ons Peres fengi 38 þingmenn,
einum færri en flokkuripn hefur nú.
120 þingmenn sitja á ísraelsþingi.
ij ■'v-''
ftf
V»« ip;
ft, -
f :M* m ^ $
Íií*»**»*i
iSáS&tBSBttmíí&imwlmSzGKSSfa&SmmÍmn w f/
Fannfergi í austurrísku Ölpunum.
Evrópa:
Fómarlömb kulda-
kastsins a.m.k. 233
Madríd, London, Bonn, Brttssel. Reuter, AP.
EKKERT lát er á erfiðleikum
vegna kuldakastsins í Evrópu og
eru fórnarlömb þess nú talin
a.m.k. 233. Óttast er að veðurfar-
ið muni hafa áhrif á þátttöku í
kosningunum í Vestur-Þýska-
landi, sem fram eiga að fara 25.
janúar og sagði forseti þingsins,
Philipp Jenninger, að aldrei ætti
aftur að ráðgera vetrarkosning-
ar þar í landi. Flutningabíll
hlaðinn 61 málverki eftir Pablo
Picasso, sem metin eru á 24 millj-
ónir dollara (um 960 milljónir
ísl.), festist í snjó skammt frá
borginni Guadalajara á Spáni á
fimmtudag, er verið var að flytja
þau til Frakklands.
í Rúmeníu biðu 10 verkamenn
bana og 47 særðust er þak á verk-
smiðjuhúsi í bænum Satu Mare féll
saman á fimmtudag, vegna snjó-
þungans er á því hafði hvílt. Bresk
hjón fundust látin í húsvagni
skammt frá borginni Bordeaux í
Frakklandi á fímmtudag, ekki var
vitað hvort þau höfðu frosið í hel
eða orðið gaseitrun að bráð.
Að sögn AP fréttastofunnar hafa
77 farist í Sovétríkjunum í þessu
kuldakasti, 10 í Rúmeníu, 14 í
Ungveijalandi, 1 í Júgóslavíu, 36 í
Póllandi, 34 í Bretlandi, 23 í Frakk-
landi, 2 í írlandi, 6 í Vestur-Þýska-
landi, 11 á Spáni, 1 í Portúgal, 3
í Hollandi, 1 í Belgíu, 3 í Grikk-
landi, 2 á Ítalíu, 2 í Danmörku, 2
í Sviss og 1 í Austurríki. Þar að
auki er óttast um líf fjögurra
drengja í Tékkóslóvakíu sem höfðu
verið við leik á ísilagðri á.
Öll umferð skipa í Tékkóslóvakíu
um Dóná stöðvaðist þar sem áin
var ísilögð. í Vestur-Þýskalandi
sprengdu sérfræðingar hersins ís á
Saxelfi við Hamborg þar sem vatns-
borðið hafði hækkað vegna ísstíflu
og var álitið að 15.000 manna
byggð væri í hættu. í Bretlandi
hlýnaði smávegis í gær og urðu þá
víða vatnsskemmdir er vatn lak úr
sprungnum vatnsleiðslum. Gripið
hefur verið til umfangsmikilla að-
gerða í Bretlandi og Frakklandi til
að aðstoða heimilislaust fólk.
Framkvæmdanefnd Evrópu-
bandalagsins (EB) tilkynnti á
fímmtudag að 2,75 milljónum doll-
ara (um 110 millj. ísl. kr.) úr
sérstökum neyðarsjóði, yrði varið
til að hjálpa þeim er illa eru stadd-
ir vegna kuldanna. Verið er að
undirbúa áætlun, er lögð verður
fyrir fund landbúnaðarráðherra
bandalagsins nk. mánudag, um
dreifingu matvæla til hinna bág-
stöddu. Er ætlunin að matvælin
verði tekin af hinum miklu um-
frambirgðum sem til eru í EB-
löndunum.
Bandaríkin:
Níu ára útflutningsbanni
til Sovétríkjanna aflétt
Washingfton, AP.
Bandaríkjastjórn hefur ákveð-
ið að aflétta banni við útflutningi
á olíuborum og öðrum útbúnaði,
sem nauðsynlegur er við olíu- og
gasvinnslu, til Sovétríkjanna. Að
sögn Malcolms Baldridge, við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna,
er þetta gert til að styrkja stöðu
bandariskra iðnfyrirtækja, sem
eiga nú undir högg að sækja sök-
um samkeppni erlendis frá.
Úflutningsbannið var sett í tíð
Bandaríkin:
Verður fyrsta alnæm-
islyfið samþykkt?
Dregur úr sjúkdómseinkennum en læknar ekki
Rockville, Maryland. AP.
BANDARÍSKA lyfjaeftirlitið
ætlaði í gær að ræða um og
jafnvel taka afstöðu til nýs al-
næmislyfs, sem kallast azt.
Segja framleiðendur þess, að
það vinni ekki bug á alnæmis-
veirunni, heldur dragi úr
sjúkdómseinkennunum.
Ráðgjafamefnd lyfjaeftirlitsins
boðaði í gær til fundar, sem
standa átti daglangt en ekki var
vitað með vissu hvort gengið yrði
til atkvæða um nýja lyfið, azt eða
azidothymidine. 30. september sl.
leyfði nefndin auknar tilraunir
með þetta lyf en þá hafði komið
í ljós, að það dró úr sjúkdómsein-
kennum sumra alnæmissjúklinga.
Átti það einkum við um þá, sem
þjáðust af fágætri lungnabólgu-
tegund en hún leggst á um
helming alnæmissjúklinga. Þeir,
sem fengu lyfíð, sýktust auk þess
sjaldnar af öðrum sjúkdómum og
krabbameini. Sá böggull fylgdi
skammrifí, að lyfið veldur blóð-
leysi og dregur úr beinmergs-
myndun.
Dr. Anthony S. Fruci, yfírmað-
ur ofnæmis- og smitsjúkdóma-
stofnunar ríkisins, sagði í gær á
fundi einnar nefndar öldunga-
deildarinnar, að tilraunir með
bóluefni gegn alnæmi gætu hafist
á þessu ári eða snemma næsta
árs en þó væri viðbúið, að fímm
ár liðu enn áður en það yrði al-
mennt fáanlegt.
Þvi er spáð, að’ árið 1991 muni
270.000 Bandaríkjamenn hafa
sýkst af alnæmi og að 179.000
verði fallnir í valinn. Útgjöld þjóð-
arinnar vegna sjúkdómsins eru
þá talin munu verða á bilinu átta
til sextán milljarðar dollara á ári.
Carters Bandaríkjaforseta í mót-
mælaskyni við mannréttindabrot
Sovétstjómarinnar. Baldridge sagði
í gær að bannið hefði glatað til-
gangi sínum, þar eð Sovétmenn
gætu nú keypt sams konar útbúnað
frá öðrum iðnríkjum. Embættis-
menn í bandaríska iðnaðarráðu-
neytinu og forráðamenn fyrirtækja
fögnuðu því í gær að unnt yrði að
heija sölu á olíuborum til Sovétríkj-
anna á ný, en talið er að tap
iðnfyrirtækja vegna bannsins nemi
alls tveimur milljörðum Banda-
ríkjadala. Sögðu forráðamenn
fyrirtækjanna að störfum við iðn-
framleiðslu • kynni að fjölga um
46.000 í kjölfar þessa. Sérfræðing-
ar bentu hins vegar á að ekki væri
tryggt að Sovétmenn kærðu sig um
að kaupa varning þennan frá
Bandaríkjunum.
Malcolm Baldridge sagði ekki
unnt að nota útbúnað þennan í
hemaðarlegum tilgangi og bætti
við að bann við útflutningi á tækja-
búnaði til hemaðamota væri að
sjálfsögðu enn í gildi.
Bandaríkjastjóm leggur nú höf-
uðáherslu á að bæta samkeppnis-
stöðu bandarískra iðnfyrirtækja (
því skyni að draga úr gífurlegum
viðskiptahalla, sem nam 170 millj-
örðum dala á síðasta ári. Þá hyggst
stjómin einnig koma í veg fyrir að
Bandaríkjaþing samþykki lög um
viðskiptahöft en slíkri lagasetningu
er Reagan forseti andvígur.