Morgunblaðið - 17.01.1987, Síða 50
fl
50
V8PT ÍTAI'TOAI, Vt ÍTTTDAfTí?AT)TTA T flTfTA.mT/TTniTriM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987
Minning:
Sr. EiríkurJ. Eiríks-
son fv. skólastjóri
ber af í sínum reit. Fáir eru hennar
jafningjar.
Henni og bömum þeirra vottum
vjer innilegustu samúð með bless-
unaróskum.
Geir Waage, Reykhoiti.
Kveðja að vestan
Hár aldur minn minnir mig á að
margir vinir hafa kvatt þennan
heim á þeirri löngu leið minni. Og
nú sú óvænta frétt 12. jan. að Eirík-
ur J. Eiríksson, fyrrverandi prestur
og skólastjóri á Núpi Dýrafirði, sé
dáinn — horfínn sjónum manns.
Hann þjónaði Dýrafjarðarþingum
frá 1938-1960, starfaði fáum árum
skemur sem skólastjóri við Héraðs-
skólann áð Núpi og þá, sem prestur
við sóknarkirkju mína á Sæbóli á
Ingjaldssandi.
I skólastjóratíð hans náði skólinn
hámarki álits sem menntasetur
Vestfjarða — skólinn varð lands-
kunnur fyrir þekkingarkennslu og
störf séra Eiríks J. Eiríkssonar og
konu hans Kristínar Jónsdóttur frá
Gemlufalli, sem mér hefur alltaf
fundist vera væn kona og höfuð-
prýði manns síns.
í áraraðir átti ég kost á að heyra
og hlusta á hann í ræðustól í kirkj-
unni okkar, og á lokadegi skóla-
stjórastarfs hans við Núpsskóla,
marga vordaga mér til unaðar og
hrifningar mínum innra manni.
í orðum hans til bamanna og
foreldra þeirra, sem prófdómari að
vorprófi við farskóla sem ég sá um
yfir tuttugu ár á Ingjaldssandi tel
ég minningu mína um hann vera
einna kærasta og allra mest að
þakka.
Einnig þakka ég störf hans og
handleiðslu sem fimm böm mín
nutu í skóla hans á Núpi.
Það var svo með séra Eirík er
hann sté fram og flutti ræðu, næst-
um óviðbúinn, til dæmis á nefndum
vorprófum og oft á jólatrésskemmt-
unum er hann var gestur með okkur
ungmennafélögum Vorblóms á
Ingjaldssandi og víðar, að honum
tókst þá einna best að ná til hjarta
manns.
Alþekktur var hann sem þjóð-
garðsvörður og prestur á Þingvöll-
um og þótti öllum, innlendum sem
útlendum, starfíð unnið með sóma
og traustleika.
Síðan fluttu þau hjónin 1981 að
Hörðuvöllum 2, Selfossi, með fjöl-
skyldu sína og sitt stóra og mikla
bókasafn, er þau gáfu bókasafni
gagnfræðaskóla Selfoss fyrir tveim-
ur árum.
Eigi segi ég fleira — veit að
margir gera meira og betur að
minnast hans, þessa kæra vinar.
Þessari vestfírsku kveðju fylgir
fyllsta samúð og góðar óskir til eig-
inkonu hans og bama þeirra.
Guð launi svo miklar velgjörðir
á liðnum árum, í minn garð og
heimabyggðar.
í Guðs friði.
Guðm. Bernharðsson,
frá Ástúni.
Allan okkar aldur síðan við Eirík-
ur kjmntumst fyrst vestur á Fjörð-
um 1939 og urðum þar með lífstíðar
vinir, var hann flestöllum mönnum
óháðari rígskorðuðum reglum og
mannasetningum, sem varða hið
ytra form, en lofsöng glöðum rómi
fijálst fíug andans og þrotlausa leit
hans að nýjum fræjum sannleikans
um allar víðáttur rúms og tíma.
Slíkir menn sem hann láta sér aldr-
ei til hugar koma, að til sé einn og
afmarkaður sannleikur, meira að
segja fínnanlegur í guðsorðabók eða
heimspekiriti, og hægt sé að gleypa
hann eins og pillu ásamt hæfílegum
sopa af vígðu vatni eða messuvíni
og halda honum inni í sjálfum sér,
eins og fugli í búri, og láta hann
gala þar sama sönginn án afláts.
Hins vegar var sannleikurinn
Eiríki alla tíð ákaflega hugleikið
íhugunarefni, en jafnframt mikil
ráðgáta. Þó hann ætti meira en
þrjátíu þúsund bækur og hafði lesið
þær allar áður hann gaf þær með
tölu bókasafninu héma á Selfossi,
þá dugði það ekki til: ekki voru enn
fundin öll frækom sannleikans, enn
hafði ekki fundist óyggjandi svar
við tvöþúsund ára gamalli spum-
ingu landstjórans. Það vildi ég óska
séra Eiríki, að hjarta hans og heili
eflist við umskiptin — að tilfinn-
ingaleg og vitsmunaleg viðfangs-
efni hans verði honum auðleystari
núna eftir að hann er dáinn.
Mér er sagt, að Eiríkur hafí leik-
ið á alls oddi alveg fram í andlátið,
haldið bráðskemmtilega og fróðlega
ræðu í afmælisveislu vinar síns
uppi í Grímsnesi, að lokinni ræðu
og lófataki áheyrenda hafí hann
gengið til sætis, lagt aftur augun,
eins og hann átti vanda til, þegar
hann vildi sjá eitthvað glöggt, lotið
ögn höfði svo sem hann hlustaði á
lágværan óm bak við þögn. Að lið-
inni lítilli stundu urðu viðstaddir
vinir hans þess varir, að sr. Eiríkur
hafði sagt sitt síðasta orð.
Lengur kysi ég að hann hefði
mátt lifa því hans skarð mun eng-
inn fylla meðal samferðarmann-
anna. Erfítt er samt að hugsa sér
meiri lánsmann en hann: að lifa svo
sterku og auðugu lífi sem Eiríkur,
með frábæra eiginkonu sér við hlið
og sæg af mannvænlegum bömum,
verða lítt eða ekki misdægurt í 75
ár og Iáta að síðustu múg manna
kveðja sig með brosi á vör og lófa-
klappi, án þess að þeir vissu fyrst
í stað, að hann væri allur.
Þegar þetta gerðist var ég heima
hjá mér. Ekki vitjaði hann mín í
draumi hina fyrstu nótt sína stadd-
ur handan við skilvegginn mikla,
ég vissi ekkert fyrr en liðið var á
næsta morgun, að Kristín kona
Eiríks hringdi til mín í síma og
sagði mér hvað gerst hefði á liðnu
kvöldi — frú Kristín Jónsdóttir frá
Gemlufelli.
Bömin þeirra tíu, búsett vítt og
breitt um landið, voru einmitt að
þyrpast heim á Hörðuvellina, til
þess að signa föður sinn og segja:
„Vertu sæll, pabbi, og þakka þér
fyrir lífíð." Svona held ég að það
hafí verið, þó að ekkert þori ég að
fullyrða, enda ætti maður aldrei að
fullyrða neitt.
Eiríkur var þjóðkunnur maður,
þessvegna get ég alveg sleppt því
að rekja hér glæsilegan námsferil
hans, fyrst hér á landi, síðan erlend-
is, tíunda embættisstörf frá því
hann var kennari, skólastjóri, prest-
ur, þjóðgarðsvörður, prófastur,
formaður Ungmennafélags fslands,
svo það helsta sé nefnt, allt opinber
þjónustustörf á andlega sviðinu. Þó
að ég væri aldrei sóknarbam hans,
nemandi í venjulegum skilningi,
ungmennafélagsformaður, þá vissi
ég mætavel hversu vel Eiríkur vann
þessi verk, með karlmannlegri hlýju
og hæfilegum dropa af húmor
blandað í alvöruna. Fyrir kom það,
ef prestsverk þurfti að vinna í fjöl-
skyldu minni, að ég leitaði til hans.
í því fólst enginn samanburður á
honum og öðrum, mér varð þetta
ósjálfrátt, einfaldíega vegna þess,
að ævinlega kom hann mér í hug
fyrstur annarra góðra manna. Hann
var sálufélagi minn fremur en nokk-
ur annar vandalaus maður. Samt
öfundaði ég Eirík stundum, að vísu
alveg beiskjulaust, en ég segi það
satt, að stundum öfundaði ég hann.
Eiríkur hafði svo ótrúlega gott
minni, næstum því óbrigðult, hann
kunni svo mörg framandi tungu-
mál, sjálf klassísku málin, og gat
rakið ættir orðanna frá einu máli
til annars og skilgreint smávægileg-
asta merkingarmun, sem mikið gat
reyndar oltið ekki síst í Biblí-
unni. Hann var svo óskaplega
mælskur og gat undirbúningslaust
flutt áheyrilegustu ræður af þekk-
ingu og andagift um allt sem
nöfnum tjáir að nefna. Aldrei sá
ég hann naga blýant í stríði við að
koma hugsunum sínum sómasam-
lega á blað, hann lagði bara aftur
augun, opnaði munninn og málið
lék honum á tungu, með afli, mýkt
og tign. Margar bar ég upp fyrir
Eirík spumingar, sumar mundi ég
ekki þora að endurtaka hér, ekki
heldur svörin sem hann gaf mér,
nei, það þyrði ég ekki. Áhættulaust
er hins vegar að kveðja sr. Eirík
með söknuði og djúpri þökk fyrir
samvistimar, og að votta eftirlif-
andi ástvinum hans mína innileg-
ustu samúð.
Guðmundur Daníelsson
„Hversu yndislegir em á flöllun-
um fætur fagnaðarboðans, sem
friðinn kunngjörir, gleðitíðindin
flytur, hjálpræðið boðar og segir
við Síon: Guð þinn er seztur að
völdum."
„Hann jarðaði skóna sína undir
vörðunni á Bláfellshálsi," sagði
kempan Tómas í Helludal, og í aug-
um hans var þetta milda tregabros,
sem mér fínnst, að ávallt muni hafa
verið í svip höfðingjanna í Tungun-
um, þegar horft var á bak góðum
manni. Við fundumst í Reykholti
daginn eftir að alþjóð varð kunnugt
um dauða síra Eiríks. — „Þeir vom
gatslitnir orðnir skómir. Þegar þeir
luku við að ryðja veginn yfír hálsinn
og vom að hætta, kastaði hann
þeim þama. Þar lágu fáeinir lausir
steinar eða smáhrúga, og þeir urð-
uðu þá þar. Það var upphafið að
dysinni miklu á Bláfellshálsi."
Raunar hef ég það fyrir satt, að
þeir hafí verið tveir, sem skildu þar
eftir fótabúnað sinn: Eiríkur í Fells-
koti og Eiríkur skólapiltur frá
Eyrarbakka, sem seinna varð síra
Eiríkur. Ekki man ég þó svo langt,
því að ég var á bamsaldri, en báð-
ir urðu þessir menn mér næsta
nákomnir og meðal kæmstu vina
um síðir. Aldrei þekkti ég þó nema
af spumum þann gáfaða og bók-
hneigða svein, sem Aðalsteinn
Sigmundsson, hinn mikilhæfí leið-
togi, festi sjónir á og hvatti til dáða,
forðum, á Eyrarbakka. Fám vikum
fyrir síðustu jól áttum við síra Eirík-
ur samleið, eins og oft áður, suður
yfír Fjall, og aftur austur. Og fyrr
en varði vom bemskumyndir hans
af mannlífí og menning á Bakkan-
um famar að lifna og hrærast fyrir
sjónum samferðamanna. Mikið, ef
hann var ekki orðinn drengurinn
litli, sem starði stómm, skæmm
augum á undur leiklistarinnar. Og
þó var sú stundin stærst, er al-
klæddir leikarar vom setztir honum
á báðar hendur.
Skólamanninn unga, sem orð fór
af um allt Island fyrir skerpu og
stjómsemi, sá ég aldrei í ríki sínu.
En ein minning og ein ræða úr stof-
unni á Þingvöllum verða þó líklega
lengi öðm skýrari. Þann dag varð
húsfreyjan á Þingvöllum sextug. í
fyrstu var naumast ljóst, hvert hús-
bóndinn beindi orðum. En í anda
var hann fyrir vestan. Hið stóra
skólaheimili og annríkið komu til
áheyrenda. Skólastúlka veiktist og
var í dauðans greipum. Hin unga
skólahúsmóðir gerðist vökukona og
lífvörður. Eitt lítið stundarkom var
tekið til hjónavígslu í kirkjunni á
Núpi. Síðan var aftur horfið til vök-
unnar og henni haldið hvíldarlítið í
heilan mánuð. Þá hopaði dauðinn
af hólmi. Skáld hafði ort um þessa
vöku. Kvæðið var lesið. En ræðu-
manninum og lesaranum stökk
hvorki bros né tár.
Hvílík stund, — hvílík andagift
og karlmennska! Skyldi nokkur
kona önnur á íslandi hafa verið
ávörpuð með slíkum hætti, fyrr eða
síðar?
Það var í Haukadal sem ég sá
síra Eirík fyrst og kynntist honum.
Frá því var lítillega sagt í tilefni
afmælis fyrir hálfum áratug. Og
þar við situr að sinni. Fyrir hálfu
öðm ári stóðum við báðir yfír mold-
um þess manns, sem leitt hafði
okkur saman. Sigurður Greipsson
var fallinn að foldu. — Hljóðnuð að
fullu kynngimögnuð ræða hins
aldna eldhuga. Raust hans hafði
þó víða heyrzt á ámm áður. Undir
lokin talaði hann í hvíslingum. Síra
Eiríkur hafði skerta heym. Þeim
var því orðið örðugt að ræða sam-
an, vinunum. Eitt sinn, er ég kom
til Sigurðar, hvíslaði hann að mér
þessum hendingum:
„Sterk er röddin,
tungutakið töfrum bundið,
varla betra verður fundið.
Meistara þennan munum lengi,
máls og anda,
mikilla sæva, mikilla sanda.“
Þannig kom síra Eiríkur vini
sinum fyrir sjónir.
Fljótlega eftir að síra Eiríkur var
kominn suður að Þingvöllum varð
mér ljóst, að fagnandi viðmót hans
og þétt handtakið vom enginn lát-
bragðsleikur af hans hálfu. Vinátt-
an og trúnaðurinn uxu með hveiju
ári í aldarfjórðung. Einhveijar
gmnsemdir kynnu að hafa verið um
það, að kennimaðurinn að vestan
væri meiri veraldarmaður en kirkju-
maður, meiri aldamótamaður en
raunsæismaður, meiri bókmennta-
maður en guðfræðingur. Það var
hógværð hans og lítillæti um að
kenna. Flest reyndist þar á annan
veg. Trú hans var sem brennandi
logi, — hollustan við Drottin Jesúm,
kirkjuna og Ritninguna af heilum
huga og þekkingin í guðfræði slík
víðátta, að hann þurfti ekki að gutla
í lygnum eða á gmnnsævi. Hann
gat óhræddur haldið út á djúpið.
Það var í eðli hans að rýna í hylinn
og leita uppsprettunnar.
Ungur hafði hann gert sér ferð
suður til Basel og hlýtt á Karl
Barth, einhvem mesta jöfur meðal
guðfræðinga þessarar aldar. En
ógnarveldi nazista var þar einnig á
næsta leiti, og útlægir gyðingar
meðal stúdentanna.
Frá æsku var síra Eiríkur vega-
gerðarmaður. Það var hann æ síðan
til hinztu stundar. Manna íslenzk-
astur var hann að allri gerð,
„spekingur með barnshjarta“, sá
öðlingur, sem ávallt kom í hugann,
þegar góðs manns heyrðist getið,
allra manna orðsnjallastur og svo
andríkur, að aldrei þmtu auðugir
hjartans bmnnar. „Hann féll með
sverðið í hendi," varð einum vini
hans að orði. Skófla eða haki hefði
það sverð einnig mátt heita, því að
ævistarfíð var að ryðja vegi milli
manna, milli þjóða, milli Guðs og
manna. Því lá honum ætíð svo mik-
ið á hjarta. Hann vildi hvergi
bregðast köllun sinni. Hann átti enn
margt ósat, margt óskráð. Enginn
veit nema Guð einn, hver hafsjór
vizku, þekkingar og lífsreynslu
hverfur nú samtíð hans, þjóð hans
og íslenzkri kristni.
Síðustu orð síra Eiríks vom, að
sögn viðstaddra, fyrirbænir og
blessunarorð yfír fólkinu og byggð-
unum sem hann unni svo mjög.
Víðáttur Suðurlands, sem hann
kallaði stundum mesta sléttlendi í
Evrópu, vom honum hugstæðar,
náttúran, sköpun landsins, fólkið
og ekki sízt sagan. Engan mann
hygg ég hafa borið heitari hug til
Skálholts hin síðari ár. En áþekkar
kenndir mun hann hafa borið til
Þingvalla og Haukadals, að sjálf-
sögðu.
Mikil verðmæti skildi hann þjóð
sinni eftir, þótt bókvit verði ekki í
askana látið, að sögn. En hann
skrifaði einnig bækur. Þær em hins
vegar að mestu óprentaðar. Og þar
hvflir skuld á oss, vinum hans og
samheijum. Einna síðast las ég eft-
ir hann örstutta jólahugvekju í
Þjóðólfi og fáein orð til minningar
um Ágúst Þorvaldsson á Brúna-
stöðum. Hvort tveggja var fágætt
listaverk.
Þar sem forðum stóð unglingur
á mörkum byggðar og óbyggðar —
á mörkum fortíðarinnar og framtíð-
arlandsins, horfði yfír víðáttumar
eins og Móse og skildi eftir skó-
ræfla sína, gjömýtta, stendur nú
enn varðan góða á Bláfellshálsi, og
hefur vaxið og dafnað í meira en
hálfa öld. Verði hún Biskups-
tungnamönnum, Sunnlendingum
öllum og öðmm ferðamönnum
ævarandi minning um vegagerðar-
manninn, — um fætur fagnaðarboð-
ans á fjöllunum.
Með samúðarkveðju. _
Guðm. Oli Ólafsson
Sr. Eiríkur J. Eiríksson, fyrrver-
andi skólastjóri, þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum, prófastur Ámespró-
fastsdæmis og formaður Ung-
mennafélags Islands, lést mjög
óvænt og snögglega sl. sunnudag
75 ára að aldri.
Með Eiríki er fallinn einn af
merkustu andans mönnum sem
Ámesþing hefur alið.
Sr. Eiríkur var formaður UMFÍ
í 30 ár og stýrði þá þeirri merku
þjóðmála- og æskulýðshreyfingu í
gegnum erfíðan tíma til bjartari
framtíðar.
í þessum fáu kveðjuorðum mín-
um í dag verður ekki rakinn lífsferill
þessa merka hugsjónamanns, það
mun ég gera síðar í málgagni
UMFÍ, Skinfaxa.
Sem sveitungi sr. Eiríks nú hin
síðari ár mun ég sárt sakna sam-
vista hans við lífið og starfíð hér í
bæ. Þegar löngum og farsælum
embættisferli lauk ákvað hann að
setjast að hér við Ölfusárbrú, ásamt
elskulegri eiginkonu sinni, Kristínu
Jónsdóttur, og yngstu bömum
þeirra hjóna, sem enn voru í for-
eldrahúsum.
Ég er sannfærður um það, að
þessi ákvörðun Eiríks var tekin eft-
ir vandlega íhugun, og tengdist
hugsjónum hans og framtíðarsýn
um glæsta framtíð Selfossbæjar,
sem höfuðstaðar hinna blómlegu
byggða Suðurlands. Þessu lýsti vin-
ur minn sr. Eiríkur oft á mannfund-
um hér á Selfossi á síðari árum,
og er ég viss um að þar sá hann
fyrir sér óorðna hluti sem örugglega
eiga eftir að rætast.
Á sviði mennta- og menningar-
starfs flutti Eiríkur með sér sterka
strauma í bæinn, og um nokkum
tíma fékk æskufólk okkar notið
leiðsagnar hans á sviði bókmennta.
Skólafólkið okkar unga rómaði lip-
urð hans og góðláta gamansemi og
óþijótandi þekkingu.
Bókasafnið góða, sem þau hjón
Eiríkur og Kristín gáfu Ámesing-
um, mun um ókomna tíð halda
minningu þessara sæmdarhjóna á
lofti og vitna um næsta einstakt
afrek láglaunaðs embættismanns
og stórrar bama§ölskyldu. Engan
mann hefí ég heyrt snjallari í fram-
setningu og túlkun talaðs orðs en
sr. Eirík, og verða margar ræður
hans á vettvangi ungmennafélag-
anna og víðar mér lengi eftirminni-
legar. Þessi snjalla íþrótt Eiríks
hefur tendrað margan neista í fé-
lagsskap okkar, og löngun einstakl-
inga til þess að tjá sig með reisn.
Menn koma og fara, en ung-
mennafélagshreyfíngin lifir. Svo er
fyrir að þakka traustum grunni sem
brautryðjendumir lögðu í öndverðu,
og byggði á alþýðufræðslu, íþrótta-
starfí og annarri menningarlegri
viðleitni til þess að bæta þjóðfélag:
ið. Við sem tókum við fána UMFÍ
úr höndum formannsins, sr. Eiríks
J. Eiríkssonar, fyrir 18 árum höfum
ætíð viljað vinna í anda þeirra hug-
sjóna sem hann kynnti okkur,
jafnframt því að laða starfsemina
að breyttum tíma. Að leiðarlokum
þakka ég alla leiðsögn mér veitta
og ógleymanlegar samvemstundir
á sviði ungmennafélagsstarfs og við
önnur tækifæri.
Við Hildur þökkum góðum vini
elskulegt viðmót i okkar garð til
hinstu stundar. Við munum lengi
minnast blessunarorðanna og
trausta handtaksins við vígslu Fjöl-
brautaskóla Suðurlands sl. laugar-
dag, sem reyndist vera það síðasta.
Guð blessi minningu þessa góða
samferðamanns og sveitunga.
Við hjónin og fjölskylda mín
sendum Kristínu og aðstandendum
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Hafsteinn Þorvaldsson,
fyrrv. form. UMFÍ.
Brostin er fagurlaufguð eik, er
breiddi græðandi og skýlandi lim
sitt viða vegu manna. Undir stofni
hennar þreifst allt það og færðist
í aukana, sem annars hefði visnað
og sölnað. Gjöfull og nærandi var
sá lífskraftur, sem ótrúlegu mátti
áorka.
Þessa minnist ég nú, er mér berst
Ijóstandi harmafregn: Séra Eiríkur