Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1987 Morgunblaðið/Einar Falur „Stærsta herðatré í heimi“, eitt listaverka Stefáns Geirs Karlssonar er borið í land í Viðey. Listsýning í Viðey: Stærsta herðatré heims og meterslangir blýantar Morgunblaðið/Einar Falur Stefán og Magnea Reynaldsdóttir eiginkona hans koma verkunum fyrir í Viðeyjamausti. LISTSÝNING verður opnuð i veitingahúsinu Viðeyjarnausti í Viðey á laugardag. Það er Stefán Geir Karlsson skipatæknifræð- ingur sem sýnir verk sin. Er þetta fyrsta einkasýning hans. Stefán skilgreinir sjálfan sig sem „poplistamann". Hann hefur ein- beitt sér að þvi að gera skúlptúra og málverk í margfalldri stærð eftir fyrirmyndum úr daglegu umhverfi, svo sem eldspýtum eða biýantsstokkum. Meðal þess sem gefur að Iita á sýningunni er fimm metra breitt herðartré, það stærsta i veröldinni að mati sér- Vísindafélag íslendinga: Fjórtán erindi um móðurmálið VÍSINDAFÉLAG íslendinga hefur sent frá sér rit sem nefn- ist Móðurmálið. Það hefur að geyma fjórtán erindi um „vanda íslenskrar tungu á vorum dög- um“, en þau voru upphaflega flutt á ráðstefnu í Norræna húsinu 12. april á síðasta ári. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru valdir úr röðum fólks sem ætla má að sem nánust kynni hafí af stöðu íslensks máls og þróun: í fyrsta lagi málvísindamenn sem hafa fengist við rannsóknir á tal- máli, haft afskipti af eða beinlínis unnið að stefnumótun í málvemd, fylgst með nafngiftum, bæði mannanöfnum og nöfnum fyrir- tækja, unnið að nýyrðasmíð og kynningu nýyrða o.s.frv. I öðru lagi var leitað til móðurmálskenn- ara; fóstra ræddi um hvemig bömin læra málið á dagvistar- stofnunum, kennarar ræddu um móðurmálskennslu í grunnskólum og framhaldsskólum og hverjar kröfur verði að gera til móður- málskennara. í þriðja lagi ræddu fréttamaður og auglýsingahönn- uður um viðhorf þessara starfs- stétta til móðurmálsins, menntun þeirra og möguleika til að beita íslensku máli. í fjórða lagi ræddu rithöfundur og skáld um móður- málið sem tæki til listsköpunar og um vanda þeirra sem fát við þýð- ingar. Bókin sem geymir þessa fyrir- lestra er 113 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Ólafur Halldórsson sá um útgáf- una. Sölu annast Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austur- stræti. fræðinga heimsmetabókarinnar hér á landi. „Það er ekki fyrr en núna sem ég legg i það að kalla sjálfan mig listamann," sagði Stefán þegar Morgunblaðsmenn urðu honum samferða út í Viðey á dögunum. „Ég hef unnið að þessu í frístundum mínum undanfarin ár. Upphaflega var ég aðeins með það í huga að skreyta heimili mitt, en ég hef allt- af átt mér þann draum að geta helgað mig listinni. Hvort mér tekst það núna er aftur annað mál.“ Um borð i Viðeyjarferjunni gaf að lita upphandleggsgildar eldspýt- ur, mannhæðarháa blýanta og stóreflis skiptimiða sem með herkj- um komst fyrir í skalatösku lista- mannsins. „Ég er skilgetið afkvæmi „pop- menningarinnar", ólst upp í Kefla- vik við dósakók og pylsu með öllu. Það eru mínir áhrifavaldar. Fyrsta verkið af þessu tagi sem ég gerði var risasastór sleikipinni sem ég gaf Guðmundi Auðunssyni lista- manni í afmælisgjöf. Hann setti sleikipinnanum á sýningu Félags íslenskra myndlistarmanna, hringdi sfðan í mig og sagði að ég væri orðinn listamaður. Eg varð auðvitað felmtri sleginn," sagði Stefán. „Það getur orkað tvímælis fyrir mann- orðið að bera þennan titil. Enda hefur tekið mig sjö ár að safna kjarki til þess að halda svona sýn- ingu“. Stefán sýnir þrátíu verk úr smiðju sinni. Hann hefur átt sam- starf við eiginkonu sina Magneu Reynaldsdóttur við gerð hluta þeirra, þar á meðal plasthanska eins mikils að vöxtum sem listamaðurinn tileinkar listgagniýnendum í hópi sýningargesta. „Ég kynntist slíkum hönskum fyrst á sjúkrahúsi og þar sem ég ber jafn óttablandna virð- ingu fyrir læknum og gagnrýnend- um tileinka ég verkið þeim síðarnefndu,“ sagði Stefán. Viðeyjamaust er bjartur gler- skáli í vesturhluta Eyjarinnar undir svonefndum Virkishöfða. Hafsteinn Sveinsson, ferjumaður með meiru reisti skálann síðastliðið sumar. Um veitingasöluna sjá þau hjónin Jón Hlíðar og Eygló Jónsdóttir. Naustið er opið alla daga frá kl. 14.00-17.00 og kl. 13.00-19.00 um helgar, en þegar vel viðrar er opið lengur fram eftir kvöldi. I veitingabúðinni er boðið upp á kaffi og meðlæti en stefnt er að þvi að þar verði full- búið eldhús seinna í sumar. INNLENT Stjóm Hringsins afhendir stjóm kvennadeildar lamaðra og fatlaðra peningagjöfina að upphæð ein milljón króna. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.