Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 24

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 24
24 ,gs auoAUHAUUA^ .GHMa/uoBOiii MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 Mjólkurfélag Reykjavíkur hefir starfað í nóverandi mynd allt frá árinu 1917. Það er eitt af traustustu og virtustu verslunarfyrirtækjum í höfuð- borginni og þekkt að góðu einu víða um land. Til forystu í félag- inu hafa valist traustir og dugmiklir menn sem hafa tekið starf sitt af fullri alvöru. Fyrstu forstjórar félagsins voru þeir Jón Kristjánsson lagaprófessor, sem var reyndar einnig fyrsti for- maður félagsins, og Þorlákur Vilhjálmsson Bjamar á Rauðará, sem varð formaður eftir fráfall Jóns. Þetta voru brautryðjendumir ásamt Eyjólfí Jóhannssyni frá Sveinatungu, en hann var ráðinn 1920 M.R. kaupir húseignina nr. 14 við Lindargötu á horni Lindargötu og Vatnsstígs (nú nr. 36). Þar var sett upp mjólkurstöð og mjólk- in gerilsneydd. 1930 Lokið byggingu hússins Hafnarstræti 5. Fyrsti stjórnarfundur haldinn þar 17. júní 1930. Mjólkurfélag Reykjavíkur: I forystuhlutverki í 70 ár Stjórn M.R. 1987. F.v. Jón M. Guðmundsson, formaður, Helgi Jónsson, ritari, Sigurður Sigurðsson, Sig- urður Eyjólfsson, forsljóri, Vífill Búason og Magnús Jónasson, vararformaður. eftirJón Guðmunds- sonáReykjum framkvæmdastjóri er Jón Kristjáns- son lést árið 1918. Eyjólfur var framkvæmdastjóri félagsins til árs- ins 1945, en þá tók við Oddur Jónsson sem hafði starfað hjá félag- inu frá árinu 1925. Oddur hætti störfum árið 1965 og þá tók við Leifur Guðmundsson. Hann var framkvæmdastjóri til 1980, og tók við af honum núverandi forstjóri, Sigurður Eyjólfsson. Formennsku í stjóm Mjólkurfé- lagsins hafa alls átta menn gegnt. Hafa valist í þetta ábyrgðarmikla starf hinir mætustu menn: Árið 1917—1918 Jón Kristjánsson lagaprófessor Reykjavík. 1919—1923 Þorlákur Vilhjálmsson Bjamar, Rauðará, Reykjavík. 1924—1935 Guðmundur Olafs, Nýjabæ, Seltjamamesi, Kjósars. 1936—1953 Bjöm Ólafs, Mýrar- húsum, Seltjamamesi, Kjósars. 1954—1970 Ólafur Bjamason, Brautarholti, Kjalamesi. 1970— 12/8 1970 Jónas Magnússon, Star- dal Kjarlamesi. 1970—1977 Ólafur Andrésson, Sogni, Kjós. Frá 1977 Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Mosfellssveit. Núverandi stjóm félagsins skipa auk formanns þeir Magnús Jónas- son, Stardal, varaformaður; Helgi Jónsson, Felli, Kjós, fundarritari; Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga, Skilmannahreppi, Borgar- fírði, og Vífill Búason, Ferstiklu, HvalQarðarstrandarhreppi, með- stjómendur. Félagskjömir endur- skoðendur eru þeir Jón Ólafsson, oddviti, Braútarholti, Kjalames- hreppi, og Ólafur Þór Olafsson, Valdastöðum, Kjós. Deildir félags- ins em 14 að tölu, en Suðurlands- deild bættist við á síðastliðnu ári með um 60 félaga. Stofnun félag'sins og aðdragandi Eftir aldamótin síðustu fór mjög vaxandi eftirspum eftir landbúnað- arvörum í Reykjavík, sem þá var að breytast úr sveitaþorpi í bæ eða borg. Tiltölulega auðvelt var að afla matarbirgða sem hægt var að geyma, en öðm máli gegndi um mjólkina því hún er viðkvæm vara og hefur takmarkað geymsluþol. Öflun, dreifíng og meðferð mjólk- ur varð mikilvægt mál fyrir bæjar- stjóm og heilbrigðisyfirvöld á þessum ámm og hefír í raun verið fram á þennan dag. Sú merka saga verður ekki rakin hér, en benda má á bók Þómnnar Valdimarsdótt- ur Sveitin við sundin sem kom út hjá Sögufélaginu 1986 og er í bóka- flokknum „Safn til sögu Reykjavík- ur“. Þómnn rekur þessi mál vel og skilmerkilega og er bókin mjög áhugaverð. Formleg stofnun Mjólkurfélags Reykjavíkur átti sér nokkurra ára aðdraganda. Margir fundir vom haldnir og ýmis samtök stofnuð sem höfðu að meginstefnu dreifíngu neyslumjólkur. Niðurstaðan varð stofnun Mjólkurfélagsins, þann 28. mars árið 1917. Tilgangtir og mark- mið félagsins Megintilgangurinn með stofnun MR var eins og áður segir öflun, dreifíng og sala mjólkur í Reykjavík. Náið samstarf varð að hafa við bæjaryfírvöld, heilbrigðis- yfírvöld og stjómvöld í landinu, en auk þess og ekki síst við framleið- endur og neytendur. Svo sem vænta mátti ríkti nánast ringulreið á þess- um markaði á ámnum fram að fyrri heimsstyijöldinni, og höfðu bæjar- yfirvöid með bæjarlækni í broddi fylkingar ærinn starfa við að koma meðferð á mjólk í það horf að ekki hlytust af neyslu hennar drepsóttir eða önnur áföll. Bændur áttu því láni að fagna að ná samstöðu í MR um sölu og dreifíngu mjólkur, með öflugum stuðningi bæjarstjómar, heilbrigð- iskerfís og ýmissa annarra sem skildu nauðsyn þessa máls. Fljót- lega eftir að félagið tók til starfa var farið að hyggja að útvegun á nauðsynjavömm til félagsmanna, svo sem kjamfóðri, sáðvöm, áburði, girðingar- og byggingarefni. Sam- hliða var unnið að því að stofna mjólkurstöð og gerilsneyða mjólk að kröfu bæjarstjómar og heilbrigð- isyfírvalda. Þetta tókst vonum framar en ekki átakalaust, því ýmsir vildu fá að starfa utan félags- ins, en það var eðlilega allmikið vandamál, einkum að því er snerti heilbrigðiseftirlitið. Félagið hélt velli og reksturinn efldist og blómg- aðist jafnt og þétt þar til á ámnum 1934—1936 og verður það nefnt síðar. Starfsemi og framkvæmdir fyrstu árin Við fráfall Jóns Kristjánssonar formanns og fyrsta forstjóra MR varð Þorlákur V. Bjamar formaður. Hann réð sem framkvæmdastjóra Eyjólf Jóhannsson, sem hafði starf- að með Jóni um hríð. Árið 1919 var samþykkt að undirbúa kaup á tækjum til gerilsneyðingar ef „upp skyldi gjósa drepsótt", en það óttað- ist almenningur mjög, t.d. tauga- veiki. Árið 1920 keypti félagið húsið nr. 14 við Lindargötu og fékk leyfí til að breyta því í verslunar- og skrifstofuhús. Jafnframt var ráð- gert að kaupa lóð við sömu götu af Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, en ekkert varð úr því. Árið 1922 var hafist handa um geril- sneyðingu á neyslumjólk og ráðinn danskur mjólkurfræðingur til að annast það. Bæjarstjóm hafði starf- andi sérstaka nefnd, mjólkumefnd, því þessi málaflokkur var fyrirferð- armikill í bæjarmálunum. Mjólkur- félagið hafði náið samstarf við nefnd þessa. Þar vom auðvitað hollustuhættir eitt mikilvægasta málið, en einnig verðlagsmál og annað er snerti dreifingu og sölu á neyslumjólk. Meðal annars var um að ræða gerð samninga við t.d. Suðumesjamenn, Borgfirðinga og Sunnlendinga um að fá meiri mjólk á markaðinn. Árið 1922 tók félagið í notkun bifreið til mjólkurflutn- inga, en því var hætt að nokkmm mánuðum liðnum og þótti of dýrt. Árið eftir var hins vegar fenginn bíll til flutninga og hefír svo verið síðan. Mjólkurfélagið er samvinnufélag og hefír verið það frá upphafi. Það hafði í fyrstu aðild að SIS en sagði sig úr Sambandinu árið 1924 og hefur frá þeim tíma starfað í sam- tökum kaupmanna í Reykjavík. Árið 1926 ákvað félagsstjóm að festa kaup á kommyllu, að undan- genginni athugun forstjóra á slíku fyrirtæki í Noregi. Þetta þóttu hin merkustu nýmæli, og fluttu blöðin stórfréttir af uppátækinu. Á seinni helmingi þriðja áratug- arins efldist félagið mjög því auk kommyllunnar var rekin smásölu- verslun samhliða bændaversluninni og auk þess brauðgerðarhús og mjólkurbúðir um allan bæ. Þær vom orðnar 34 talsins árið 1927. Þá lenti félagið í blaðaskrifum, og alltaf bar nokkuð á því að settar reglur yfírvalda væm ekki virtar af öðmm en félaginu. Árið 1928 festi félagið kaup á húsi við Vatnsstíg nr. 10 í Reykjavík og ráðgerði stækkun mjólkurstöðv- ar í húsinu við Lindargötu. Þá keypti félagið lóð af hafnarsjóði, um 900 fermetra að stærð, og réðst svo einnig í að kaupa um tveggja ha lóð úr landi Laugardæla austur í Flóa. Aldrei varð þó neitt um fram- kvæmdir þar. Vorið 1929 lágu fyrir teikningar að nýju stórhýsi við Hafnarstræti í Reykjavík og skömmu seinna var framkvæmdastjóra falið að tryggja félaginu lóð á homi Bergþómgötu og Hringbrautar (nú Snorrabraut- ar) fyrir nýtísku mjólkurvinnslu- stöð. Það sumar vom báðar þessar stórbyggingar í smíðum. Þær standa enn og em vottur um stór- hug og áræði forystumanna bænda á þessum tíma. Húsin vom bæði tekin í notkun sumarið 1930 og nokkm seinna var kommyllunni komið fyrir í húsinu við Hafnar- stræti 5. Mikið var fundað um mjólkurmál á þessum ámm, enda höfðu bæði Borgfírðingar og Sunnlendingar mikinn hug á að komast inn á Reykjavíkurmarkaðinn með mjólk sína. Um þetta leyti jukust mjög flutningar á mjólk og hafði félagið marga bíla í fömm til þess að sækja mjólk jafnvel til bænda á Suðumesj- um og í Kjós. Árið 1933 vom sett lög um dreif- ingu og sölu mjólkur og vom þau enn í breytingu fram til ársins 1934 en vom ekki staðfest fyrr en 7. janúar 1935. Svo sem kunnugt er urðu um þessi mál mikil átök og málavafstur sem endaði með því að mjólkurstöð Mjólkurfélags Reykjavíkur við Bergþóragötu var tekin eignamámi og þarmeð var öllum afskiptum MR af mjólkur- sölumálum endanlega lokið. Þetta eignamám gekk þó til baka, en stöðin var árið 1936 seld Mjólkur- samlagi Kjalamesþings og var þá um leið tekin undir stjóm Samsöl- unnar. Nú urðu þáttaskil í sögu félags- ins. Það varð að laga starfsemi sína að breyttum aðstæðum og sneri sér því að almennum viðskiptamálum, og hefír verið svo síðan. Breyttur rekstur Við breyttar aðstæður steðjuðu margháttaðir erfíðleikar að Mjólk- urfélaginu. Heimskreppan svokall- aða skall á eftir 1930 og hagur bænda og rejmdar alls almennings fór versnandi, en það hafði óhjá- kvæmilega áhrif á afkomu verslun- ar með almennar nauðsynjarvömr. Félagið rak nokkrar verslanir með Liverpool í fararbroddi og gekk sú verslun á þessum ámm eftir atvik- um vel. Flutningareksturinn gekk einnig vel og efldi mjög tengsl við bændur og aðra í nágrenni Reykjavíkur. Vom fluttar neyslu- vörar og rekstrarvömr, en einnig blöð og annar póstur ásamt far- þegum. A áranum eftir 1930 var gefið út fréttablað sem nefndist „Plóg- ur“, en útgáfan var seld árið 1936. Þijátíu ámm seinna var aftur ráð- ist í útgáfu blaðs og nefndist það „MR fréttir". Var því haldið úti í nokkur ár. Víst er að blöð þessi vora vinsæl og í þeim birtust alls konar upplýsingar, fræðslumál og fréttir af félagsstarfínu. Á þessum áratug gripu stjóm- völd til innflutningshafta og skömmtuðu gjaldeyri. Kom það mjög niður á rekstri Mjólkurfélags- ins, sem var þá að miklu leyti innflutningur, dreifíng og sala á daglegum neysluvöram almennings og ýmsum rekstrarvömm bænda svo sem áður er nefnt. Hagur fé- lagsins fór því versnandi fram undir seinni heimsstyijöldina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.