Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 55

Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 55 Á æfingu hjá Ríó Tríói. Frá vinstri: Ólafur Þórðarson, Ágúst Atlason, Gunnar Þórðarson og Helgi Pétursson. RíóTríó enn á ferð Það er vart ofmælt að segja að hljómsveitin Ríó Tríó hafi verið meðal hinna alvinsælustu hér á landi. Eftir langan og mik- inn frægðarferil lagði hún upp laupana, en í hitteðfyrra tóku þeir félagar höndum saman á ný og slógu svo sannarlega í gegn í veit- ingahúsinu Broadway, þar sem þeir komu fram ásamt um 20 manna hljómsveit. Nú berast þær fregnir að hljóm- sveitin sé enn einu sinni að leggja í hann og hafði blaðið samband við Helga Pétursson og spurði frétta. Hvað kemur til að þið eruð að byija á ný? „ Við höfum mikið verið spurðir, svona prívat og persónulega, hvort við værum ekki tilíaðkoma á árshátíðir og einkasamkvæmi til þess að skemmta — og þá bara við fjórir með kassagítarana og bassann. Því miðurhöfum við þurft aðslá hendinni á mótiþess- um boðum, þarsem menn hafa verið misuppteknir við önnur verk- efni, íútlöndum o.s.frv. Nú er hins vegar svo komið að við erum lausir og liðugir og þá er ekki um annað að gera en að hella sér út í „bransann“.“ En hvað verður á dagskránni — eitthvað svipað ogíBroadway? „Nei, nei. Þetta verður miklu lausar í reipunum en það. Nú erum við bara fjórir og getum gert allar kúnstir. Við verðum með þjóðleg- an brag á þessu — ekki síst með tilliti til Þorrablótanna, sem nú fara í hönd — tökum lagið með fólkinu og að sjálfsögðu er grínið aldrei langt undan. Annars getum við spilað hvað sem er, bara eins og fólk vill.“ En hvað voruð þið lengi íBroad- way? „ Við vorum frá nóvember og fram í júní. Blessaður vertu, þetta stóð miklu lengur en okkur hafði nokkru sinni komið til hugar." Hvað komu margir í allt að sjá ykkur? „Jah, það hefur nú aldrei verið tekið saman held ég. En það sagði einhver við mig að líklega hefðu um 30.000 manns séð okkur. Ég þori nú ekki að halda þeirri tölu á lofti þar sem að reikningsað- ferðimar voru nú ekki þær Nigel Callaghan, einn af hinum þekktu leikmönn- um Watford. ábyggilegustu, en ég hugsa að þær séu ekki mjög fjarri lagi.“ En það sem þið eruð að gera núna; er þetta einhver endurvakn- ing á þvísem þið voruð að gera ígamla daga? „Já, þetta er sams konar músík og við vomm með þá og ekki ósvipað fyrri hluta dagskrárinnar í Broadway. Hversu lengi ætlið þið að halda áfram? „Núna ætlum við að spila fram á vor og hvenær við hættum veit ég ekki. Meðan við og áheyrendur hafa gaman af þessu höldum við áfram." úrvalsliðið leikurá gervi- grasvellinum í Laugar- dal á laugardag kl. SJÓNVARPIÐ inear Rokkar auglýsir eftir hugmyndaríku, hressu og dugmiklu fólki til umsjónar unglingaþáttunum Rokkarnir geta ekki þagnab og Unglingarnir í frumskóginum. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálfstætt og með öðrum að þáttagerð og hafið starfið nú þegar. Hafir þú áhuga þá liggja umsóknareyðublöð frammi í símaafgreiðslu sjónvarpsins Laugavegi 176. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 23. janúar næstkomandi. SJONVARPIÐ U wVtMtWFV f F'Tfl-TT HfltfMSVPHn l -f Ff ¥f f f f 'f 11 i 4 Itlt ww***w*»***Si~

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.