Morgunblaðið - 17.01.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1987
Útgefandi
Framkvaemdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Saga sem ekki
má endurtaka
Fjögurra ára kjörtímabili
Alþingis lýkur að vori.
Þegar litið er um öxl á at-
burðarás líðandi kjörtímabils
rís sá árangur hæst í þjóðarbú-
skapnum, að verðbólga, sem
var 130% á fyrsta ársfjórðungi
1983 — og þá vaxandi — mæld-
ist 13% frá upphafi til loka
ársins 1986. Vonir stóðu til að
verðbólgan næðist niður í eins
stafs tölu 1986. Það mark náð-
ist að vísu ekki. Arangurinn
er engu að síður stórkostlegur
og getur orðið vegur til velmeg-
unar, ef tekst að tryggja hann
til frambúðar.
Hjöðnun verðbólgunnar
byggist á tveimur meginfor-
sendum. í fyrsta lagi hagstæð-
um ytri skilyrðum: lækkun
olíuverðs, hagstæðari verð-
þróun útflutningsframleiðslu
og gengis- og vaxtaþróun í
helztu viðskiptaríkjum okkar. í
annan stað á skynsamlegri
stefnu stjómvalda og aðila
vinnumarkaðarins, sem hafa
nýtt ytri og innri aðstæður
hyggilega.
Arangurinn hefur ekki látið
á sér standa. Hann hefur ekki
einungis komið fram í hjöðnun
verðbólgu. Viðskiptahallinn við
umheiminn er nær horfínn,
rekstrarstaða atvinnuvega hef-
ur styrkst, næg atvinna hefur
verið og er til staðar, kaup-
máttur hefur aukist og innlend-
ur spamaður, sem verðbólgan
rústaði, hefur náð að festa
rætur aftur. Traustur innlendur
spamaður er og forsenda þess
að losna út úr erlendri skulda-
súpu, sem kostaði fímmtung
útflutningstekna á liðnu ári.
Þegar horft er til áttunda
áratugarins og fyrstu ára þess
níunda, einkum tímabilsins
1978-1983, blasir við fram-
vinda i efnahagslífí okkar, sem
um margt var ógnvekjandi. Við
áttum Evrópumet í verðbólgu,
sem hafði teymt atvinnuvegi
okkar að mörkum rekstrar-
stöðvunar. íslenzka krónan féll
frá degi til dags unz hundrað
gamalkrónur vóru steyptar í
eina nýkrónu, sem fetaði í fall-
spor fyrirrennara síns. Verð-
bólgan gerði aliar rekstraráætl-
anir, sem og áætlanir um
nýsköpun í atvinnulífínu, mark-
litlar, jafnvel marklausar, og
dró úr vexti og þróun atvinnu-
greina og fyrirtækja. Verð-
bólgan braut niður innlendan
peningaspamað og gerði at-
vinnulífíð og þjóðarbúið sífellt
háðara lánsfjáröflun erlendis.
Verðbólgan ýtti og undir ótíma-
bæra eyðslu, þar eð minna
fékkst fyrir ijármuni fólks að
kvöldi en að morgni, og þar
með viðskiptahalla við um-
heiminn. Kaupmáttur féll.
Ríkisstjómir gripu í vaxandi
mæli inn í kjaramál með lög-
gjöf-
Svo var komið að hjöðnun
verðbólgu var beinlínis óhjá-
kvæmileg forsenda þess að
forða fjöldastöðvun fyrirtækja,
skapa forsendur fyrir jafnvægi
í atvinnu- og efnahagslífí, eðli-
legum vexti og tækniþróun
fyrirtækja, hagvexti og raun-
hæfum kjarabótum. Þessvegna
var höggvið á hnútinn með
hörðum efnahagsaðgerðum,
sem borið hafa verulegan
árangur í skjóli hagstæðra ytri
skilyrða.
Þessi hagstæðu ytri skilyrði,
sem verið hafa vindur í segl
þjóðarskútunnar, eru hinsvegar
ekki viðvarandi ástand. Erfítt
er t.d. að spá í verðþróun á
olíu, sem hefur fjallþung áhrif
á rekstur undirsöðuatvinnu-
greinar okkar og þjóðarbúskap-
inn í heild. Verðsveiflur í
sjávarvöru em heldur ekki
óþekkt fyrirbrigði. Erlend
gengis- og vaxtaþróun er utan
íslenzkra áhrifa. Þessvegna er
ástæða til að ganga með gát
inn í ókomna tíð. Sú gát á
meðal annars að koma fram í
ábyrgð og einbeitni í stefnu
ríkisvalds og aðila vinnumark-
aðar, eins og verið hefur
síðustu misseri, þó teflt kunni
að hafa verið á tæpara vað
síðustu vikumar.
Sú kjarasátt, sem treyst var
í febrúar 1986, þarf áfram að
ráða ferð inn í næstu framtíð.
Sama máli gegnir um meginat-
riði stjómarstefnunnar, er að
atvinnu- og efnahagslfí snúa,
að því viðbættu, að frjálsræði
og framtakshvata þarf að auka
og efla. Forða verður því að
þau pólitísk öfl, sem stefnu
réðu á verðbólguárunum
1971-1974 og 1978-1983, fái
að leika sama leikinn aftur. Það
geta kjósendur einir gert. Saga
verðbólguáranna má ekki end-
urtaka sig.
SáiíEÍM iuáD
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
Ég hef verið spurður um sögn-
ina að sanka, sem flestir bera
fram sánka, einkum aldur henn-
ar og uppruna í íslensku. Þessi
sögn er tíðust í sambandinu að
sanka að sér eða sanka ein-
hveiju saman. í síðata dæminu
gætir óþarfrar endurtekningar
(tautologia) því að sanka merkir
að safna. Ekki er trútt um að
hún sé stundum notuð í óvirðu-
legri merkingu: safna að sér
skrani eða hrúga að sér umfram
nauðsyn. Sjaldgæf aukamerking
sagnarinnar að sanka er að tala
ljótt, tvinna saman blótsyrði.
Menn bölva og sanka = blóta
og ragna.
Margnefnd sögn, sanka, er
orðin til úr samka = setja eitt-
hvað saman. Hér hefur við-
skeytið -ka verið notað, svo sem
í rýmka og aumka. Sú sögnin,
þar sem viðskeytið -na var not-
að, hefur orðið mun algengari í
íslensku: samna, að vísu með
ófullkominni samlögun orðin að
safna, borið fram með b-hljóði:
sabna.
í sanka hefur líka orðið ófull-
komin samlögun, m>n á undan
k.
í fomkvæðum okkar er hvorki
að fínna samka né sanka, en
Johan Fritzner tínir í orðabók
sinni um hið óbundna fornmál
til dæmi um báðar þessar gerð-
ir, og er þeirra helst að vænta
í gömlum guðsorðabókum og
riddarasögum. Samka er látin
stýra þágufalli. Maður nokkur
samkaði upp spónum. Þá er
sögnin til í miðmynd, samkast,
og merkir að koma saman, safn-
ast. Slíks má finna dæmi í
riddarasögunni af Barlaam og
Jósafat. I sömu sögu er einnig
hin gerðin, sanka, og er þá
upptalið það sem ég finn í orða-
bókum yfir fommálið. Sögnin
að sanka virðist því ekki vera
háöldmð í íslensku.
Um útbreiðslu hennar í
nútímamáli veit ég ekki, en mér
virðist af dönskum orðabókum
að hún sé mun algengari í
dönsku en íslensku. I Danskri
orðabók með íslenskum þýðing-
um eftir Konráð Gíslason (Fjöln-
ismann) eru mörg dæmi og
margar samsetningar. Konráð
þýðir: Sankebrænde — lim-
tíningur til eldiviðar, Sanke-
dynge = hrúga (haugur) af e-u
sem tínt er saman, Sankasted =
staður þar sem e-ð er tínt saman
o.s.frv.
Jóhann S. Hannesson var í
limrum sínum einstakur snilling-
ur í að ríma við nöfn erlendra
höfuðborga. Brást honum þar
ekki hugkvæmni né frumleikur,
og varð oft að leita langt og
víða til að leysa þrautirnar. Þeg-
ar ríma þurfti við Ankara,
hugkvæmdist Jóhanni að búa til
gerandnafn af sanka:sankari
(svona eins og kennari af
kenna og nurlari af nurla) og
bera það síðan fram með vest-
firsku lagi:
Það er furðulegt ástand í Ankara.
Þar er allt fullt með vestfirska sankara.
Þeir kaupa upp allt
sem er yfirleitt falt,
jafnvel antíka gólfteppabankara.
★
Mér hefur nokkrum sinnum
gefist efni til að fjalla um beyg-
ingu orðsins Akureyri undanfar-
ið, og hélt ég þó að sú beyging
væri ekki flókin. Orðið er kven-
kyns og beygist eins og t.d. heiði
(í landslagi) ermi eða helgi (=
helgidagar). Akureyri er þá eins
í þremur fyrstu föllunum, en Ak-
ureyrar í eignarfalli, ekki
Akureyris, eins og hejrra mátti í
útvarpsþætti fyrir nokkru.
Að sjálfsögðu breytist þessi
beyging ekki, þó að ákveðinn
greinir komi aftan á orðið, eins
og þegar menn eru að beygja
skipsheitið Akureyrin. Mig undr-
aði því að sjá í þessu blaði fyrir
sléttri viku, að rangt var farið
með beygingu skipsheitisins. Hún
371. þáttur
á að vera svon: Akureyrin, um
Akureyrina, frá Akureyrinni, til
Akureyrarinnar, ekki Akur-
eyrinnar eins og lesa mátti. Þama
var orðið beygt eins og elli eða
kæti.
★
Til era sagnir í máli okkar sem
heita hinu mótsagnakennda nafni
núþálegar sagnir. Þessi skrýtna
nafngjöf kemur til af því, að sagn-
irnar mynda nútíð eins og
svokallaðar sterkar sagnir mynda
þátíð. Með öðram orðum: Hin ein-
kvæða gamla þátíð þessara sagna
hefur fengið nútíðarmerkingu.
Tíu era slíkar sagnir í nútíma-
máli og til viðbótar var að minnsta
kosti áður fyrr ‘knega (= geta,
e. know = vita). Þessi sögn beygð-
ist eins og mega, og kemur fyrir
af henni nútíðin kná og þátíðin
knátti. Ósjaldan var hún höfð
fyrir óeiginlega hjálparsögn.
Bragi gamli segir um Jörmunrek
Austgotakonung að hann knátti
vakna (= vaknaði) við illan
draum. Tvær hinna núþálegu
sagna, munu og skulu, hafa mjög
ófullkomna beygingu. Vantar t.d.
á báðar nafnhátt nútíðar og lýs-
ingarhátt þátíðar.
Unna = elska er í nútíð ann,
framsöguhætti þát. unni og lýs-
ingarhætti þát. unnað. Á sama
hátt beygist kunna. Geta má þess
að aukagerð af lýsingarhætti
unna er unnt. Þurfa, þarf,
þurfti, þurft; vita, veit, vissi,
vitað; vilja, vil, vildi, viljað; eiga
á, átti, átt, og á sama hátt og
hin síðast talda beygjast mega
og *knega.
Hlymrekur handan kvað:
Gengur saga af Kristni sem knátti
ekki koma heim þegar hann átti,
því að annarstaðar
hann þá upptekinn var,
allan tímann á meðan hann mátti.
á
P.s. Er nú ekki of langt geng-
ið, þegar menn tala um í sjón-
varpsfréttum að bera kennslu á
eitthvað í stað þess að bera kennsl
á það?
Sameingin flugleiða S AS og Sabena:
Engin áhrif á flug Flugleiða
- segir Sigurður Helgason forstjóri
SAMEINING flugleiða flugfélaganna SAS og Sabena frá Belgíu, þar
á meðal á flugi til Bandarikjanna, og fyrirhuguð uppbygging félag-
anna á flugvellinum í BrUssel svo hann geti orðið miðstöð Atlants-
hafsflugs félaganna, kemur ekki til með hafa áhrif á Atlantshafsflug
Flugleiða, að þvi er Sigurður Helgason forsíjóri sagði Morgunblaðinu.
Morgunblaðið sagði frá því í gær
að SAS og Sabena hefðu ákveðið
að sameina flugleiðir og auka sam-
starf sín á milli, meðal annars á
Atlantshafsleiðinni. Sigurður
Helgason sagði að hvað þá leið
varðaði væra þessi tvö félög annars-
vegar og Flugleiðir hinsvegar á sitt
hvorri línunni. Erlendu félögin mið-
uðu sína þjónustu við þarfir manna
í viðskiptaerindum, en Flugleiðir
miða sínar ferðir við fólk í einkaer-
indum. Sigurður sagði að Flugleiðir
hefðu það einnig að markmiði að
ná sem bestri sætanýtingu og nú
væri svo komið að félagið væri með
hæstu sætanýtingu allra flugfélaga
sem fljúga á þessari leið.
Sigurður sagði að ekki væri á
döfínni að taka upp samvinnu við
önnur flugfélög um samnýtingu á
flugleiðum, eins og önnur félög
hafa verið að taka upp í auknum
mæli. Að vísu hefði verið tekin um
samvinna við Greenlandair um
áætlunarflug milli Kaupmanna-
hafnar og Nuuk með viðkomu í
Keflavík, en annað væri ekki í
bígerð.
Happdrætti Háskóla íslands:
Skyndihappdrætti í burðarliðmim
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands
er að hrinda af stokkunum
skyndihappdrætti, sem kallast
„happaþrenna", og verða miðar
seldir í verslunum og söluturn-
um. Hæsti mögulegi vinningur
verður hálf miljón króna.
Happdrættismiðamir verða með
sex reitum og í þessum reitum era
tölur, frá 50 upp í 500.000. Reitim-
ir era huldir með einskonar himnu
og þegar hún er skafín af koma
tölumar í ljós. Ef sama talan kem-
ur fyrir í þremur reitum á einum
seðli, er vinningur á seðilinn og
talan segir til um vinningsupphæð-
ina.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Jóhannes L.L. Helgason, fram-
kvæmdastjóri Happdrætti Háskóla
íslands að ástæðan fyrir að farið
er af stað með þetta skyndihapp-
drætti væri sú að Háskóli íslands
þyrfti á auknum tekjum að halda,
og einnig væri eðlileg þróun að
bjóða upp á svona happdrætti, sem
era orðin mjög vinsæl vfða um heim.
Jóhannes sagði að ekki hefði orð-
ið merkjanlegur samdráttur í
miðasölu hjá Háskólahappdrættinu,
þrátt fyrir aukna samkeppni, frá
til dæmis lottóinu, og þetta nýja
skyndihappdrætti væri því ekki við-
brögð við slíku sérstaklega.