Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 39

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 39 Ferðahátíð í Þórscafé FLUGFERÐIR-Sólarflug’ verða með ferðahátíð í Þórscafé sunnu- dagskvöldið 29. mars. Flugferðir mun kynna ferðir til Mallorca, Benidorm og Costa del Sol. Kynntir verða nýir hótelmögu- leikar á öllum stöðunum. Tekið verður á móti matargestum með lystauka frá kl. 19.00. Á matseðli kvöldsins eru eld- steiktar grisasneiðar „bordulaise" og í eftirrétt sherry-tjómarönd. Söngdúettinn The Blue Diam- onds, sem skemmt hefur gestum í Þórscafé að undanfömu, flytur flest af sínum vinsælustu lögum. Má þar nefna „Ramona", „Guantanamera", „Summer Holiday", „Hello Mary Lou“ og fleiri lög. Einnig skemmtir Ómar Ragnarsson ásamt undirleik- ara sínum, Hauki Heiðar, og hljómsveitin Santos ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur leikur fyrir dansi. Þá verður ferðabingó og spilað um sólarlandaferðir. Veislustjóri verður Guðlaugur Tryggvi Karlsson. BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. ■ ‘l ■ ■ ■ I ■ I ■ ■ I ■ f ■ I ■ I Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 28. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjórnar og formaður Innkaupastofnunar Reykjavíkur, Helga Jóhannsdóttir í stjórn umferðanefndar og SVR og Hulda Valtýsdóttir formaður menningarmála- nefndar. Nýtt gallerí í Reykjavík: Sýning á verkum Walasse Ting Auglýsingadeild MHÍ: Fjórða árs nemar halda sýningu SÝNING á verkum Walasse Ting verður opnuð í Gallerí 119 í dag, en galleríið er til húsa að Hring- braut 119 í Reykjavík. Walasse Ting er kínverskur að uppruna, en hefur starfað lengi í New York. í Gallerí 119 verða sýnd þrjú olíumálverk, tæplega 37 grafíkmyndir og um 25 plaköt eftir listamanninn. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 17-22 og um helgar frá 14-22, en hún hefst kl. 16 í dag. Það er verslunin Katel á Klapp- arstíg sem rekur Gallerí 119. Áð sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er um tveggja ára biðtími eftir að komast að með sýningar í sýningar- sölum í Reykjavík og ákváðu þeir þá að opna sinn eigin sal. Galleríið er um 250 fermetarar að stærð. Eitt verka kínverska listamannsins Walasse Ting sem er á sýningu í Gallerí 119 í Reykjavík. SÝNING á verkum nemenda aug- lýsingadeildar Myndlista- og handíðaskólans hófst í gær að Skipholti 1. Grafíski hönnuður- inn Nils Fredriksson frá lista- skólanum í Lahti í Finnlandi hefur kennt nemendum á 4. námsári i auglýsingadeild MHÍ nú í marsmánuði og undir hans stjórn hafa nemendumir unnið verkefnið „Kynning á islenskri iðnaðarframleiðslu erlendis". Við úrvinnslu þessa viðfangsefnis hefur reynt jafnt á hugmyndaauðgi nemenda sem og listræna hæfni og tæknilega fæmi. Nemendur hafa meðal annars unnið merki, bréfs- efni, blaðaauglýsingar, veggspjöld og sýningarbása. Sýningin verður opin í í dag, laugardag, frá kl. 14.00 til 16.00, á morgun, sunnudag, frá kl. 14.00 til 18.00 og á mánudag frá kl. 9.00 til 18.00. Léttari tónlist Starf smannaf é- lag Reykjavíkur: Óskað eft- ir endur- skoðuná samningi STJÓRN Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hefur far- ið fram á það við Reykjavíkur- borg að ákveðin atriði kjarasamnings þessara aðila, sem feOdur var á dögunum, verði tekin til endurskoðunar. í samtali við Morgunblaðið sagði Haraldur Hannesson for- maður SFR að beðið væri um endurskoðun á nokkrum atriðum sem aðallega vom umdeild í samningi þeim sem felldur var í atkvæðagreiðslu félagsmanna í síðustu viku. Til stæði að þessi endurskoðun færi fram á næstu dögum. Svar við þessari málaleitun hafði ekki borist frá borginni í gær. Akureyri: Atvinnuleys- ið samsvar- ar 57 störf- um í febrúar í SKÝRSLU frá Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar kemur fram að 27. febrúar síðastliðinn voru 66 skráðir atvinnulausir i bænum. Þar af var 41 karlmaður og því 25 konur. Fjöldi atvinnu- leysisdaga í febrúar svarar til þess að 57 hafi verið atvinnulaus- ir allan mánuðinn. LANDSINSMESTA ÚRVAL AFELDHÚSBORÐ UM OGSTÓLUM Borð og 4 stólar í Seljasókn SÚ BREYTING verður i guðs- þjónustu Seljasóknar i Oldusels- skóla að tekin verður upp léttari tónlist þijá næstu sunnudaga. Sunnudaginn 29. mars kl. 14.00 mun ungt fólk úr Samfélaginu veg- inum leiða sönginn. Leikið verður undir á gítara, bassa, píanó og fleiri hljóðfæri. Sunnudaginn 5. apríl og pálma- sunnudaginn 12. apríl mun Þorvald- ur Halldórsson og tónlistarfólk frá Ungu fólki með hlutverk leiða söng- inn. Að öðm leyti verður hefðbundnu messuformi fylgt, segir í frétt frá Seljasókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.