Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 64

Morgunblaðið - 17.01.1987, Page 64
V^terkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987 VERÐ t LAUSASÖLU 50 KR. Samningamir víð- ast hvar samþykktir Mörg fiskiskip héldu til veiða ígærkvöldi eftir að úrslit í atkvæðagreiðslu sjó- manna lágu fyrir. Sjómenn á stórum skipum ogsmáum um allt land kepptust ígær viðað gera klárt tilað halda á veiðar að nýju. Myndin er tekin við Reykjavikur- höfn. ísfirskir sjómenn felldu, Bolvíkingar frestuðu verkfalli Sjómannasamningarnir voru samþykktir af öllum samn- ingsaðilum í gær, utan Sjómannafélags ísafjarðar sem felldi þá. Fyrstu skipin héldu til veiða seint í gærkvöldi og var búist við að mörg færu í nótt. Búist er við að fiski- skipin haldi almennt til veiða i dag, ef veður leyfir. 1.179 félagar í Sjómannasam- bandi íslands tóku þátt í allsheijar- atkvæðagreiðslu um samningana. 685 sögðu já (58%), 480 sögðu nei (41%) og 14 atkvæðaseðlar vorú auðir eða ógildir. í atkvæðagreiðslu yfirmanna innan Farmanna- og fískimannasambandsins sögðu 453 já (73%), 159 nei (26%) en 11 at- kvæðaseðlar voru auðir. Atkvæði voru talin sameiginlega hjá sjómönnum um allt land nema á Vestfjörðum, þar fór talning fram hjá hveiju félagi. Sjómenn í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Bolungarvíkur hafa frestað áður boðuðu verkfalli um óákveðinn tíma. Á fundi sjómanna var ekki tekin afstaða til samning- anna, enda hafa samningamenn Bolvíkinga ekki skrifað undir þá. Hins vegar var öllum gögnum um samningana dreift til trúnaðar- manna sjómanna, en einn slíkur er um borð í hveiju skipi. í gær- kvöldi átfu a.m.k. Dagrún og Heiðrún að fara til veiða og munu sjómenn greiða atkvæði um borð. Talning hefst því ekki fyrr en sjó- menn koma aftur í land. Ef samningamir verða þá felldir mun verkfall skella á fyrirvaralaust. Á Patreksfirði voru samningam- ir samþykktir með 30 atkvæðum gegn 1, á Flateyri vom þeir sam- þykktir með eins atkvæðis mun, 11-10. Yfírmenn á Vestfjörðum, í Bylgj- unni, samþykktu samningana með 52 atkvæðum gegn 12, en undir- menn felldu þá með 28 atkvæðum gegn 22. Fundur verður haldinn á Isafirði þar sem samninganefnd sjómannafélagsins segir af sér og kosin ný. „Þeir sem eru óánægðir verða að leysa þetta," sagði Sigurð- ur Finnbogason, einn af forystu- mönnum sjómanna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Stjóm Landssambands íslenskra útvegsmanna samþykkti samning- ana. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ sagði í gærkvöldi, þegar úrslit í atkvæðagreiðslu sjómanna lágu fyrir: „Ég lýsi ánægju minni með að sjómenn skuli hafa samþykkt þá samninga sem forystumenn þeirra gerðu. Þetta eru góðir samn- ingar fyrir þá, auk þess sem með þeim eru viðurkenndir mikilsverðir sameiginlegir hagsmunir útgerðar- manna og sjómanna. Jafnframt harma ég að sjómenn á ísafirði skuli hafa fellt samningana, en vona bara að þeir sjái að sér þegar þeir sjá hvað einangraðir þeir eru í afstöðu sinni.“ Veður og' vélarbilanir settu flug úr skorðum EKKI mátti miklu muna í Reykjavíkurhöfn í gær- Konu leitað á Botnsheiði UMFANGSMIKIL leit hófst í gærkvöldi að fullorðinni konu á Botnsheiði, sem er á milli Súgandafjarðar og ísafjarðar. Vegiirinn á Botnsheiði er ófær, en konan ætlaði að ganga á milli bila á heiðinni. Konan, sem er frá Suðureyri, var á leið til ísafjarðar. Hún lét aka sér upp á heiðina eftir hádeg- ið í gær og hugðist ganga ófæra kaflann að bfl sem beið Isafjarð- armegin. Hún kom ekki fram á tilsettum tíma og var þá farið að svipast um eftir henni. Meðal annars var farið á snjóbíl Hjálp- arsveitar skáta á ísafirði upp á heiðina og um kvöldmatarleytið var hafin leit. Konan var ekki fundin seint í gærkvöldi, þegar blaðið hafði síðast spurnir af, en þá var að heíjast umfangsmikil leit sem björgunarsveitir ná- grannabæjanna tóku þátt í. Veður var slæmt á þessum slóðum. kvöldi þegar landfestar togarans Þryms slitnuðu. Togarinn var mannlaus en ein taug hélt og tókst að ná honum aftur að bryggju. Erfiðleikar voru í innanlands- flugi síðdegis í gær vegna veðurs suðvestanlands. Rok var og 8—10 vindstig. Flugleiðir þurftu að af- lýsa tveimur ferðum til Akur- eyrar, einni til Húsavíkur og einni til Sauðárkróks. Þá var ekkert flogið til Isafjarðar og Vest- mannaeyja í gær. Ekki verður eins hvasst í dag, en kaldara. Enska knattspymuliðið Wat- ford lenti í smávægilegu ævintýri á leið sinni til landsins. Flugleiða- vél sem þeir voru farþegar í bilaði og varð að lenda í Glasgow. Sér- stök vél var send til að ná í farþegana og var hún væntanleg til landsins snemma í morgun, þannig að leikurinn á að geta hafist á gervigrasinu í Laugardal á tilsettum tíma í dag, klukkan 13. Heimsókn ensku knattspymu- mannanna hingað til lands á þessum árstíma hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. Húsnæðisstof nun: 600 lánsloforð hafa ver- ið send umsækjendum Þau fyrstu koma til greiðslu 1. mars HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins verður um næstu mánaðamót búin að senda út bréf til allra þeirra umsækjenda sem sóttu um hús- næðislán í september, október og nóvember. „Þá höfum við náð endum saman miðað við nýju vinnureglurnar og tveggja mánaða afgreiðslukerfið í reynd komið til framkvæmda," sagði Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar í gær. Húsnæðisstofnun hefur nú gefið út 600 lánsloforð auk 7—900 bréfa með beiðni um frekari gögn. Láns- loforðin eru dagsett til greiðslu í ár og á næsta ári. Fyrstu láns- loforðin koma til greiðslu 1. mars, en það er út á hluta af þeim um- sóknum sem Húsnæðisstofnun tók við dagana 1.—3. september. Búið er að fara tvisvar yfir allar umsóknir, sem bárust til stofnunar- innar í september. Eftir um það bil viku verður búið að senda út bréf til allra þeirra sem lögðu inn um- sóknir í október og um mánaðamót- in verður búið að senda bréf til allra senda bréf til allra þeirra sem sóttu um húsnæðislán í nóvember. Nýju húsnæðislánin, þau sem verða veitt í janúar—mars, eru á bilinu 1.206—2.461 þúsund krónur. Hámarkslánið er 2.461 þúsund krónur, en það er veitt út á nýbygg- ingar, til fólks sem ekki á íbúð fyrir. Fólk sem á íbúð fyrir fær 1.723 þúsund króna lán ef það ræðst í nýbyggingu. Sama lán er veitt þeim sem ekki eiga íbúð og kjósa að kaupa eldri íbúð. Lægsta lánið, 1.206 þúsund krónur, er veitt út á kaup á eldri íbúð til fólks sem á íbúð fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.