Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.03.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1987 fclk í fréttum Morgunblaðið/Einar Falur Margrét (t.v.) og Asdis, með verðlaunaverk sin i baksýn, eru komnar á fulla ferð við næstu verkefni og eru á þessari mynd að mála mynd eftir uppstillingn. Gullverðlaun fyrir grafíkverk Verðiaunapeningur þessi kom i hlut Myndlistaskólans og fengu Ásdis og Margrét sams- konar pening. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur starfað um tæplega 40 ára skeið. Frá árinu 1950 hef- ur hann starfað sem sjálfseignar- stofnun og fengið styrki til starfsemi sinnar frá ríki og Reykjavíkurborg. Kennslan fer fram í formi námskeiða og er inn- ritað á haustönn og vorönn. Starfræktar eru bama-, unglinga- og fullorðinsdeildir. Nú eru 420 nemendur þar við nám. Skóla- stjóri er Valgerður Bergsdóttir og kennarar eru 22 talsins. í fyrra bárust skólanum boð, í gegn um alþjóðadeild myndlistar- manna, sem starfar í tengslum við UNESCO, menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna, um að taka þátt í sýningu og sam- keppni í Póllandi, svonefndum grafíktvíæringi í Torun. Er þessi sýning og samkeppni haldin á tveggja ára fresti eins og nafnið ber með sér og hefur það að markmiði að auka veg grafíklist- arinnar meðal bama og unglinga. í þetta sinn bárust til sýningar- innar 8463 verk frá 534 listaskól- um og stofnunum í 32 löndum. Veitt vom 3 gullverðlaun og 3 viðurkenningar bömum í aldurs- hópunum 5-9 ára, 10-13 ára og 14-16 ára. Auk þess voru nokkr- um skólum og stofnunum veitt verðlaun. Myndlistarskólinn í Reykjavík og tveir af nemendum hans, þær Asdís Pétursdóttir 14 ára og Margrét Tryggvadóttir 13 ára, hlutu gullverðlaun að þessu sinni og verður það að teljast frá- bær árangur. Ásdís Pétursdóttir stundar nám í Valhúsaskóla á Seltjamamesi og sagði hún við blaðamann Morgunblaðsins, að hún og vin- kona hennar hefðu tekið það upp hjá sjálfum sér að innrita sig í Myndlistarskólann haustið 1985. Væm þær því búnar að vera á 4 námskeiðum sem hvert og eitt stæði yfir í 14 vikur. Hún sagði að sér þætti námið mjög skemmti- legt, sérstaklega leir- og grafík- vinna, en ekki hygðist hún gera listsköpun að ævistarfí heldur myndi slíkt áfram vera áhugamál. Margrét Tryggvadóttir sagðist vera í Digranesskóla í Kópavogi. Hún hefði byijað myndlistamám 6 ára gömul og hefði fengist við slíkt alltaf öðm hvom síðan. Sér fíndist mest gaman að vinna með leir og liti og væri hún ákveðin í að halda áfram myndlistamámi. Valgerður Bergsdóttir, skóla- stjóri, kvaðst vissulega vera ánægð með þessa viðurkenningu sem skólinn og nemendur hans hefðu fengið. Unglingamir hefðu verið að fást við grafík þegar boðið um að senda myndir til Tomn hefði borist og hefðu allir nemendumir sent myndir, sem unnar hefðu verið undir hand- leiðslu Margrétar Friðbergsdóttur kennara. 11-13 ára nemendur voru önnum kafnir við við vinnu sina undir handleiðslu Ingunnar Stefáns- dóttur, er hljóp í skarðið fyrir Margréti Friðbergsdóttur, kennara, sem stödd var erlendis þegar blaðamann og Ijósmyndara bar að garði. Sara flýgur í fyrsta sinn ein, 22 dögum eftir fyrstu kennslustundina. Fjölskyldan fljúgandi Breska konungsfjölskyldan er þekkt fyrir áhuga sinn á flugi. Hingað til hafa karlmenn- imir í fjölskyldunni flogið vélun- um og konumar verið farþegar og áhorfendur, en Sara, hertog- ynja af York hefur breytt mynd- inni. Hún ákvað að læra að fljúga, flaug ein aðeins 22 dögum eftir fyrstu kennslustundina og eftir 46 klukkustundir í loftinu var hún útskrifuð. Á meðan á náminu stóð, hópuðust fréttamenn á flugvöllinn þegar hún var um það bil að lenda vélinni og biðu spenntir eftir að eitthvað gerðist. Þetta fór í tau- gamar á Söm, en hún varð að láta sem ekkert væri. Hún sagði sjálf við fréttamenn að hún hefði vitað að það væri erfítt að læra að fljúga, en að það væri svona geysilega skemmtilegt, hefði hins vegar komið sér á óvart. Hinir flugmennimir í fjölskyl- dunni, þeir Philip drottningarmað- ur, tengdafaðir Söm, Karl ríkisarfi, mágur hennar og eigin- maðurinn Andrew, hertogi af York, hafa boðið Söm velkomna í sinn hóp og lýst því yfír þeir séu sérdeilis stoltir af henni. Karl, ríkisarfi, flýgur mikið og þótt fjölskyldan megi öryggisins ekki ferðast öU saman, hefur hann þó fengið að fljúga vél með sinni heittelskuðu í skíðafrí til Sviss. COSPER — Þetta er kveikjari í lagi, finnst þér ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.