Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 60
18 78f>r TWT'lT ív HTTOAnTTTMMr-T (TKT A. IHWUníTOM 60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987 Finndu rétt hjól Getur þú að fengnum eftirfar- andi upplýsingum fundið rétt hjól? 1. Það er ekki með keppnis- stýri eða lukt. 2. Það er bjalla á stýrinu. 3. Það hefur ekki bögglabera. 4. Dekkin eru ekki jafn stór. Hvert er ferðinni heitið? Héma er fullt af farangri. Fólkið er greinilega að fara í ferðalag. A töskunum og far- angrinum stendur hvert hver er að fara. Stafirnir hafa hins veg- ar eitthvað ruglast. Getur þú raðað stöfunum upp á nýtt og fundið út hvert ferðinni er heitið? Þústýrir ökutæki! Hjólreiðamaður stýrir öku- tæki. Því miður er of lítið af sérstökum hjólreiðastígum hér á landi, en vonandi lagast það með tímanum. Fyrir hjólandi fólk gilda umferðarreglur eins og aðra sem stýra ökutækjum. Bið- skyldan er eitt af því sem oft vill gleymast. Gott er að hafa í huga að við eigum að víkja fyrir þeim sem koma frá hægri, ef ekki er annars getið. Horfið vel í kringum ykkur! Það getur verið gaman fyrir ykkur að æfa jafnvægi og hæfni í hjólreiðum utan akbrauta. Héma eru tvær hugmyndir að því hvað hægt er að gera. Rað- aðu kubbum eða steinum líkt og sýnt er á myndinni og reyndu síðan að hjóla á milli þeirra án þess að missa jafnvægið og detta, eða stíga niður fæti. I hina þrautina þarf spýtu sem er allt að 2 m á lengd og 20 cm á breidd. Settu spýtukubb undir hana miðja og búðu til eins kon- ar vegasalt. Þrautin er síðan í því fólgin að hjóla eftir spýtunni án þess að missa jafnvægið. Hvar lekur? Á Bamasíðu um daginn huguðum við að því hvort loft læki með ventlinum. Nú ætlum við að athuga hvort gat er á slöngunni sjálfri. Þegar þú hefur náð slöngunni af gjörðinni þá pumparðu vel í hana. Ef gatið sem þú ert að leita að er ekki augljóst er ágætt að fínna það með því að setja slönguna í vatn. Hluti af slöngunni er settur ofan í í einu og athugað hvort nokkrar loftbólur sjást. Þetta er endurtekið þangað til gatið finnst. Merkið við staðina þar sem gatið er með mjúkum blýanti. Næst hleypir þú loftinu aftur úr slöng- unni. Svo hreinsar þú svæðið í kringum gatið létt með sandpappír. Settu þunnt lag af lími á staðinn. Taktu pappírinn af bótinni og settu límhliðina að gatinu og þrýstu henni vel að. Þurrkaðu af- gangslím af, settu smá talkúm yfir. 10-20 Tíu — tuttugu er hoppleikur eins og parís. Hér er hoppað jafnfætis í reitina, fyrst í 10, þá í 20 og 30 og svo framvegis þar tiMOO er náð. í næstu umferð er byijað að hoppa í 20,30, 40 ... í þriðju umferð er hoppað í 30,40,50 ... Alltaf er hoppað frá sama byijunarreit, ekki má snúa sér eftir að lent er í reit og ekki má hoppa á strik. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.