Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 50

Morgunblaðið - 28.03.1987, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAJRZ 1987 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Fæðingarorlof - fæðingarstyrkur - fæðingardagpeningar: „Þetta er mikið mál, þetta er réttlætismál“ Snör framganga heilbrigðisráðherra á Alþingi Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, vann eftirtektarverðan sigur á Alþingi, rétt fyrir þinglausnir, er frumvarp hennar um fæðing- arorlof - og hliðarfrumvarp um breytingu á lögum um almanna- tryggingar - vóru samþykkt sem lög frá Alþingi. Meginá- kvæði laganna fela það í sér að konu er heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að einum mánuði fyrir áætlaðan fæðing- ardag bams, sem hún gengur með, og að fæðingarorlof leng- ist í fjóra mánuði 1988, fimm mánuði 1989 og sex mánuði 1990. Vinnuréttur - trygg- ingaréttur Meginbreytingin, sem hin nýju lög fela í sér, er sú, að skilið er alfarið á milli reglna er varða vinnurétt annarsvegar og trygg- ingarétt hinsvegar, það er annars- vegar rnilli réttar til leyfís frá launuðum störfum, vegna með- göngu og fæðingar (og vemd frá uppsögn af þeim sökum), og hins- vegar rétt foreldra til greiðslna úr almannatryggingum í fæðing- arorlofi. Hér er í fyrsta sinn lögfestur réttur til leyfís frá launuðum störf- um af framangreindu tilefni. I annan stað er réttur heimavinn- andi mæðra aukinn. Fæðingar- styrkur að upphæð 15 þúsund krónur verður greiddur öllum fæð- andi konum og til viðbótar fæðing- ardagpeningar til þeirra sem vinna utan heimilis. Fjármögnun þessara tveggja greiðslna er með sitt hvor- um hætti. Fæðingarstyrkurinn kemur alfarið úr ríkissjóði. Fæð- ingardagpeningar alfarið frá vinnuveitendum. Um greiðslu til heimavinnandi mæðra sagði heilbirðgisráðherra í framsögu: „Ég vil geta þess að með frum- varpinu er stigið skref sem þýðir að greiðslur til heimavinnandi mæðra hækka um 50%. Niður- staða þessa frumvarps er sú að samkvæmt athugun, sem gerð hefur verið nýlega á stöðu þessara mála á Norðurlöndum svo og á Bretlandi, að samkvæmt frum- varpinu verður réttur heimavinn- andi mæðra betri en í nokkru af þeim löndum sem við gjaman höf- um miðað okkur við“. „Framtíðarmál, byggt á samkomulagi“ Eins og að framan segir verður um tvennskonar greiðslur að ræða í fæðingarorlofí: fæðingarstyrk, sem greiðist öllum fæðandi konum í fjóra mánuði frá komandi ára- Nýju lögin stórbæta aðstöðu móður til að sinna barni sínu fyrstu mánuðina eftir fæðingu þess. mótum, fímm mánuði frá ársbyij- un 1989 og sex mánuði frá ársbyijun 1990, og fæðingardag- peninga, sem greiðast aðeins þeim sem verða af launatekjum vegna bamsburðar - og þá er tekið mið af atvinnuþátttöku viðkomandi. í framsögu ráðherra kom fram að verulegt ósamræmi hafí verið á réttindum kvenna sem starfa annarsvegar hjá hinu opinbera (ríki og sveitarfélögum) og hins- vegar kvenna er starfa á almenn- um vinnumarkaði. Dregið hefur úr þessu ósamræmi, smám saman, en það er enn til staðar. Ráðherra ræddi um það sem framtíðarmál og samningsatriði aðila vinnumarkaðar, að stofnaður verði sérstakur fæðingarorlofs- sjóður . Hann gæti verið með svipuðu sniði og atvinnuleysis- tryggingasjóður. Tryggingastofn- unin gæti annast vörzlu, reikningshald og daglega af- greiðslu. Vel færi á því að slíkur sjóður lyti stjóm aðila vinnumark- aðarins. Fjármagna mætti hann raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar | nauðungaruppboð | Nauðungaruppboð annað og síðara á Hjallavegi 9, 3. haeð til vinstri Flateyri, þingl. eign Bjarna Sv. Benediktssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Lands- banka íslands í dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, föstudaginn 3. april 1987 kl. 14.15. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á Hafnarstræti 2a, Þingeyri, þingl. eign Kaupfélags Dýrfirðinga, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga og inn- heimtumanns ríkissjóðs í dómsal embættisins aö Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 15.15. Sýsiumaðurinn i ísafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á Sólvöllum, Flateyri, þingl. eign Reynis Jónssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs, veðdeildar Landsbanka íslands og Sandfells hf. í dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, föstudaginn 3. apríl 1987 kl. 16.00. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á Brekkugötu 32, Þingeyri, þingl. eign Sverris Karvelssonar, fer fram e*tir kröfu Suöureyrarhrepps í dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 14.00. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á Fjaröargötu 13, Þingeyri, þingl. eign Kaupfélags Dýrfirðinga, fer fram eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfiröinga t dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, þriðjudaginn 31. mars 1987 kl. 14.30. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á tvílyftu vörugeymslu- og skrifstofuhúsnæöi, á hafnarkanti, Flat- • eyri, þingl. eign Hjálms hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs i dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, föstudaginn 3. apríl 1987 kl. 17.00. Sýslumaðurinn i ísafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð á Drafnargötu 11, Flateyri, talinni eign Þóris Garðarssonar, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og veðdeildar Lands- banka Islands í dómsal embættisins að Pólgötu 2, en ekki á eigninni sjálfri eins og tilkynnt hefur verið, föstudaginn 3. apríl 1987 kl. 15.45. Sýslumaðurinn i Isafjarðarsýslu. Sjálfstæðismenn Langholtshverfi — Opið hús — Opið hús í kosningaskrifstofunni á Lang- holtsvegi 124, laugardaginn 28. mars kl. 14.00-17.00. Frambjóðendur og forustu- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mæta. Kaffiveitingar. Stjórnin. Flokksráðsfundur Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er hér með boðað til árfðandi fundar ■ Valhöll kl. 14.00 sunnudaginn 29. mars. Á dagskrá fundarins eru umræður um stjórnmálaviöhorfið í Ijósi þeirra atburða er orðið hafa f stjórnmálalífinu siðustu daga. Kópavogur — Kópavogur Fulltrúaráð sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi er hér með boðað á áríöandi fund kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi á Kirkjuhvoli i Garðabæ, laugardaginn 28. mars kl. 09.30 stundvíslega. Stjórnin. Húsvíkingar á réttri leið Opið hús á Árgötu 14 kl. 16.00 laugardaginn 28. mars. Efstu menn listans mæta. Sjálfstæðisfólagið. Grenvíkingar og nær- sveitamenn á réttri leið Almennur stjórn- málafundur í félagsheimilinu mánudaginn 30. mars kl. 20.30. Frummælendur: Vigfús B. Jónsson og Tómas Ingi Olrich. Sjálfstæðisfélagið. Kópavogur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er í Sjálfstæöis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 9.00-19.00. Simsvari er opinn allan sólarhringinn, sími 40708, kosningasímar 44017 og 44018. Sjálfstæðisflokkurinn. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar689004 - 689005 - 689006 Upplýsingar um kjörskrá og aöstoð við kjörskrárkærur. Utankjör- staðakosning fer fram hjá borgarfógetanum í Reykjavik, Skógarhlíð 6, kl. 10.00-15.00 mánudaga til föstudaga. Sjálfstæðisfólk I Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekkl heima á kjördag. Kópavogur — Kópavogur Bæjarmálaflokkurinn og Týr, félag ungra sjálfstæðismanna i Kópa- vogi, býður öllum velunnurum Sjálfstæðisflokksins í opiö hús laugardaginn 28. mars kl. 21.00. Veitingar og skemmtiatriði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.