Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 62

Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 Skíðaganga: • Pirmin Zurbriggen er líklegur til afreka á heimsmeistaramótinu sem fram fer Crans-Montana f Sviss í nœstu viku. Hann er nú stiga- hæstur iheimsbikarkeppninni og hefur aldrei verið betri að eigin sögn. Skíði: Figini sigraði í bruni Walliser hefur 14 stiga forskot í stigakeppninni ÓLYMPiUMEISTARINN Michela Figini hélt uppi heiðri svissnesku stúlknanna og sigraði í bruni sem fram fór f Pfronten í Vestur- Þýskalandi í gær. Þetta var annar sigur hennar í bruni á þessu keppnistímabili. Regina Mös- enlechner frá V-Þýskalandi varð önnur og Maria Walliser í þriðja sæti, en hún hefur nú forystu i heimsbikarkeppninni samanlagt. Þetta var fjórða brunið í heims- „Hef aldrei verið í betri æfingu en nú bikarkeppni kvenna í vetur og sú síðasta fyrir heimsmeistarakeppn- ina í Crans-Montana sem hefst eftir viku. Það voru svissneskar og vestur-þýskar stúlkur sem einok- uðu brunið og voru í sjö efstu sætunum. Figini fór brautina sem var 2.260 metrar á 1.20,12 mínútum og var þetta í tólfta sinn í vetur sem sviss- nesk stúlka vinnur mót í heims- bikarnum. Regina Mösenlechner frá Vestur-Þýskalandi varð önnur aðeins níu hundruðustu úr sek- úndu á eftir Figini. Maria Wallesr hafnaði í þriðja sæti á 1.20,62 mín. og náði þar 14 stiga forystu á Vreni Schneider í heimsbikarnum samnlagt. „Ég er í mjög góðri æfingu núna fyrir heimsmeistaramótið. Ég held að stöllur mínar úr svissneska lið- inu og því vestur-þýska verði aðalkeppinautar mínirí bruninu í Crans-Montana," sagði Michela Fingin eftir sigurinn. „Annað sætið er eins og sigur fyrir mig," sagði hin 25 ára gamla vestur-þýska stúlka, Regina Mös- enlechner, eftir að hafa náð sínum besta árangari í heimsbikarnum. Úrslit í bruninu í gær voru þessi: Michela Figini, Sviss 1.20,12 Regina Mösenlechner, V-Þýskal. 1.20,21 Maria Walliser, Svlss 1.20,62 Zoe Haas, Sviss 1.20,71 Michaela Gerg, V-Þýskalandi 1.20,85 Marina Kiehl, V-Þýskalandi 1.21,03 Heidl Wiesler, V-Þýskalandi 1.21,04 Catherine Quittet, Frakklandi 1.21,31 Lisa Savijarvi, Kanada 1.21,33 Laurie Graham, Kanada 1.21,55 Staðn í heimsbikarnum er nú þessi: Maria Walliser, Sviss 197 Vrenl Schneider, Svlss 183 Brigitte Oertli, Svlss 162 Erika Hess, Sviss 128 Tamara McKinney, Bandaríkjunum 113 Michela Figinl, Sviss 108 Mateja Svet, Júgóslaviu 103 Catherine Quittet, Frakklandi 80 MichaelaGerg.V-Þýskalandi 79 - varð í sjötta sæti á sterku móti í Svíþjóð EINAR Ólafsson skíðagöngumað- ur frá ísafirði náði sjötta sæti á sterku göngumóti f Svfþjóð á fimmtudaginn. Allir bestu göngu- menn Svfa voru á meðal kepp- enda. Heimsbikarhafinn frá í fyrra, Gunde Svan, sigraði í keppninni sem var haidin í Landsbro í Svíþjóð. Gengnir voru 14 kílómetr- ar f Ijósabraut og var þetta boðsmót. Úrslit voru þessi: Gunde Svan 38,35 Sven Erik Daníelsson 39,06 Tony Pölder 39,43 Hans Person 39,54 Thomas Wassberg 40,00 Einar Ólafsson 40,13 Þessi árangur Einars lofar góðu fyrir HM en það má búast við því að hann verði þar á meðal kepp- enda. Heimsmeistarakeppnin verður haldin í Oberstdorf í Vest- ur-Þýskalandi og hefst 11. febrúar. • Maria Walliser frá Sviss hefur staðið sig best allra kvenna í heimsbikarnum í alpagreinum f vetur. Hún varð í þriðja sæti í bruninu f gær og hefur nú hlotið 197 stig samanlagt í keppninni. Hér er hún á fullri ferð í brunkeppni fyrr í vetur. Heimsbikarinn í alpagreinum: Einarað ná sér á strik - segir Pirmin Zurbriggen sem nú hefur forystu íheimsbikarnum PIRMIN Zurbriggen sem nú hefur forystu í heimsbikarnum f alpa- greinum segist aldrei hafa verið f betri æfingu en núna. Hann keppir f bruni f Wengen f dag og má búast við að hann verði þar f fremstu röð. Handbolti: Besta myndin HSÍ hefur ákveðið að gangast fyrir keppni um bestu handknatt- leiksljósmynd ársins 1987. Verð- launin fyrir bestu Ijósmyndina eru ferð með landsliðinu á hand- knattleiksmót f byrjun næsta árs. Hver Ijósmyndari má senda inn allt að 10 Ijósmyndír og velur sér- stök dómnefnd bestu myndi. Til að Ijósmynd sé gjaldgeng verður hún að hafa birst í einhverju opin- beru blaði á árinu. „Ég held að ég hafi aldrei verið í eins góðri æfinu og núna. Nýja þjálfurnarprógrammið hefur hent- að mér vel," sagði Zurbriggen eftir æfinguna í gær. „Mér gekk vel í æfingaferðunum í dag og í gær. Þótt ég hafi gert mistök í efri hluta brautarinnar náði ég mér vel á strik í neðri hlut- anum," sagði Zurbriggen sem náði ALLT bendir nú til þess að Kristj- án Jónsson knattspyrnumaður úr Þrótti gangi til liðs við íslands- meistara Fram og leiki með þeim næsta sumar. Kristján hefur æft með Fram að undanförnu og sagði við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkvöldi næst besta tímanum á æfingu í brautinni í gær. Svisslendingar hafa unnið fimma af sex brunmótum heims- bikarsins í vetur og sýnir það styrk þeirra. Heimavöllurinn skemmir örugglega ekki fyrir hjá þeim í dag. Peter Múller var með besta braut- artímann í gær hálfri sekúndu á undan Zurbriggen. að hann væri ekki búinn að skipta um félag en af því yrði fljótlega. Kristján er góður bakvörður og hefur leikið fjölmarga leiki með unglingalandsliðinu og einnig sex A-landsleiki. Hann kemur til með að styrkja Framliðið. Knattspyrna: Kristján æfir með Fram Knattspyrna: Stórmótið á Skaganum STÓRMÓT íþróttafréttamanna og Adidas verður haldið á Akra- nesi á morgun og hefst klukkan 14.10 með leik IA og Þórs frá Akureyri. Riðlakeppnin verður síðan leikin til klukkan 17.40 en þá hefiast undanúrslit. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 18.45 en áður leika Stjörnulið Ómars Ragnarssonar við „gull- drengina" frá Akranesi. í liði Ómars verða auk hans Jón Ragn- arsson, Albert Guðmundsson, Hermann Gunnarsson, Magnús Ólafsson og einn í viðbót sem þeir vilja ekki gefa upp fyrr en að leik kemur. Lið Skagamanna verður skip- að þeim Matthíasi Hallgrímssyni, Eyleifi Hafsteinssyni, Þresti Stef- ánssyni, Haraldi Sturlaugssyni, Byrni Lárussyni og Ríkarði Jóns- syni þannig að leikur þessi ætti að geta verið hinn skemmtileg- asti. Adidas gefur öll verölaun sem verða hin veglegustu að vanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.