Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Hræðast menn myndun ríkis- stjórnar vegna misskilnings? eftir Eyjólf Konráð Jónsson Um miðjan síðasta mánuð hófust hér í blaðinu umræður um ríkis- fjármál, peninga- og vaxtamál, greiðslustöðu og efnahagsmál al- mennt. Eg leyfði mér að blanda mér í umræðuna sem ég taldi menn- ingarlega og mikilvæga og kvaðst vænta framhalds hennar eftir að hagfræðingarnir Markús Möller og Þórður Friðjónsson höfðu svarað spumingum blaðsins um skoðanir á mjög athyglisverðum upplýsingum og sjónarmiðum sem dr. Tór Einars- son hafði sett fram og kollvarpa í rauninni öllum fullyrðingum um slæma stöðu ríkissjóðs og vandræði í íslenskum efnahagsmálum um þessar mundir. Tór svaraði Markúsi og Þórði 22. maí en síðan hefur því miður ekkert um málið heyrst þar til í fyrradag að Þór Sigfússon víkur að málinu og sérstaklega einum þætti þess. Þór segir: „Stjómmálalega hliðin á þessu máli er að mínu mati mun mikilvæg- ari en menn virðast telja . . .“ Hann víkur máli sínu til mín og er ég honum þakklátur fyrir það og þátt- töku hans í umræðunni yfírleitt enda sammála framangreindri skoðun hans þótt ég geti ekki fall- ist á allt það sem hann virðist óttast um hugsanlegar afleiðingar þess sem hann skemmtilega nefnir „slökunarstefnu" mína þegar hann spyr hvort tvíburasystumar Of- stjórn og Óstjóm séu komnar fram í „nýjum felubúningi". Það held ég að óþarft sé að óttast, þær eru alls ekkert klæddar lengur, hvorki hér- lendar né erlendar, fremur en keisarinn forðum. En „stjómmála- „Ég- hef heldur aldrei beðið um að ríkissjóður verði rekinn með mikl- um svokölluðum halla, né halla yf irleitt til langframa heldur ein- ungis til að brjótast út úr vítahring verðbólgu og víxlhækkana.“ lega hliðin" er jafnmikilvæg og áður og þar koma væntingamar sem hagfræðingarnir ræddu um svo sannarlega til sögunnar, það er ekki nýtt. Hinn 3. nóvember 1979 ritaði Jónas Haralz mér merkt bréf sem svar við grein sem ég hafði ritað í Mbl. 4. október um íjármál, efna- hags- og atvinnumál. Bréf Jónasar birtist fyrst í 3. hefti Frelsisins 1980. En þar segir Jónas neðan- máls: „Ég er dálítið hræddur við hug- myndina um halla ríkissjóðs frá langtímasjónarmiði séð. Fram að þessu hefur það verið mjög föst skoðun á íslandi, bæði meðal al- mennings og stjómmálanna, að ekki megi vera halli á ríkissjóði, en á hinn bóginn þurfí ekki að vera tekjuafgangur. Hagfræðingar hafa verið lítt hrífnir af þessum skoðun- um, því að þeir telja, að stundum eigi að vera halli og stundum af- gangur, allt eftir ástæðum. A hinn bóginn er það efalítið, að skoðana- festa í þessu efni hefur stuðlað að íhaldssemi í fjármálum ríkisins. Ef á annað borð er farið að halda því fram, að allt sé í lagi með halla, jafnvel þótt átt sé við takmarkaðan tíma og sérstakar aðstæður, er hætta á því, að aginn fari veg allr- ar veraldar." Þann ugg sem Jónas Haralz bar í brjósti 1979 er auðvelt að skilja enda var hann ekki ástæðulaus þá eins og á daginn kom þegar vinstri stjómimar kaffærðu okkur í erlend- um skuldum næstu árin og verð- bólgan vafði sig upp í 130%. Það gerðist þó ekki vegna þess að hall- inn væri svo mikill á pappírnum, sem flárlögin voru prentuð á, skuldasúpuna mátti finna hjá fyrir- tækjum ríkisins, á lánsfjárlögum, í sjóðum og bönkum en auk þess auðvitað í atvinnuvegunum sem hvergi fengu peninga nema erlent okurfé þegar íslenska peningakerfið hafði verið brennt til ösku. Það var því vissulega ástæða til að Heim- dallur varaði við því að áfram yrði haldið á þeirri braut og Þór Sigfús- son þarf ekkert að afsaka það eða veija, enda allt annað mál en til- færsla innlendra fjármuna t.d. með þeim hætti að örlítið brot þeirra ijármuna, sem ríkið „þarf“ sé áfram í eigu borgaranna þótt stjórnvöld fái það „til afnota" um stundarsak- ir í stað þess að hrifsa það með sköttum og svipta almenning eign- arráðunum. Um þetta sýnist mér líka að við Þór séum algjörlega sammála. Og ég er líka sammála honum þegar hann segir: „Umframeyðslan og stækkun ríkisjötunnar er lfklega tryggasta leiðin til þess að veðsétja endanlega framtíð ungs fólks hjá innlendum skattstjórum." En það er einmitt þetta sem við höfum verið að gera til skamms tíma með ofstjóm og ofsköttun. Við höfum verið í víta- hringnum en gætum brotist út úr honum ef við höldum áfram á þeirri leið sem við höfum gengið allra síðustu misserin, þeirri leið að ríkið komi til móts við borgarana og slaki á klónni, skattaklónni. Það má auð- vitað kalla „slökunarstefnu" og ég sé enga ástæðu til að ætla að „ag- inn fari veg allrar veraldar“ eins og Jónas Haralz óttaðist. Hann fór einmitt veg allrar veraldar af því að ríkið herti stöðugt á klónni — og svo auðvitað af því að valda- svindlið, sem alltaf er versta svindlið, var í algleymingi. Ef heið- arlegri stjórn tekst að slaka á valdaklóm og fólkið fær trú á að hún muni halda áfram á þeirri leið er svo sannarlega ekkert að óttast, um það sér hin jákvæða vænting. Ég hef heldur aldrei beðið um að ríkissjóður verði rekinn með miklum svokölluðum halla, né halla yfirleitt til langframa heldur ein- ungis til að bijótast út úr vítahring verðbólgu og víxlhækkana. Og reynslan að undanförnu sýnir að auðvelt er að fara með verðbólgu niður í núll með því að ríkið gefí eftir á okursköttum og öðrum neyslusköttum svo að verðlag beinlínis lækki. Tór Einarsson segir eftirfarandi um „halla" ríkissjóðs: „Segjum að halli ríkisins, að meðtöldum fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta fjárlaga, svo og orkuveit- um, verði 3,5 milljarðar króna á árinu. Nú eru erlend lán ríkisins gengistryggð en óverðtryggð gagn- vart verðbólgu í löndum lána- drottna. Þau rýrna því sem henni nemur. Sú rýrnum gæti numið um 1,5 milljarði á þessu ári. Önnur lán ríkisins eru mestmegnis verð- tryggð. „Leiðréttur“ halli næmi þannig um 2 milljörðum króna, rúmlega 1% af landsframleiðslu. Nú ber ekki að taka þessar tölur bókstaflega, þar sem um ágiskanir er að ræða. Ljóst er þó að hallinn Mánudaga-fímmtudaga: 10 Föstudaga: 10-20 • Laugardaga: LokaÓ V*V n -- -"t*—.. í '/1 -18.30 § \ * Eyjólfur Konráð Jónsson verður miklu minni en t.d. í löndun- um þremur sem tiltekin eru í töflunni" (þ.e. Belgíu 8,9%, Ítalíu 6,0% og Svíþjóð 6,8%). Dr. Tór hefur bent á að innlend- ar „skuldir" íslenska ríkisins séu +5,6% (mínus fimm komma sex) af landsframleiðslu. Hann lýkur grein sinni með þessum orðum: „Við höfum dæmi úr samtíman- um þar sem ríkisskuldir nema yfir 100% af landsframleiðslu (Belgía og Italía). En sagan kann að greina frá enn hærri tölum. Skuldir breska ríkisins komust yfir 200% af þjóðar- framleiðslu á öndverðri 19. öld og upp í 230% í lok seinni heimsstyij- aldar. Ljóst er að þótt íslenska ríkið kostaði halla sinn með innlendri skuldasöfnun nokkur næstu ár, yrðu ríkisskuldir órafjarri þessum tölum.“ Þorir enginn að mynda ríkis- stjórn? Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Sumar- búðir í Skálholti SÍÐASTLIÐIÐ sumar var gerð tilraun með sumarbúðir í Skál- holti fyrir böm á aldrinum 7—12 ára. Dvöldu börnin í viku. Lögð var áhersla á tónlist og myndlist ásamt útivera og náttúruskoðun, undir leiðsögn tónmennta- og myndmenntakennara. í lok námskeiðsins var haldin sýning á verkum barnanna og sungu þau við messu í Skálholts- kirkju. Tilraunin tókst mjög vel og er ætlunin að halda tvö námskeið í sumar. Fyrra námskeiðið verður 4.-9. ágúst, seinna námskeiðið 10,—16. ágúst. Leiðbeinendur verða Áslaug B. Ólafsdóttir, Hjördís I. Ólafsdóttir og Halldór Vilhelmsson. (Fréttatilkynning) Kvenfélag Kópavogs: Skógrækt- arferð í kvöld Á AÐALFUNDI Kvenfélags Kópavogs 28. mars sl. var sam- þykkt að tilnefna þijár konur í Skógræktaraefnd, eina frá hveiju aðildarfélagi. Skógræktamefndin biður nú konur að koma að Einbúa í Kópa- vogi í kvöld til að hlúa að og gefa áburð þeim tijáplöntum sem gróð- ursettar voru vorið 1985. Meðal þeirra sem verða á staðnum er Ein- ar Sæmundsson, landslagsarkitekt bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.