Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS _____ „ — -... u i J.H. hringdi: „Mig langar til að taka undir grein sem birtist sl. sunnudag og fjallaði um nauðsyn þess að hreinsa til við bakka Tjarnarinn- ar. Þegar ég var þar á ferð fyrir skömmu var fullt af plastpoka- slitrum og papírsdrasli marandi í hálfu kafi við Tjamarbakkana og er þetta ljótur blettur á umhverf- inu. Ekki ætti það að vera mikið verk að gera þama átak og hreinsa þetta burt og vonandi verður það gert hið fýrsta." NN hringdi: „Mig langar til að koma fyrir- spum á framfæri þess efnis hvers vegna ekki hafi verið gengið end- anlega frá á svæðinu efst við Grensásveg, þar sem verslanimar eru. Hér í hverfínu hefur verið gengið frá öllum öðmm svæðum fyrir löngu, en þetta svæði hefur alltaf orðið útundan. Þama er að dvalarheimilið Seljahlíð við Hjallasel hefur nú verið starfrækt í eitt ár, átti eins árs afmæli 1. júní. Vildi hún þakka starfsfólki fyrir góða umönnun þetta ár. „Ég get ekki hugsað mér að hægt sé að hafa það betra en hér á dvalar- heimilinu í Seljahlíð, því hér hefur mér liðið sérstaklega vel. Ég biður fyrir sérstakar kveðjur og þakk- læti til starfsfólksins," sagði hún. Gleraugn Gleraugu, sennilega lesgler- augu, fundust í Heiðmörk fyrir skömmu. Eigandinn getur hringt í síma 42308. Þessir hringdu . . Hreinsum Tjörn- ina Lúlly Matthíasson, vistkona á dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð hafði samband við Velvakanda. Hún vildi koma því á framfæri Barnagleraugu Bamagleraugu fundust fyrir utan Melabraut 43 fyrir skömmu. Síminn er 61 21 91. Þakkir til starfs- fólks Seljahlíðar laust gijót sums staðar og getur verið erfitt að fóta sig fyrir gamla fólkið." Drottinn elskar glaðan gjafara Kæri Velvakandi. Um daginn þegar Lottóvinning- urinn var sem hæstur heyrði ég því fleygt í samtali að ef tiltekin mann- eskja fengi fyrsta vinninginn myndi hún koma á fót fátækrahjálp í Reykjavík. Sú sem þessi orð átti vissi hvað fátækt er og hefur kynnst henni í gegnum árin, jafnvel á þessu herrans ári. En það vom fleiri sem lögðu til málanna. Einn benti á það að lítið gagn væri í því að koma á fót stofn- un til að annast þessi mál, þar sem himinháar upphæðir færu í vasa starfsfólks og eigenda. Benti hann á nýlegt dæmi úr íslensku þjóðlífi þar sem starfsmenn einnar hjálpar- stofnunar borguðu sér margföld laun verkafólks fyrir vinnu sína. Mér komu þá í hug orð Krists þeg- ar hann sagði við manninn sem átti mikil auðæfi en vildi fylgja honum: Far burt og gef eigur þínar fátækum. Komdu svo og fylgdu mér. Kristur sagði einnig að auðveld- ara væri fyrir úlfalda að ganga í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að ganga inn í Guðsríki. Þessu vilja menn gleyma, ekki síður þeir sem kalla sig kirkjunnar menn. Þeir klæðast flestir dýrum fötum, eiga fínar lúxuskerrur sem þeir aka á um strætin og búa vel heima fyr- ir. Þeir segjast kannski vilja fylgja Kristi eins og ungi ríki maðurinn á dögum Jesú, en eins og hann þá geta þeir ekki gefíð eigur sínar fá- tækum, þótt þeir jafnvel í nafni einhverrar hjálparstofnunar bendli sig við slík góðverk. Nærtækt dæmi á okkar tímum vil ég benda á, þótt utan landsteina sé. Það er stjóm Papandreos í Grikklandi. Papandreo veit það eins og allir þar í landi að kirkjan sem stofnun á gríðarlegar eignir út um allt land. Hann vill gera þær upp- tækar og skipta milli fátækra. Enda er Grikkland eitt af fátækustu að- ildarlöndum Evrópubandalagsins. En þegar kirkjunnar menn heyrðu þetta urðu þeir æfír og hafa enn ekki linnt látum. Þeir vilja enn ganga um landareignir sínar og hallarkynni. En að þeir vilji gefa fátækum, það er af og frá. Þetta er svolítið sláandi dæmi vegna þess að kirkjan ætti að muna boð Krists, en Papandreo er sósíalisti, og sú pólitík hefur aldrei þótt neitt hlið- holl kirkjunni. En í þessu tilviki held ég að verkin tali og hver hinn miskunnsami samveiji er fer ekki á milli mála. Það er mín skoðun, að vilji ein- hver gefa af eignum sínum til fátækra og þeirra sem illa eru staddir, að þá er betra að ganga sjálfur til verks út á hinn víða akur og seðja svanga maga. Þannig kemst hver króna á réttan stað til þeirra sem sárast þarfnast hjálpar, en fyllir ekki hlöður þeirra sem hafa á sér yfírskyn guðhræðslunn- ar. Minnumst orða Krists er hann sagði: Hvað sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafíð þið gjört mér. Höfum einnig í huga ritningar- orðin, að Drottinn elskar glaðan gjafara. Einar Ingvi Magnússon HEILRÆÐI Garðvinnan á að vera þeim til ánægju og heilsubótar sem hana stunda. Sláttuvélar og tijáklippur létta mönnum vinnu en gæta þarf varúð- ar í meðferð þessara tækja svo ekki hljótist slys af. HOOVER RYKSUGUR Kraftmiklar (ca. 57 I /sek) og hljóðlátar meö tvöföldum rykpoka, snúruinndragi og ilmgjafa ■ FÁANLEGAR MEÐ: fjarstýringu, skyndikrafti og mótorbursta HOOVER—HVER BETRI? FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SIEMENS Fjölhæf hrærivél frá Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með! lAllt á einum armi. ► Hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel. títarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.