Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.01.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 45 Aldarminning: Friðbjörn Níels- son, Siglufirði Einn þeirra manna, sem mót- uðu Siglufjarðarbæ, stóð í eldlínunni meðan sveit varð að kaupstað, var Friðbjörn Níels- son, kaupmaður og síðar bæjargjaldkeri í Sigtufirði. Hann hefði átt aldarafmæli í dag, 17. janúar 1987, hefði hann lifað. Það er því við hæfi að minnast hans með nokkrum orð- um. Það má með sanni segja, að það sé mikil gæfa hverjum manni að fæðast heilbrigður á sál og líkama og viðhalda heilbrigði sinni til ævi- loka. Þeir, sem slíkt hnoss hljóta, ætti að verða allt auðveldara í lífsbaráttunni en hinum, sem berj- ast við heilsuleysi eða fötlun alla ævi. Þess eru þó mörg dæmi að þeir, sem við ævilanga líkamlega fötlun stríða, eigi það sálarþrek og þá viljafestu, að verða jafnokar hinna heilbrigðu. Einn þessara manna, sem mér er minnisstæður, er Friðbjörn Níelsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og bæjargjaldkeri í Siglufírði. Hann var fæddur á Hallandi á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans voru Níels Friðbjarnarson, bóndi á Hallandi, Sigurðssonar söðlasmiðs í Brekku í Kaupangssveit, Jónsson- ar bónda sama stað, - og Anna Sigurleif Björnsdóttir, bónda á Svertingsstöðum í Kaupangssveit, Guðmundssonar bónda á sama stað, Jóhannessonar bóhda í Grenivík. Foreldrar Friðbjamar bjuggu að Hallandi sína búskapartíð, eignuð- ust átta börn og var Friðbjörn elstur þeirra. í fyrstu bemsku tók Friðbjöm veiki, sem dró úr eðlilegum líkams- vexti og varnaði honum að ná fullkomnu líkamlegu atgeríí. Varð hann, unglingurinn, ófær til allrar líkamlegrar áreynslu. Fjárhagsaðstæður foreldra hans, með sjö börn í ómegð, vom ekki burðugar. En með aðstoð góðra manna komst Friðbjörn í læri til Guðlaugs Sigurðssonar og Valdimars Gunnlaugssonar, skó- smiða á Akureyri. Að námi loknu vann hann við iðn sína á Akureyri um tíma. Sumarið 1906, um það leyti er þéttbýli tekur að myndast í Siglu- firði, kemur hann fyrst þangað og dvelur þar á sumrum það ár og hið næsta. Árið 1906 sest hann hér alfarið að og stundar iðn sína eingöngu fyrst framan af, en setur síðan á fót verzlun með margskon- ar vörur, m.a. byggingarvörur, sem var þá eina verzlun þeirrar tegund- ar hér í bæ. Verzlun sína rak Friðbjörn í Vetrarbraut 5, en það hús var rifið fyrir nokkru. Þá rak Friðbjöm einnig bóksölu og stofnsetti bókaútgáfuna Heim- dall, sem starfrækt var um árabil. Árið 1915 verða þáttaskil í lífi Friðbjarnar, en það ár fer hann fyrir alvöru að skipta sér af opin- berum málum í Siglufirði. Er þáttur hans í menningar- og öðrum framfaramálum Siglufjarðar all- merkilegur. Hann fer til Dan- merkur það ár og festir m.a. kaup á prentvél, sem hann kemur með til Siglufjarðar. Hann gengst fyrir stofnun prentsmiðjufélags. Um haustið hefur hann, ásamt Hann- esi Jónassyni bóksala, útgáfu blaðsins Fram, en fyrsta tölublað þess kom út 22. nóvember 1916, og var það fyrsta blað gefið út í Siglufirði. Þeir félagar héldu blað- inu út í tvö til þtjú ár en seldu það síðan öðrum. Fram var vikublað, sem kostaði 10 aura, en hefur trú- lega verið og stórt fyrir ekki stærra byggðarlag, en Siglufjörður var þá með 1190 íbúa. En Friðbjöm lét ekki deigan síga. Árið 1923 stofnaði hann ann- að blað, Siglfirðing. Það blað kemur enn út og gegnir sama hlut- verki og frá upphafi, að vera málgagn Sjálfstæðisflokksins á staðnum. Árið eftir stofnun Sigl- firðings ræðst hann í að gefa út „TILRAUN til daglegs frétta- blaðs" í Siglufirði, er flutti stað- bundnar fréttir og svonefndar „símafréttir", m.a. frá Alþingi. Til- raun þessi stóð ekki lengi. Menn vom tómlátir gagnvart hug- kvæmni og framtaksemi af þessu tagi. Mér er til efs að tilraun til útgáfu fréttablaðs, sem koma átti út daglega, hafi fyrr verið gerð hér á landi, utan Reykjavíkur. Friðbjöm var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Siglufjarðar, en stað- urinn fékk kaupstaðarréttindi 1918 og var bæjarfulltrúi um all- langt skeið. Hann hafði áður setið í hreppsnefnd. Hann lagði virka hönd á margvísleg framfaramál, sem þá vom í deiglu, enda sigl- firskt samfélag I mótun. Friðbjöm var sjálfmenntaður í besta lagi. Átti margt góðra bóka og las Norðurlandamál. Hann gekk að vísu aldrei heill til skógar, líkamlega, en bjó að sálarþreki og góðum gáfum. Var glöggskyggn á menn og málefni ótrúlega vel að sér í lögum, sem kom sér vel, ekkj sízt eftir að hann tók við starfi bæjargjaldkera. Tölvísi hans var og við bmgðið og minnið var trútt. Leituðu seinni tíma bæjarfulltrúar oft til hans varðandi lögfræðileg efni. Þegar ég kynntist Friðbimi bæði sem bæjargjaldkera og ötul- um talsmanni Sjálfstæðisflokksins fylltist ég hrifningu á þessum óvenjulega manni, sem hafði unnið sér virðingu og aðdáun samtíðar- manna sinna fyrir óvenjulega starfsorku ogtrúmennsku í starfi. Friðbjörn kvæntist Sigríði Stef- ánsdóttur frá Móskógum árið 1918, hinni ágætustu konu, sem studdi mann sinn í blíðu og stríðu. Sigríður dvelur nú á Sjúkrahúsi Sigluíjarðar á 92. aldursári. Börn þeir em: Níels, fyrverandi banka- starfsmaður, Kjartan, kaupsýslu- maður og endurskoðandi, Ánna Margrét, umboðmaður Olíuverzl- unar íslands í Vestmannaeyjum, Stefán, fyrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og bæjarstjóri í Siglufirði - nú þingfréttamaður Morgunblaðsins, Jón Kolbeinn, fyr- verandi bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags og formaður Vöku í Siglufirði, og Jóhann Bragi, af- greiðslumaður. Friðbjörn lét af störfum hjá Siglufjarðarkaupstað 1947 vegna sjúkleika og andaðist mánudaginn 13. október 1952, aðeins 65 ára að aldri. Þegar saga Siglufjarðar verður skráð, sem vonandi verður á næstu ámm, verður það ekki gert svo vel sé, nema minnst verði þessa litríka persónuleika, sem var einn af brautryðjendum í framfara- og menningarmálum Siglufjarðar. Hann verður og lýsandi tákn til eftirbreytni þeim, sem við líkam- lega fötlun eiga að búa, að gefast ekki upp, heldur berjast til þrautar - því þrautsegja og vilji skipta mestu máli. Siglufírði í janúar 1987. Óli J. Blöndal (Heimild: Blaðið Siglfirðingur).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.