Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 SVIPIWIYNDIR ÚR RORGINNI / óiafur Ormsson t | „JÓLA, HVAÐ?“ Um jól og áramót er algengt að skyldfólk, fjölskyldur og vinir komi saman. Fer þá fólk í betri fötin og svo er bankað upp á og glaðst eins og verá ber. Fýrsti sunnudag- ur í nýju ári heilsaði með nýfölln- um snjó, stillilogni og frosti 2—3 stig og við slíkar aðstæður er beinlínis hollt að láta bflinn standa óhreyfðan, ganga þess í stað, sérstaklega ef ekki á að fara þeim mun lengra. Upp úr hádegi, fyrsta sunnudag á nýju ári, voru þó nokkrir á ferð í næsta nágrenni Norðurmýrarinnar t.d. á Snorra- brautinni og á Rauðarárstígnum. Þar á meðal Geirlaugur Magnús- son, kennari og skáld, sem hefur búið á Sauðárkróki undanfarin ár. Á horni Rauðarárstígs og Njáls- götu gekk hann uppáklæddur, í ljósum ullarfrakka með trefil um hálsinn og pijónahúfu á höfði, stórstígur og horfði stöðugt niður á gangstíginn, þannig að ekki er ósennilegt að hann hafí verið að ganga frá heilum ljóðaflokki eða í það minnsta að reka endahnút- inn á lítið hugljúft ljóð um ástina eða einmanaleikann. Við hittumst fyrir framan ljósmyndastofu Þór- is, og Geirlaugur tók ofan pijóna- húfuna. — Blessaður. Og gieðilegt ár. — Já. Gleðilegt ár. Gaman að hitta þig. Ég hef ekki séð þig í nokkur ár. Ertu alltaf að kenna fyrir norðan, á Sauðárkróki? — Já. Ég hef verið hér í borg- inni yfír jólin og áramótin. Er á förum aftur norður, næstu daga, sagði Geirlaugur. Hann var með vörumerkið ef þannig má að orði komast á milli varanna, franska Gaulouises-síg- arettu og næstum útbrunna. Hann drap í henni og fékk sér aðra og við ræddum um stund um nýja árið og það sem kann að vera framundan. Svo leit hann á úrið á vinstri hendi. Hann keðjureykti, fleygði frá sér stubbnum leitaði að nýrri sígarettu, pakkinn var búinn og hann hélt áfram för sinni eftir að við höfðum ámað hvor öðrum heilla í lífsbaráttunni. Hann var á leið til kunningjafólks sem hann ætlaði að heilsa uppá áður en hann færi norður. Ég gekk út á Hlemm og tók þaðan strætisvagn og fór með vagninum niður í bæ, í heimsókn til kunningja sem er kominn yfír miðjan aldur og býr einn, bömin eru flogin úr hreiðrinu og konan sömuleiðis. Hann var í þungu skapi þegar ég kom. Sagðist vera búinn að fá nóg af hátíðardögum og vildi fara að kömast í akkorðs- vinnuna aftur. Hann bauð mér þó til stofu. — Fékkstu ekki jólagjafir? —Jóla, hvað? stundi hann þegar hann stóð í eldhúsinu og hafði opnað ískápinn. — Fékkstu engar jólagjafír? Hann grandskoðaði það sem var inni í ískápnum og spurði svo allt í einu: — Viltu epli eða tómat í forrétt? — Mér nægir eitt epli, svaraði éS- . — Eg er héma með fjandi góða piparsteik sem ég þarf að hita upp og kartöflur og grænmeti og til- heyrandi. Viltu ekki borða með mér á eftir, spurði hann? — Þakka þér fyrir. Jú, kannski. Hann kom með eplið og síðan appelsínu sem hann át og við horfðum á sjónvarpið um stund eða þar til hann sagði allt í einu: — Því miður get ég ekki borðað steikina. Ég má ekki borða annað en ávexti og grænmeti. Ég hef verierað drepast í maganum. Er líklega kominn með sár. — Hvað segirðu? — Já, best gæti ég trúað því. Það er helvíti hart eins og ég er mikill sælkeri. Ég hef svo sem ekki verið að opinbera þessa magaveiki. Hvað heldurðu? Ég fékk hangikjötslæri og hamborg- arhrygg í jólagjöf. — Hvað segirðu? Frá hveijum? — Dóttur minni. Og ég sem lifi á ávöxtum og grænmeti. Jú og svo fékk ég nokkrar bókaskrudd- ur og tvo konfektkassa. — Hvaða bækur eru það? spurði ég. Æ, ég man það ekki. Eg les sjaldan bækur, þó kemur það fyr- ir. Jú, „Leiðtogafundunnn í Reykjavík" og „Á ferð um ísland" eftir einhvem Dana. Mér leiðist það að geta ekki fengið mér al- mennilega steik, sagði kunningi minn. Það var bamatími í sjónvarpinu og hann fylgdist með af áhuga. Síðan lauk honum og þá stóðst hann ekki freistinguna. — Jæja, ég ætla að hita upp steikina. Ég ræð bara ekki við mig, mig langar svo í bita. Það verður þá að hafa það þó ég verði slæmur í maganum, sagði hann. Við settumst til borðs þegar hann var búinn að hita upp steik- ina. Hann kom með hvítöl með matnum og síðan ís í eftirrétt. — Ætlarðu nokkuð að segja frá þessu í Svipmyndagrein í Morgun- blaðinu? spurði kunningi minn allt í einu. — Það veit ég nú ekki. Ertu kannski á móti því? Þú veist að ég fer ekki að birta neitt nema þú sért því samþykkur. Þú spurð líklega vegna þess að ég hef ver- ið að krota ýmislegt niður í bók? — Já. Jæja, þú mátt mín vegna geta um þessa heimsókn þína ef einhver hefur gaman af. Það leyn- ist kannski einhver húmor í þessu öllu saman? Þegar við höfðum borðað sagði hann mér af ævintýri sem hann upplifði kvöldið áður, laugardags- kvöld eftir nýársdag. Hann hafði lagt sig um kvöld- ið. Sagðist hafa enn verið undir áhrifum sjónvarpsmyndarinnar frá því á nýársdag, eftir Nínu Björk og Kristínu, og í draumi var hann að eltast við kvenfólk. Hann vaknar síðan skömmu fýrir miðnætti og ákveður að lyfta sér nú upp, gera sér glaðan dag og fara eitthvað út á skemmtistað. Þórskaffí varð fyrir valinu. Hann fór í sín bestu föt og var vel til hafður áður en hann mætti til leiks. Hann tók leigubfl, var svolít- ið seinn fyrir og var ekki kominn upp í Þórskaffí fyrr en klukkan hálftvö um nóttina og þá var þar hópur karla og kvenna á stéttinni fyrir utan húsið og beið þess að komast inn. Kunningi minn er maður um fímmtugt og reglu- samur. Hann gerði upp við leigubflstjórann, fór beinustu leið í röðina og gerði ráð fyrir að kom- ast nú inn í húsið. Þolinmæði þeirra sem biðu var á þrotum og auk þess ekkert sérlega hlýtt þarna utan dyra, janúamótt á nýju ári. Kunningja mínum leid- dist biðin og gaf sig á tal við fólk, aðallega kvenfólk. Til þess fór hann að heiman að komast í kunn- ingsskap við konu. Lengi vel sýndi engin þeirra áhuga á að kynnast manninum, sem er kannski ekki eins og klipptur út úr tískublaði, með hárkollu og tannlaus í neðri góm. Hann var allt í einu staddur inni í miðjum hópi glæsilegra kvenna þegar hann spurði: — Er ekki einhver kona hér sem getur hugsað sér að elska 88 ára gamlan mann? Spumingin vakti kátínu. Þijár konur gáfu sig fram og engin þeirra sagðist trúa því að maður- inn væri miklu eldri en um fímmtugt... raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi í boöi Verslunarhúsnæði — Laugavegur Til leigu verslunarhúsnæði á góðum stað við Laugaveg. Tilboð sendist í pósthólf 426 — 121 Reykjavík. Keflavík Sjálfstæöiskvennafélagiö Sókn heldur fund í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 19. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kcsning fulltrúa á landsfund. 2. Ræðu flytur Helga Margrót Guðmunds- dóttir. 3. önnur mál. Kaffiveitingar. Stjómin. Sjálfstæðisflokkurinn í upphafi kosningabaráttu Miðvikudaginn 21. janúar nk. mun Sam- band ungra sjálfstæðismanna halda almennan stjórnmálafund með yfirskriftinni „Sjálfstæðisflokkurinn f upphafi kosn- ingabaráttu". Fundurinn verður haldinn I Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst klukkan 20.30. Málshefjendur: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. Margrét Jónsdóttir, lögfræðingur. Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Granda hf. Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags (slands. Sjálfstæðisfólkl Látum þennan fund ekkl framhjá okkur fara. Garðbæingar — sjálfstæðisfólk! Við upphaf kosningabaráttu Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Matthías Á. Mathiesen ut- anrikisráðherra eru frummælendur á fundi I Kirkjuhvoli i Garðabæ, þriðjudaginn 20. janúar nk. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundarstjóri Ólafur G. Einarsson form. þingflokksins. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi koma á fundinn. Stuöningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru hvattir til að mæta og hlýða á frummælendur. Spurningum veröur svarað að loknum framsögum. Verum öll virk í upphafi kosningabaráttunnar og'þar til úrslit kosn- inga liggja fyrir. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar, stjórn Hugins félags ungra sjálfstæðismanna iGarðabæ, stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ og Bessastaðahreppi. P.S. Kirkjuhvoll er safnaöarheimili Garöbæinga við Kirkjulund, ekiö inn frá Hofstaðabraut. JHfrrginiftlttfttft Mmölublað ú hwrjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.