Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP Yfir huga . . . Eg hef stundum reynt að spá svolítið í framtíðina hér í þáttar- komi, til dæmis í gærdagspistlinum er endaði á eftirfarandi fullyrðingu: . . . skilin milli þess lífs sem lifað er innan flögurra veggja heimilisins og á skerminum verða sífellt óljós- ari.“ Dimmleit framtíðarsýn, kæru lesendur, en lengi getur vont versnað eða hafa menn horft á: Lúxuslífið á Stöð 2, bandarísku sjónvarpsræmuna (nýyrði fyrir orðið sjónvarpsþáttaröð) er lýsir lífí ríka og fræga fólksins? Ef þessi sjónvarpsræma vísar okkur veg til framtíðar er ekki von á góðu, því hér eru í raun og veru máð út skilin á milli auglýsingaheimsins og þess veruleika er hingað til hefír ver- ið lýst í sjónvarpsræmum. Lítum nánar á Lúxuslífíð. I þáttum þessum stormar umsjón- armaðurinn um veröld víða og kíkir inn hjá frægðarfólkinu, en slíkur æðibunugangur er á karluglu þessari að fína fólkið hefur vart tíma til að opna trantinn þá svífur myndin af skerminum líkt og fljúgandi furðu- diskur og áfram er haldið með karlinn æpandi líkt og á fótboltaleik til næsta lúxusdvalarstaðar, þar sem maturinn er náttúrulega sá besti í heimi, diskó- tekin geggjuðust og ekki má gleyma sólarlaginu. Smástimin er skreyta hina glæstu auglýsingu eru umsvifa- laust komin í hóp hinna frægu og ríku þótt þau hafí fátt annað unnið sér til frægðar en að gista ómerkilega sjónvarpssápuóperur. En flest telst nú hey í harðindum og vafalaust laða smástimin þá sem vilja verða frægir og ríkir á hina marglofuðu „sælu- staði". Frjálst val? Kjósum við slíka sjónvarpsframtíð þar sem skilin á milli auglýsinga og hefðbundins skemmti- og fræðslu- efnis hafa hreinlega verið máð út og eftir stendur ráðvilltur neytandinn; leiksoppur þeirra sem ráða skemmti- iðnaðarsamsteypunum er munu í framtíðinni ekki aðeins sjá fólki fyrir afþreyingu á sólarstrandadiskótekun- um heldur og í flölmiðlunum. Þannig verður hæstráðendum skemmtiiðnað- arsamsteypanna í lófa lagið að stýra almúganum því hinn almenni maður getur ekki lengur greint á milli beinna auglýsinga og skemmti- og fræðsluefnis. Lítum nánar á þessa „vonarbjörtu" framtíð. Úrþotunni Eigandi skemmtiiðnaðarsam- steypu er staddur í einkaþotunni á flugi yfir Alaska. Skyndilega rekur kappinn augun í lítið þorp við strand- lengjuna: Er nokkurt hótel hér, elskan? Hinn eldklári einkaritari svar- ar að bragði: Jú, en það hefur ekki gengið sem skyldi. Kaupa, kaupa — æpir karlinn. Mánuði seinna er hið niðumídda sveitahótel sem nýtt og þá hefst auglýsingaherferðin í mál- gögnum forstjórans, en þar sitja vanir auglýsingahönnuðir við stjómina og fara sér að engu óðslega, enda næg- ir peningamir. Þannig hefja þeir auglýsingaherferðina á því að spila daginn út og inn í einni af útvarps- stöðvum stjórans lög er tengjast sjávarsíðu Alaska og svo er samin sápuópera er gerist á slóðum hótels- ins og ekki sakar að sviðsetja saklaust ástarævintýri vellaunaðrar fegurð- ardísar og frammámanns í hótelinu. Fyrr en varir streyma pantanir til ferðaskrifstofu stjórans er hefír einkaleyfí á Alaskaferðunum og hót- elið blómstrar þó að það hafí hvergi verið auglýst beint. Slíkra kúnsta þarf ekki við í framtíðarsamfélaginu fremur en í hryllingssamfélagi sem Orwell Iýsti í 1984, en þar komst einn af talsmönnum Flokksins alls- ráðandi svo að orði: Vald er vald yfír mönnum. Yfír líkamanum — en þó fyrst og fremst yfír huga manna. Ólafur M. Jóhannesson Frá upptöku á leikritinu Minning- ar úr Skugga- hverfi. Minningar úr Skuggahverfi ■I Leikritið Minningar úr Skuggahverfí eftir Er- 00 lend Jónsson í leikstjóm Benedikts Ámasonar verður flutt á Rás 1 í kvöld. Leikritið hlaut 4. verðlaun í leikritasamkeppni RÚV á síðastliðinu ári. í umsögn dómnefndar segir m.a. að leikritið sé góður full- trúi þeirra útvarpsleikrita sem leitast við að lýsa mannleg- um örlögum á hugljúfan og hljóðlátan hátt. í stuttu samtali bregður höfundur ljósi á ævihlutskipti tveggja einstaklinga, drauma þeirra, vonbrigði og ósigra og vefí á fínlegan hátt inn í leikinn þann boðskap að eingin nótt sé svo dimm að ekki komi dagur á eftir. Leikendur eru Margrét Guðmundsdóttir, Erlingur Gíslason og Karl Guð- mundsson. Stöð 2: Þrír nýir framhaldsmyndaflokkar Þrír framhaldsmynda- flokkar hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Bandaríski gamanmyndaflokkurinn Dagar og nætur Molly Dodd fjallar um gáfaða og aðlaðandi konu sem á við ýmsa erfíðleika að stríða. Sakamálaflokkurinn Dag- bók Lyttons fjallar um slúðurdálkahöfund sem kemst í kast við harðsvír- aða náunga. Njósna- myndaflokkurinn Flugumenn, með Bill Cosby og Robert Culp, fjallar um alþjóðlegar njósnir og áhættuna sem þeim fylgir. Sakamálaflokkurinn Dagbók Lyttons hefur göngu sína á Stöð 2 S dag. ÚTVARP V © FIMMTUDAGUR 4. júní 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördís Finnbogadóttir og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Sögur af Munda" eftir Bryndísi Víglundsdótt- ur. Höfundur les (7). 9.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. FIMMTUDAGUR 4. júní § 16.45 Guð getur beðið (Heaven Can Wait). Bandarísk gamanmynd með Warren Beatty og Julie Cristie í aðalhlutverkum. Oft er talaö um mannleg mistök, en englum getur líka orðið á í messunni. í fljót- færni nær einn þeirra í ófeigan mann og tekur hann með til himna. Þar verður uppi fótur og fit þegar hið sanna kemur í Ijós. § 18.20 Myndrokk. 19.00 Ævintýri H.C. And- ersen. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lina. Áhorfendur Stöðvar 2 á beinni línu f síma 673888. 20.25 Sumarliöir. Hrefna Haraldsdóttir kynnir helstu dagskrárliði Stöðvar 2 næstu vikuna, virðir fyrir sér iðandi mannlífið í höfuð- borginni og stiklar á menn- ingarviðburöum. Stjórn upptöku: Hilmar Oddsson. 20.66 Dagar og nætur Molly Dodd (The Days And Nights Of Molly Dodd). Nýr bandarískur gaman- myndaflokkur með Blair Brown, William Converse- Robberts, Allyn Ann 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Þátt- urinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miönætti.) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Við- taliö. Umsjón: Ásdís Skúla- dóttir. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudags- kvöld kl. 20.40.) 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (30). 14.30 Gömul dægurlög. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Ekki er til setunnar boð- ið. Þáttur um sumarstörf og fristundir. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Eg- ilsstöðum.) (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tiíkýnningar. 17.05 Síödegistónleikar. McLerie og James Greene í aðalhlutverkum. Fjallað er um margslungið líf hinnar ungu, gáfuðu og aðlaöandi Molly Dodd á gamansaman hátt. Molly er fráskilin og fasteignasali aö atvinnu. En líf hennar er enginn dans á rósum. Fyrr- verandi eiginmaður Mollyar, semm er afdankaður jazz- leikari, hefur ekki alveg sagt skilið við hana og býður sjálfum sér í mat með reglu- legu millibili. Móöir Mollyar á þá ósk heitasta að verða amma og er sífellt að angra Molly með því. Yfirmaður hennar og fyrrverandi elsk- hugi hótar í sífellu að stytta sér aldur og lyftuverðinum f húsinu hundleiðast Ijóðin sem Molly skrifar. § 21.25 Dagbók Lyttons (Lytton's Diary). Nýr breskur sakamálaþátt- ur. Neville Lytton er sá slúöur- dálkahöfundur sem á hvað mestri velgengni að fagna i Fleet- stræti. Hann er því hataður og dáður í senn. En frama hans er ógnað þegar í Ijós kemur að ein besta grein hans til þessa er uppspuni frá rótum. Lög- sókn fylgir f kjölfarið og er staða Lyttons og orðstfr að veði. Til þess að bjarga sér frá falli, leitar Lytton heimild- armenn sína uppi að nýju. Hann kemst að þvf aö hann var sjálfur fórnarlamb sam- særis en spurningin er hvort hægt sé að birta sannleik- ann. § 22.15 í hita nætur (Still Of Rögnvaldur Sigurjónsson og Gísli Magnússon leika fslenska píanótónlist. a. Tilbrigði eftir Pál (sólfsson við stef eftir (sólf Pálsson. b. Þrjú píanólög op. 5 eftir Pál (sólfsson. c. „Idyll" og Vikivaki eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 17.40 Torgið. Umsjón: Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgiö, framhald. Til- kynningar. 18.46 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.40 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Minningar úr Skuggahverfi" eftir Erlend Jónsson. Leikstjóri: Bene- dikt Árnason. Leikendur: Margrét Guömundsdóttir, Erlingur Gislason og Karl Guömundsson. (Leikritið verðurendurtekið nk. þriðju- dagskvöld kl. 22.20.) 20.50 Gítartónlist. Pétur Jón- asson leikur tónlist eftir The Night). Hörkuspennandi bandarísk kvikmynd frá 1982 með Meryl Streep, Roy Scheider, Jessica Tandy og Joe Griif- asi í aðalhlutverkum. Leik- stjóri er Robert Benton. Niður skuggalegt stræti læðist bílaþjófur fram með bílaröðinni. Hann reynir hverja hurðina á fætur ann- arri uns ein þeirra opnast og út fellur blóðugt líkl Sál- fræðingur einn flækist inn f máliö þegar upp kemst að Ifkiö er af einum sjúklinga hans. Öll bönd beinast að ástkonu hins myrta og er hún einnig sjúklingur sál- fræðingsins. Hann laðast að konunni og reynir að hjálpa henni. Við það þarf hann að horfast í augu morðingjans. § 23.45 Flugumenn (I Spy). Nýr bandarískur njósna- myndaflokkur með Bill Cosby og Robert Culp f aöalhlutverkum. Tveir þrekmiklir og dugandi bandarfskir njósnarar fela sitt rétta andlit á bak við tennisíþróttina. Starfssvið þeirra eru alþjóðlegar njósn- ir og þegar þeir komast í hættu er það oft kímnigáfa þeirra ásamt kunnáttu í júdó og karate sem bjargar þeim. Þættirnir eru teknir upp í mörgum löndum og gefa raunverulegan blæ af heimi njósnara. Bill Cosby hlaut verðlaun fyrir leik sinn í þessum þátt- um og var f raun uppgötvað- ur á þessum tfma. § 00.35 Dagskrárlok. Jaspar Sanz, Eyþór Þorláks- son, Fernando Sor, Hafliða Hallgrfmsson og Heitor Villa-Lobos. (Hljóðritað á tónleikum í Norræna húsinu 1. október 1985.) 21.30 Skáld á Akureyri. Fyrsti þftur: Matthías Jochums- son. Umsjón: Þröstur Ásmundsson. (Frá Akur- eyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Tvær skáldkonur og bækur þeirra. Fjallað um „Tímaþjófinn" eftir Stein- unni Sigurðardóttur og „Eins og hafið" eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 23.00 „Musica antiqua". Eva Nássén, Camilla Söder- berg, Helga Ingólfsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason, flytja gamia tónlist. (Hljó'qrit- að á tónleikum f Lan gholts- kirkju 14. apríl 19<j5.) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljóm'jr. Umsjón: Þórarinn Ste'ánsson. (End- urtekinn þá'.tur frá morgni.) 01.00 Veðuriregnir. Næturút- varp á somtengdum rásum til morguns. rfb FIMMTUDAGUR 4. júní 6.00 ( bítið. Rósa G. Þórs- dóttir léttir mönnum morgunverkin, segir frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morgunsáriö. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lög- in. 22.05 Tískur. Umsjón: Katrfn Pálsdóttir. 23.00 Kvöldspjall. Sigmar B. Hauksson sér um þáttinn að þessu sinni. 00.10 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á Markaö- storgi svæðisútvarpsins. /f<989 'BY LGJA FIMMTUDAGUR 4. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Bylgjumenn verða á ferð um bæinn og kanna mannlíf og umferð. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdis Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráðandi, af- mæliskveöjur og spjall til hádegis. Fjölskyldan á Brá- vallagötunni lætur í sér heyra. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og síödegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp i réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann- esdóttir í Reykjavík síðdeg- is. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Valdís Óskarsdóttir. Tónlist og upplýsingar um veöur og flugsamgöngur. ALFA U»U1h ÉtnrfMtM. FM 102,9 FIMMTUDAGUR 4. júní 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur með lestri úr Ritningunni. 16.00 Hlé. 20.00 Biblíulestur. ( umsjón Gunnars Þorsteinssonar. 21.00 Logos. Stjórnandi: Þröstur Steinþórsson. 22.00 Fagnaðarerindið flutt f tali og tónum. Miracle. Flytjandi: Aril Ed- vardsen. 22.16 Sfðustu tfmar. Flytjandi: Jimmy Swaggart. SJÓNVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.