Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 75 Sigfried Held, landsliðsþjálfari: „Spiluðum ekki sem lið“ „VIÐ spiluðum ekki sem lið, leik- menn mínir léku mjög óagað; þeir voru líkari áhugamönnum en atvinnumönnum. Eg bjóst alls ekki við þessu eftir það sem við höfum sýnt í síðustu leikjum,11 sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari. Sigi sagði austur-þýska liðið hafa leikið mjög vel í gær. „Liðið var mjög gott; þetta er lið sem tapar til dæmis ekki eins og við gerðum nú. En við verðum að hafa í huga að við leyfðum þeim að leika eins og þeir gerðu." Áttu einhverja skýringu á þess- arri hræðilegu frammistöðu? „Aðalástæðan er að ísland lék ekki sem lið, hvorki í vörn né sókn. Menn hreyfðu sig ekki þegar þeir voru ekki með boltann - en það er auðvitað nauðsynlegt að menn geri. Menn verða að hjálpa hverjir öðrum en það var alls ekki gert. Þetta er versti leikur sem liðið hefur leikið undir minni stjórn." íslensku leikmennirnir virtust hræddir strax þegar flautað var til leiks - hvers vegna? „Ég veit það ekki. En þeir náðu aldrei saman, eins og ég sagði. Léku ekki sem lið.“ Þeir reyndu varla að sækja - virtust hræddir við það. „Við náðum aldrei að ná al- mennilegu valdi á boltanum, og það er ekki hægt að sækja nema að hafa boltann!" Ágúst Már var allt annað en sannfærandi í Ólympfulands- leiknum gegn Hollandi á dögun- um, Guðni var mun betri þá að mínu mati. Hvarflaði aldrei að þór að breyta byrjunarliðinu frá þvf f leiknum gegn Frökkum í París - til dæmis með því að setja Guðna inn fyrir Ágúst Má? „Nei, Ágúst hefur leikið þessa stöðu í undanförnum leikjum. Guðni lék ekki nákvæmlega þessa stöðu gegn Hollandi og því vildi ég ekki skipta." Áttu von á þvf að gera breyt- ingar á liðinu í næstu leikjum? Ég get varla sagt um það strax, við verðum að sjá til. Það er erfitt að meta það svona strax eftir þennan leik.“ Hvað um leikskipulagið? Getur verið að notað hafi verið rangt leikskipulag gegn þessum and- stæðingum? „Þetta er ekki spurning um leik- skipulag, heldur um hugarfar. Hugarfar íslensku leikmannanna var ekki í lagi að þessu sinni." Gátum skorað ennþá meira -sagði austui „VIÐ ætluðum að sækja mikið, ég var með sex leikmenn í byrjun- arliði sem eru mjög sókndjarfir. Frá fyrstu mínútu hugsuðum við fyrst og fremst um að sækja. Við skoruðum sex mörk og mér fannst við allt eins eiga að geta r þýski landsl skorað enn fleiri - til þess fengum við færi,“ sagði Bernard Stange, þjálfari austur-þýska liðsins. Stange sagði að leikurinn í gær- kvöldi væri án efa sá besti sem hans lið hefði leikið í keppninni til þessa. En hvað sagði hann um liðsþjálfarinn íslenska liðið? „Ég trúi varla að þetta sé sama lið og gerði jafn- tefli við Frakka og Sovétmenn hér á heimavelli. Það er mjög skrýtið hvernig íslensku leikmennirnir léku. Ég skil það ekki ennþá," sagði hann. Auðv en við - sagði Jurgen R „VIÐ vissum fyrir leikinn að við yrðum að sigra til að eiga mögu- leika á fyrsta sætinu í riðlinum. Okkur gekk hins vegar allt í hag- inn á meðan ekkert gekk upp hjá íslenska liðinu og sigurinn var mun auðveldari en við áttum von á,“ sagði Jurgen Raab, miðvallar- leikmaðurinn snjalli hjá Austur- Þjóðverjum, eftir leikinn. eldari i áttum aab, einn besti m „íslenska liðið hefur verið erfitt heim að sækja og því hefðum við sætt okkur við 1:0 sigur. En við fundum fljótlega að vörn þeirra átti í erfiðleikum og við gengum á lagið. Hins vegar fengu þeir góð marktækifæri, en í stað þess að skora, þegar staöan var 2:0, bætt- um við við þriðja markinu og þar með voru úrslitin ráðin. sigur i voná iaður A-Þjóðverja íslendingar þurfa samt ekki að örvænta, því leikmennirnir eru góðir, en þetta var ekki þeirra dag- ur. Þeir þurfa bara að fá tækifæri til að vera meira saman, fá meiri samæfingu. En þessum leik er lok- ið, hann verður ekki endurtekinn, en því miður sigruðu Sovétmenn Norðmenn, þannig að enn munar þremur stigum," sagði Raab. Óafsakanlegt -sagði Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði „ÞETTA er óafsakanlegt. Við vorum staðráðnir í að gera allt sem við gætum til að sigra, en ekki stóð steinn yfir steini, ekkert gekk upp,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, von- svikinn að leik loknum. En hvers vegna gekk ekkert upp? „Ég veit það ekki. Við höfum aldrei fengið eins mörg mark- tækifæri í landsleik og þessi mannskapur hefur aldrei tapað svona stórt. Við gerðum mistök strax í byrjun, fyrstu tíu sendin- garnar voru út í bláinn og eftir það var eins og menn þyrðu ekki að koma nálægt boltanum." - Hvers vegna? „Ef til vill ætluðum við okkur alltof mikið. Okkur hefur gengið vel, þegar við höfum spilað ró- lega og einbeitt okkur að því að trufla andstæðingana áður en við höfum farið að gera hlutina sjálfir. Við gerðum það ekki núna. Við sköpuðum okkur færi, en skoruðum ekki og þeir svör- uðu aftur og aftur með marki. Þetta er ótrúlegt." - Hvernig er hægt að forðast svona skell? „Við eigum að geta náð stöð- ugleika í leik okkar með því að spila fleiri leiki og æfa meira saman. Mikilvægt atriði í því samþandi er að leggja áherslu á í samningum atvinnumann- anna, að þeir séu lausir, þegar á þarf að halda. Við erum dreifð- ir úti um allt og komum alltof sjaldan saman á sama tíma og andstæðingarnir hverju sinni hafa mun meiri samæfingu. Þetta er samt ekki afsökun fyrir tapinu, en hlýtur að hafa sitt að segja." '*$L I Bjarni Sigurðsson stóð sig þokkalega og mörkin skrifast varla á hans reikning þar sem vörnin var slök. Gunnar Gíslason hefur vafalítið aldrei leikið lakar í lands- leik. Gunnar virkaði óöruggur strax frá byrjun; komst aldrei í takt við leikinn. JO Sævar Jónsson var skárstur af varnarmönnunum þrem- ur. Dalaði þó er líða tók á leikinn. Agúst Már Jónsson var mjög ósannfærandi. Virkaði seinn og þungur og dekkning hans var léleg, eins og reyndar allrar varnarinnar. Sigurður Jónsson skilaði varnarhlutverki sínu mjög vel, en lítiö kom út úr honum sóknarlega séð. í síðari hálfleiknum átti hann það til að halda boltanum allt of lengi og skapaðist stundum hætta eftir það. Atli Eðvaldsson skilaði varnarhlutverki sínu illa; skapaði hins vegar hættu í fáein skipti er hann brá sér í sóknina. Ljót óþarfa brot settu leiðinlegan blett á leik Atla. Ragnar Margeirsson var slakur; hefur líklega aldrei leikið lé- legri landsleik. Hann var varla með í leiknum langtímum saman. Asgeir Sigurvinsson var langt frá sínu besta. Hinar frægu löngu sendingar hans voru sjaldséðar. Ásgeir gekk varla heill til skógar og virt- ist hlífa sér á stundum. ÓmarTorfason var á sama báti og Ragnar. Lék ekki vel og hreinlega týndist inni á vellinum langtímum saman. Pétur Pétursson barðist vel að vanda, en mátti sín lítils. Vítaspyrna hans var ekki vel fram- kvæmd, kæruleysi virtist einkenna skotið. Arnór Guðjohnsen skapaði ekki þá hættu sem við var búist. Arnór barðist nokkuð vel en virk- aði þreyttur. Lárus Guðmundsson kom inn á en fékk ekki mikinn tíma til að spreyta sig. Staðan var orðin 4:0 er hann kom inn á og var því vonlítið að hann breytti einhverju. Pétur Arnþórsson kom inn á er örfár mínútur voru eftir og setti ekki mark á leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.