Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 72 • James Worthy hefur blómstr- að í úrslitakeppninni og var besti maftur Lakers ( fyrsta leiknum gegn Boston. NBA-deildin: Otrúlega létt hjá Lakers í fyrsta leiknum Frjálsar: Frá Gunnari Valgeirssyni i Bandarfkjunum. FYRSTA viðureign Los Angeles Lakers og Boston Celtics var sem leikur kattarins að músinni. Leik- menn Lakers voru endurnærðir og hressir eftir góða hvfld, en leikmenn Boston þreyttir. Lakers vann 126:113, en yfirburðirnir voru mun meiri, en tölurnar gefa til kynna. Þetta var 100. leikur Boston á tímabilinu og með sama áfram- haldi veröa þeir ekki mikið fleiri. Það tók liðið þrjár mínútur að Vormót öldunga KAPPAMÓT öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Valbjarnar- velli mánudaginn 8. júní og hefst kl. 14.00. Keppt verður í öllum aldurflokk- um karla (35 ára og eldri) og kvenna (30 ára og eldri). Fimm ára bil er milli flokka. Skráning fer fram á mótsstað. Þátttökugjald er kr. 250 fyrir fyrstu grein, síðan kr. 150 hver grein. Mótsstjóri er Ólafur Unnsteinsson. skora, en þá var staðan 9:0 fyrir Lakers og hélst sá munur út fyrsta leiktímabilið, 35:26. Boston réð ekki við hraða og frábæran sóknarleik Lakers, heimamenn komust í 51:30 í byrj- un annarrar lotu og staöan í hálf- leik var 69:54. Að loknu þriðja leiktímabili var staðan 101:85, La- kers tók lífinu með ró síðustu 12 mínúturnar, en vann örugglega 126:113. Lames Worthy var stigahæstur hjá Lakers með 33 stig, en Magic Johnson skoraði 29 stig. Larry Bird var bestur hjá Boston sem fyrr og skoraði 32 stig. Næsti leikur verður í Los Ange- les í kvöld, en síðan verður farið til Boston og leiknir þrír leikir ef með þarf. Morgunblaöiö/Sigurður Jónsson • Sigurvegararnir i 3. deild og íslandsmeistararnir í 4. flokki fengu viðurkenningu fyrir árangur sinn. Handboltafólk heiðrað á Selfossi Selfossi. EFTIR leik Selfoss og Akureyrar í bæjarkeppni RUV og HSÍ fyrir stuttu fókk 3. deildarlið Seifoss afhent sigurlaunin í íslandsmót- inu. Að því búnu bauð bæjar- stjórn Selfoss liðinu til kaffisam- sætis ásamt íslandsmeisturum í 4. flokki kvenna sem lika eru frá Selfossi. Betra er seint en aldrei varð mörgum að orði þegar Selfyssing- ar fengu verðlaun fyrir sigur í 3. deildinni. Bæði leikmenn og for- svarsmenn Selfoss-liðsins segja að ekkert hefði verið einfaldara en afhenda verðlaunin eftir síðasta leik liðsins í keppninni. Margir hafa lýst furðu sinni á þessum drætti á afhendingu verðalaunanna. I samsæti bæjarstjórnar var handknattleiksdeild Selfoss af- hentur peningastyrkur og leik- mönnum þakkaður góður árangur. Árangur meistaraflokks er athygl- isverður fyrir þá sök að liðið er skipað piltum sem annars leika með 2. flokki. Fimm flokkar deildar- 8 Fyrirliði 4. flokks, Auður Águsta Hermannsdóttir, tók við blómvendl frá íþróttaráði bæjar- ins. innar náðu þeim árangri að komast í úrslitakeppni í íslandsmótinu sem er góður árangur og sýnir að mik- ill áhugi er á íþróttinni. — Sig. Jóns. Firmakeppni Breiðabliks Firmakeppni Breiðabliks utanhúss verður haldin í júní. Skráning liða og upplýsingar í síma 43699 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. Þátttökugjald er 4.500- kr. ATH! takmarkaður fjöldi liða! Formula 1-ökumaðurinn Nigel Mansell skrifar: Hef aldrei orðið jafn reiður ÞAÐ er ekki margt sem ég vil muna frá Belgíska kapp- akstrinum, hann fór heldur illa. Þetta byrjaði vel, ég náði forystu í fyrsta hring, en þá var svarta flagginu skyndilega veifað ákaflega. Það þýddi að alvarlegt óhapp hafði orðið. Það var því ekkert annað að gera en fara inn á viðgerðarsvæðið og bíða eftir því að keppnin yrði ræst að nýju. Það höfðu orðið tvö óhöpp í fyrstu hringjunum. Gerhard Ber- ger hafði misst stjórn á Ferrari sínum og Thierry Boutsen á Be- nettan keyrði beint á hann. Þeir lentu báðir útaf brautinni og stöðvuðu því ekki keppnina held- ur Tyrell-ökumennirnir Philip Streiff og Jonathan Palmer. Keppnisbílar þeirra skullu saman og voru í tætlum. Þeir sluppu ómeiddir, en brakið úr bílum þeirra var dreift um brautina og næsta nágrenni . . . Það er gífurlega erfitt að þurfa að hætta akstri í miðju kafi. Adrenalínið rennur í stríðum straumum og spennan magnast, einbeitnin verður algjör. Skyndi- lega þarf maður að loka fyrir þessar kenndir og byrja upp á nýtt. Það er erfitt. Ég beið smá- stund á viðgerðarsvæðinu og síðan var hafist handa að nýju. í þetta skipti komst Senna fyrst- ur af stað. Ég hafði litlar áhyggjur af því, ég ætlaði að bíða eftir tækifæri til að fara framúr. Ég Morgunblaöið/Gunnlaugur Rögnvaldsson • „Mistök Senna kosta mig dýrmæt stig í keppninni um heimsmeistaratitilinn," segir Nigel Mansell. var búinn að sjá á æfingum að ég var fljótari en hann á flestum stöðum í brautinni. Þegar við vorum hálfnaðir með annan hringinn kom babb í bát- inn. Senna hægði skyndilega á rétt áður en við komum að mjög hraðri vinstri beygju. Annaðhvort klikkaði gírskipting hjá honum eða vélin hikstaði. Eldtungur stóðu aftur úr púströrinu á bíl hans. Ég nálgaðist hann mjög hratt, og stýrði bílnum vinstra megin við hann og hélt mér þar eftir beinum kafla á eftir beygj- unni. Komst ég því framúr. Skömmu fyrir næstu beygju leit ég í spegilinn, Senna var rétt fyrir aftan og ekki í réttri akst- urslínu. Ég beygði og allt í einu rann Senna stjórnlaust og lenti á mínum bíl, hann hafði ekið of hratt og djarft. Hann skall á mínum bíl og ég snarsnerist út- af. Ég hef aldrei á ævinni orðið jafnreiður. Hann hafði gert fárán- leg mistök og stórhættuleg, ekki í fyrsta skipti. Þetta var í fjórða skipti á þremur árum, sem hann sendir mig útaf með hættulegum akstri. Ég reyndi að halda áfram. Ég komst nokkra hringi og spáði í hvað væri að bílnum, því aftur- hlutinn titraði. Tvisvar fór ég á viðgerðarsvæðið og skipti um dekk. Titringurinn hvarf ekki og Patrick Head liðsstjóri sagði mér að hætta, áhættan væri of mikil. Ég steig úr bílnum og fór í hús- vagn Williams-liðsins og slakaði á. Síðan ákvað ég að fara og ræða við Senna um þetta atvik. Okkur lenti saman, rifumst heift- arlega og nálægir viðgerðar- menn skildu okkur að. Að þessu ævintýri loknu hélt ég heim á leið. Þetta hafði verið erfiður dagur og ekki árangursríkur. Ég hlakkaði til að hitta konu mína og börn eftir nokkra fjarveru. Prost vann sinn 27. sigur og mér þótti vænt um það. Sömuleiöis þótti mér það dálítil sárabót að heyra hann segja opinberlega að Senna hefði gert vitleysu, þegar við lentum í árekstrinum. Það er auðvelt að segja eftir á að Senna hefði átt að aka hægar á þessum stað, en það er erfitt að dæma öll viðbrögð fyrirfram í kappakstri. Verst er að mistök Senna kosta mig dýr- mæt stig í keppninni um heims- meistaratitilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.