Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987
ÞINN ENN EFTIR
VORSNYRTINGUNNI ?
Á öllum bensínstöövum Esso
höfum viö flest til að þú getir strax
hafist handa: garðáburð, mosaeyði, garð-
skeljakalk og ruslapoka. Mundu að þú
getur einnig litið inn eftir kvöldmat,
við erum alls staðar á
næstu grösum.
Áburður 10 kg 250 kr.
Mosaeyðir á 50 m2 708 kr.
Garðskeljakalk 4 kg 117 kr.
Ruslapokar 5 stk. 118 kr.
Flugleiðamennirnir Steinn Lárusson t.v. og Halldór Bjarnason ásamt finnska jóla- Egil Fosse á Norrænu ferðakaupstefnunni í Álaborg.
sveininum.
Athyglin beindist að íslandi eft-
ir Chernobyl og leiðtogafundinn
Rætt við Egil Fosse á fjórðu Norrænu ferðakaupstefnunni í Álaborg
Olíufélagið hf
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
„Ef Reagan hefur verið þar, get
ég farið þangað". Þannig telur
Egil Fosse hjá Tumlare Travel
Organization í New York að
Bandaríkjamenn hugsi þegar
þeim er bent á ísland sem hugs-
anlegan áningarstað á ferðum
þeirra um heiminn.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti Egil Fosse á fjórðu Norrænu
ferðakaupstefnunni sem haldin var
í Álaborg dagana 18. - 20. maí
síðastliðinn. Hann er Norðmaður
en vinnur á ferðaskrifstofunni
Tumlare Travel Organization í New
York. Starfsemi ferðaskrifstofunn-
ar hófst í Tókíó fyrir all mörgum
árum, en nú hefur fyrirtækið skrif-
stofur í Kaupmannahöfn, Osló,
Ármúla 7, Reykjavík.
Sími: 91-30500
,yANDRÆÐASTIGI“
hefur hann verið kallaður þessi,
því hann er sérstaklega hannaður
til að leysa öll vandræði þegar
nauðsynlegt er að spara pláss,
til dæmis í sumarbústöðum.
Hann fæst í 3. mismunandi gerðum
og kostar frá kr. 29.900 stgr.
Það má segja að hann spari peninga.
Stokkhólmi, Frankfurt auk New
York og Tókíó.
Tumlare Travel Organization
leggur nú mikla áherslu á að selja
Bandankjamönnum ferðir til Is-
lands. í fyrra komu nokkrir stórir
hópar bandarískra ferðamanna
hingað til lands á vegum hennar
og fleiri eru væntanlegir í sumar.
Áður hafði ferðaskrifstofan um ára-
bil selt Japönum ferðir til íslands f
gegnum skrifstofumar í Tókíó og
Kaupmannahöfn.
Egil Fosse mætti á kaupstefnuna
í Álaborg fyrir hönd ferðaskrifstof-
unnar og var hann einn af um fimm
hundruð manns sem þangað komu
í því skyni að kaupa eða selja ferð-
ir til Norðurlandanna.
Það var árið 1981 að ferðamála-
ráð íslands, Danmerkur, Noregs
Svíþjóðar og Finnlands ásamt flug-
félögunum Flugleiðum, SAS og
Finnair héldu sína fyrstu Norrænu
ferðakaupstefnu í Kristiansand í
Noregi. Síðan hafa þær verið haldn-
ar annað hvert ár, í Helsinki 1983
og í Stokkhólmi 1985. Fimmta
Norræna ferðakaupstefnan verður
í Bergen í Noregi árið 1989.
Til kaupstefnunnar er boðið sérs-
taklega völdum ferðakaupendum
frá Norður- og Suður-Ameríku,
Asíulöndum, Ástralíu, Nýja Sjál-
andi, Japan, Saudi-Arabíu og
nokkrum frá Bretlandi og Frakkl-
andi. Ferðaseljendur, svo sem
ferðaskrifstofur, hótel, bílaleigur
o.fl., sækja hins vegar um þátttöku.
Þátttakendur sendu inn ýmsar upp-
lýsingar og óskir um viðmælendur
og síðan vann tölva úr þessum ósk-
um og raðaði niður viðtölum.
Mjög strangar reglur giltu sem
þátttakendunum var gert að fara
eftir annars áttu þeir á hættu að
verða útilokaðir frá öllum norræn-
um ferðakaupstefnum í framtíðinni.
Hvert viðtal mátti til dæmis ekki
taka meira en tuttugu mínútur og
ekki máttu þátttakendur gera út
um viðskipti sín annars staðar en
( sýningarsalnum í Aalborghallen,
þar sem kaupstefnan var haldin.
En víkjum aftur að Egil. Það var
greinilegt að hann hefur ákveðnar
skoðanir á því hvernig selja á
Bandaríkjamönnum ferðir tii ís-
lands.„Ég álít það ekki rétta stefnu
að reyna að fá Bandaríkjamenn til
að dvelja á íslandi í langan tíma“
sagði hann. „Það er vitað að Banda-
ríkjamenn reyna að komast til sem
flestra landa á sem stystum tíma.
Þess vegna er best að reyna að
tengja ferðir til íslands ferðum til
Grænlands eða hinna Norðurland-
anna. Nú hafa Flugleiðir boðið upp
á flug til Bergen í Noregi um nokk-
urt skeið og það gefur möguleika
á hringferð um Norðurlöndin. Hægt
er að fara um ísland til Bergen í
Noregi, þaðan til Svíþjóðar og Dan-
merkur og til Bandaríkjanna, eða
öfugan hring."
Egil heldur því fram að bæði
kjamorkuslysið í Chemobyl og leið-
togafundurinn hafi bemt athygli
manna að íslandi og að íslendingar
ættu að notfæra sér það.
„Bandaríkjamenn hafa nú meiri
áhuga á íslandi. Nú vilja þeir sjá
staðinn þar sem þessi frægi fundur
var haldinn. Þegar Bandaríkjamenn
hafa verið að fara til Norðurland-
anna hafa þeir yfirleitt ekki hugsað
um ísland sem hluta af þessum
löndum. Ef maður spyr fólk hvort
það vill bæta íslandi inn í ferðina
finnst því það góð hugmynd. Eftir
fyndinn virðist fólk vita meira um
ísland og hvar það er. Það hugsar
sem svo: Ef Reagan hefur verið þar
get ég farið þangað."
„íslendingar ættu líka að notfæra
sér góða staðsetningu landsins. ís-
land liggur á milli tveggja heimsálfa
og er þar af leiðandi mjög góður
fundarstaður fyrir stórfyrirtæki
sem hafa starfssemi beggja vegna
Atlantshafsins“.
Egil segir að með því að fá fólk
til að fara til allra Norðurlandanna,
og þar með talið íslands, fái það
betri heildarmynd af menningu og
sögu Norðurlandanna.
Þegar Egil var spurður um gildi
þess að halda kaupstefnu, sem öll
Norðurlöndin standa að sameigin-
lega, sagði hann að hann teldi að
slíkt hefði mikil áhrif t.d. á Banda-
ríkjamarkað. „Þetta er mjög gott
fyrir ísland. Það eru ekki svo marg-
ir sem ákveða að fara til íslands
til að dvelja þar í eina til tvær vik-
ur. En þegar ísland er hluti af
stærri ferð þá reynist auðvelt að
fá fólk til að koma þangað. Fólk
er alltaf að leita að einhveiju sem
er öðruvísi en það hefur áður upplif-
að“ sagði Egil að lokum.
Texti og myndir:
Ásdís Haraldsdóttir
Morgunblaðið/Árni
Á Aðalgötunni var verið að þrífa. Skólastjóri Tónlistarskólans situr
þarna uppi á vélinni og stjórnar unglingunum.
Vorverkin hafin
í Stykkishólmi
Stykkishólmi.
VORVERKIN eru hafin. Það var
byrjað á því á vegum hreppsins
að gera við götumar, fylla í hol-
ur þær sem veturinn hefir sett á
götur bæjarins, en þær hafa ekki
verið eins miklar og menn gátu
búist við, veturinn var snjóléttur
og oftast auðar götur. Bílar með
hjólbarða þéttsetnum nöglum
hafa brunað um bæinn allan
timann og auðvitað unnið sitt.
Undanfarin ár hefír bílum fjölgað
hér jafnt og þétt eins og annarsstað-
ar og þá ekki síst þegar gjöldin af
þeim voru lækkuð að mun. Menn
skipta því fyrr um ef þeir geta.
Byijað er að hreinsa í bænum
og unglingavinnan hafín. Á aðal-
götunni var stór dráttarvél í fullum
gangi við að koma með mold og
eins að keyra í burtu rusli, og virt-
ist ganga vel undan og hver blettur-
inn á fætur öðrum við skrúðgarðinn
Hólmgarð fékk sína snyrtingu og
setti glaðlegri svip á umhverfíð.
Þama var skólastjóri Tónlistarskól-
ans í önnum og stillti sér upp á
vélina sem tákn um að hann hefði
þar sitt að segja, og unglingar með
poka til að safna í. Allt liðið fagn-
andi sumri eftir skólasetuna.
— Árni