Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Um valddreif- ingu o g fleira eftir Gísla Jónsson Eftir kosningamar 1983 skrifaði ég hér í blaðið greinarstúf, þar sem m.a. voru tínd til 11 dæmi þess að ráðherrar hérlendis hefðu valist úr hópi utanþingsmanna. í sömu grein sagði: „Þær raddir hafa meira að segja heyrst, og hljóma vel í mínum eyr- um, að ráðherrar ættu að segja af sér þingmennsku, ef þeir væru al- þingismenn, þegar til ráðherradóms kemur. Þessi regla gildir í Noregi. Ætla verður að hver ráðhera hafí nóg að gera og fremur vaxandi en minnkandi, svo sem þjóðfélags- þróunin hefur orðið.“ Einhveijir hafa orðið til þess að aðhyllast þessa hugmynd, en ég held hvorki margir né ákaft. En mig langar til að ítreka hana nú og reyna að rökstyðja hana svolítið. Ég legg því til að þeir þingmenn, sem brátt kunna að veljast í ríkis- stjóm, afsali sér þingmennsku, þegar þar að kemur. Éftir sem áður hafi þeir óbreytt málfrelsi og til- lögurétt á Alþingi. Að sjálfsögðu myndu svo koma varaþingmenn í stað ráðherranna til þess að setjast á Alþingi eftir réttum reglum um það. Síðan verði athugað hvort ekki sé rétt að binda þetta fyrirkomulag í lögum eða stjómarskrá, ef nauð- synlegt er. Valddreifing á nú miklu fylgi að fagna og ekki að ástæðulausu. Það SNURUR OG TENGLAR út um allt... Rafstokkarnir frá Thorsmans eru sérhannaðir til að hylja hvers /konar raflagnir á skrifstofum, sjúkrahúsum og öðrum híbýlum. í Thorsmans rafstokka má setja allar raflagnir s.s. fyrir tölvur, fjar- skiptabúnað og fyrir rafkerfið almennt. Rafstokkarnir nýtast vel og þurfi að breyta eða bæta er auðvelt að komast í allar raflagnir. <4 Thorsmans rafstokkar fást úr áli eða plasti ásamt samhæfðum fylgihlutum. ‘ÖGíIlESuEKB rafstokkar... „það borgar sig að muna eftir þeim ..." •JTRONNING SUNDABORG15/104 REYKJAVÍK/SÍMI (91)84000 Gísli Jónsson er svo sem ekki ný bóla. Svo segir í fomum bókum að sérhver vitur maður eigi að fara hófsamlega með vald sitt og óteljandi sinnum hefur verið vitnað til orða enska prófess- orsins Johns Acton (1834—1902): „All power comipts; absolute power corrupts absolutely.“ En þetta er svo að skilja: Allt vald spillir; gjör- samt vald spillir gjörsamlega. Sem sagt, samanþjappað vald verður sjalfkrafa vont. Til franska heimspekingsins Charles de Montesquieu (1689—1755) var mér kennt að rekja kenninguna um þrískiptingu valdsins: í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Ég þykist vita að réttarríki nútímans vilji hafa þessa kenningu í heiðri. Ef ráðherra er jafnframt þing- maður, eins og víða tíðkast, fer hann bæði með löggjafarvald og framkvæmdavald, og þar með eru þessir þættir valdsins njörvaðir saman. Það held ég að sé ekki nógu gott. Auk þess eiga réðherrar auð- veldara með að horfa framhjá sérhagsmunum einstakra kjör- dæma, og til landsins alls, ef þeir eru ekki þingmenn tiltekins kjör- dæmis. Enn er þá eftir sú röksemd að annir ráðherra leyfí þeim ekki að gegna löggjafarstörfum á Al- þingi sem skyldi. Nún vona ég að einhveijir þing- menn segi skoðun sína á þessum, hvort sem hún er heldur með eða „Ég- legg því til að þeir þingmenn, sem brátt kunna að veljast í ríkis- stjórn, afsali sér þingmennsku, þegar þar að kemur. Eftir sem áður haf i þeir óbreytt málfrelsi og til- lögurétt á Alþingi. Að sjálfsögðu myndu svo koma varaþingmenn í stað ráðherranna til þess að setjast á Alþingi eftir réttum reglum um það. Síðan verði athug- að hvort ekki sé rétt að binda þetta fyrir- komulag í lögum eða sljórnarskrá, ef nauð- synlegt er.“ á móti, því að sjálfsagt er hægt að koma með mótrök, þótt ég hafi ekki lagt mig í líma til þess. Ein- hver myndi kannski segja að enn fjölgaði í þinghúsinu við Austur- völl, en er það ekki valddreifíng? En hvað er þetta fleira í fyrir- sögninni? Jú, ég held að stefnu fráfarandi stjórnar hafí alls ekki verið hafnað í síðustu kosningum. Það furðulega gerðist að stjómin missti meirihluta sinn án þess að stjómarandstaðan fengi meiri hluta í staðinn. Þetta fínnst mér leggja Sjálfstæðisflokknum og Framsókn- arflokknum vissa skyldu á herðar. En ekki leyni ég því, að heldur vil ég Alþýðuflokkinn en Kvennalist- ann til þess að reyna við nýtt stjómarsamstarf. Ég held að þing- menn Kvennaflokksins séu of miklir sósíalistar. Niðurstaða af þessu síðara: Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur er mín tillaga, ef hægt er að ná um það viðunandi og traustu samkomu- lagi. Höfundur er menntaskólakennari ogsér um þáttínn Islenskt mál í Morgunblaðinu. ÁSKRIFENDUR AÐEINS EITT SÍMTAL 691140 691141 Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað- ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega. HS OT0ivnXiIab ib QM Ljúffengt gæðakex! Það ber öllum saman um að GRANOLA heilhveitikexið frá LU er eitt það besta sem þú get- ur vahð, hvort heldur þú velur það með dökkri eða ljósri súkku- laðihúð. E4 EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.