Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 39 , sem við frekast krafist, nægar flugvélar". Varnarsamningurinn frá 5. maí 1951 er allt annars eðlis. Nú eru allar aðgerðir varnarliðsins strang- lega takmarkaðar. íslensk yfirvöld ráða, hve fjölmennt varnarliðið má vera og með hverjum hætti það hagnýt 'r aðstöðu sína. Nær það til varnarkerfa, vopnabúnaðar og hvers konar mannvirkja. Islenskir menn eiga að vinna við varnarstörf „eftir því sem föng eru á“. Loks var gerður ítarlegur samningur um réttarstöðu varnarliðsins, og er þar rækilega tryggt, að íslensk lög gildi. Bandaríkjamenn hafa vegna stefnu Islendinga mátt sætta sig við mun fámennara lið en þeir telja þörf á. Þess vegna hafa þeir 5.000 manna her tilbúinn í Bandaríkjun- um til að fara þegar til íslands, ef hættuástand skapast og íslendingar leyfa. Þeir hafa alla tíð viljað auka umsvif á íslandi, samanber hug- myndir um flugvöllinn Base X á Rangárvöllum. ngar egar Morgunblaðið/Emilía sína á hótelherbergi í Reykjavík in í Sovétríkjunum að almenningur er hættur að taka eftir henni. Það þykir sjálfsagður hlutur á stjórnar- skrifstofum eða í fyrirtækjum að hagræða tölum fyrir alls kyns opin- berar hagskýrslur. „Óþægilegar" tölur — þótt réttar séu — geta nefni- lega leitt til þess að viðkomandi stofnun fær bágt fyrir frammistöðu sína og það aftur haft slæm áhrif á stöðu yfirmannsins eða yfirmann- anna innan nomenklatura. Þess vegna eru sovéskar hagskýrslur yfirfullar af „þægilegum" tölum - en marklausum með öllu. Vita ekkert um tölvur Hvergi er tæknileg vanþróun Sovétríkjanna meira áberandi en á sviði tölvutækninnar. „Þar eru Sov- étríkin 15 árum á eftir Vesturlönd- um,“ sagði Janouch. „Og þetta er Benedikt Gröndal Bandaríkjamenn hafa meira en 40 ára reynslu af skiptum við ís- lendinga, en þar hefur gengið á ýmsu. Varnarliðið hefur nú um ára- bil að fenginni reynslu fylgt þeirri stefnu að láta sem allra minnst á sér bera. Varnarliðsmenn búa svo til allir á girtum varnarsvæðum og sjást varla utan þeirra í einkennis- búningum. Keflavíkurstöðin hefur verið gerð félagslega sjálfri sér nóg, svo að sem minnst þurfí að sækja út fyrir hana. Þessi stefna nefnist á amerísku „low profíle" og hefur gefist vel. Áhrif varnarliðsins í íslensku þjóðlífi eru nú hverfandi lítil. Síðasta skrefið til að minnka þessi áhrif var bygging flugstöðvar- innar á Keflavíkurvelli og aðskiln- aður farþegaflugs og varnarstarf- semi. Það er mikil breyting að 700.000 flugarþegar sjái varla varnarstöðina. Á stríðsárunum var setuliðið fjórðungur af mannlífi á íslandi, ríkasti og áhrifamesti ijórðungur- inn. Nú er það 1/80 af íbúatölu á landinu og nær áhrifalaust. íslend- ingar hafa með vísvitandi stefnu skorið niður mikið vandamál og náð fullu valdi á því, svo að þjóðin ætti að geta vel við unað. A stríðsárunum lyftist íslenska þjóðin úr fátækt kreppuáranna til bjargálna. Síðan hefur hún búið við lífskjör, sem eru sambærileg við hin bestu í Norður-Evrópu. Ef herseta stríðsáranna hefði haldið áfram í sama farvegi, hefði þetta orðið þjóð- inni dýrt. En það gerðist ekki. Þegar varnarliðið kom 1951, var efnahagur hér á landi enn heídur bágborinn. Ameríkumenn þurftu að byggja nýja aðstöðu og fram- kvæmdir voru miklar. Milli 1951 og 1960 voru stundum 3—4.000 Islendingar starfandi fyrir varnar- liðið, og frá því komu 23,2% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar 1953. Sem betur fer sáu forustumenn, að þetta var hættuleg þróun. Spymt var á móti og fækkað verulega fólki, sem starfaði á Keflavíkurflug- velli. Eftir 1961 var hlutur varnar- liðsins í gjaideyristekjunum kominn niður í 8% og fór allt niður í 4,1%. Allar götur síðan hefur þetta verið í föstum farvegi, um 1.100 starfs- menn hjá varnarliðinu og þaðan koma 6—8% af gjaldeyristekjunum. Það er að vísu mikið fé, en ekki svo mikið, að þjóðin muni ekki taka ákvarðanir síriar í utanríkismálum án tillits til þess. Fleiri breytingar voru gerðar. Hér höfðu starfað amerísk verk- takafyrirtæki, sem voru erfið í sambúð. Islendingar komu upp eig- in fyrirtækjum á því sviði og tóku við allri verktöku. Það var hin mesta landhreinsun. Með Ameríkumönnum skall flóð- bylgja yfir íslendinga, fyrsta af Evrópuþjóðum. Þar kom tækni eins °g jeppinn og jarðýtan og margt fleira gagnlegt. En líka hin vest- ræna poppmenning í allri sinni dýrð og heillaði sérstaklega æskulýðinn. Þetta voru umbrotatímar fyrir íslenska menningu og sannarlega alvarlegar hættur á ferð. Myndi tunga og arfleifð þjóðarinnar lifa af þessa bylgju eða hverfa í flaum- inn? Hættan var ef til vill í hámarki, þegar varnarliðið gaf hálfri þjóðinni sjónvarp, en íslenskt sjónvarp var ekki til. Þessi bylgja hefur sem betur fer hjaðnað. Nú er ekki lengur hægt að segja, að íslensku þjóðinni eða menningu stafi hætta af hinu fá- menna varnarliði. Ekki eru þó engilsaxnesk áhrif liðin hjá. Þau eru nú orðin alþjóðlegt fyrirbrigði, sem sækir að mörgum þjóðum, stór- um og smáum. Islendingar knúðu fram lokum sjónvarpsstöðvarinnar í Keflavík fyrir 20 árum, en nú berst svipað eða sama sjónvarpsefni yfir alla Evrópu frá gervihnetti SKY CHANNEL. Þetta er alþjóðlegt mál en ekki lengur sérmál íslendinga. I dag er hæt.tan miklu meiri frá okkar eigin útvarpi og sjónvarpi en frá varnarliðinu. Hér hefur verið bent á eftirfar- andi atriði: 1. Íslendingar hafa landvarnir og mikilvæga eftirlitsstöð fyrir grann- þjóðir sínar, en hafa takmarkað svo stærð varnarliðsins, að þess gætir sáralítið í þjóðlífinu. 2. íslendingar hafa tryggt sér úrslitavald um stærð varnarliðsins, búnað þess, aðgerðir og allar fram- kvæmdir. 3. íslendingar hafa minnkað fjár- hagslegar tekjur af varnarliðinu frá því sem var 1951—60 og halda þeim innan hættumarka. 4. Varnarliðið er ekki lengur nein hætta við tungu eða menningu þjóðarinnar. Hinn sterki meirihluti íslendinga, sem hefur stutt þessa stefnu í ör- yggismálum, getur verið ánægður með framkvæmd hennar. Höfundur er sendiherra í Stokk- hólmi. ekki aðeins tæknilegt vandamál, heldur hugmyndalegt því almenn- ingur í landinu veit lítið sem ekkert um tölvur og tölvuvæðinguna er- lendis." Janouch telur að Sovétríkin verði að tölvuvæðast ef þau ætli að eiga sér viðreisnar von. Og tölvu- væðingin mun hafa áhrif á tvo vegu. Annars vegar munu tölvurnar taka völdin af hugmyndafræðingunum, ef svo má komast að orði, þ.e. ná- kvæmni þeirra og reglufesta leyfir ekki hin spilltu vinnubrögð sem nú tíðkast. Hins vegar munu tölvurnar opna sovéskt þjóðfélag og btjóta á bak aftur þá leynd sem þar hvílir nú yfir öllum upplýsingum. Og sem Janouch segir þetta bendir hann á ferðatölvu sína sem er á borðinu á hótelherbergi hans. Það fer lítið fyrir þessum grip, eins og myndin hér til hliðar sýnir, en með honum má með 'símasambandi komast í tengsl við tölvumiðstöðvar um heim allan. „Þegar tölvuvæðingin heldur innreið sína í Sovétríkin breytist þjóðfélagið af sjálfu sér,“ segir Janouch. „Það verður ekki hægt að leyna fólk því sem er að gerast í kringum það.“ Chernobyl var vendipunktur „Ég held að slysið í Chernobyl í fyrra hafi haft úrslitaáhrif á hinar opinskáu umræður — glasnost — sem nú eru hafnar í Sovétríkjun- um,“ sagði Janouch. Sovésk stjórn- völd þögðu sem kunnugt er í rúman hálfan mánuð um þetta alvarlega slys, en ákváðu síðan að veita allar upplýsingar um það. Janouch hall- ast að því að á þessum tíma hafi verið deilt af hörku í stjómmálaráði kommúnistaflokksins - æðstu valdastofnun Sovétríkjanna - og Gorbachev hafi borið sigur úr být- um. Þegar leyndin yfir Chemobyl hafði verið rofín fylgdi annað á eft- ir - varð ekki stöðvað, því slysið sjálft má bæði rekja til tæknilegrar vanþróunar og vinnubragða sem eru afleiðing þjóðfélagskerfísins. „Gorbachev áttar sig á því að hann getur ekki tekið stór stökk fram á við, þar sem hann á marga volduga andstæðinga," sagði Jano- uch. „Hann hrindir umbótunum í framkvæmd skref fyrir skref. En ég held að hann viti að það þurfa að verða stórstígar grundvallar- breytingar á sovésku þjóðfélagi, ef landið á ekki að hverfa í hóp vanþró- uðu ríkjanna. Hins vegar skiptir það ekki öllu máli hvemig hann hugsar þetta eða hvers konar samfélag það er nákvæmlega sem hann stefnir að. Það eru aðstæðurnar sem skap- ast í kjölfar umbótastefnunnar sem ráða úrslitum en ekki vilji Gorbac- hevs.“ Haf narfj örður: Bæjarstjórn samþykkir kaup á St. Jósefsspítala BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur samþykkti að kaupa, ásamt ríkissjóði, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eftir að ríkisstjórnin samþykkti kaupin fyrir hönd ríkisins. Kaupverðið er 130 millj- ónir króna sem greiðist á tíu árum. Að sögn Guðmundar Áma Stef- ánssonar bæjarstjóra greiðast 13 rnilljónir króna við undirskrift kaup- samnings en yfírtekin lán em rétt tæpar fimm milljónir. Hlutur Hafn- arfjarðarbæjar er 15% og greiðir bærinn um 19,5 milljónir af heildar kaupverði. „Samningurinn gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri fram til áramóta þegar formleg eignaskipti fara fram, en engin ákvörðun hefur ver- ið tekin um hvernig rekstrinum verði háttað eftir það. Samningur- inn gerir vitaskuld einnig ráð fyrir að starfsólki verði boðið að starfa áfram. Um það vom allir sam- mála,“ sagði Guðmundur. „Keppi- kefli bæjarstjómar, sem samþykkti kaupin einróma, er að spítalinn tryggi Hafnfirðingum áfram sams- konar þjónustu og því markmiði hefur verið náð.“ Suðurland: Stórir tankbílar safna míólk Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson MEÐ sumarkomu vex mjólkin í kúnum. Mjólkurbíl- stjórar hjá Mjólkurbúi Flóamanna segjast finna það fljótt þegar mjólkin vex. Með aukinni mjólk er sá háttur hafður á að senda stóran tankbíl á mestu mjólkursvæðin og síðan safna minni tankbílarnir mjólkinni saman og dæla yfír í stóra tankinn. Þannig næst meiri hagkvæmni I flutn- ingana, en með skerðingu mjólkurframleiðslunnar á svæði MBF hefur flutningskostnaður á hvern lítra aukist, sem aftur krefst aukinnar hagkvæmni í rekstri. Sig. Jóns. Tankbílar MBF við Gunnarshólma i Austur-Landeyjum. Á innfelldu mynd- inni, Guðbjörn Frímannsson og Sig- urður Ó. Sigurðsson mjólkurbílstjórar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.