Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 15

Morgunblaðið - 04.06.1987, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 15 „Bíðum og sjáum hvað gerist“ „VIÐ hjá Heimsmynd ætlum að bíða og sjá hvað gerist á fundi Verslunarráðsins og munum í kjölfar hans taka afstöðu til þess, hvort við tökum þátt í upplag- seftirlitinu,“ sagði Herdís Þorgeirsdóttir ritsjóri Heims- myndar, en tímarit hennar tekur ekki frekar en flest önnur þátt í upplagseftirlitinu. „Astæðurnar fyrir því að við tök- um ekki þátt, eru tvenns konar. í fyrsta lagi birtir upplagseftirlit- ið gamlar upplagstölur. Við erum hins vegar alltaf að auka upplagið, enda í stöðugri sókn; sérstaklega eftir að við gerðum samning við Kreditkort hf. um kreditkortaþjón- ustu við áskrifendur. í öðru lagi er eftirlitið ekki í takt við okkar innheimtu. Þessa stund- ina er maður á okkar vegum að innheimta fyrir lausasölu og áskrift úti á landi fyrir síðasta ár. Upplags- könnunin 15. maí miðaði hins vegar við söluna eins og hún var á þeim tímapunkti. Við seljum um 4. - 5.000 eintök úti á landi, sem er um þriðjungur af upplagi okkar, þ.a. það gefur augaleið að tölur upplag- seftirlitsins gæfu ekki réttar upplýsingar," sagði Herdís Þor- geirsdóttir að lokum. Sannarlega tlmi til kominn. Fæstir hafa efni á að sjóða fisk- inn sinn daglega í hvítvíni. Allir hafa efni áMYSU -þið notið hana í staðinn. Mysan hefur mjög svipuð áhrif á bragðgæðin, auk þess sem súrinn hefur þau áhrif að eggjahvítuefni fisksins hleypur fyrr og lokar sárinu, en það tryggir varðveislu næringarefnanna. Hvernig væri að prófa eina uppskrift? SOÐIN LÚÐA OG LÚÐUSÚPA: V2 l mysa, Vi l vatn, 2 tsk. salt, 4 lárviðar- lauf, 800 g stórlúða, 10-12 sveskjur, 1-2 msk. rúsínur, V2 dl vatn, 1 msk. hveiti, 2 msk. sykur, 2 eggjarauður, 1 dl kaffirjómi (má sleppa). Nú cetti nýi MYSUBÆKLINGURINN Blandið saman mysu, vatni og salti og látið suðuna koma upp. Setjið lúðuna í sjóðandi soðið og látið hana bull- sjóða í 1-2 mín. Takið pottinn af hellunni og látið fiskinn bíða í soðinu um stund. Færið hann síðan upp á fat og byrgið, til þess að halda honum heitum. Skolið sveskjur og rúsínur og sjóðið í soðinu í 5-10 mín. ásamt lárviðar- laufi. Búið til hveitijafning og jafnið súp- una. Látið sjóða í 5 mín. Þeytið eggja- rauður og sykur í skál. Jafnið nú súpunni út í eggjarauðurnar og helhð henni síðan út í pottinn og hitið að suðu. (Má ekki sjóða). Bragðbætið að síðustu með rjóm- anum. Berið fram soðnar kartöflur, smjör, gúrku og tómata með lúðunni og borðið súpuna með. að vera kotninn í flestar matvöruverslanir, fullur afgóðum og auðveldum uppskriftum. Njóttu góðs af- nœldu þér í ókeypis eintak. MYSA - til matar og drykkjar - daglega Ég er nú ekki alveg inni í því hvaða ástæður þeir hafa gefið upp, sem ekki taka þátt í eftirlitinu, en hins vegar hafa þeir, sem tekið hafa þátt, komið mjög vel út úr því. Það gefur augaleið, að það er mjög gott fyrir útgefendur að hafa staðfestar upplagastölur; með því er mun auðveldara fyrir þá að sanna sitt upplag fyrir auglýsendum." Vilhjálmur taldi að núverandi ástand upplagseftirlitsins væri óvið- unandi og þyrfti að gera gangskör að úrbótum. „Við ætlum að halda fund með helstu auglýsendum 4. júní næstkomandi og ræða ýmsar leiðir til að koma eftirlitinu í gang eins og á að vera,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. Herdís Þorgeirsdóttir. Herdís Þorgeirs- dóttir, ritstjóri Heimsmyndar: Mjólkuvdagsnefnd í dag Snyrtihöllin Garðabæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.