Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 04.06.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Lögmaður dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar: F élagsví sindadei 1 d afturkalli umboð dómnefndarmanna HÉR FER á eftir bréf Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., sem hann fyrir hönd dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sendi Þórólfi Þór- lindssyni, forseta félagsvísindadeildar Háskóla íslands.: Reykjavík, 29. maí 1987. hafi stjómsýsluaðili ekki slíkt hæfi Ég vísa til bréfs þess er ég sendi yður 14. maí sl. varðandi umbj. minn dr. Hannes Hólmstein Gissurarson stjómmálafræðing og svarbréf yðar dagsett 19. maí sl. í því kemur fram að í dómnefnd þá sem spurt var um vom skipaðir Ólafur Ragnar Grímsson, Gunnar Gunnarsson og Svanur Kristjánsson. F.h. umbj. míns leyfi ég mér að mótmæla skipan nefndar þessarar af þeirri ástæðu, að veruleg hætta sé á að dómnefndarmenn þessir muni ekki vera færir um að fja.Ha óhlutdrægt um umbj. minn dr. Hannes Hólmstein og aðra umsækj- endur. Er það óvefengjanleg almenn lagaregla í íslenzkum stjómarfars- rétti, að menn sem eiga að fjalla um og dæma mál annarra þurfi að full- nægja svonefndum sérstökum hæfísskilyrðum. í þessu felst að er u'mflöllun hans og niðurstaða ómarktæk að lögum og að engu hafandi. Ég á ekki von á að þér gerið neinn ágreining um að almenn vanhæfís- regla gildi í stjómsýslunni. Er af öllum fræðimönnum viðurkennt að svo sé. Ólafur Jóhannesson orðar regluna þannig í Stjómarfarsrétti sínum (útgáfan 1955, bls. 197), að stjómvald sé vanhæft til ákvörðunar í máli, þegar ákvörðunarefni varði það sjálft eða nána venzlamenn þess svo sérstaklega og vemlega, að al- mennt megi ætla, að viljaafstaða stjómvaldsins mótist að einhveiju leyti þar af. í því tilviki sem hér um ræðir em hæfiskröfur vafalaust enn strangari en þetta, þar sem um er að ræða dómnefnd sem segja á álit á hæfi umsækjenda á fræðasviði, þ.e. fella dóm um atriði, sem ekki Þórólfur Þórlindsson, forseti félagsvísindadeildar: „Byggt á því að fag leg sjónarmið ráði“ „DEILDARFUNDUR verður haldinn á næstunni og mun efni þessa bréfs skoðað þar vandlega, fyrr mun dómnefndin ekki taka til starfa“ sagði Þórólfur Þór- lindsson deildarforseti félagsví- sindadeildar í samtali við Morgunblaðið í tilefni bréfs lög- manns Hannesar Hólmsteins. „Ég vil ekkert tjá mig um efni- sinnihald bréfsins að svo stöddu, enda ekki eðlilegt, á meðan deildar- fundur hefur ekki fjallað um málið. Þó fínnst mér rétt að það sjónarmið komi fram, að deildin byggir á því, að dómnefndarmenn geti sett fagleg sjónarmið ofar persónulegum." Þórólfur gat þess, að upphaflega hafi verið ætlunin að fá erlendan sérfræðing í dómnefndina til þess að §alla um umsækjendur, en þar eð svo mikið efni frá umsækjendum hefði verið á íslensku, hefði verið horfíð frá því; í stað þess hefði ver- ið horfíð að því að senda rit á erlendum málum til erlendra aðila til umsagnar „og mun nefndin taka tillit umsagnar, í samræmi við bókun deildarfundar." „Ekki hefur verið skipað í neina stöðu hjá okkur, án þess að dóm- nefnd fjallaði um umsækjendur og erum við mjög harðir á því að halda í þetta fyrirkomulag. Þegar við erum nú komin með framgangskerfið, er mikilvægt, að vandað sé til strax í 'byijun og hefur Háskólinn oftsinnis farið þess á leit við stjómvöld, að sett yrði reglugerð um dómnefnda- skipun þegar lektorar eru skipaðir. Annað atriði er mikilvægt í þessu máli, en það er fámenni þessa þjóð- félags. Háskólarektor hefur verið í farabroddi um það, að settar yrðu skráðar reglur um mat dómnefnd- anna, þannig að það yrði sem hlutlægast. Persónuleg tengsl eru alls staðar til staðar; einnig í Há- skóla íslands. Ég teldi því rétt að þessar hugmyndir yrðu skoðaðar vandlega," sagði Þórólfur Þórlinds- son. er auðvelt að mæla eftir á eftir áþreifanlegum reglum. Er ekki frá- leitt að telja að hér megi beinlínis beita ákvæði 36. gr. laga nr. 85/1936 fyrir lögjöfnun um hæfí dómnefndarmannanna, en þar er það 7. tl. sem ætti þá við. Skal nú vikið að ástæðum þess að fyrrgreindir dómnefndarmenn eru af umbj. mínum taldir vanhæfír til dómnefndarstarfanna. Koma þar einkum til tvær meginástæður. Fyrri ástæðan er sú, að hann telur þá alla þijá, sérstaklega þó Gunnar Gunn- arsson, vera nána vini og samstarfs- menn eins umsækjandans, Olafs Harðarsonar M.Sc. Síðari ástæðan er sú, að tveir dómnefndarmannanna, Olafur R. Grímsson og Svanur Kristjánsson, hafa átt í illvígum persónulegum og pólitískum deilum við umbj. minn, enda eru þeir sem kunnugt er báðir harðir pólitískir andstæðingar hans. Skal ég nefna nokkur dæmi máli mínu til stuðnings. í grein, sem þeir Ólafur R. Grímsson og Svanur Kristjánsson skrifuðu báðir undir og birtist í Morgunblaðinu hinn 25. ágúst 1977, kölluðu þeir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson meðal annars „síðasta móhíkanann í níðblaðamennsku fyrri tíðar", „rógbera" og „vísvitandi fals- ara“. Þetta orðaval veitir ekki vísbendingu um, að þeir muni meta hæfíleika umbj. míns af þeirri óhlut- drægni, sem ætlast verður til. í grein, sem Svanur Kristjánsson skrifaði í Samfélagstíðindi, blað nemenda í félagsvísindum, árið 1976, minnist hann að vísu ekki á dr. Hannes Hólmstein Gissurarson, en segir meðal annars: „Sérstaða okkar felst líka í því að það eru ekki til nein borgaraleg þjóðfélags- fræði á Islandi sem hefur sett fram sína túlkun á sögunni. Því er nú andskotans verr, því það hentar t.d. minni skapgerð miklu betur að hafa einhveija óvini að hakka í mig.“ Nú er varla um það deilt, að framlag dr. Hannesar Hólmsteins, sem hefur cand. mag.-próf í íslenskri stjóm- málasögu tuttugustu aldar auk doktorsprófs síns í stjórnmálafræð- um, telst til „borgaralegra þjóðfé- lagsfræða". Þetta fyrirheit Svans Kristjánssonar veitir ekki fremur en opinber ummæli hans um dr. Hann- es Hólmstein vísbendingu um, að dómnefndin muni gæta fyllstu óhlut- drægni við mat á verkum hans. í grein, sem Ólafur R. Grímsson skrifaði í Þjóviljann 10. janúar 1984, notaði hann það til árása á dr. Hann- es Hólmstein Gissurarson, sem hefur verið ötull við að kynna kenningar prófessors Miltons Friedman hér- lendis, meðal annars með því að þýða bækur hans á íslensku, að Fri- edman hefði verið afhjúpaður sem „ómerkilegur svindlari sem falsar staðreyndir vísvitandi". Skírskotaði Ólafur R. Grímsson til rannsóknar, er prófessor David Hendry í Oxford hafði gert, en niðurstöðum hans og Friedmans bar ekki saman. Hann hélt svo áfram í sömu grein: „Niður- stöður prófessors Hendrys eru að Friedman hafí beitt vísvitandi talna- fölsunum, rangfærslum og blekking- um til að fá út þá niðurstöðu að kenningin væri rétt. Dómur prófess- ors Hendrys er að þessar rangfærsl- ur Friedmans séu svo ótrúlegar að í raun sé Friedman kominn í hóp „hókus-pókus“-skúrka sem hafí öðl- ast frægð á ómerkilegum fölsunum og hundakúnstum“. Viku síðar réðst Ólafur R. Grímsson enn á dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson í sama blaði fyrir það, sem hann kallaði „hrópandi þögn“ hans um þetta hneykslismál. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son leitaði af þessu tilefni til prófess- ors Hendrys, sem kennir í Oxford, þar sem dr. Hannes Hólmsteinn stundaði sitt framhaldsnám, og fékk frá honum bréf, dagsett 19. janúar 1984, þar sem segir meðal annars: „Eins og þér sjáið af ritgerð okkar, þá segjum við hvergi eða gefum í skyn að þau Friedman og Schwartz hafí á einhvern hátt stundað falsan- ir, blekkingar, svik eða eitthvað í þá áttina. Mér þykir mjög miður, ef því er haldið fram, að þau hafi ekki verið fullkomlega heiðarleg og hreinskilin í meðferð og rannsókn hinna tölulegu gagna.“ Var máli þessu að mestu lokið með þessu bréfi. Hitt er annað mál, að vinnubrögð Ólafs R. Grímssonar í því veita ekki vísbendingu um, að hann geti metið verk dr. Hannesar Hólmstein Gissurarsonar af óhlut- drægni, og þau vekja óneitanlega nokkrar efasemdir um, að hann hafi fyrir því að kynna sér það nægilega vandlega, sem hann dæmir síðar um. Þá má nefna tvö smærri atriði. „FÉLAGSVÍSINDADEILD mun taka afstöðu til þessa bréfs og meta hvort þeir afturkalli skipan nefndarmanna, það er þeirra, mál, en dómnefndin mun, hveijir sem þar sitja> fjalla um umsækj- endur og á ég von á því að nefndin taki til starfa innan tíðar; væntan- lega fyrir vikulokin," sagði Sigmundur Guðbjarnarson rektor Háskóla íslands, er hann var innt- ur eftir viðbrögðum Háskólans Ólafur R. Grímsson var ræðumaður kvöldsins á haustfagnaði háskóla- kennara 1986, og mun hann hafa varið hluta ræðu sinnar til árása á dr. Hannes Hólmstein Gissurarson og Sverri Hermannsson mennta- málaráðherra. Ennfremur ber að minna á, að dr. Hannes Hólmsteinn hefur margsinnis í ræðu og riti gagn- rýnt stefnu og starfshætti félagsví- sindadeildar, og þegar af þeirri ástæðu er meiri þörf en ella á að tryggja, að umfjöllun um fræðileg verk hans sé óhlutdræg. Þá vil ég láta þess getið, að umbj. minn telur sig hafa heimildir fyrir, að ýmsir kennarar félagsvísinda- deildar, einkum Svanur Kristjáns- son, hafi í einkasamtölum viðhaft mjög meiðandi ummæli um hann og jafnvel gert einkalíf hans að umtals- efni á mjög óviðeigandi hátt. Telur hann sig geta leitt heimildir að þessu, ef óskað er. Af framansögðu ætti að vera ljóst, að almennt má ætla að afstaða ofan- greindra dómnefndarmanna til umbj. míns og þar með annarra umsækjenda muni mótast af atriðum sem þar eiga engin áhrif að hafa. Verður engan veginn talið líklegt að umbj. minn muni njóta hlutleysis fyrir augum nefndarmanna. Þá er það einnig hugsanlegt að dómnefnd- armennimir muni, einkum eftir að hafa kynnt sér þetta bréf, leggja ofurkapp á að sanna hlutleysi sitt og akademískan þanka með því að gera hlut umbj. míns betri en efni standa til. Eru slík viðbrögð (oft ómeðvituð) vel þekkt. Með slíku háttalagi yrði hlutur annarra um- sækjenda gerður verri en efni standa til. Af lögum um Háskóla íslands, eink. 11. gr., verður ráðið að óskylt sé að skipa dómnefndir, þegar um lektorsstöður er að ræða. Getur ráð- herra hvenær sem er, eftir að umsóknarfrestur er liðinn, valið úr hópi umsækjenda. Er hann alls óbundinn af umsögnum dómnefndar og félagsvísindadeildar og þarf ekki einu sinni að bíða eftir að umsagnir þessar berist honum. Væri skv. öllu framansögðu réttast að deildin aft- urkallaði umboð nefndarmanna. við bréfi lögfræðings dr. Hannes- ar Hólmsteins. „Það er vissulega rétt, að ekki er lagaskylda að skipa dómnefnd, þeg- ar um skipun í lektorsembætti er að ræða, en það er hins vegar í sam- ræmi við áralanga hefð að skipa dómnefnd, þegar um ráðstöfun til frambúðar er að ræða, en ekki þeg- ar sett er til skemmri tíma en eins árs. Það er lagaskylda að kalla sam- an dómnefnd, þegar dósentar og prófessorar eru skipaðir og nú þegar framgangskerfíð er farið að virka, hafa þær kröfur orðið háværari, að sams konar reglur gildi um skipun í lektorsembætti. í þessu tilviki hefur félagsvísinda- deild skipað sína fulltrúa og leitað eftir tilnefningu sérstaks fulltrúa rektors í þessa dómnefnd og mun ég tilnefna hann.“ Að sögn rektors hafa verið uppi hugmyndir um að gefa umsækjend- um kost á að ryðja dómnefnd að fomum hætti. „Séu umsækjendur margir, getur slikt kerfí orðið mjög erfítt í framkvæmd." Aðspurður um hvort hann teldi viðkomandi nefndarmenn vanhæfa, sagði Sigmundur að hann gæti varla dæmt um slíkt, enda hefði hann ekki lesið viðkomandi greinar. „{ háskóla skiptast menn á skoðunum, sem oft eru æði ólíkar. Það eitt ger- ir menn ekki vanhæfa, en ef sú aðstaða skapast hins vegar, að menn telja að þeir sæti ekki sanngjömum dómi, er að mínu mati sjálfsagt að aðilar geti gagnrýnt skipan dóm- nefndar“ sagði Sigmundur Guð- bjamarson. Sigmundur Guðbjarnarson, Háskólarektor: „Dómnefnd fjallar um umsækjendur“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.