Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
3
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Unnið vid að ganga frá undirstöðum undir fyrsta brúarstöpulinn.
Ölfusárósar:
Búið að steypa
undir fyrsta
brúarstöpulinn
Selfossi.
Framkvæmdum við brúna yfir
Ölfusárósa miðar vel. Búið er að
steypa undirstöðu undir fyrsta
brúarstöpulinn og verið að und-
irbúa gerð undirstöðu undir þann
næsta.
Undirstöður brúarstólpanna eru
undir vatni en áður en þeim er kom-
ið fyrir er slegið upp stálþili og
vatninu síðan dælt úr holunni.
Nokkum tíma tók að ná tökum á
því að þétta stálþilið, en menn eru
nú komnir á lagið með það, eins
og einn starfsmanna orðaði það.
Byijað er að slá upp fyrir fyrsta
brúarstólpanum og jafnhliða er
unnið við að koma undirstöðum
fyrir undir þann næsta. Alls vihna
15 menn við brúargerðina en bætt
verður við mönnum eftir því sem á
verkið líður og reiknað með að þeir
verði um 30 þegar kemur að því
að koma brúarhöfunum fyrir.
Sig. Jóns.
Nýtt skipulag sölubúða við Lælqartorg og Austurstræti.
Lækjartorg:
Tuminn fluttur
og nýtt skipu-
lag sölubúða
sem takur gildi 12. júní. Leyfi
fyrir sölubúðir sem þar eru nú
falla úr gildi og verður að sækja
um þau á ný, samkvæmt nýju
tiUögunni.
Gert er ráð fyrir sextán sölutj-
öldum í Austarstræti og stæðum
fyrir tvö söluborð beggja vegna
pylsuvagnsins sem ætlaður er
staður við Útvegsbankahúsið í
Austurstræti. Tvö söluborð verða
við inngang bankans. Á miðju
torginu verður stæði fyrir ellefu
söluborð, gegnt tveimur söluvögn-
um við Lækjargötu. Þá var
samþykkt að fela Borgarskipulagi
að finna nýja staðsetningu fyrir
„turninn", sem er staðsettur á
Lækjartorgi.
Dagný Helgadóttir og Guðni
Pálsson arkitektar unnu skipu-
lagstillöguna.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
nýtt skipulag sölubúða við
Lækjartorg og Austurstræti
Sovétríkin:
Samið um
fisksölu
SAMNINGAR hafa tekizt við
Sovétríkin um sölu á 10.000 til
11.000 lestum af frystum fiski á
þessu ári. Það er rúmlega helm-
ingi minna en í fyrra.
Skipting milli fisktegunda verður
með svipuðum hætti og undanfarin
ár. Um verulega verðhækkun mun
vera að ræða í dollurum.
Austurstræti 22
Laugavegi 66 — Glæsibae
Simi frá skiptiborði 45800.