Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Blúsinnkemurað innan Ljósmynd/Árni Matthíasson í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar vakti ungur drengur, Guðmundur Péturs- son, mikla athygli fyrir hljóð- færaleik þegar hann tróð upp með hljómsveit sinni, Bláa bílskúrsbandinu. Sú frammi- staða olli þvf að honum var boðið sérstaklega að spila með þeim Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara og Halldóri Lárus- syni trommuleikara úr MX-21. í kjölfar þess bauð Bubbi Mort- ens honum síðan að koma með sér í ríkissjónvarpið á kosninga- nóttina og þar sýndi hann ótrúlega tUburði í beinni út- sendingu. Útsendara rokksíð- unnar þótti þvi við hæfi að ræða aðeins tónlist við Guðmund. Nú verður Bláa bílskúrs- bandið að spila á Borginni i kvöld. Hvað á að spila? Meiri blús? Það verður sennilega meiri blús en áður og svo sennilega eitthvað af gömlum rokklögum. Semjið þið lítið sjálfir? Nei, nei, við erum alltaf að semja. Er það þá blús eða er það rokk? Það er vanalega rokk þegar maður er að semja, en við spilum oft blús, það er misjafnt, það fer meira eftir djamminu. En af hverju blús? Bara það er svo mikill fílingur í að spila blús. Hlustar þú mikið á blús? Já. Hvort hlustar þú meira á svartan blús eða hvítan? Eg geri ekki mikið upp á milli en þó hlusta ég mest á góðan svartan blús, en ég hlusta líka á hvítan blús. Johnny Winter til dæmis. Er einhver sérstakur svartur blúsleikari sem þú hefur mest dálæti á? Þeir eru þrír sem ég hef mest dálæti á, þeir Elmore James, MuddjrWaters og Albert King. En hvað með þessa hvítu? Þú nefndir Johnny Winter, sem segja má að sé nær svörtum blús en hvítum, en hvað með til dæmis Stevie Ray Vaughan? Ég hlusta á Stevie Ray en ekki mikið en ég hlustá á Blues Break- ers. Ég hef líka gaman af East West með Paul Butterfield. Því hefur verið haldið fram að hvitir menn geti ekki spilað blús. Ertu sammála því? Nei þeir geta alveg eins spilað blús, en þeir geta ekki allir sungið hann. Þér finnst þetta þá ekki vera spurning um litarhátt? Nei nei, en blúsinn er frá svört- um mönnum kominn og þeir hafa þetta því meira í sér. En hvemig er með félagana, hlusta þeir á blús líka? Já þeir hlusta líka á blús en aðallega á rokk. En hvað er blúsinn? Blúsinn kemur að innan, hann er tilfinning. Blús er tónlist sem kemur frá og túlkar tilfínningar og sársauka blökkumanna í Bandaríkjunum. Blústónlist geng- ur mikið út á það að hafa tilfinn- ingu fyrir tónlistinni. Og eins og B.B. King sagði: „Blues is when you’ve lost your woman". Síðan skein sól Ljósmynd/Ámi Matthíasson Fimmtudaginn fyrir fyrsta maí hélt hljómsveitin Síðan skein sól sína fyrstu tónleika í Hlaðvarpa- kjallaranum. Ekki gátu hljómsveitarmenn kvaratað yfir áhugaleysi því kjall- arinn var þéttsetinn og vel það. Hlaðvarpakjallarinn er enda að verða einn besti tónleikastaður í Reykjavík og þótt víðar væri. Nokkuð þurfti að bíða eftir sveitinni, því Jakob var fastur í skafli úti í bæ. Hann komst þó á staðinn að lokum og hljómsveitin gat hafið leikinn. Tónlistin var nokkuð poppað rokk og allt öðruvísi en nokkur hljómsveit innlend er að fást við og ekki er gott að benda á er- lenda hljómsveit heldur. Sveitin var þétt og áberandi vel spilandi og gaman var að heyra hvað þeir náðu vel saman. Einna heillegasta mynd hafði lagið sem væntanlegt er á vímuefnaplötunni boðuðu en önnur lög gengu líka þokkalega upp. Mættu þó vera sterkari. Líf í tuskunum Það er óhætt að segja að mikið líf hafí færst í tólistariðkun með vorinu. í kjallara Hlaðvarpans hafa verið haldnir hveijir stórtónleikam- ir á fætur öðrum og á borginni hefur einnig verið mikið að gera. I kvöld em tónleika á Borginni þar sem Gipsy og Bláa bískúrs- bandið troða upp og á laugardaginn verða tónleikar í Hlaðvarpakjallar- anum með helstu nýrokksveitum höfuðborgarinnar, Sogblettum, Daisy Hill Puppy Farm og hljómsveitin (dúóið) Handriðið kemur fram í fyrsta sinn en hún er reist á grunni Sjálfsfróunar. raðauglýsingar ■ raðauglýsingar raöauglýsingar Matreiðslumenn Aðalfundur Aðalfundur Félags matreiðslumanna verður haldinn miðvikudaginn 13. maí kl. 15.00 á Óðinsgötu 7, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórn Félags matreiðslumanna. Aðalfundur FR deildar 4 í kvöld kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Óskilamunir Laugardaginn 16. maí nk. kl. 14.00 verður haldið uppboð á reiðhjólum og öðrum óskila- munum í nýju lögreglustöðinni í Hafnarfirði við Flatahraun. Munirnir verða til sýnis í lögreglustöðinni dagana 7.-14. maí nk. iP ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í fullnaðarfrágang á efstu hæð Álfabakka 12 í Mjódd, þ.e. innréttingar o.fl. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 19. maí nk. kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN FSEYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilboð Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðir skemmdar eftir umferðaróhöpp. Toyota Corolla Twin Cam árgerð 1986 Toyota Crown diesal árgerð 1982 Toyota Corolla St. árgerð 1977 MMC Lancer ExE árgerð 1987 MMC Galant 1600St. árgerð1982 MMC Lanceer árgerð 1981 MMCTredia árgerð1983 Mazda 323 árgerð1985 Daihatsu Charade árgerð 1979 Datsun 120 Y árgerð 1977 Suzuki bitabox árgerð 1981 Nissan Sunny sendibíll árgerð 1985 Sunbeam Alpína árgerð 1971 Bifreiðirnar verða til sýnis fimmtudaginn 7. maí frá kl. 12.30-17.00 á Hamarshöfða 2, sími 685332. Tilboðum sé skilað eigi síðar en föstudaginn 8. maí kl. 12.00 á skrifstofu vora, Aðal- stræti 6. f/E, THYGGINGAMIÐSTÖÐIN P AÐALSTRÆTI 6 - 101 REYKJAVÍK - SlMI 26466 sími 26466.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.