Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 6

Morgunblaðið - 04.06.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Yfir huga . . . Eg hef stundum reynt að spá svolítið í framtíðina hér í þáttar- komi, til dæmis í gærdagspistlinum er endaði á eftirfarandi fullyrðingu: . . . skilin milli þess lífs sem lifað er innan flögurra veggja heimilisins og á skerminum verða sífellt óljós- ari.“ Dimmleit framtíðarsýn, kæru lesendur, en lengi getur vont versnað eða hafa menn horft á: Lúxuslífið á Stöð 2, bandarísku sjónvarpsræmuna (nýyrði fyrir orðið sjónvarpsþáttaröð) er lýsir lífí ríka og fræga fólksins? Ef þessi sjónvarpsræma vísar okkur veg til framtíðar er ekki von á góðu, því hér eru í raun og veru máð út skilin á milli auglýsingaheimsins og þess veruleika er hingað til hefír ver- ið lýst í sjónvarpsræmum. Lítum nánar á Lúxuslífíð. I þáttum þessum stormar umsjón- armaðurinn um veröld víða og kíkir inn hjá frægðarfólkinu, en slíkur æðibunugangur er á karluglu þessari að fína fólkið hefur vart tíma til að opna trantinn þá svífur myndin af skerminum líkt og fljúgandi furðu- diskur og áfram er haldið með karlinn æpandi líkt og á fótboltaleik til næsta lúxusdvalarstaðar, þar sem maturinn er náttúrulega sá besti í heimi, diskó- tekin geggjuðust og ekki má gleyma sólarlaginu. Smástimin er skreyta hina glæstu auglýsingu eru umsvifa- laust komin í hóp hinna frægu og ríku þótt þau hafí fátt annað unnið sér til frægðar en að gista ómerkilega sjónvarpssápuóperur. En flest telst nú hey í harðindum og vafalaust laða smástimin þá sem vilja verða frægir og ríkir á hina marglofuðu „sælu- staði". Frjálst val? Kjósum við slíka sjónvarpsframtíð þar sem skilin á milli auglýsinga og hefðbundins skemmti- og fræðslu- efnis hafa hreinlega verið máð út og eftir stendur ráðvilltur neytandinn; leiksoppur þeirra sem ráða skemmti- iðnaðarsamsteypunum er munu í framtíðinni ekki aðeins sjá fólki fyrir afþreyingu á sólarstrandadiskótekun- um heldur og í flölmiðlunum. Þannig verður hæstráðendum skemmtiiðnað- arsamsteypanna í lófa lagið að stýra almúganum því hinn almenni maður getur ekki lengur greint á milli beinna auglýsinga og skemmti- og fræðsluefnis. Lítum nánar á þessa „vonarbjörtu" framtíð. Úrþotunni Eigandi skemmtiiðnaðarsam- steypu er staddur í einkaþotunni á flugi yfir Alaska. Skyndilega rekur kappinn augun í lítið þorp við strand- lengjuna: Er nokkurt hótel hér, elskan? Hinn eldklári einkaritari svar- ar að bragði: Jú, en það hefur ekki gengið sem skyldi. Kaupa, kaupa — æpir karlinn. Mánuði seinna er hið niðumídda sveitahótel sem nýtt og þá hefst auglýsingaherferðin í mál- gögnum forstjórans, en þar sitja vanir auglýsingahönnuðir við stjómina og fara sér að engu óðslega, enda næg- ir peningamir. Þannig hefja þeir auglýsingaherferðina á því að spila daginn út og inn í einni af útvarps- stöðvum stjórans lög er tengjast sjávarsíðu Alaska og svo er samin sápuópera er gerist á slóðum hótels- ins og ekki sakar að sviðsetja saklaust ástarævintýri vellaunaðrar fegurð- ardísar og frammámanns í hótelinu. Fyrr en varir streyma pantanir til ferðaskrifstofu stjórans er hefír einkaleyfí á Alaskaferðunum og hót- elið blómstrar þó að það hafí hvergi verið auglýst beint. Slíkra kúnsta þarf ekki við í framtíðarsamfélaginu fremur en í hryllingssamfélagi sem Orwell Iýsti í 1984, en þar komst einn af talsmönnum Flokksins alls- ráðandi svo að orði: Vald er vald yfír mönnum. Yfír líkamanum — en þó fyrst og fremst yfír huga manna. Ólafur M. Jóhannesson Frá upptöku á leikritinu Minning- ar úr Skugga- hverfi. Minningar úr Skuggahverfi ■I Leikritið Minningar úr Skuggahverfí eftir Er- 00 lend Jónsson í leikstjóm Benedikts Ámasonar verður flutt á Rás 1 í kvöld. Leikritið hlaut 4. verðlaun í leikritasamkeppni RÚV á síðastliðinu ári. í umsögn dómnefndar segir m.a. að leikritið sé góður full- trúi þeirra útvarpsleikrita sem leitast við að lýsa mannleg- um örlögum á hugljúfan og hljóðlátan hátt. í stuttu samtali bregður höfundur ljósi á ævihlutskipti tveggja einstaklinga, drauma þeirra, vonbrigði og ósigra og vefí á fínlegan hátt inn í leikinn þann boðskap að eingin nótt sé svo dimm að ekki komi dagur á eftir. Leikendur eru Margrét Guðmundsdóttir, Erlingur Gíslason og Karl Guð- mundsson. Stöð 2: Þrír nýir framhaldsmyndaflokkar Þrír framhaldsmynda- flokkar hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Bandaríski gamanmyndaflokkurinn Dagar og nætur Molly Dodd fjallar um gáfaða og aðlaðandi konu sem á við ýmsa erfíðleika að stríða. Sakamálaflokkurinn Dag- bók Lyttons fjallar um slúðurdálkahöfund sem kemst í kast við harðsvír- aða náunga. Njósna- myndaflokkurinn Flugumenn, með Bill Cosby og Robert Culp, fjallar um alþjóðlegar njósnir og áhættuna sem þeim fylgir. Sakamálaflokkurinn Dagbók Lyttons hefur göngu sína á Stöð 2 S dag. ÚTVARP V © FIMMTUDAGUR 4. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndísi Víglundsdótt- ur. Höfundur les (7). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. FIMMTUDAGUR 4. júní § 16.45 Guð getur beðið (Heaven Can Wait). Bandarísk gamanmynd með Warren Beatty og Julie Cristie í aðalhlutverkum. Oft er talaö um mannleg mistök, en englum getur líka orðið á í messunni. í fljót- færni nær einn þeirra í ófeigan mann og tekur hann með til himna. Þar verður uppi fótur og fit þegar hið sanna kemur í Ijós. § 18.20 Myndrokk. 19.00 Ævintýri H.C. And- ersen. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lina. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu f síma 673888. 20.25 Sumarliöir. Hrefna Haraldsdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna, virðir fyrir sér iðandi mannlífið í höfuð- borginni og stiklar á menn- ingarviðburöum. Stjórn upptöku: Hilmar Oddsson. 20.66 Dagar og nætur Molly Dodd (The Days And Nights Of Molly Dodd). Nýr bandarískur gaman- myndaflokkur með Blair Brown, William Converse- Robberts, Allyn Ann 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Þátt- urinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miönætti.) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Við- taliö. Umsjón: Ásdís Skúla- dóttir. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudags- kvöld kl. 20.40.) 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (30). 14.30 Gömul dægurlög. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Ekki er til setunnar boð- ið. Þáttur um sumarstörf og fristundir. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Eg- ilsstöðum.) (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tiíkýnningar. 17.05 Síödegistónleikar. McLerie og James Greene í aðalhlutverkum. Fjallað er um margslungið líf hinnar ungu, gáfuðu og aðlaöandi Molly Dodd á gamansaman hátt. Molly er fráskilin og fasteignasali aö atvinnu. En líf hennar er enginn dans á rósum. Fyrr- verandi eiginmaður Mollyar, semm er afdankaður jazz- leikari, hefur ekki alveg sagt skilið við hana og býður sjálfum sér í mat með reglu- legu millibili. Móöir Mollyar á þá ósk heitasta að verða amma og er sífellt að angra Molly með því. Yfirmaður hennar og fyrrverandi elsk- hugi hótar í sífellu að stytta sér aldur og lyftuverðinum f húsinu hundleiðast Ijóðin sem Molly skrifar. § 21.25 Dagbók Lyttons (Lytton's Diary). Nýr breskur sakamálaþátt- ur. Neville Lytton er sá slúöur- dálkahöfundur sem á hvað mestri velgengni að fagna i Fleet- stræti. Hann er því hataður og dáður í senn. En frama hans er ógnað þegar í Ijós kemur að ein besta grein hans til þessa er uppspuni frá rótum. Lög- sókn fylgir f kjölfarið og er staða Lyttons og orðstfr að veði. Til þess að bjarga sér frá falli, leitar Lytton heimild- armenn sína uppi að nýju. Hann kemst að þvf aö hann var sjálfur fórnarlamb sam- særis en spurningin er hvort hægt sé að birta sannleik- ann. § 22.15 í hita nætur (Still Of Rögnvaldur Sigurjónsson og Gísli Magnússon leika fslenska píanótónlist. a. Tilbrigði eftir Pál (sólfsson við stef eftir (sólf Pálsson. b. Þrjú píanólög op. 5 eftir Pál (sólfsson. c. „Idyll" og Vikivaki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 17.40 Torgið. Umsjón: Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgiö, framhald. Til- kynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Minningar úr Skuggahverfi" eftir Erlend Jónsson. Leikstjóri: Bene- dikt Árnason. Leikendur: Margrét Guömundsdóttir, Erlingur Gislason og Karl Guömundsson. (Leikritið verðurendurtekið nk. þriðju- dagskvöld kl. 22.20.) 20.50 Gítartónlist. Pétur Jón- asson leikur tónlist eftir The Night). Hörkuspennandi bandarísk kvikmynd frá 1982 með Meryl Streep, Roy Scheider, Jessica Tandy og Joe Griif- asi í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Robert Benton. Niður skuggalegt stræti læðist bílaþjófur fram með bílaröðinni. Hann reynir hverja hurðina á fætur ann- arri uns ein þeirra opnast og út fellur blóðugt líkl Sál- fræðingur einn flækist inn f máliö þegar upp kemst að Ifkiö er af einum sjúklinga hans. Öll bönd beinast að ástkonu hins myrta og er hún einnig sjúklingur sál- fræðingsins. Hann laðast að konunni og reynir að hjálpa henni. Við það þarf hann að horfast í augu morðingjans. § 23.45 Flugumenn (I Spy). Nýr bandarískur njósna- myndaflokkur með Bill Cosby og Robert Culp f aöalhlutverkum. Tveir þrekmiklir og dugandi bandarfskir njósnarar fela sitt rétta andlit á bak við tennisíþróttina. Starfssvið þeirra eru alþjóðlegar njósn- ir og þegar þeir komast í hættu er það oft kímnigáfa þeirra ásamt kunnáttu í júdó og karate sem bjargar þeim. Þættirnir eru teknir upp í mörgum löndum og gefa raunverulegan blæ af heimi njósnara. Bill Cosby hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þessum þátt- um og var f raun uppgötvað- ur á þessum tfma. § 00.35 Dagskrárlok. Jaspar Sanz, Eyþór Þorláks- son, Fernando Sor, Hafliða Hallgrfmsson og Heitor Villa-Lobos. (Hljóðritað á tónleikum í Norræna húsinu 1. október 1985.) 21.30 Skáld á Akureyri. Fyrsti þftur: Matthías Jochums- son. Umsjón: Þröstur Ásmundsson. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Tvær skáldkonur og bækur þeirra. Fjallað um „Tímaþjófinn" eftir Stein- unni Sigurðardóttur og „Eins og hafið" eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 23.00 „Musica antiqua". Eva Nássén, Camilla Söder- berg, Helga Ingólfsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason, flytja gamia tónlist. (Hljó'qrit- að á tónleikum f Lan gholts- kirkju 14. apríl 19<j5.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljóm'jr. Umsjón: Þórarinn Ste'ánsson. (End- urtekinn þá'.tur frá morgni.) 01.00 Veðuriregnir. Næturút- varp á somtengdum rásum til morguns. rfb FIMMTUDAGUR 4. júní 6.00 ( bítið. Rósa G. Þórs- dóttir léttir mönnum morgunverkin, segir frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsáriö. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lög- in. 22.05 Tískur. Umsjón: Katrfn Pálsdóttir. 23.00 Kvöldspjall. Sigmar B. Hauksson sér um þáttinn að þessu sinni. 00.10 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á Markaö- storgi svæðisútvarpsins. /f<989 'BY LGJA FIMMTUDAGUR 4. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferð um bæinn og kanna mannlíf og umferð. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráðandi, af- mæliskveöjur og spjall til hádegis. Fjölskyldan á Brá- vallagötunni lætur í sér heyra. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síödegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp i réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Valdís Óskarsdóttir. Tónlist og upplýsingar um veöur og flugsamgöngur. ALFA U»U1h ÉtnrfMtM. FM 102,9 FIMMTUDAGUR 4. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 20.00 Biblíulestur. ( umsjón Gunnars Þorsteinssonar. 21.00 Logos. Stjórnandi: Þröstur Steinþórsson. 22.00 Fagnaðarerindið flutt f tali og tónum. Miracle. Flytjandi: Aril Ed- vardsen. 22.16 Sfðustu tfmar. Flytjandi: Jimmy Swaggart. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.