Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 43 Dalvík: Fjörkippur hefur færst 1 avinnulífið Morgunblaðið/ Nýútskrifaðir nemendur af 1. stigs skipstjórnarbraut frá Dalvíkurskóla ásamt kennurum og próf- dómara. Aftari röð frá vinstri: Kristján Aðalsteinsson, Þórir Stefánsson, Birgir Valdimarsson, Friðþjófur Jónsson, Sigurður Kristjánsson, Haukur Gunnarsson, Júlíus Kristjánsson, Heimir Hermannsson, Trausti Steinsson, Trausti Þorsteinsson. Fremri röð, talið frá vinstri: Kjartan Valdimarsson, Víðir Björnsson, Baldur Baldursson, Kristinn Snæbjörnsson, Birgir Stefánsson, Guðlaugur Arason. Einnig útskrifuðust Gunnlaugur Antonsson og Siguijón Sigurbjörnsson. 13 nemendur útskrifast af skipstjórnarbraut Dnlvík Dalvik. DALVÍKURSKÓLA var slitið miðvikudaginn 27. mai sl. í haust voru 312 nemendur innritaðir í skólann, þar af 278 r' grunnskóla og forskóla en 34 í framlialds- deild. Að þessu sinni útskrifuðust 45 nemendur úr 9. bekk en jafn- framt brautskráðust frá skólan- um nú í vor 13 nemendur af skipstjórnarbraut 1. stigs með 200 tonna skipstjómarréttindi. Þetta er í sjötta skipti sem út- skrift af skipstjórnarbraut fer fram frá Dalvíkurskóla en alls hefur 51 nemandi lokið 200 tonna skipstjóm- arréttindum frá skólanum frá upphafi. Um síðustu áramót út- skrifuðust frá skólanum 11 nemendur með þessi réttindi eftir réttindanámskeið sem haldið var samkvæmt nýjum lögum um at- vinnuréttindi skipstjómarmanna og tveir með 80 tonna réttindi. Auk þessa hefur nemendum 9. bekkjar gefíst kostur á að ljúka 30 tonna réttindum, pungaprófí, en siglinga- fræði, siglingareglur og verkleg sjóvinna hefur verið sem valgrein í 9. bekk allt frá árinu 1972. Nem- endur hafa sýnt námi þessu mikinn áhuga og nú í vor luku 13 nemend- ur úr 9. bekk „pungaprófínu". Góður námsárangur var hjá 1. stigs skipstjómamemendum og náðu 10 nemendur af 13 fyrstu ein- kunn, þar af einn ágætiseinkunn. Hæstu meðaleinkunn hlaut Birgir Stefánsson frá Ólafsfírði, 9,50. Hlaut hann viðurkenningu frá Út- vegsmannafélagi Norðurlands fyrir þann árangur en auk þess hlaut hann ásamt Kristni Snæbjömssyni frá Grenivík og Baldri Baldurssyni frá Húsavík viðurkenningu frá Skipstjórafélagi Norðlendinga fyrir bestan árangur í skipstjómarfræð- um, en þeir hlutu 39 stig af 40 mögulegum. Þá hlaut Siguijón Sig- urbjömsson viðurkenningu frá Dalvíkurskóla fyrir ástundun og góða námsframför. Það kom fram í máli skólastjóra að mikil umræða hefði farið fram í vetur um aukið nám á sviði sjávar- útvegs við Dalvíkurskóla. Skólinn hefði fengið heimild til starfrækslu annars stigs skipstjómarbrautar og útskrifa nemendur með fullgilt fískimannspróf. Þá hefði menntamálaráðherra skipað fjögurra manna nefnd til að kanna möguleika á að koma á kennslu í fískvinnslu við skólann. í þessari nefnd eiga sæti tveir fulltrú- ar frá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði og tveir fulltrúar frá Dalvík. Mikill áhugi er meðal heimamanna á því að af þessu geti orðið og hafa útgerðarmenn og físk- verkendur auk þjónustuaðila við sjávarútveg á staðnum boðið fram alla aðstoð þannig að sem best verði hægt að standa að skólahaldinu. — Fréttaritari Dalvflc. MIKIL vöntun er á leiguhúsnæði á Dalvík um þessar mundir. Fjör- kippur hefur færst í atvinnulifið og vantar mannskap á staðinn en erfitt er að fá íbúðir. Tvö byggingafyrirtæki hafa nú ákveðið að hefja smíði á húsum með litlum íbúðum, fjölbýlishúsi með 10 íbúðum og raðhúsi með 7 íbúðum, allt tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Meira hefur verið sótt um lóðir undir einbýlishús nú en sl. ár en ekki er enn ljóst hve margir lóðar- umsækjenda hefja framkvæmdir í sumar. Lán frá Húsnæðismála- stofnun liggja ekki á lausu og hafa einhveijir fengið þau svör að þeir þurfí að bíða í 2 ár eftir lánum. Á undanfömum árum hafa íbúða- byggingar legið að vemlegu leyti niðri og þykir ljóst að nú séu Jlalvík- ingar að bíta úr nálinni með það eins og víðar í sveitarfélögum úti á landsbyggðinni. Tréverk hf. sótti um lóðir undir tvö raðhús og hugðist fyrirtækið í upphafi byggja 8 fjögurra her- bergja íbúðir með bílskúr. Engir kaupendur gáfu sig fram og breytti fyrirtækið þá stefnu sinni og aug- lýsti minni íbúðir. Svo virðist sem meiri möguleiki sé á að selja þær. Byggingafyrirtækið Viðar hf. hefur sótt um lóð undir tvö fjölbýlis- hús með 10 tveggja og þriggja herbergja íbúðum hvort. Forsvars- menn fyrirtækisins era staðráðnir í því að hefja framkvæmdir og reisa aðra blokkina nú í sumar og vetur og era þegar famir að selja íbúðir í henni. Ef þessar ráðagerðir fyrir- tækjanna ganga eftir má ætla að hafnar verði framkvæmdir á nálægt 20 nýjum íbúðum nú í sumar á Dalvík. Mikið er spurt um húsnæði á Dalvík og margir hafa lýst áhuga sínum á að flytjast til staðarins enda nóga atvinnu að hafa. Þá hafa nemendur í skipstjómamámi við Dalvíkurskóla einnig leitað fyrir sér um leiguhúsnæði. Fyrirtæki og þjónustustofnanir á Dalvík vantar fólk til starfa og hafa fyrirtækin jafnvel leitt hugann að því að kaupa íbúðir til að geta leyst sín mál en lítil hreyfíng er á húsnæði á staðn- um fyrr en þá nú með tilkomu íbúða byggingarfyrirtækjanna. Bæði fyr- irtækin stefna að því að afhenda íbúðir til kaupenda nú í ár. Bæjar- stjóm hefur lýst áhyggjum sínum af húsnæðismálum á staðnum og sótti um lán til Húsnæðismálastofn- unar til bygginga leiguíbúða. Heimild hefur fengist til byggingar fjögurra verkamannabústaða en ekki hefur enn verið ákveðið hvort bærinn fari út í byggingu eða kaupi íbúðir af verktökum. — Fréttaritari. Fj ór ðung’sþingið haldið á Dalvík Kristinn Snæbjörnsson, Baldur Baldursson og Birgir Stefánsson með viðurkenningar sínar frá Skipstjórafélagi Norðlendinga ásamt Jó- hanni Gunnarssyni sem sæti á í stjórn félagsins. Fjórðungsþing Norðlendinga verður haldið á Dalvík dagana 26. og 27. ágúst næstkomandi. Þingið ber að þessu sinni upp á miðvikudag og fímmtudag, en venjulega er það haldið um helgi og þá í kringum mánaðarmótin ágúst/september. Akureyrarbær verður hinsvegar 125 ára laugar- daginn 29. ágúst svo ákveðið var að flýta þinginu að þessu sinni. Dagskrá þingsins er enn óljós, en ljóst er að byggðamálin verða í brennideplinum. Rétt til setu á þinginu eiga 93 fulltrúar. fyrir£aa kröfur STÓRKOSTLEG HÖNNUN í SÉRSTÖKUM GÆÐAFLOKKI Hvertisgata 37 Slmi 91-21490 91-21846 Pósthóll 761 101 Revkiavik ViKurbraut 13 Slmi 92-2121 Pósthólf 32 230 Keflavlk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.